Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 10
10
MUKliLlStiLAÐIÐ
Laugardagur 17. maí 1958
tltg.: H.f. Arvakur, Reykjavllr
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson Cábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, sími 33045
Auglýsmgar: Arni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýs’ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innaniands.
1 lausasölu kr. 1.50 eintakið.
UTAN ÖR HEIMI
STEINAR FYRIR BRAUÐ
HIN langþráðu „bjargráð'*
ríkisstjórnarinnar hafa
nú loksins séð dagsins
ljós. Eins og kunnugt mun hafa
verið undanfarnar vikur, er þar
ekki um nein ný úrræði að ræða,
heldur eru þar farnar „troðnar
slóðir", hækkaðir styrkir til út-
flutningsframleiðslunnar, en jafn
framt lagðir á nýir skattar, sem
nema hundruðum milljóna króna.
Það hefur að sjálfsögðu ekki
komið neinum á óvart, þótt eng-
ar töfralækningar á efnahags-
vandamálunum felist í hinum
nýju bjargráðum. Slík töfra-
meðul eru ekki til, og verða
hvorki fundin upp af núverandi
ríkisstjórn né öðrum.
Ávirðing stuðningsmanna ríkis
stjórnarinnar er ekki fólgin í því,
að töfraúrræðin hafa ekki fund-
izt, heldur í hinu að slíkum úr-
ræðum var lofað, og í skjóli þeirr
ar blekkingar hefur ríkisstjórnin
komizt til valda.
Launamenn og aðrir, sem fram
til síðustu kosninga hafa lagt
eyru við lýðskrumi kommúnista
og annarra, þreifa nú á því, hverj
ir menn þeir eru til þess að
standa við sín stóru gylliloforð,
frá því þeir voru í stjórnarand-
stöðu. Fyrir síðustu kosningar
var kjörorð kommúnista: Gegn
gengisfellingu og kjaraskerð-
ingu. Allar ráðstafanir til úr-
lausnar vandamálum útflutnings-
atvinnuveganna, sem gerðar voru
á vegum fyrrverandi ríkisstjórn-
ar, voru að þeirra dómi í raun
inni óþarfar, framkvæmdar
vegna fjandskapar þeirrar ríkis-
stjórnar í garð vinnandi fólks.
Hið óbrigðula ráð til þess að forð
ast vaxandi dýrtíð og rýrðan
kaupmátt launa var það að fleyta
kommúnistum til valda.
Þjóðinni til ógæfu lögðu nógu
margir eyrun við þessum áróðri
til þess að vinstri stjórnin eða
„stjórn hinna vinnandi stétta ‘
komst til valda. Kommúnistar
fengu tækifæri til þess að standa
við loforð sín um stöðvun dýrtíð-
ar og aukinn kaupmátt launa. Nú
hefur vinstri stjórnin verið við
völd í tæp tvö ár, svo að tíma-
bært er nú, ekki sízt eftir það að
„úrræðin" miklu eru komin fram,
að bera saman loforð og efndir
þeirra, sem að henni standa.
Hefur kaupmáttur launa auk-
ízt? V-stjórnin lét það verða sitt
fyrsta verk að svipta launþega
með bráðabirgðalögum sex vísi-
tölustiga-uppbót á laun, sem
þeim bar samkvæmt gildandi
launa- og kjarasamningum.
Næsta skrefið var svo jólagjöfin
um næstsíðastliðin áramót. Brýn-
ustu nauðsynjum var að vísu
hlíft að verulegu leyti við þeim
álögum, þannig að þær höfðu
ekki mikil áhrif á vísitölu fram-
færslukostnaðar til hækkunar. En
þeim mun þyngri álögur voru
lagðar á aðrar vörur, sem að vísu
hafa lítið eða ekkert gildi í vísi-
tölunni, en almenningur kaupir
þó og neytir.
Sú kjaraskerðing, sem fram-
kvæmd var með vísitölubinding-
unni og jólagjöfinni hefur þó að
dómi ríkisstjórnarinnar ekki ver-
ið talin nægja til þess að lagfæra
efnahagsmálin. Nú þessa daga er
enn á ný verið að samþykkja á
Alþingi nýjar álögur er skipta
hundruðum milljóna króna. Sam-
kvæmt greinargerð þeirri, er
fylgir þessum tillögum, á kaup-
máttur launa þó að haldast ó-
breyttur næstu mánuði og er þá
að sjálfsögðu miðað við visitölu
framfærslukostnaðar. En hver
trúir því að álögur, er skipta
hundruðum milljóna, komi ekki
við almenning í landinu?
Þannig hefur þróunin verið
hvað snertir kjör launafólksins
síðan V-stjórnin tók við völdum.
En hefur þá dýrtíðin verið
stöðvuð? Blöð stjórnarflokkanna
keppast nú einmitt við að lýsa því
yfir, að verðstöðvunarstefnan sé
úr sögunni og ný verðhækkunar-
alda muni senn skella yfir. Þann-
ig hefur gengið með framkvæmd
þess loforðs V-stjórnarinnar. En
hefur þá gengisfellingu verið
forðað? Á pappirnum er hið
skráða gengi krónunnar að vísu
það sama og var, þegar V-stjórn-
in kom til valda. En svo óraun-
hæft sem hið skráða gengi var
orðið eftir jólagjöfina 1956, er
hverjum manni auðsætt nú, að
hið skráða gengi er nú pappírs-
gengi og ekkert annað en pappírs
gengi. Eftir samþykkt þess frum-
varps sem nú liggur fyrir verður
nefnilega svo komið, að alls eng-
ar gjaldeyrisyfirfærslur fara nú
fram á þessu skráða gengi
Minnsta* yfirfærslugjald, sem
krafizt verður, er 30%, en
allur þorri af gjaldeyrisyfir-
færslum er með 55% yfirfærslu-
gjaldi. Auk þess er lagt 22—62%
innflutningsgjald á verulegan
hluta innflutningsins.
Það er því aðeins orðaleikur
og blekking, ef því er haldið
fram, að gengið hafi haldizt ó-
breytt í tíð V-stjórnarinnar. —
Einnig þetta síðasta af stóru lof-
orðunum, fyrir kosningarnar
1956, hafa kommúnistar þannig
bersýnilega svikið. Vandamál
efnahagslífsins eru vissulega
mikil og lausn þeirra er miklum
örðugleikum háð, hverjir svo sem
við þau glíma. En þeir sem á sín
um tíma hafa komizt til valda í
skjóli óraunhæfra gylliloforða,
hafa orðið að svíkja öll sín gefnu
heit og reynzt hafa ófærir um að
marka nokkra heilsteypta stefnu
í efnahagsmálum eða á öðrum
sviðum, verðskulda sízt það
traust þjóðarinnar, að hún feh
þeim forystu .nálefna sinna. Það
verður og með hverjum deginum
Ijósara að V-stjómin hefur með
öllu glatað því trausti sem hún í
upphafi kann að hnfa notið meðal
kjósenda þeirra flokka, er að
henni standa.
Þegar það kom í ljós að ríkis-
stjórnin hafði svikið öll sín lof-
orð og bæjarstjórnarkosningarn-
ar sýndu stórkostlegt fylgistap
stjórnarflokkanna, kröfðust Sjálf
stæðismenn þess að málunum
yrði skotið undir dóm alþjóðar í
nýjum kosningum. Sú krafa er
enn í fullu gildi og hlýtur nú að
fá nýjan byr eftir að uppgjöf rík-
isstjórnarinnar í efnahagsmálun-
um er komin í Ijós. Ríkisstjórnin
leiðir þjóðina lengra og lengra út
í öngþveiti og efnahagslegt kvik-
syndi. Er ekki reynslan af V
stjórninni orðin nógu löng? Þjóð-
in á skilyrðisiaust að fá tækifæri
til að fella sinn dóm.
UNDANFARIÐ hefir komið til
töluverðra óeirða í tveimur
stærstu borgum Líbanons, Beirut
og Trípólí. Róstur þessar munu
m. a. eiga sér þá orsök, að einn
helzti stjórnmálaflokkur lands-
ins hefir lýst sig andvígan því,
að Camille Chamoun forseti verði
endurkjörinn til næstu fjögurra
ára, en hann á að láta af embætti
í ár. Chamoun hefir ekki endan-
lega ákveðið að fara fram á end-
urkjör, en fylgismenn hans hafa
gefið í skyn, að hann muni fara
fram á stjórnarskrárbreytingu
fyrir þinglok í vor til að geta
beðið þingið að kjósa sig forseta
I annað sinn.
Róstur þessar þykja tíðindum
sæta, þar sem Líbanon hefir und-
anfarið verið eitt friðsamasta rík
ið fyrir botni Miðjarðarhafsins,
enda eru Líbanonsbúar taldir
einhver bezt menntaða Araba-
þjóðin. Þessir afkomendur hinna
fornu Fönikíumanna eiga sér
merka sögu.
★ ★ ★
Líbanonsbúar segja, að Guð
hafi skapað Líbanon, áður en
hann skapaði jörðina, og hafi
hann ætlað að nota landið sem
i fyrirmynd að öðrum löndum. En
Hann virðist þó hafa lagt landið
frá sér á rangan stað, bæta þeir
við. Og rétt er það, að Líbanon
er um margt mjög ólíkt nágranna
löndunum. Allur svipur landsins
er annar, og íbúarnir hugsa,
hegða sér og greiða atkvæði á
annan hátt en nágrannarnir.
Landið líkist í senn Sviss og
Riviera-str.öndinni
Líbanon er eins og mikil vin,
umkringd brennheitum, þurrum
eyðimörkum. í Líbanon eru há
fjöll, sum yfir 10 þús. fet á hæð,
nóg af vatni og grænir skógar, og
svo mikið snjóar á hálendinu, að
þar er miðstöð skíðaíþróttarinnar
á svæðinu fyrir botni Miðjarðar-
hafsins. Ferðamönnum þykir
landið líkjast í senn Sviss og
Riviera-ströndinni. Ekki er því
að undra, þó að Líbanonbúar
haldi því fram, að þar hafi aldin-
garðurinn Eden verið en ekki í
írak, eins og aðrir vilja halda
fram.
★ ★ ★
fbúar landsins kalla sig Araba,
tala arabisku og eru aðilar að
Arababandalaginu, en sagnfræð-
ingar segja að aðeins 5% af ara-
bisku blóði renni í æðum þeirra.
Líbanon er eina landið meðal
Miðausturlanda, þar sem kristin
trú má sín mest allra trúar-
bragða, eina landið þar sem Mú-
hameðstrú er ekki ríkistrú. Líb-
anonbúar eru bezt menntaða Ar-
abaþjóðin, 80 af 100 eru læsir og
skrifandi, en meðal annarra Ar-
abaþjóða munu um 80 af 100 vera
ólæsir og óskrifandi. Þar hafa
orðið töluverðar framfarir í þjóð
félagsmálum. Líbanon var eitt
fyrsta Arabaríkið, er veitti kon-
um kosningarétt, og konunum í
Líbanon er alveg óhætt að ganga
í bikinibaðfötum, þó að kynsyst-
ur þeirra í ýmsum öðrum Araba-
löndum verði enn að ganga með
slæðu fyrir andlitinu. í Líban-
on eru góðir vegir, og bygg-
ingar þeirra eru svo ný-
tízkulegar, að erlendir húsameist
arar leggja leið sína þangað til
að skoða byggingarstíl þeirra.
Sjálfstaett ríki í 12 ár
Fyrir 12 árum varð Líbanon
sjálfstætt og hafði þá ekki verið
sjálfstætt rílci síðan 800 árum
fyrir Krists burð. Þó að lýðræðið
þar sé ófullkomið á vestrænan
mælikvarða, hefir Líbanonbúum
þó tekizt bezt í því efni meðal
Arabaþjóðanna.
Landið liggur fyrir botni Mið-
jarðarhafsins norður af ísrael,
það er um 120 mílur á lengd og
um 30 mílur á breidd. Eiginlega
má skipta landinu í fjórar lengj-
ur. Strandlengjan er mjög frjó-
söm, en víða er mjög skammt
milli fjalls og fjöru. Hér bjuggu
forfeður Líbanonbúa, Fönikíu-
menn og hér reistu þeir 3 glæsi-
legar borgir Tyrus, Sidon og
Byblos. Því næst tekur við Líban
onfjallgarðurinn. Nafn landsins
er dregið af snjónum í fjöllunum,
af semitíska orðinu laban, sem
merkir „að vera hvítur“. Hinum
megin við fjallgarðinn er Beka-
dalurinn, sem er frjósamasti hluti
landsins. Munnmælasögur segja,
að örkin hans Nóa hafi lent hér,
og hér hafi Kain og Abel búið.
Menn eru jafnvel fúsir til að
sýna ferðamönnum gröf Nóa!
Fjórða lengjan meðfram landa-
mærum Sýrlands er hrjóstrugt
svæði, sem gefur lítið af sér.
Syðst á þessu svæði eru upptök
árinnar Jórdan.
Fjallgarðurinn hefir haft mjög
mikla þýðingu fyrir Líbanonbúa
sögulega séð. Hann hefir orðið til
þess, að skipti þeirra við aðrar
þjóðir hafa fremur beinzt vestur
á bóginn en austur á bóginn. Og
torfærur hans hafa verið varnar-
múr fyrir ofsótta kristna menn
og aðra, sem ekki áttu samleið
með sínum tíma, enda er mikið
um sértrúarflokka í landinu.
★ ★ ★
f fjallagarðinum uxu líka — og
vaxa enn hin frægu sedrusviðar-
tré, sem eru eins konar þjóðar-
tákn. Sedrusviðartrén vilja allir
erlendir ferðamenn sjá, og í
egypzkum hieroglífum frá 2650
f. Kr. er sagt frá því, að egypzkur
faraó hafi pantað 40 skipsfarma
af sedrusviði
600 þús. ferðamenn komu til
landsins síðastliðið ár
Höfuðborgin Beirut er mikill
ferðamannabær. Þar er gríðar-
stór flugvöllur og um hann er
mjög mikil umferð, enda koma
þangað flugvélar frá 55 flugfélög
um. Sl. ár komu um 600 þús.
ferðamenn til landsins, en það
mun vera tæplega helmingur af
íbúatölu Líbanons. Til Þess að
hýsa þennan mikla ferðamanna-
straum hafa verið reist mjög
glæsileg gistihús. í glæsilegustu
gistihúsunum eru herbergin loft-
kæld, aukasími í baðherberginu
og kæliskápur í hverju herbergi.
í Beirut eru á boðstólum vörur
frá öllum löndum heims, banda-
rískt hnetusmjör, styrjuhrogn frá
Rússlandi, franskt kampavín og
vodka Kádiljálkar frá Detroit og
Skodabílar frá Tékkóslóvakíu og
svo mætti lengi telja.
Snemma á árinu 1959 á að opna
spilavíti við fallega vík rétt fyrir
norðan Beirut, og ekki mun það
draga úr ferðamannastraumnum.
Talið er, að spilavítið muni kosta
sem nemur 6 milljónum dala,
50% af ágóðanum á að renna til
ríkisins og verður notaður til
þjóðfélagslegra umbóta. Aðgangs
skilyrði fyrir borgara í Líbanon
eru með nokkuð sérstökum hætti,
þar sem þeir einir fá að taka
þátt í fjárhættuspilinu, er sannað
geta, að þeir greiði sem nemur
5 þús. dölum í tekjuskatt á ári.
Það hefir um langt skeið verið
tízka í landinu að svíkja undan
skatti. Ef til vill vonast yfirvöld-
in til þess, að þetta ákvæði valdi
straumhvörfum í skattamálunum.
Sedrusviðartré, rómversk hof
og rústir
Þrennt er það, sem einkum
laðar ferðamenn til Líbanoh:
Sedrusviðartrén, rómversku hof-
in í Baalbek og rústirnar í Bybl-
os. Undanfarið hafa ítrekaðar til-
raunir verið gejðar til að vernda
sedrusviðartrén, sem miskunnar-
laust hafa verið höggvin frá upp-
hafi. Einhver þekktasti sedrus-
viðarlundurinn er í grennd við
Becharre, en þar standa nú að-
eins um 400 tré. Nokkur þeirra
munu vera um 1000 ára gömul
eða meira. Stjórnin í Líbanon
hefir nú látið gróðursetja þúsund
ir nýrra sedrusviðartrjáa, og hafa
Bandaríkjamenn veitt þeim fjár-
hagslega aðstoð til þessa. Munn-
mæíasögur segja, að Baalbek hafi
verið reist af Kain 133 árum eftir
sköpun heimsins. Rómverskir
keisarar létu reisa þar mjög fal-
leg hof á 1. og 2. öld e. Kr. Sagt
hefir verið — með nokkrum ýkj-
um að vísu — að þau séu „tignar
legustu rómverskar fornminjar í
heiminum, þó að Róm sé talin
með.“ Þar er haldin árlega Baal-
bekhátíðin svokallaða. Byblos,
sem nú ber nafnið Jebail, er lítil
syfjuleg" hafnarborg. Fornleifa-
fræðingar' hafa m. a. grafið þar
upp rústir frá 3200 f. Kr.
Stafróf Fönikíumanna
Vestrænar þjóðir eiga forfeðr-
um Líbanonbúa, Fönikíumönn-
um, margt gott að þakka. Föni-
kíumenn fluttu með sér vestur
á bóginn lengdar- og breiddar-
mál, notkun sjókorta, purpura-
rauðan lit og sennilega ræktun
olífa og annarra aldina og talna-
kerfi, er byggðist á tölunni 12. En
langmikilvægast af þessum gjöf-
um Fönikíumanna, er þó stafróf
það, sem Fönikíumenn tileinkuðu
sér og við notum enn í dag, nokk-
uð bætt og aukið.
Framh. á bls. 19