Morgunblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 20
V EÐRIÐ Hægviðri, bjartviðri 98. tbl. — Fimmtudagur 1. maí 1958 1. maí ávörp Sjá bls. 11 og 12. Furðulegat yfirlýsingar fulltrúa brezka sjávarúfvegsins Vilja að brezki flotinn verði kvaddur landhelgisbrjótum til hjálpar Segja enga hættu á heimsstyrjöld, þótt skotið sé að íslenzkum varðskipum!! 011 stærstu verkulýðsfélögin huiu sugt upp sumningum í BREZKA blaðinu Daily Ex press, sem út kom í gærdag, er sagt frá ráðstefnu Lands sambands brezkra fiskkaup- manna, sem nú er haldin Brighton. Samkvæmt frásógn blaðsins hafa tveir ræðu menn, báðir frá Hull, kratiz* aðgerða brezka herskipafiot- ans, ef íslendingar færa út fiskveiðilandhelgi sína. Skulu ummæli þessara manna á ráð- stefnunni rakin hér, eins og þau birtast í hinu víðlesna, brezka blaði: Hvaða gagn er að „Royal Navy“? Tom Boyd togaraeigandi frá Hull ræddi um vandamál „þeirra manna sem veiða fisk brezku þjóðarinnar", einkum ræddi hann um landhelgisdeiluna við fslendinga. Hann sagði: „Við verðum nú að þola hótun við alla lífsafkomu okkar. Ef málin snúast algerlega gegn okkur, þá hvílir ábyrgðin algejúega á ríkis- stjórninni. Hún veit fullvel um ástandið". Segir blaðið að Tom Boyd hafi spurt, hvaða gagn væri að brezka herskipaflotanum, ef hann gæti ekki hjálpað brezkum togaramönnum í fiskveiðideil- um. Endurlók hin móðg- andi ummæli og vir sleginn í rol DANSKUR maður, sem hér hef- ur dvalið um nokkurt árabil sit- ur nú í „Steininum". Hann lentí í ryskingum fyrir nokkrum kvöldum niður í bæ og lauk þeim með því að hann sló mótstöðu- mann sinn, íslending, svo að hann féll í götuna og rotaðist. Síð ar kom í Ijós að hann hafði höf- uðkúpubrotnað. Liggur þessi maður í Landakotsspítala. Rannsókn málsins er ekki lok ið, m.a. vegna þess að ekki hefur verið mögulegt að taka skýrslu um atburðinn af hinum slasaða. Þrír menn voru nærstaddir er þetta gerðist. Sá þeirra sem næst stóð, íslendingur, kvaðst ekki hafa skilið hvað milli þeirra fór, en Daninn hafði allt í einu sleg- ið íslendinginn. Daninn, sem barði manninn, hefur skýrt frá því að þeir hafi lítillega verið að stimpast. íslendingurinn hafi haft við sig mjög móðgandi um- mæli. Hafi hann þá sagt við ís- lendinginn, að ef hann myndi endurtaka þessi ummæli aftur, þá myndi hann slá hann og það högg yrði vel útilátið. íslending- urinn hafi haft þessi orð sín að engu, endurtekið hin móðgandi ummæli um sig og þá hafi hann slegið manninn, sem féll aftur yf- ir sig. Daninn hljóp þegar inn á lög- reglustöð, en þetta gerðist skammt þaðan. Hinn rotaði var fluttur í slysavarðstofuna og síð- an í Landakotsspítala. í gær var líðan hans talin vera sæmileg eftir atvikum. Daninn situr enn í Steininum, sem fyrr segir. Til hvers eru vígbúnaðarbyrðar? Þá talaði einnig á ráðstefnunni Mr. Ian Class forseti fiskkaupa- sambandsins. Var hann æstur í ræðu sinni og mælti á þessa leið: „Ef íslenzka ríkisstjórnin víkk- ar landhelgina í 12 mílur með einhliða ákvörðun, þá ættu okk- ar menn að mega kalla á hjálp flotans. Ef flotinn veitir ekki nauðsyn- lega hjálp af ótta við, hvað af því myndi leiða síðar, þá gætum við alveg eins farið að viður- kenna að við séum aðeins þriðja flokks stórveldi og þá hljótum við að spyrja til hvers við berum þungar byrðar vígbúnaðarins. Að þessu sinni vil ég ekki gefa neina umsögn, til hverra ráða við munuffl grípa hver í sínu lagi, ef til þess kemur“. Eitt fallbyssuskot! Síðar sagði Mr. Ian Class: „Við höfum hlýtt ákvörðun Is- lendinga frá 1952, um 4 mílna landhelgi, enda þótt við höfum mótmælt henni. Ef máli þessu hefur nú verið vísað til Alls- herjarþings S. Þ. í september n. k., þá er málið enn óútkljáð. Ef íslenzk varðskip reyna með- an svo stendur á að stöðva tog- ara okkar, sem eru að veiðum utan núverandi fiskveiðitak- marka, þá ættu herskip okkar að skerast í leikinn. Eitt fallbyssuskot yfir stafninn, myndi stöðva það. Þið segið máske að það myndi orsaka heimsstyrjöld. Ég held þó að Rússar myndu ekki hætta á Kommúnisli í slað Framsóknarmanns Á FUNDI sameinaðs Alþingis i gær fór fram kosning í raforku- ráð. Þessir menn hlutu kosnitigu: Axel Kristjánsson, Daníel Ágúst- ínusson, Einar Olgeirsson, Ingólf- ur Jónsson og Magnús Jónsson. Kjörtíminn er til ársloka 1961. Kjörtími raforkuráðs rann út um síðustu áramót. Hafa Sjálf- stæðismenn gengið eftir því, að kosning væri látin fara fram, og hefur hún nokkrum sinnum verið sett á dagskrá sameinaðs Alþing- is. Jafnan hefur kosningunni þó verið frestað skv. ósk úr stjórnar herbúðunum. unz hún for fram í gær. Nú verður sú breyting á skipun ráðsins, að annar Fram- sóknarmaðurinn, sem þar átti sæti, Skúli Guðmundsson, hverf- ur úr ráðinu, en í hans stað kem- ur Einar Olgeirsson. Að öðru leyti er skipun ráðsins óbreytt. MEIRIHLUTI allsherjarnefndar sameinaðs Alþingis hefur skilað áliti um þingsályktunartillöguna um afnám áfengisveitinga á kostnað ríkis og ríkisstofnana. Álitið er á þessa leið: „Nefnd- in hefur rætt tillöguna á mörg- um fundum. Undirritaður meiri- hluti nefndarinnar er þeirrar skoðunar, að hvorki sé eðilegt né viðeigandi að binda svo hendur ríkisstjórnarinnar sem tillagan kjarnorkustyrjöld vegna fisk- veiðideilu“. Enn bætir Mr. Class við: „Þeg- ar mál þetta kemur fyrir Alls- herjarþing S. Þ. ættu sjóríkin ein að fara með það. Annars gæti svo farið, að lönd sem sjálf liggja hvergi að sjó samþykktu 12 mílna landhelgi, sem væri stór- kostlegt áfall“. Hótað hörðu Er Ian Class var spurður, hvað hann meinti með „ráð sem við munum grípa til hver í sínu lagi“, svaraði hann: „Sumir Norður- sjávar skipstjórarnir okkar eru harðgerðir karlar (pretty tough characters). Ég er hræddur um að þeir myndu taka lögin í eigin hendur og stíma beint á hvert það skip, sem reyndi að trufla þá. VERZLUNARSKÓLANEMAR minntust í fyrrakv.meðborðhaldi í Þjóðleikhúskjallaranum afmælis Verzlunarskólans. Avörpuðu ýms ir gamlir nemendur skólann, árn- uðu honum heilla og færðu hon- um gjafir. Merkust gjafa er skól- anum bárust var höggmyndin „Grete“ eftir frú Ólöfu Pálsdött- ur myndhöggvara. Frú Ólöf er ein meðal nemenda er brautskráð ust fyrir 20 árum. Guðmundur Guðmundsson kaupmaður hafði ort fyrir 20 ara nemendum og mælti m. a. á þessa leið: Nemendur Verzlunarskólans. gerir ráð fyrir, meðan sala og veitingar áfengra drykkja er frjáls í landinu. Hins vegar álít- ur nefndin, að ríkisstjórninni beri að sýna hófsemi í allri risnu og leggur því til, að samþykkt verði svohljóðandi rökstudd dagskrá: Um leið og Alþingi beinir því til ríkisstjórnarinnar, að fullrar hófsemi sé gætt í risnu ríkis- stjórnarinnar og ríkisstofnana, STJÓRN Sjómannafélags Reykja 'ökur kom saman til fundar ' gær. Var þár rætt um samninga Tvö brunaköll SLÖKKVILIÐIÐ var á ferðinni í gærdag. Krakkar vestur í Knox-búðum höfðu kveikt í rusli sem var við bragga, sem ekki er þó búið í. Slökkti slökkviliðið eldinn fljótlega og urðu ekki telj- andi skemmdir. Síðdegis í gær kom eldur upp í trésmiðaverkstæði að Heiðar- gerði 76. Þar mun hafa orðið skammhlaup i mótor við vélhefil en neistinn sem við það mynd- aðist hefur trúlega kveikt í spón- um á gólfi verkstæðisins. Greið- lega gekk að ráða niðurlögum eldsins en þarna urðu dálitlar skemmdir. brautskráðir 1938, færa skólanum að gjöf höggmynd, „terra cotia“ af konu í líkamstærð, „unikuin" styttu, gjörða af bekkjarsystur okkar, frú Ólöfu Pálsdóttur mynd höggvara. Styttan er gefin skól- anum í þeirri vissu, að henni verði valinn staður í framtíðar húsakynnum skólans í samráði við listakonuna. Guðm. Guðmundsson rakti i stuttu máli hinn glæsilega list- feril frú Ólafar Pálsdóttur mynd- höggvara frá því að hún hóf und- irbúningsnám við Konunglegu dönsku listakademíuna, tók þátt tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá". Undir álitið rita Benedikt Gröndal, Eiríkur Þorsteinsson, Björn Ólafsson, Jón Sigurðsson, Steingrímur Steinþórsson og Ás- geir Bjarnason. Einn nefndar- manna stendur ekki að þessu á- •+iti. Er það Björn Jónsson, en álit frá honum er ekki komið fram. háseta á' kaupskipaflotanum og flutningabátum. Þeir samningar renna út hinn 1. júní n.k. Stjórn Sjómannafélagsins sam- þykkti, að þeim samningum skyldi sagt upp. Þar með hafa öll hin stærstu verkalýðsfélög hér í Reykjavík sagt upp samningum miðað við 1. júní næstkomandi. 4 mál afgreidd á þingi Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær voru fjáraukalög fyrir 1955 samþykkt, svo og þingsálvktunar tillögur um skipun jafnlauna- nefndar, umferðarkennslu í söng, og ríkisábyrgð vegna kaupa á skipinu Haferninum, sem nýkom ið er hingað til lands frá Noregi. í ýmsum merkum listsýnlngum og hlaut mjög góða dóma þar. Síðan gat Guðmundur þess að hún hafi dvalizt í Frakklandi. Grikklandi, Egyptalandi og ítalíu og eftir það unnið æðstu heiðursverðlaun í Danmörku. gullmedalíu, sem einsdæmi ar að erlendir listamenn hljóti þar í landi. Höggmyndin „Grete“, sem 2C ára nemendur Verzlunarskólans, bekkjarsystkini frú Ólafar Pals- dóttur, færa skólanum að gjöf. verður til sýnis í Listamanna skálanum á vegum Félags ís- lenzkra myndlistamanna ásamt fleiri listaverkum næstu "viku. I hófinu fluttu fulltrúar ýmissa árganga nemenda ræður. Árni Grétar Finnsson stud. jur. talaði fyrir hönd 5 ára nemenda og af- henti skólanum að gjöf reiknings- vél. Atli Steinarsson blaðamaður hafði orð fyrir 10 ára nemenduro og tilkynnti, að árgangurinn 1948 gæfi vönduð hljómflutningstæki. Gunnar Magnússon gjaldkeri hafði orð fyrir 15 ára nemend- um og afhenti fjárupphæð í hús- byggingarsjóð. Hjálmar Blöndal forstjóri hafði orð fyrir 25 ára nemendum og afhenti rausnar- lega gjöf í nemendasjóð skólans til styrktar fátækum nemendum. Skólastjórinn, dr. Jón Gisla- son, þakkaði gjafirnar. — Ýmsir fleiri tóku til máls, og var hofið fjölmennt og hið ánægjulegasta. Þingsályktunin um afnám áfengisveitinga Tillaga um rökstudda dagskrá Ilöggmyndin „Grete“ Verzlunarskólinn eignast höggmynd eftir Olöfu Pálsdóttur myndhöggvara 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.