Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Vaxandi austan átt, stinnings- kaldi og dálítil rigning, hlýnandi. Líbanon Sjá bls. 10. Sprengjukastari handieUintn í porti lögreglustöÖ varinnar Hann var annar tveggja sem kasfaði sprengju á „Steininn" á dögunum Fundur um iandhelg- ismáiið ki. 2 í dag Haldinn í Sjálfstœðishúsinu á vegum Heimdallar PILTUR nokkur situr nú bak við lás og slá í „Steininum". Hann er annar tveggja, sem fyrir nokkru vörpuðu mjög öflugri sprengju á fangahúsið við Skólavörðustíg- inn, „Steininn", en sú sprengja var svo öflug að hún hefði getað orðið mannsbani. Þá var þessi sami piltur handtekinn fyrir nokkrum nóttum við lögreglustöð ina, og er hann talinn hafa ætlað að sprengja dínamitsprengju þar í stöðinni. Það var skýrt frá því í blöðun- um í annarri viku maímánaðar, að varpað hefði verið sprengju á þak „Steinsins" hinn 4. maí. Þá tókst ekki að hafa hendur í hári sprengj ukastarans. Seint að kvöldi miðviku- dags gengu tveir piltar, 15 og 16 ára, fram hjá lögreglustöðinni. Þá tóku þeir eftir því að piltur með hönd í fatla stóð í anddyri húss- ins og var með sprengju og virt- ist þeim hann vera að kveikja i henni. Annar stóð fyrir utan stöð- ina, en við það að fyrrgreindir tveir piltar sáu þá með sprengj- una, löbbuðu þeir í burtu frá lög- reglustöðinni. Svo sem stundarfjórðungi síðar verður piltunum tveim, þessum 15 og 16 ára, aftur gengið fram hjá porti lögreglustöðvarinnar, sem veit mót Hafnarstræti. Pilt arnir sáu strax að þar í portinu voru sömu mennirnir og þeir höfuð nokkru áður séð í anddyri lögreglustöðvarinnar — og með sprengjuna. Þeir sáu að þeir voru þar enn eitthvað að bjástra við sprengjuna. Unglingarnir hröð- uðu nú för sinni inn í stöðina og gerðu þar viðvart, en lögreglu- menn þustu þegar á vettvang og sprengjumennirnir voru hand- teknir í portinu. ★ Lögreglumennirnir gerðu þeg- ar leit á sprengjumönnunum og fundu þeir dínamittúbu og tund- urþráð með hvellhettu. Við yfirheyrslur í máli piltanna í gær, tókst að ljúka að mestu frumrannsókn málsins. — Piltar þessir sem báðir eru í skóla hér í Reykjavík. Sá sem lögreglan I tók dínamittúbuna af, er hinn' sami og fyrir nokkrum dögum brauzt í ölæði í gegnum gler í hurð á læknavarðstofunni og skaddaðist þá illa á hendi. Pilturinn kvað það ekki hafa verið ætlun sína að sprengja dínamitið inni í lögreglustöðinni, heldur hafi hann ætlað að hræða félaga sinn. En tundurþráðurinn sýndi að eldur hafði verið borinn að honum, en slokknað aftur. — Piltur þessi kann að fara með slíkt sprengiefni, en að hann var nú handlama hefur bersýni- lega háð honum nokkuð. Hann gerði sér fullkomlega ljóst að svo mikill er sprengikrafturinn í dínamittúbunni, að sprengjan hefði auðveldlega getað orsakað manntjón. Tundurþráðurinn var það langur að sprengingin hefði Hoppdrættið ALLT Sjálfstæðisfólk er minnt á happdrættið. — Þeir, sem fengið hafa miða, eru beðnir að gera skil sem fyrst. í dag verður opið tU kl. 5. Happdrættisnefndin. orðið 30 sek. eftir að byrjað var að loga í honum. ★ Húsrannsókn var gerð hjá þess- um náungum og í fórum þeirra fundust 19 dínamittúbur og 2 kveikjuþræðir. Við rannsókn málsins féll grun ur á pilta þessa að þeir hefðu verið að verki, þá er sprengjunni var varpað á „steininn" á dögun- um. Pilturinn, sem var með dína- mitsprengjuna í lögreglustöðinni viðurkenndi, að hafa verið þar að verki með öðrum pilti. Sá var einnig tekinn fyrir rétt. Hann gaf þær upplýsingar um sprengi- efnið, að hann hefði verið við refadráp úti á landi og hefði hann þá komizt yfir dínamitið. Hann hafði verið með aðalsprengju- manninum er sprengjuár'ásin var gerð á „Steininn" á dögunum. — Þegar það gerðist höfðu alls ver- ið fjórir piltar saman og hafi það verið uppástunga margnefnds Á FUNDI bæjarstjórnar Kópa vogs í gær samþ. meirihlutinn stórfelldar álögur á alla þá, er byggja yfir sig í Kópavogi. Hér eftir skal greiða í bygg- ingalóðaskatt 5 þús. kr. af ein- býlishúsi, 7 þús. kr. af tveim- ur íbúðum, síðan 1000 kr. af íbúð þar umfram. Þá var samþ. stórhækkun á lóðaleigu, það er að tvö- til þrefalda leiguna frá því sem veíið hefur. Takmörkun á eignarrétti Einnig var samþ. að bærinn skuli hér eftir hafa forkáupsrétt að öllum húsum, sem seld eru áð- ur en þau eru fokheld. Hins veg- ar var þess ekki getið hvort byggingarskatturihn yrði þá end urgreiddur, eða hvort hann verð- ur innheimtur tvisvar. Sveinn S. Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi það, að jaínumfangsmikið mál og þetta væri afgreitt án þess að hafa svo mikið sem komið fyrir fund í bæjarráði, heldur laumað pilts, er var með sprengjuna 1 vasanum, að varpa sprengju inn í fangagarðinn við „Steininn“, en sprengjan hafi óviljandi farið upp á þakið. Þessi piltur kveðst hafa farið upp á garðinn til þess að sannfæra sig um að enginn væri á ferð í gaiðinum. Þeir bundu síðan tvær dínamittúbur saman, kveiktu í þeim og vörpuðu að fangahúsinu. Hinir piltarnir tveir höfðu neitað að koma nærri og haldið sig í fjar- lægð, þá er sprengjan sprakk. — Þessi piltur segist hafa varpað sprengjunni á „Steininn“, en það segist hinn raunar líka hafa gert. Öllum piltunum nema þeim sem skoðaður er aðalhvatamað- urinn að sprengjukastinu og til- rauninni til að sprengja dínamit- sprengjuna í lögreglustöðinni, var sleppt, en hann var settur í gæzluvarðhald. — Það er skoðun rannsóknardómarans, að það sé órvekni unglinganna tveggja að þakka, að takast skyldi að af- stýra því, að lögreglustöðin yrði fyrir stórskemmdum af völdum sprengingar. inn á fund í bæjarstjórn öllum að óvörum. Krafðist hann þess að hafðar yrðu tvær umræður um málið, þar sem hér gæti verið um milljóna álögur að ræða utan fjárhagsáætlunar. Sveinn bar einnig fram fyrirspurn til bæjar- stjórnar hve miklar tekjur væru áætlaðar samkv. þessum nýja íikatí'u Við því fengust engin svör, en bæjarstjóri hafði fyrr á fundinum látið orð falla að því að úthluta þyrfti á þessu ári allt að 200 lóðum. Sveinn benti á að ekki væri óeðlilegt að áætla að 2 íbúðir yrðu í hverju húsi að jafnaði og mundi þá skatturinn nema um 1 milljón og 400 þús. kr. í ár. Einnig spurði Sveinn með hvaða kjörum bærinn ætti að hafa forkaupsrétt að ófullgerð um húsum. Þau svör fengust við því að það yrði eftir mati, sem meirihlutinn í bæjarstjórn setti reglur um. Nánar verður sagt frá fundin- um í „Vogum“, blaði Sjálfstæðis manna, sem kemur út í næstu viku. KL.' 2 í dag hefst almennur fundur á vegum Heimdallar í Sjálfstæðishúsinu. — Rætt verður um landhelgismálið. Frummælendur verða Magn- ús Jónsson, alþingismaður, og tveir af fulltrúum íslands á sjóréttarráðstefnunni í Genf. þeir Davíð Ólafsson, fiski- málastjóri, og Jón Jónsson, forstöðumaður fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans. Eins og kunnugt er, eru fulltrúar íslands á Genfarráð- stefnunni nýkomnir heim, og Á MORGUN er mæðradagurinn, hinn árlegi fjáröflunardagur Mæðrastyrksnefndar. Tilgangur- inn með fjársöfnun Mæðrastyrks nefndar er sá, eins og kunnugt er, að geta veitt einstæðum og fá- tækum mæðrum tækifæri til að dveljast í sveit að sumrinu sér til hvíldar og heiisubótar. ★ Mæðrablómið verður á morgun til sölu í öllum barnaskólunum í Reykjavík, skrifstofu nefndar- innar að Laufásvegi 3 og í Kópa- Þjóðhálíðardagur Norðmanna í dag f DAG er 17. maí, þjóðhátíðardag- ur nor»iku þjóðarinnar. Af því til- efni fer frain atliöfn við leiði norskra hermanna í Fossvogs- ‘kirkjugarði. Verða Iagðir blóm- sveigar á leiði þeirra, m. a. af norska sendiherranum, Torgeir Anderson Hyst og af hálfu félags Norðmanna hér í Reykjavík. Enn fremur munu liinir norsku full- trúar á fundi norrænna embætt- ismanna, sem hófst hér i gær, verða þar viðstaddir. Gróðurselning í Heiðmörk hafin TRJÁGRÓÐURSETNINGIN í Heiðmörk á þessu vori er nú hafin. Norðmenn búsettir hér í Reykjavík, sem félagar eru í Normanslaget fóru í Heiðmörk á uppstigningardag og voru þar við gróðursetningu. í dag munu nokk ur félög fara í Heiðmörk og verð- ur lögð áherzla á að ljúka nú sem fyrst gróðursetningunni og væntir Skógræktarfélag Reykja- víkur þess, að Heiðmerkurland- nemar komi við fyrstu hentug- leika til starfa. standa nú yfir umræður um stækkun landhelginnar. — Landhelgismálin eru eitt af mestu velferðarmálum þjóðar innar, og varðar því miklu, að fólk geri sér grein fyrir máls- atvikum öllum. Þarf ekki að efa, að margt manna verði á fundinum í dag, enda gefst þar einstakt tækifæri til að hlýða á menn úr hópi þeirra, sem málinu eru kunnugastir. Allt Sjálfstæðisfólk er vel- komið, meðan húsrúm leyfir. vogsskólanum, og hefst salan kl. 9 árdegis. Konur og börn munu einnig bjóða vegfarendum blóm til kaups á götum bæjarins, og er ekki að efa, að þeim verður að vanda vel tekið af bæjarbúum. Einnig eru það tilmæli Mæðra- styrksnefndar, að mæður sendi börn sín til að selja blóm. ★ Eins og bæjarbúar vita, er svo að segja lokið byggingu Mæðra- heimilisins að Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit. Þó er ýmislegt ó- gert t.d. hefir lóðin umhverfis húsið enn ekki verið lagfærð, og ýmislegt vantar enn í innbú heim ilisins. í fyrra var byggingunni að svo miklu leyti lokið, að þar gátu dvalizt 25 mæður með 33 börn um tveggja mánaða skeið. Einnig dvaldist þar hópur ein- stæðra mæðra í 8 daga. Takist sala mæðrablómanna vel á morgun, má búast við, að í sumar geti fleiri konur og börn dvalizt lengri tíma að Hlaðgerð- arkoti en í fyrra. Dvölin að Hlað gerðarkoti er mæðrunum algjör- lega að kostnaðarlausu, og stend ur Mæðrastyrksnefnd allan straum af rekstri heimilisins. ★ Verð mæðrablómsins verður 10 kr. í fyrra söfnuðust 83 þús. kr. á mæðradaginn. Þess má geta að bómaverzlanir hafa opið til kl. 2 á morgun, og 15% af söiu- ágóðanum renna til starfsemi Mæðrastyrksnefndar. Danir unnu í GÆR lék danska handknatt- leiksfólkið síðustu leiki sína hér og mætti úrvalsliðum Reykja- vtkur. Unnu Danir leikina — í karlaflokki með 25:19, og í kvennaflokki með 10:9. Danska fólkið heldur heim í dag. Karl- arnir hafa engum leik tapað, unnið 3 en gert 1 jafntefli. — Dönsku stúlkurnar hafa unnið 3 leiki og tapað einum. Færeyingarnir, sem verið hafa á vélbátum og togurum hér í vetur, hópast nú heim. Þeir hafa margir haft góðar tekjur af störfum sínum. Nú er mjög ósennilegt talið, að Færeyingar muni leita eftir vinnu hér á landi næsta vetur, því að nú er búið að ákveða að þeir skuli greiða af kaupi sínu 55 prósent „bjargráðaframlag“. Hér sjást nokkrir með sjópokana sína á leið niður að „Drottningunni" í gær, en hún sigldi áleiðis til Færeyja í gærkvöldi með um 200 manns innanborðs. Ný bjargráð í Kópavogi Bæjarstjórn sainþ. stórfclldar álögur ásamt takmörkun á eignarrétti Mæðradagurinn á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.