Morgunblaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 9
9
Laugarctegur 17, maí 1958
UORCVNBLAÐ1Ð
Sœrmindur Steingnms
son málarameisfari
— minning
SIÐASTL,. föstudag fór fram ut-
för Sæmundar Steingrímssonar
er andaðist í Landsspítalanum
8. þ. m.
Saemundur var fæddur á ísafirði
■20. ágúst 1913. Eftirlifandi móðir
hans er Kristjana Katarínusar-
dóttir, faðir hans var Steingrímur
Benediktsson, sem lézt árið 1934.
t>egar Sæmundur var aðeins
ungur drengur varð hann að sjá á
eftir föður sinum til vistar á
heilsuhæli langt fjarri heimili,
konu og börnum og nokkrum ár-
um síðar lát föður síns. Það var
því hlutskipti drengsins að reyna
að afla fjár móður sinni til hjálp-
ar. Hann vann þá hjá frænda sín-
um, Guðmundi Sæmundssyni
xnálarameistara og gerðist síðar
nemandi hans og lauk námi með
góðum vitnisburði árið 1935. Að
námi loknu vann hann um eins
árs bil á ísafirði, en eins og svo
margra ungra manna, freistaði
höfuðborgin hans, aðallega þó til
að geta aðstoðað móður sína bet-
ur, því nú var faðir hans látinn
fyrir ári síðan. Ástríki sonar og
móður var alla tíð til fyrir-
myndar.
Mér er það enn minnis-
stætt að er ég var lítill
drengur, fannst mér það ákaf-
lega merkilegt og heillandi
að eiga nafna, sem var í mín-
um augum pínulítill, þó ég væri
ekki nema fjórum árum eldri.
Mér fannst að hann hlyti að vera
mjög fallegur og góður drengur.
Síðar var mér send mynd af hon-
um og þá fékk eg vissu mína um
hve fallegur hann var, og þegar
kynni okkar hófust, þá báðir
komnir á þriðja áratuginn,
sannfærðist eg um hve góður
drengur hann var. Trú mín á
pínulitla nafna mínum var sönn
og hrein. Hið sanna og rétta átti
bústað í hjartanu.
Foreldrar hans og mínir voru
mikið vinafólk allt frá þvi að
eg man fyrst eftir mér og þegar
hann fluttist til Keykjavíkur ár-
ið 1936 var hann til húsa hjá
foreldrum mínum um tveggja ára
skeið, og unnum við oft hjá sama
málarameistaranum og áttum því
margt sameiginlegt á þeim árum.
Þá kynntist eg nafna mínum
mjög vel og fann þá hvern mann
hann hafði að geyma. Hann var
mjög hlédrægur, stilltur og orð-
var, lítið fyrir að láta bera á sér,
hjálpsamur, enda var hjartalag
hans viðkvæmt. Eg hygg að hann
hafi ekki átt marga vini, en sanna
og trygga, eins og hann var sjálf-
ur gagnvart vinum sínum.
Prúðmennska í framkomu var
honum meðfædd og snyrti-
mennsku í klæðaburði og í allri
framkomu á vinnustað, var við-
brugðið, í þau 22 ár sem hann
var hér búsettur var hann góðúr
liðsmaður málarafélaganna, stóð
við skuldbindingar og skyldur
samtakanna, hafði sínar skoðanir
á málefnum, þó ekki léti hann
þær í ljós í ræðuformi á fuhdum
eða í kappræðum manna á milli.
Hann gekk í Málarameistarafélag
Reykjavíkur árið 1947.
Sæmundur kvæntist aldrei en
son átti hann sem nú er 21 árs,
mesti efnispiltur.
Þegar við nú kveðjum hann er
minnipgin um góðan dreng um-
vafin þakklæti eftirlifandi móð-
ur, sonar, systra, frænda, vina og
kunningja.
1 nafni Málarameistarafélags
Reykjavíkur færi ég þér þökk
fyrir gott samstarf og allt það,
sem þú lagðir fram stétt okkar
til sóma og virðingar.
Vertu sæll nafni minn.
Sæm. Sigurðsson.
INCCLF5
i Alþýðuhúsinn
við Hverfisgötu
opnar daglega kl. 8,30 árdegis.
Almennar veitingar allann daginn
Heitur matur framreiddur
á hádegi kl. 11.45—2 e.h.
að kvöldi kl. 6—8 s.d.
Góð þjónusta Sanngjarnt verð.
Reynið viðskiptin.
INGÓLFSCAFÉ.
Mœðradagsblóm
einnig garðblóm og trjáplöntur. Opið yfir helgina.
Laugavegi og Miklatorgi.
Sóknorneinð Akrnneskirkju
Vill ráða mann til starfa við kirkjugarðinn í Görðum
frá 1. júní n.k. Upplýsingar varðandi starfið veitir
Karl Helgason símstjóri.
Akranesi 14. maí 1958.
Afgreiðslusfarf
Reglusamur, roskinn maður óskast til afleysinga á
Sérleyfisstöð okkar. Upplýsingár milli kl. 6—7 s.d.
Bifreiðastað Steindórs
Hafnarstræti 2.
IVfatsvein, stýrimann og hásets
vantar á snörpunótaskip. Upplýsingar milli kl. 6—8
í síma 33428.