Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 2
z MOPnrnvnr 4fíiÐ Laugardagur 17. max 1958 4. Langar umræður á Alþingi sýna betur að ríkisstjórnin ræðst nú helzt á þá sem hlífa skyldi Yfirlit yfir umræðurnar á Alþingi um efnahagsmálin EINS Ogr sagt var frá í Morgun- blaðinu á fimmtudaginn, hófust umræður um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um cfnahagsmál á' fundi neðri deildar Alþingis á miðvikudag. Fyrstu ræðumenn voru þeir Hermann Jónasson, Lúðvík Jósefsson og Ólafur Thors og voru útdrættir úr ræðum þeirra birtir í blaðinu í fyrradag. Spurningar Eysteins Eysteinn Jónsson tók til máls að ræðu Ólafs Thors lokinni. Hann kvaðst vilja bera upp þrjár spurningar til Sjálfstæðisflokks- ins: Vill flokkurinn gengisbreyt- ingu? Ef ekki, sér hann leið til að lækka uppbæturnar frá því sem ríkisstjórnin gerir ráð fyrir í sínum tillögum? Hvernig vill Sjálfstæðisflokkurinn deila byrð- unum, ef hann vill ekki gera það, eins og stjórnin leggur til og hann hefur lýst sig andvígan? Stöðvun fyrir dyrum Eysteinn flutti ræðu sina um 7-leytið á miðvikudag. Fundur hófst síðan aftur kl. 9 þá um kvöldið. Fyrsti ræðumaður þá var Gylfi Þ. Gíslason. Hann neit- aði því að illa væri búið að stjórn arandstöðunni í sambandi við þetta mál. Gylfi sagði að með frum- varpi ríkisstjórnarinnar væri verið að stöðva óhæfilega notkun á vörum eins og fóður- bæti, veiðarfærum, erlendum byggingarefnum, umbúðum og ýmsum erlendum tækjum. — Notkun þessa varnings hefði verið óhæfilega mikil vegna þess hve álag á þær hefði ver- ið lítið í samanburði við aðrar vörur. Þá taldi Gylfi það rangt að hampa því mjög að 30% yfir- færslugjald væri lagt á nauð- synjavörur. Réttara væri að segja, að yfirfærslugjaldið á þeim væri mun lægra en hið venjulega gjald. Gylfi lagði áherzlu á það í ræðu sinni, að aðgerðir þær sem frumvarp þetta fjallar um hefðu verið óhjákvæmilegar. Hvað hefði skeð ef ríkisstjórnin gripi ekki í taumana? spurði hann. — Framleiðslan hcfði stöðv- azt. Útflutningurinn hefði stöðvazt. Atvinnuleysi hefði skollið yfir. — Greiðsluþrot hefði orðið hjá ríkissjóði. Hann hefði ekki getað greitt starfsmönnum og embættis- mönnum kaup. Þetta vofði yfir: Gjaldeyrisskortur, vöru- skortur og svartur markaður og afleiðingin hefði orðið að lokum sömu hækkanirnar sem nú eru ákveðnar í frumvarp- inu. Þá sagði Gylfi, að það væri villandi að tala um 790 milljón króna álögur á þjóðina. Það væri hugsanavilla. Þá hefði eins mátt tala um það, að gengis- breytingin 1950 hefði haft í för með sér 900 milljón króna álögur á landsmenn. Gylfi staðhæfði að álögurnar í þessu frumvarpi stjórnarinnar legðust í rauninni eingöngu á þá sem hefðu meira en 60 þús. kr. árstekjur. Að lokum skoraði hann á Ólaf Björnsson prófessor, einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks ins, að segja, hvernig hann vildi láta leysa efnahagsmálin. Einar Olgeirsson mótmælir Næstur tók til máls Einar Oi- geirsson og hefur nokkuð verið sagt frá ræðu hans í frétt í fimmtudagsblaðinu. Hann lýsti sig andvígan frumvarpi rikis- stjórnarinnar og sneri ræðu' sinni upp í harðvítuga árás á samstarfs flokk kommúnista — Framsókn, fyrir margháttuð brot á stjórr.ar- sáttmálanum og fyrir það að skilja ekki að sjávarútvegurinn væri undirstaða alls efnahags- kerfis landsins. Kenndi hann Framsóknar- flokknum um að sjávarútvegur- inn hefði verið vanræktur meðan gríðarlegar fjárhæðir hefðu ver- ið veittar til landbúnaðarins. Gat hann þess m. a. að af 300— 400 milljón króna erlendum lán- um, sem ríkisstjórnin hefði tek- ið hefðu ekki 10% farið til sjáv- arútvegsins. Lánin hefðu farið til raforkuframkvæmda og landbún- aðarins. Krafðist Einar þess að innflutningsverzlunin, einkum olíufélögin, væri þjóðnýtt. Með því yrðu vandamálin leyst. Einar talaði í 114 klst. eða fram til kl. 11,30. Þá var þingfundi frestað í hálftíma og hélt Einar ræðu sinni áfram eftir miðnætti. Fundurinn í fyrrinótt Næstu ræðumenn voru þeir Ingólfur Jónsson, Magnús Jóns- son og Björn Ólafsson. Eru ræður þeirra allra raktar á öðrum stöð- um í Morgunblaðinu í dag. Er Björn Ólafsson hafði lokið máli sínu, vantaði klukkuna nokkrar mínútur í þrjú. Lýsti þá forseti neðri deildar, Einar Ol- geirsson, því yfir, að umræðunni væri frestað og fundi slitið. Það vakti mikla athygli þeirra, er á þingpöllunum voru, að þessi frest un umræðunnar virtist koma ráð herrunum, sem í þingsalnum voru, algerlega á óvart. Munu ‘þeir hafa ætlazt til þess að fyrstu umræðu um málið yrði lokið þá um nóttina. Ræða Ólafs Björnssonar Þingfundir hóiust aftur um kl. 1,30 í gær og var frumvarp ríkis- stjórnarinnar á dagskrá í neðri deild. Ólafur Björnsson tók fyrst ur til máls. Hann kvaðst í upphafi vilja hefði verið beint til Sjálf- svara nokkrum spurningum, sem stæðismanna. Spurt hefði verið, hvort flokkurinn vildi gengisbreytingu. Þeirri spurningu kvaðst hann mundu svara síðar í ræðu sinni. Þá hefði verið spurt, hvort unnt væri að lækka uppbæturn- ar. Þeirri spurningu kvaðst hann ekki geta svarað af þeirri ein- földu ástæðu, að öllum þeim upp- lýsingum, semnauðsynlegaþyrftu að vera fyrir hendi til að það væri unnt að gera, væri haldið leyndum fyrir Sjálfstæðismönn- um. Þá hefði verið spurt, hvort deila ætti byrðunum áannanhátt. Hann kvaðst telja víst, að hann myndi vilja breyta flokkun vara á ýmsan hátt frá því sem gert væri ráð fyrir í frumvarpinu, ef hann hefði heildaryfirlit yfir flokkunina, en hitt væri Ijóst, að enginn algildur mælikvarði væri til um það, hvernig slík skipting skyldi vera, og væri það einmitt aðalgalli þess kerfis, sem nú væri verið að innleiða. Þá kvaðst hann eigi skilja þá kenmngu, að álögur legðust aðeins á árstekjur hærri en 60.000 kr. Sagði hann, að vísitalan miðaðist við fjöl- skyldur með um 35.000 kr. tekjur. — Að öðru leyti er ræða Ólafs rakin annars staðar í blaðinu. Til bóta að leggja gjöld á rekstrarvörur Næsti ræðu-maður var Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra. Hann sagði í upphafi, að nú væru útflytjendur skyldaðir til þess að selja bönkunum gjaldeyri með ákveðnu verði og það verð væri svo lágt, að sannanlegt væri, að engin útflutningsframleiðsla yröi rekin, ef hún ætti að byggjast aðeins á því. sem inn kemur tyrir gjaldeyrinn. Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir að breyta skráningu gjaldeyrisms. sagði fjármá'aráð- herra, heldur á að draga san>.an ^ármagn innanlands og borga það í uppbætur til þeirra, er framieVða útflutningsvórux. Síðan xæddi fjármálaráðherr- ann um hættur þær, er felast í uppbótakerfinu og benti á, að þær verða því meiri, sem kerfið stækkar. En síðan ræddi hann um þau ákvæði hins nýja frum- varps, er gera ráð fyrir að leggja gjöld á rekstrarvörur atvinnu- veganna. Sagði hann að misræmi á erlendu og innlendu verðlagi væri orðið mjög mikið. Væri svo komið t. d. fyrir landbúnaðinum, að erlendur fóðurbætir væri orð- inn svo ódýr í samanburði við það, sem kosta þarf til að afla heyja, að hann væri keyptur í mun stærri stíl en eðlilegt væri. Væri á mörgum sviðum orðið hag kvæmara að kaupa vörur erlend- is frá en að kaupa vörur eða þjónustu innanlands. Þetta græfi undan innlendum atvinnugrein- um t. d. landbúnaði. Væri því nauðsynlegt að fá jöfnuð með því að hækka fóðurbæti, áburð, vélar o. s. frv. Þingmaður Rang- æinga hafði allt á hornum scr í sambandi við þetta frumv., sagði ráðherrann, en sannleikurinn er sá, að það er til styrktar atvinnu- vegunum. Nefndi hann auk Imd- búnaðar m. a. sjávarútveg, iðnað, siglingar og flug. Lengi hefði orðið að búa við núverandi kerfi, þar sem sam- komulag hefði ekki tekxzt urn annað. En á sl. hausti hefði verið rætt um stefnubreytingu. Árang- í dag eiga frú Guðrún Stefánsdóttir, fyrrum hóteleigandi, Upp- sölum, tsafirði, og Ásgeir Jónsson, rennismiður, 50 ára hjú- skaparafmæli. Ileimili þeirra er að Nóatúni 28. urinn væri kominn fram í þessu frumvarpi og teldi hann ákvæðin um álögur á rekstrarvörur vera mjög stórt spor í rétta átt og hið merkasta ákvæði frumvarpsins. Hvað blasti við? Hvað hefði orðið, ef þetta frum varp hefði ekki komið fram? spurði fjármálaráðherrann. Um tvennt er að ræða: Annaðhvort hefði vegna fjárskorts orðið að hætta að greiða niður verð inn- lendra afurða. Jafnframt hefði útflutningssjóður komizt í þrot og atvinnugreinar, sem engar uppbætur fá, hefðu haldið áfram að veslast upp. Hin leiðin er ;ú, að Seðlabankinn hefði verið notað- ur til að greiða uppbætur. Sú leið hefði leitt til algjörs öng- þveitis, vöruskorts og atvinnu- leysis. Til að koma í veg fyrir þetta er frumvarpið komið fram. Auðvitað verður reynt að koma af stað rógi í sambandi við þetta mál sagði Eysteinn Jónsson. Það er talað um 790 millj. kr. í álögur. Mér er sama hvað er sagt, en ég spyr: Eru það raunverulegar á- lögur, þegar fé er tekið til þess að skila því aftur til atvinnuveg- anna? Fundir síðdegis í gær Þegar Eysteinn Jónsson hafði lokið ræðu sinni, tók Jón Pálma- son til máls og er sagt frá ræðu hans annars staðar í blaðinu. Hann lauk máli sínu um kl. 4 í gær og var þá gert fundarhlé til kl. 5.30. Tvær ræður Sjálfstæðisnianna Þá hófst fundur aft'ur og tók Angantýr Guðjónsson til máls. Ræddi hann um frumvarpið frá sjónarmiði verkamanns, en eng- in ríkisstjórn hefur leikið verka- lýðinn jafnilla og þessi ríkis- stjórn með fölsun vísitölu og sí- vaxandi álögum á lífsnauðsynjar fólksins. Verður síðar sagt nánar frá ræðu Angantýs. Ásgeir Sigurðsson mótmælti i stuttri ræðu þeim ummælum Lúð víks Jósefssonar á miðvikudag, að Sjálfstæðisflokurinn hefði æst sjómenn til kaupdeilu sl. sumar. Benti hann á að sjómenn hefðu allir staðið sameinaðir um réttlætiskröfur sínar og hefði ekki skipt máli hvaða stjórnmála flokki þeir hefðu fylgt. Sagt er nánar frá ræðunni annars staðar í blaðinu. Næstu ræðumenn voru Lúðvík Jósefsson og Gylfi Þ. Gíslason. Eftir ræðu Gylfa var gefið matar hlé. Er fundur hófst aftur kl 9 var fyrst tekið fyrir frumvarp um stöðvun tollafgreiðslna um ó- ákveðinn tíma (sjá frétt á for- síðu) Síðan var umræðum um efnahagsmál haldið áfram og töi- uðu þessir menn: Hannibal Valdi marsson, Ólafur Björnsson, Magn ús Jónsson, Jón Pálmason og Hannibal Vaídimarsson aftur. Fleiri munu hafa talað, en blað inu tókst ekki að fá fréttir af því í nótt. Þingfundinum lauk um eittleytið. Frá keppni að Hálogaiandi Dönsku handknattleiksmeistar- arnir frá Helsingör mættu ÍR- ingum í karlaflokki sl. miðviku- [ dagskvöld. Var sá leikur æsi- spennandi og skemmtilegur. Jafn var hann og tvísýnn fram undir síðustu mínúturnar er Danir tryggðu sér sigur. Var þá ÍR-liðið tekið að gefa sig. Þó Danir byrj uðu að skora náði ÍR forskoti snemma og hélt frum kvæðinu í fyrri hálfleik lengst af. Var leikur liðsins með ágætum á köflum, léttari, hraðari og að mörgu leyti skemmtlegar upp- byggður en leikir KR og FH á móti Dönunum. 1 hálfleik stóð 15:13 ÍR í vil. 1 síðari hálfleik náðu iR-ingar tvívegis 4 marka forskoti. En reynsla og kunnátta dönsku meist aranna vann það upp og þar kom að leikar stóðu 23:23. Þá tók að draga af iR-ingum en Danir léku jafnsterkt og í upphafi leiks. Skoruðu þeir 7 mörk í röð, en ÍR- ingar tvö síðustu mörk leiksins. Tveir menn skoruðu 28 af mörk- um leiksins, Theilman 15 af mörk um Dana og Gunnlaugur Hjálm- arsson 13 af mörkum ÍR. 1 kvennaflokki mættu dönsku stúlkurnar úrvali úr Fram og Þrótti. Réðu dönsku stúlkurnar lögum og lofum á vellinum og unnu með 22:8. Myndirnar hér að ofan eru tekn ar af Rafni Hafnfjörð. Önnur sýnir Hermann Samúelsson kom- inn inn fyrir — og skorar eitt af sínum snöggu „vinstri handar- mörkum“. Hin sýnir er Birgitte Flaga er komin í færi og skorar. Hún hefur vakið hvað mesta at- hygli dönsku stúlknanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.