Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. maí 1958 MORCVNfíT4Ð1Ð 11 Ríkisstjórn sem hefur glatað trausti þjóðarinnar leysir engan vanda Með bjargráðafrumvarpinu eru mestir skattar lagðir á nauðsynjavörur almennings Rœða Ingólts Jónssonar á Alþingi INGÓLFUR Jónsson, fyrri þingmaður Rangæinga, tók til máls í umræðunum um bjarg- ráðin í fyrrinótt. Deildi hann hart á ríkisstjórnina og taldi að hún væri búin að missa allt traust þjóðarinnar, enda sýndu svikin loforð að hún hefði ekki verið verð neins trausts. Hann gaf og upplýs- ingar um verðhækkanir þær sem mun leiða af frumvarpi stjórnarinnar. Fara hér á eftir kaflar úr ræðu Ingólfs: Hvers vegna úttektin var ekki birt Ingólfur minnti á það, að þeg- ar vinstri stjórnin tók við völd- um hefði hún heitið því að láta fara fram rannsókn á efnahags- málum þjóðarinnar, eins konar úttekt. Rannsóknin fór fram, en- ríkisstjórnin hefur aldrei þorað að birta hana. Og nú spurði Ing- ólfur, hvers vegna hún hefði ekki þorað að birta hana: — Það pr vegna þess, að úttektin sannaði, að það var grózka í íslenzku þjóð- lífi. Hún sannaði að aldrei hefði verið meiri uppbygging á íslandi en einmitt þá, og það nær ein- göngu með innlendu fjármagni. Sú úttekt, sagði Ingólfur, verð- ur einhverntíma birt og mun þá fást samanburður, hvernig vinstri stjórnin hefur haldið á spilunum, þegar allt er að hrynja, þjóðar- líkaminn er orðinn helsjúkur og fjármálalífið í öngþveiti. Þannig er nú komið þrátt fyrir það að núverandi ríkisstjórn hafi tekið stærri lán, en nokkurntíma hef- ur þekkzt óður. Ingólfur kvaðst vilja taka und- ir orð, sem Einar Olgeirsson hafði látið falla um það að ríkisstjórn- in væri að glata trausti vina sinna. Það má jafnvel orða þetta sterkara: —. Hún er búin að tapa trausti þeirra og það af skiljanlegum ástæðum. Hún lofaði gulli og grænum skóg- um, — hún lofaði varanlegum aðgerðum. Þar sem hún hefur ekki staðið við þessi loforð, er ekkert eðlilegra en að hún glati trausti almennings, — já, glati trausti sinna eigin flokksmanna. — Og það er kannske eina ástæðan til þess að hún hangir saman, þótt forsendur fyrir henni séu brostnar, enda er nú svo komið, að hún þorir ekki að leggja þetta undir dóm þjóð- arinnar. Kreppt að íslenzkium bændum Ingólfur Jónsson gerði að um- talsefni, hvaða áhrif „úrræðin" myndu hafa á hag bænda. Það er að vísu rétt, að þeir eiga að fá hækkanir, sem jafngilda 5% kaupgjaldshækkuninni. Gallinn er bara sá, að það væri ekki víst að þessi hækkun rynni í vasa bændanna. Eða hvernig var ekki með 7% hækkunina, sem bænd- ur áttu að fá s. 1. haust. Bændur eru sammála um að þeir hafi fengið lítið af henni. Hún hafi öll farið í aukinn kostnað en ekki til bænda og hætt er við að eins kunni að fara nú, því að hinn aukni rekstrarkostnaður gleypir allt. Ingólfur sagði m. a.: Samkvæmt þessu nýja frum varpi, eiga fóðurvörur að hækka í verði um 43%. Lýsti Gylfi Gíslason því sem sér- staklega hyggilegri ráðstöfun. Tollar á fóðurvörum hefðu verið svo lágir, að bændur hefðu talið óhagkvæmt að nýta grasið. Hér er talað af miklum ókunnugleika, sagði IngólPur. Auðvitað hafa bænd- ur nýtt grasið. — Það sýnir Ingólfur, að þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar leggjast sérstak- lega hart á landbúnaðinn. Að vísu á hann að fá þessar hækk- anir endurgreiddar, verðlags- grundvöllur landbúnaðarins hækkar. Sannleikurinn er þó sá, að hér er verið að leggja risa- vaxna skatta á landbúnaðinn, ón þess, að tryggt sé með nokkru móti, að hann fái það endur- greitt. Það er farið verst með bændastéttina, ef frumvarp þetta verður lögfest. En samdráttur mun verða í iðnaði og atvinnu- leysi boðið heim. Það er augljóst mál, að kaupgeta manna minnkar í bæj- unum og atvinnan minnkar. Ef verð á landbúnaðarafurðum hækkar jafnframt stórkostlega í kjölfar þessara aðgerða, er hætta á því að sala á þeim dragist sam- an — og þá er hag bænda stefnt í voða. Hækkun á lífsnaiuðsynjum Það er nýmæli, hélt Ingólf- ur áfram, að samkvæmt stjórn arfrumvarpinu á hækkunin að vera mest á nauðsynjavörum. Húsaolía mun hækka 32%. Það er talið að meðalíbúð þurfi til upphitunar 6—8 tonn á ári. Átta tonn kosta nú 6400 kr. en við það bætist nú rúm- lega 30% og þýðir það veru- leg aukin útgjöld, einmitt hjá láglaunafólki. Byggingarefni hefur fram til þessa verið talið nauðsynja- vara. En nú talar vinstri stjórn in um það að fjárfestingin sé of ör og ætlar hún með þessu frumvarpi að tryggja „hæfi- legt atvinnuleysi“ með því að hækka timbur um 25—29%, sement 25—30% og steypu- styrktarjárn um 20%. Þakjárn 20%, járnvörur 25%, mið- stöðvarofna 25% og pípur og fittings 22%. Talið er að bygg- ingakostnaður hækki um 11%, en ólíklegt að það verði ekki meira. Brýnustu lífsnauðsynjar manna eins og kornvörur, kaffi og syk- ur eiga að hækka um 15%, ein- földustu búsáhöld hækka um 25%, hreinlætisvörur um 26%, hreinlætistæki um 25% og skó- fatnaður um 27%. Metravara hækkar um 8—45% og nælon- sokkar munu hækka um 25%. Þessar staðreyndir sýna, að það er ekki verið að hlífa al- menningi með þessu frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ingólfur svaraði og staðhæf ingu Gylfa Þ. Gíslasonar um að hinar nýju álögur legðust ekki á láglaunafólk. Staðreyndin er sú, að maður með 4000 kr. mán aðartekjur fær 200 kr. kaup- hækkun á mánuði skv. frum- varpinu. Hafi þessi maður meðalfjöl- skyldu á framfæri sínu, má reikna með, að hann þurfi eftir að lög þessi ganga í gildi að kaupa mán- aðarlega nauðsynjavarning fyrir 3000 krónur og þarf þá vissulega að halda sparlega á til þess, að það nægi. Samkvæmt þessu frumvarpi mun meðalhækkun nauðsynja- varnings nema 20—25%. Sé mið- að við lægri töluna, er verðhækk- un sem þessi heimilisfaðir verð- ur að greiða 600 kr. á mánuði. Með öðrum orðum, er ríkisstjórn- in að gefa þessum manni 200 kr., en lætur hann greiða sér til baka 600 krónur. Þessa dæmis kvaðst Ingólfur aðeins vilja geta að gefnu tilefni frá Gylfa. Tjaldað til einnar nætur Hér er heldur ekki verið að leysa nein vandamál til fram- búðar, heldur er aðeins tjaldað til einnar nætur, þetta á að nægja til haustsins, en þá verður rennt af stað nýrri dýrtíðarskriðu. Núverandi ríkisstjórn, sagði Ingólfur Jónsson, sýnir með þessu frumvarpi, að hún hef- ur ekki valdið verkefnunum. Hún hefur lofað öllu góðu, en hún hefur ekki staðið við neitt af því. Smátt og smátt liefur hún verið að glata trausti allra íslendinga. Þegar svo er kom- ið að hún hefur glatað trausti þjóðarinnar, þá er hún sann- arlega illa á vegi stödd, þá getur hún ekki einu sinni leyst verkefnin þótt hún hefði vilj- ann til þess. Er því sýnt, að það þýðir ekkert að gera ráð fyrir að þessi rikisstjórn lcysi neinn vanda. Þess vegna þarf að stokka spilin upp, efna til nýrra kosninga og fá stjórn sem nýtur traiusts fólksins. Þjóðin þarf að fá nýja ríkis- stjórn, sem ekki aðeins lofar heldur segir henni sannleikann og framkvæmir fyrirheit sín. Þá er ég sannfærður um að vanda- málin verða leyst, því að þetta þjóðfélag hefur mikla möguleiká til að halda áfram þróttmikilli uppbyggingu og viðhalda lífs- kjörum fólksins. Ingólfur Jónsson hin aukna ræktun og áburð- arnotkun. Er það þá líka til að hvetja bændur til að nýta grasið, að innfluttur áburður hækkar skv. þessu frumvarpi um 50%. Áburð- arverksmiðjan framleiðir aðeins köfnunarefnisáburð, svo við verðum að flytja inn steinefnis- áburði. Þessi gífurlega hækkun mun að vísu ekki koma fram núna, af því að búið er að flytja inn þann áburð, sem nú verður notaður. En það mun koma fram með fullum þunga næsta ár. Hækkun á landbúnaðar- og samgöngutækjum Þá munu verðhækkanir á dráttarvélum og heyvinnsluvél- um koma mjög þungt niður á bændum. Nú er svo komið að bændur fá nær eingöngu börn og unglinga til að vinna við bú- skapinn og er það þó því aðeins mögulegt, að þeir hafa aukið og bætt vélakost sinn. Að undan- förnu hefur verið nær algert inn- flutningsbann á heyvinnuvélum, nema dráttarvélum. Þess má kannske vænta, að innflutnings- leyfi fáist, þegar frumvarp þetta hefur verið samþykkt, en þá verða breytingar á verðinu: Dráttarvélar hækka um 32—33%. Varahlutir hækka um 31%. Heyvinnsluvélar um 30%. Mjaltavélar mm 31%. Enn ber þess að geta að benzín mun hækka úr kr. 2,27 í kr. 2,90, en sú hækkun hefur gífurleg áhrif á landbúnaðinn. Þá munu vörubifreiðir hækka um 25%, varahlutir í þær um 25% og bíl- gúmmí um 20%. Skyldi þetta lækka dreifingarkostnað mjólk- urinnar og alla afurðaflutninga. Það er annars einkennilegt hvernig vinstri ríkisstjórnin hef- ur sérstaklega ráðizt á þörf sam- göngutæki sveitanna eins og vörubifreiðir. Síðan hún komst til valda hafa þær hækkað um 43%. Jeppar frá Rússlandi eiga nú að hækka um 20%, en síðan núver- andi ríkisstjórn tók við, hafa þeir hækkað um 55%. Þannig er farið með tækin, sem bændur hafa til að vinna bug á strjálbýlinu. Þannig er það ljóst, sagði Frumvarpi ríkisstjórnarinnar mun fylgja verðbólgualda Afsakanir stjórnarsinna eru haldlitlar Rœða Magnúsar Jónssonar á Alþingi í fyrrinótt MAGNÚS Jónsson, annar þingmaður Eyfirðinga, flutti ræðu á Alþingi í fyrrinótt. næst á eftir Ingólfi Jónssyni. Tók hann til meðferðar hve þungar álögur ríkisstjórnin ræri nú að leggja á þjóðina 9g ræddi nokkuð um það ávaða afsakanir stjórnin bæri fyrir sig. Benti hann á það að í tillög- um stjórnarinnar fælist sam- bland eða grautarhræringur tveggja stefnumiða — gengis- lækkunar og uppbótakerfis, sem stjórnarliðar hefðu þó lýst svo, að hvorugt væri gott. Fara hér á eftir nokkrir kafi- ar úr ræðu Magnúsar: Varanleg lausn ekki til! Magnús kvaðst í upphafi ræðu sinnar vilja benda á merki- lega breytingu, sem hefði orðið á viðhorfum vinstri stjórnarinn- ar á skömmum tíma. Fyrir IV2 ári töluðu þeir Hræðslubanda- íagsmenn um fátt meira en að með vinstri stjórn skyldi „brotið blað í stjórnmálasögu þjóðarinn- ar“. Það átti að taka „algerlega nýja stefnu“ og „leysa efnahags- málin til frambúðar". Það sem einkum einkenndi tal framá- manna í vinstri flokkunum var hugmyndin um „varanleg úr- ræði“. Nú er algerlega breytt um tón. Nú koma þessir framá- menn vinstri flokkanna fram fyrir þjóðina hver á eftir öðr- um og tilkynna henni, að ekk- ert sé til sem heitir „varanleg úrræði". Efnahagsmál verði aldrei leyst „varanlega“. Ekk- ert slíkt hugtak er til. Magnús Jónsson Afsakanir stjórnarinnar En hvers vegna þarf að leggja svo stórkostlega skatta á þjóð- ina? Stjórnarliðar og þá fyrst og fremst Lúðvík Jósefsson, hafa af- sakað þetta með þrennu móti, hvers vegna stöðvunarstefnan hefði brugðizt. Fyrst aflabrestur — annað, ekki hafi verið hafður hemill á fjárfestingu og í þriðja lagi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eyðilagt árangurinn með þvi að espa verkalýðinn gegn ríkisstjórn inni. Svaraði Magnús þessum fullyrðingum nokkuð og sagði m. a.: Stjórnin getur varla kennt fjárfestingunni um, því að það er liður sem hún getur sjálf fullkomlega ráðið. Um stöðvunarstefnuna er það annars að segja, að hún hefur í reyndinni ekkert stöðvað, því að stórfelldar verðhækkanir hafa þegar orðið á valdatíma vinstri stjórnarinnar. Stjórnarsinnar tala um að þess- ar hækkanir hafi orðið vegna þess að Sjálfstæðismenn hafi espað verkalýðsfélögin til kaup- hækkana. Það er sannarlega fróð- legt að heyra, að Sjálfstæðisflokk urinn sé svo sterkur, að hann ráði afstöðu verkalýðsfélaganna, því að ég man ekki betur en að Framsókn afsakaði samstarf sitt við kommúnista á sínum tíma með því að segja: „Það er ekki hægt að starfa með Sjálfstæðis- flokknum, vegna þess að hann skortir gersamlcga áhrif í ve:ka- lýðsfélögunum". Það er þó algerlega rangt að Sjálfstæðismenn hafi espað upp verkalýðinn, ekki nægir einu sinni það dæmi sem stjórnarsinn- ar nefna, að Iðja fékk 5% kaup- hækkun án átaka. Var Lúðvík mjög hneykslaður yfir þeirri fyrirmunun. Þetta var þó aðeins smávægileg hækkun til hinna lægstlaunuðu á sama tíma og ríkisstjórnin beitti sér fyrir stór- hækkun til hinna hæstlaunuðu, svo sem til flugmanna. Afsakanir sem ekki duga Þá er enn ein afsökun, að komið hafi stórvægilegur .afla- brestur. En við skulum athuga þessa röksemd nánar. Árið 1956 nam útflutningurinn 900,8 milljónum króna. Árið 1957 nam hann 857,5 millj. kr. Að vísu er þetta lækkun, en hún nemur þó ekki nema 43,3 millj. kr. Slík lækkun getur ekkert afsakað. Þjóðarbúskap- urinn hefði auðveldlega átt að geta borið hann, án þess að Framh. á bls. 18. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.