Morgunblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 18
18 MORCT’iSHTAfílB Fimmtudagur 1. mai 1958 Frá einum skemmtifunda Æ.R. Sumarstarf Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur er að hefjast Starfsemin fœrðist mjög í aukana í vefur og þátttaka var mikil í hinum ýmsu greinum SUMARSTARF Æskulýðsráðs Reykjavíkur er nú að hefjast, og áttu blaðamenn í gær tal við for- ráðamenn ráðsins. I sumar munu unglingar eiga kost á ýmiss Kon- ar tómstundavinnu á vegum raðs- ins eins og verið hefur. Er hér að nokkru leyti um að ræða *ram- hald á vetrarstarfseminni, en einnig bætast við ýmsar nyjar tómstundagreinar. Ljósmyndaklúbburinn tekur til starfa að nýju 5. maí. Veröur unnið fjóra daga í viku að fram- köllun og stækkun. Unglingar eru beðnir að tilkynna þátttöku sina á morgun frá kl. 2—4 e. h. eða 8—9 e. h. og á laugardag kl. 3—3 e. h. Aformað er að fara í ljós- myndatökuferðalag 1. júní, og verður i því ferðalagi veitt til- sögn í töku ljósmynda og með- ferð ljósmyndavéla. Sjóvinna og sjóróðrar hefur verið mjög vinsæl grein, og hef- ur fjöldi pilta sótt tíma af miki- um áhuga. í lok maímáhaðar verö ur efnt til tveggja eða þriggja veiðiferða á vb. Víkingi. Einnig er ráðgert að gera vb. Víking út á lúðuveiðar síðar í sumar, og verður þetta gert í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavíkur. Munu 14—16 piltar geta komizt í veiði- ferð þessa. Piltar, sem áhuga hafa á þátttöku í róðrunum ættu að tilkynna þátttöku sína sem fyrst í Tómstundaheimilinu að Lindar- Jarðaberjaplö'ntur af tegundinni Abundance höfum við nú til sölu eins og undanfarin vor. Verða afgreiddar n.k. föstudag og laugardag. Atvinnudeild Háskólans. IJPPBOÐ á bifreiðinni G-1081 fer fram laugard. 10. maí kl. 10 f.h., þar sem hún stendur við Bæjarskrifstofuna í Hafnarfirði. BÆJARFÓGETI. ATVIIMIMA Velmenntaður ungur maður óskar eftir góðri atvinnu strax, eða sem fyrst. Er þaulvanur allskonar skrifstofu- störfum, bókhaldi, verðútreikningum, áætlunum, kaup- reikningum o.s.frv. Góð enskukunnátta. — Einnig vanur ýmsum öðrum störfum sem kæmu ef til viil til greina. lilboð sendist Mbl. fyrir 5. maí merkt: „Áfram — 8130“. Iðnaðarhúsnæði óskast 30—60 ferm. fyrir léttan iðnað. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „í júní — 8140“. götu 50. Verða fyrirlestrar haldn- ir og kvikmyndir sýndar í sam- bandi við sjóvinnuna. Ákveðið hefur verið að gang- ast fyrir stangaveiðinámskeiði, og verður þar veitt tilsögn í með- ferð veiðistanga. Námskeiðíö hefst 12. maí, og félagar úr Kast- klúbb Reykjavíkur munu veita leiðbeiningu og sýna kvikmynd- ir. Þeir unglingar, sem áhuga hafa á þessari grein, geta tilkynnt þátttöku sína á morgun og laug- ardag að Lindargötu 50. — Jón Pálsson, sem nú er fastur starfs- maður hjá Æskulýðsráði, komst svo að orði, að þessi grein yrði vafalaust vinsæl, og hér væri um tímabæra tilsögn að ræðá, því að fjölmargir piltar hafa mikinn áhuga á að kynna sér meðferð veiðistanga. Hjólhestaviðgerðir munu fara fram á tveimur stöðum í bænam í maí og júni, í vinnustofu Gagn- fræðaskóla Verknáms og í verk- stæði að Grenimel 9, á mánudög- um, þriðjudögum og fimmtudög- um frá kl. 5—8 e. h. Hefst starf- semin næstkomandi mánudag, og þátttöku á að tilkynna að Lindar- götu 50. Einnig verður efnt til nokkurra ferðalaga í sumar auk Ijósmynda- tökuferðalagsins, sem áður er nefnt, og er þetta gert í nánu samstarfi við Farfugla. — Farið verður til Þingvalla 14.—15. júní. — Dagana 5.—6 júlí verður efnt til ferðalaga fyrir þá, sem áhuga hafa a jurtasöfnun.-----Kunnáttumenn verða til leiðbeiningar í þessari ferð. Mun unglingunum gefast kostur á að útbúa blómapressur í Tómstundaheimilinu, áður en lagt er upp í ferðina. í berjaferö verður farið 30.—31. ágúst og i gönguferð á Esju 7. sept. Verður reynt að vanda undir- búning þessara ferðalaga, svo ad þau verði þátttakendum í senn ánægjuleg og ódýr. Nánari upp- lýsingar verða veittar að Lindar- götu 50. Leik- og íþróttanámskeið verða haldin fyrir börn og unglinga a leikvöllum bæjarins í júní. Þetta verður gert í samvinnu við ÍBR og leikvallanefnd, og kunnir íþróttakennarar munu veita til- sögn. — ★ — Framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðsins, séra Bragi Friðriksson, skýrði nokkuð frá tomstundaiðj- unni í vetur. Starfsemin færðist mjög í aukana, og þátttaka í hin- um ýmsu greinum starfseminnar hefur verið mikil. Nokkuð þröngt hefur þó verið um húsakost, en horfur eru á, að úr því muni ræt- ast með haustinu. Sagði formaö- ur Æskulýðsráðs, Helgi Hermann Eiríksson, að allar líkur væru til þess, að ráðið fengi Goifskál- ann til umráða í vetur, einnig væru að skapast betri aðstæðui í kirkjum bæjarins og félags- heimilum. Höfuðbækistöðvar tóm stundaiðjunnar eru að Lindargötu 50, en einnig hefur verið staríað að einhverju leyti í öllum heiztu bæjarhverfum í vetur, og hefur starfsemin fengið húsaskjól í íé- lagsheirrtilum og skólum. Tóm- stundaheimilið að Lindargötu 50 hefur verið fullsetið í vetur, og væri mjög vel, ef annað slik: heimili gæti tekið til starfa hið fyrsta. 500 þátttakendur í vetur hafa um 500 unglingar tekið þátt í tómstundaiðjunni víðs vegar um bæinn. Unnið heí- ur verið að föndri, útsaumi módelsmíði, leikbrúðugerð, bók- bandi, útsögun og útskurði, bast- og tágavinnu, -smíðum, radió- vinnu, hjólhestaviðgerðum, sjó- vinnu og ljósmyndaiðju, sem' er elzta greinin og mjög vinsæl. — Haukur Sigtryggsson hefur frá upphafi veitt ljósmyndadeildinni forstöðu, en hann á sæti í stjórn Félags áhugaljósmyndara, sem stutt hefur þessa starfsemi meö ráðum og dáð. Fræðslu- og skemmtifundir hafa verið haldnir að Lindargötu og verið hinir ánægjulegustu. — Stefnt er að því að gera tóm- stundaiðjuna mun fjölbreyttari í framtíðinni, svo að hún nái tii enn fleiri unglinga. Hafa ungl- ingunum verið veitt viðurkenn- ingarskjöl fyrir þátttöku. — ★ — Auk tómstundaiðjunnar hefur Æskulýðsráð beitt sér fyrir ýmsu öðru. Það hefur aðstoðað við tvenna æskulýðstónleika Sin- fóníuhljómsveitarinnar við ióla- söngva í kirkjum borgarinnar. Fimm taflklúbbar hafa starfað a vegum þess og Taflfélags Reykja- víkur. Fimm kvikmyndaklúbbar hafa starfað í vetur, og eru tveir þeirra reknir í sambandi-við sókn arnefnd Bústaðasóknar. í sam- vinnu við þingstúku Reykjavíkur og Áfengisvarnanefnd ReyKja- víkur hafa verið haldnar sérstak- ar danssamkomur fyrir æskufólk. Er hér um tilraun að ræða en von ir standa til, að betta geti orðið upphaf að víðtækara starfi í þá átt að gefa æskufólki kost á holl- um skemmtunum. Hefur Æskulýðsráð notið sam- starfs og aðstoðar ýmissa aðila í starfi sínu. Félag áhugaljós- myndara, Farfuglar, skátar, Kenn arar, skólastjórar, ÍBR, preatar og einstaklingar hafa stutt starfið á margvíslegan hátt, enda er það stefna Æ.R. að leita slíkrar sam- vinnu sem víðast. I. maí í Hafnarfiröi HAFNARFIRÐI — 1. maí hátíða- höld Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna,. Starfsmannafélags og Iðnnemafél. Hafnarfjarðar hefj- ast með því að safnast verður saman við verkamannaskýlið kl. 1,30 e. h. Klukkan 2 verður lagt af stað í kröfugöngu undir fán um samtakanna, og gengið um eftirtaldar götur: Vesturgötu, Vesturbraut, Kirkjuveg, Hellis- götu, Hverfisgötu, Lækjargötu, Strandgötu og staðnæmst við Vesturgötu 6 (Bridehús). — Þai hefst svo útifundur, og mun Sig- urrós Sveinsdóttir, form. Full- trúaráðsins, setja fundinn. Síðan flytja stuttar ræður: Hermann Guðmundsson form. Hlífar, Guð- laugur Þórarinsson form. Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar, Ein- ar Jónsson form. Sjómannafélags Hafnarfjarðar og Birgir Dýrfjörð form. Iðnnemafélags Hafnarfjarð Verzlunarmannafélag Reykjavikur FLYTUR ÖLLUM LAUNÞEGUM BEZTU ÁRNAÐARÓSKIR I TILEFNI AF 1. MAl. N auðungoruppboðið á Heiðargerði 26, sem fram átti að fara föstudaginn 2. maí 1958, kl. 2 y2 síðdegis fellur niður. Borgarfógetinn í Reykjavík. 5 eða 6 herb. hœð I nýju húsi óskast keypt. Sér hiti og sér inngangur. Tilboð merkt: A. G. M. — 345 óskast sent afgreiðslu Morgunbl. fyrir 7. m’aí. ar. Fyrir kröfugöngunni og ó úti- fundinum leikur Lúðrasveit Hafn arfjarðar undir stjórn Alberts Klahns. Kl. 5 verður barna- skemmtun í Bæjarbíói, og verða þar fjölbreytt skemmtiatriði. Hér fer á eftir ávarp 1. mai- nefndarinnar hér í Hafnariirði: 1. maí er hvort tveggja í senn hátíðisdagur verkalýðsins og oar- áttudagur hans: Hátíðisdagur því meiri sem fleiri og stærri sigrar hafa unnizt og ba”áttudagur bví meiri sem fleira er óunmð og gera þarf til þess að verja unn- inna sigra. Eigi dylst það nú, fremur en áður, að brýn nauðsyn er a pvi að efla verkalýðshreyfinguna, þar sem grundvöllur allra kjara- bóta, allrar sóknar samtakanna byggist á því að þau séu heil- steypt og sterk. Einhuga og samstillt verkalýðs- hreyfing er það afl, sem alþýðan þarfnast nú öðru fremur. Verkalýðurinn krefst þess að dýrtíðinni sé haldið í skefjum, kaupmáttur launanna aukinn og mótmælir hvers konar tilraunum til þess að velta byrðum yfn a bak alþýðunnar með ráðstöfun- um, sem myndu jafngilda nýrri gengislækkun og verða þar með stórfelld kjaraskerðing. Verkalýðurinn krefst þess, að landhelgi íslands verði stækkuð svo sem nauðsynlegt er til að vernda fiskstofninn og hagsmun- ir þjóðarinnar bjóða. Verkalýðurinn krefst þess að sérhver þjóð fái að lifa í friði. frjáls í landi sínu og styður sér- hverja raunhæfa tilraun til þess að tryggja friðinn í heiminum. Hafnfirzk alþýða! Við heitum á alla meðlimi verkalýðshreyfingarinnar, alla alþýðu hæjarins, að sýna sam- heldni sina 1. maí og taka vmkan þátt í kröfugöngunni og útifund- inum. Við erum þess fullviss að mikii þátttaka þar er einn bezti undir- búningur að árangursríkri sókn * hagsmunabaráttunni. Gerum 1. maí að sigurdegi í baráttunni fyrir atvinnu, vei- megun og sjálfstæði þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.