Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 1
20 síður
45. árgangur
110. tbl. — Laugardagur 17. maí 1958
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Neyðarástand í Frakklandi:
Pflimlin fœr alrœðisvald
í þrjá mánuði
Salan hershöfðingi
myndar stjórn í Alsír?
PARÍS, 16. maí — Franska þingið gaf í kvöld Pierre Pflimlin, for-
sætisráðherra, hálfgert einræðisvald í landinu næstu þrjá mánuði
til að koma í veg fyrir að ofstækisfullir hægri menn taki völdin
i sínar hendur.
Á öllum helztu stöðum í Paris
voru f jölmennar sveitir hermanna
og lögreglu á verði meðan hið
sögulega frumvarp um þriggja
mánaða neyðarástand í landinu
var samþykkt með 461 atkvæði
gegn 114. Pflimlin, sem verið
hcfnir forsætisráðherra í þrjá
daga, var þreytulegur og tekinn
þegar hann sagði þingheimi, að
hann yrði að fá sérstök völd
næstu þrjá mánuði til að kæfa
„samsæri gegn lýðveldinu og
ríkjandi skipulagi. Hann átti við
uppreisn frönskumælandi manna
í Alsír gegn ríkisstjórninni.
Hin nýju völd
Samkvæmt hinum nýju bráða-
birgðalögum hefur stjórnin víð-
tæk völd til fangelsana, húsrann-
sókna, til að setja útgöngubönn,
koma á ritskoðun með blöðum,
útvarpi og sjónvarpi, til að láta
herrétt fjalla um mál sem aðrir
dómstólar fara venjulega með, til
að banna útifundi og verkföll,
vínveitingar og skemmtanir og
til að setja sérstakar reglugerðir
um búsetu manna og ferðalög.
50.000 manns á verði
Hundruð lögregluþjóna með
stálhjálma og vopn umkringdu
þinghúsið meðan hinar heitu um-
ræður fóru fram, en þær stóðu
yfir í sex tíma. Allur herstyrk-
ur og allt lögreglulið Parísar,
samtals um 50.000 manns, stóð
vörð við stjórnarbyggingar og
aðra mikilvæga staði í borginni.
Allsherjarnefnd í Alsír
Húsmæðurnar flykktust í búð-
ir og keyptu upp á skömmum
tíma flestar nauðsynjavörur. Þær
óttuðust að ógnanir uppreisnar-
manna í Alsír mundu leiða af
sér verkföll, ofbeldi og skömmt-
un á nauðsynjum. Verðbréfin í
kauphöllinni féllu, en hins vegar
virtist enginn ótti hafa gripið um
sig meðal seljenda þeirra.
1 Alsír sameinuðust allar
„öryggisnefndirnar“, sem hafa
verið myndaðar víðs vegar um
landið siðan uppreisnin brauzt
út á þriðjudagskvöld, og mynd-
uðu eina allsherjarnefnd. Þessar
„öryggisnefndir“ krefjast þess að
de Gaulle hershöfðingi myndi
sterka stjórn í París.
Kommúnistar og sósíalistar
styðja Pflimlin
Það var de Gaulle sjálfur, sem
rak þingið til róttækra aðgerða,
þegar hann birti stutta yfirlýs-
ingu í gær þess efnis, að hann
væri reiðubúinn að taka við
stjórnartaumunum. Hann hefur
ekki gegnt opinberu embætti síð-
an 1946, og er nú 67 ára gamall.
Pflimlin neitaði því aftur í um-
ræðum þingsins í dag, að hann
hefði í hyggju að taka upp væg
ari stefnu gagnvart Serkjum í
Alsír, sem hafa barizt við Frakka
í 314 ár. Pflimlin, sem er 51 árs
og leiðtogi kaþólska lýðveldis-
flokksins, sem er miðflokkur,
sagði í ræðu sinni: „Nú er ekki
tími til ræðuhalda, heldur til að-
gerða“. Bæði sósíalistar og komm
únistar veittu honum fulltingi.
Sprengingar víða í landinu
Snemma í morgun umkringdu
lögreglusveitir sveitasetur de
Gaulles í Auatur-Frakklandi.
Nokkrum tímum áður en um-
ræður þingsins hófust, sprakk
sprengja í kjallaranum á sveita-
setri Pflimlins og olli miklum
skemmdum. Lögreglan fann tvær
sprengjur, sem ekki höfðu sprung
ið, í opinberum byggingum í
París. I Marseille var sprengj-
um varpað að aðalstöðvum komm
únistaflokksins og brotnuðu rúð-
ur í byggingunni við sprenging-
una.
Salan er varkár
Einn af helztu mönnunum í
sambandi við viðsjárnar í Frakk-
landi er Raoul Salan hershöfð-
ingi, yfirmaður frönsku hersveit-
anna í Alsír. Bæði Pflimlin og
leiðtogar uppreisnarmanna hafa
fengið honum í hendur yfirstjórn
allra mála í Alsír, bæði hernað-
arlegra og borgaralegra. Salan
hefur látið í ljós samúð með de
Framh. á bls. 19
Hfffreiðsla bjartf-
ráðanna dregst
FYRSXA umræða um efna-
hagsmálafrumvarp ríkisstjórn
arinnar, sem hófst sl. miðviku
dag, stóð allt til kl. 3 þá um
nóttina. Hún hófst síðan aftur
eftir hádegi í gær og hélt á-
fram með stuttum hléum all-
an daginn.
Er þingmenn komu úr mat-
arhléi kl. 9 í gærkvöldi var
útbýtt nýju frumv. frá Ey-
steini Jónssyni, fjármálaráð-
herra. Var þar farið fram á,
að ríkisstjórninni yrði heimil-
að að stöðva tollafgreiðslu á
aðfluttum vörum, þar til efna
hagsmálafrumvarpið hefur
hlotið fullnaðarafgreiðslu á
Alþingi.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá í Mbl., voru samþ.
lög sl. mánudag um slíka
stöðvun tollafgreiðslna út
þessa viku. Nú er ljóst orðið,
að frumvarpið verður ekki af-
greitt fyrr en í næstu viku.
var afgreitt á 3 fundum I
hvorri þingdeild í gærkvöldi
og samþykkt sem lög.
Síðan hófst aftur umræða
um efnahagsmálin og stóð hún
enn, er blaðið fór í prentun
nokkru eftir miðnætti, en bú-
izt var við, að umræðunni lyki
í nótt og frumv. færi til nefnd
ar. Áformað hafði verið að
Ijúka afgreiðslu málsins í dag,
en það mun tefjast fram í
næstu viku. Þingfundir verða
ekki í dag, en nefndir munu
starfa.
Frá fyrstu ræðunum um
efnahagsmálin var sagt í Mbl.
í fyrradag. í dag er sagt frá
málinu á þessum stöðum í
blaðinu:
Almennt yfirlit bls. 2
Ræða Ásg. Sigurðss. — 3
— Björns Ólafss. — 8
— Ólafs Björnss. — 8
— Ingólfs Jónss. — 11
— Magn. Jónssonar — 11
Frumvarp fjármálaráðherrau — Jóns Pálmasonar — 18
1
s
í
i
}
s
J
)
í
)
)
)
\
s
i
i
s
s
i
i
s
s
í
s
s
i
i
s
s
s
i
s
s
i
i
s
s
s
de Gaulle
Hægrimenn mæltu aftur a móti
með því, að de Gaulle yrði feng-
in völdin í landinu. Pflimlin
sagði að ýmsir borgaralegir leið-
togar hefðu reynt að skapa
„styrjaldarástand“ í Frakklandi
og Norður-Afríku, en hann
nefndi engin nöfn.
Höfuðspurningin
Eftir því sem á hinar heitu
umræður leið varð sú spurning
allsráðandi, hvort veita skyldi
Pflimlin einræðisvald eða reyna
að fá de Gaule til að taka við
stjórnartaumunum, en andstæð-
ingar hans hafa sakað hann um
einræðisbrölt og þykir sumum
það kaldhæðnislegt eins og mál
um er nú komið.
de Gaulle sakaður um samsæri
Þegar fulltrúadeildin hafði
samþykkt neyðarástandið og ein-
ræðisvald stjórnarinnar, var frum
varpið sent til efri deildar í flýti
til endanlegs samþykkis.
de Gaulle hefur fengið áskor-
anir úr ýmsum áttum um að taka
af skarið um að hann vilji taka
í taumana. Á aðalstöðvar hans
í París var stanslaus straumur
símtala -og símskeyta þar sem
hann var hvattur til að tala aft-
ur og vera þá skýrari í máli.
Leiðtogar sósíalista og kommún-
ista sögðu í umræðum þingsins,
að de Gaulle væri vitorðsmaður
uppreisnarmanna í Alsír sem
hefðu að markmiði hrun lýð-
veldisins. Stuðningsmenn hans
báru þessar sakargiftir til baka
af miklum hita.
Enn er barizt í Líbanon
stjórnin neitar að segja af sér
Stjórnarhersveitir berjast við uppreisn-
armennf sem hafa komið til landsins
frá Sýrlandi
BEIRUT, 16. ihaí — Þingið í
Líbanon kom saman til auka-
fundar í dag að ræða hið ai-
varlega ástand í landinu. Sið-
degis í dag lýsti stjórnin því
yfir, að hún mundi ekki segja
af sér, eins og uppreisnar-
menn hafa krafizt, og ákærði
hún stjórn Arabíska sam-
bandslýðveldisins enn einu
sinni fyrir íhlutun í innan
ríkismál landsins og að halda
uppi ógnarástandi í landinu
Var yfirlýsing þessa efnis les-
in upp í útvarpið í Beirut í
kvtíld. Síðar um kvtíldið flutti
forsætisráðherrann, Sami El
Solh, ávarp til þjóðarinnar og
skoraði á mcnn að láta af of-
beldisverkum.
77 fallnir
A þingfundinum í dag átti að
greiða atkvæði um traust
stjórnina, en það var ekki hægt
vegna þess að deildin var ekki
ályktunarhæf. Fjölmargir þing-
menn voru fjarverandi. Ekki er
vitað, hvenær atkvæðagreiðslan
getur farið fram. — Búizt var við
því, að þingmenn stjórnarand-
stöðunnar mundun krefjast þess
að stjórnin segði af sér, en úr
því varð ekki. Allur þingtíminn
fór í þjark og hvíslingar og o-
formlegar umræður um ástandið
í landinu. Á fundinum var skýrt
frá því, að samkvæmt opinberum
skýrslum um óeirðirnar hefðu n7
menn verið drepnir undanfarna
viku og 280 særðir.
Stjórnin hefur tögl og hagldir
ráðinu í Beirut bréf, þar sem
hann kveðst harma þau of-
beldisverk, sem beinzt hafa að
sendiráðinu undanfarna da'ga.
í höfuðborginni, enda er herinn
á hennar bandi, en fréttamenn
segja, að uppreisnarmenn hafi
náð einhverri fótfestu í suður-
hluta landsins. Þar hafa þeir
haft í frammi ofbeldisverk í dag.
Útgöngubann hefur verið sett á
þessum slóðum. í dag kveiktu
óeirðarseggirnir í aðalstöðvum
bandaríska olíufélagsins Aramco
og hafa hótað að eyðileggja öll
tæki félagsins.
Bardagar á landamærum
Sýrlands og Líbanons
1 fregnum frá norðurhluta
landsins segir, að komið hafi
til átaka milli stjórnarherja
og meira en 1000 uppreisnar-
manna, sem komið hafa frá
Sýrlandi. Einnig hefur komið
til bardaga í miðhluta lands
ins.
Útgöngubann ríkti í Beirut í
dag. Hermenn höfðu nákvæmt
eftirlit með vegfarendum, stöðv-
uðu marga, spurðu þá ýmissa
spurninga og létu þá sýna vega
bréf.
Sendiráð Breta og Bandaríkja-
manna í Beirut hafa lýst því yfir,
að ekki sé ráðgert að flytja
brezka og bandaríska þegna frá
Líbanon. Þó herma fregnir frá
Möltu, að Miðjarðarhafsfloti
Breta hafi lagt úr höfn í Valetta
í dag, a. m. k. sólarhring á undan
áætlun. Ekki þykir ósennilegt, að
honum sé ætlað að vera viðbúinn
að aðstoða brezka þegna í Líban-
on, ef þurfa þykir. Einnig komu
margar herflutningavélar til
Kýpur í dag.
Leiðtogi stjórnarandstöðunn
ar í Líbanon, Saeb Salem, hef-
ur skrifað bandaríska sendi-
Egypzka fréttastofan í Kairó
segir, að fylgismenn eins af leið-
togum stjórnarandstöðunnar, Ke-
mal Jumblatt, sem handtekinn
var í vikunni, hafi náð á sitt vald
norðvesturhluta Líbanons. Frétta-
stofan segir ennfremur, að stjórn-
arhersveitir þar hafi krafizt þess,
að uppreisnarmenn legðu niður
vopn, en án árangurs. Jumblatt
er leiðtogi hins sósíalíska fram-
faraflokks og keppinautur Cam-
ille Chamouns forseta.
Fréttir i stuttu máli
• MOSKVU, 16. maí — Spútnik
þriðji, sem vegur hálft annað
tonn og var sendur á loft af
Rússum í gær, fer nú umhverfis
jörðina nálega 14 sinnum á sól-
arhring. Segja rússneskir vísinda
menn, að gervimáninn, sem
einnig er nefndur „bíllinn fljúg-
andi“ muni haldast á lofti um
sjö mánuði. í þessum gervihnetti
eru engin lifandi dýr, en mikið
af vélum, sagði Feodorov próf.
yfirmaður gervihnattarannsókna
Rússa. Hann neitaði að segja hve
mörg „þrep“ hefðu verið á eld-
flauginni, sem skaut gervimán-
anum á loft.
# LONDON, 16. maí — Það var
tilkynnt í London í kvöld, að
allöflugur herstyrkur yrði send-
ur frá Bretlandi til Kenya í næsta
mánuði. Á hann að vera þar til
taks, ef til frekari tíðinda dreg-
ur í Aden eða annars staðar á
Arabíuskaga.