Morgunblaðið - 17.05.1958, Side 12

Morgunblaðið - 17.05.1958, Side 12
/ eíiinitójr) vrand .1OO1 4iylon net meiri veiði, MINNI KOSXNAÐER. Þetía geta Amilan 100% nælon net veitt yður — JOO% Nylon Shnú&h FISHINGNET mu KOU /V 11 L 4U1V Laugardagur 17. maí 1958 Nýtízku íbúðarhœð í Laugarneshverfi til sölu. Á hæðinni eru 4 herb. og eldhús. Er tilbúin undir tréverk og málningr Allt sér. Bílskúrsréttindi. Gott lán áhvílandi. INGI INGIMUNDARSON, hdl. Vonarstræti 4 — Sími 24753. Bifvélavirkjar Oss vantar góða bifreiðaviðgerðarmenn strax. Hafið samband við verkstjórann. Sveinn Egilsson hf. Laugavegi 105. 6 manna Chevrolet árgangur 1951 til sölu. Bíllinn er gegnum tekinn og lítur út sem nýr væri. Uppl. í bílaskAlanum Kleppsvegi, sími 33507. Með KIWI gljá skérnir betur og endast lengur Me8 KIWI naest gljáinn ekki aSeins fljótast heldur verður hann þá einnig bjartastur. KIWI verndar skóna fyrir sól og regni. Ef þér notið KIWI reglulega, munuð þér fljótt sjá hversu mikið lengur skórnir endast og hve þeir verða snyrtilegri. Snyrtimenni um allan heim nota KIWI O. Johnson & Kaaber h/f Reykjavik Guð-ný Guðnadóttir írá Dalsmynni — minningarorð GUÐNÝ Guðnadóttir andaðist að heimili sínu, Grettisgötu 56 A hér í bæ, sunhudaginn ll. maí. Sá dagur var bjartur og fagur sól- skinsdagur og súmarið komið íamkvæmt voru tímabili. Hún fluttist til Reykjavikur árið 1923 ásamt manni sínum, Kristjáni Eggertssyni, sem hún var alla tíð innilega samhent. Hann and- aðist 30. október 1953 og hefur hans verið minnzt að verðleikum á sannan og göfugan hátt. f>au hjón, Guðný og Kristján, voru jafnan kennd við Dals- mynni, jörð í Eyjahrepp á Snæ- fellsnesi, því þar bjuggu þau lengst af eða í rúm 24 ár. Þar veit ég, að Guðný hefur lifað sín- ar sælustundir og einnig hinar erfiðustu stundir. Það er einkenni lega fagurt að Dalsmynni, bær- inn stendur hátt undir grónu hlíð arhorni, og fagurt útsýni er þaðan yfir víðáttumikla sveit. Inn frá bænum gengur Núpudalur, en á móti bænum í vesturátt gnæfa ufsir Hafursfells með öílum sín- um einkennilegu og fögru nátt- úrumyndum. Sál náttúrubarnsins skynjar, að þetta er ekki dauður heimur, heldur fullur af huldum vættum, sem hryggjast og gleðj- ast yfir gengi bóndans ög hryggj ast með honum á erfiðum stund- um en alltaf finnst mér hús- freyjan hafi haft næmara sam- band við hina huldu vætti nátt- úrunnar en bóndinn eða svo finnst mér munu hafa verið með Guðnýju. Eg veit, að huldir vætt- ir dalsins hafa verið hryggð slegn ir, er hin góða og trygga kona hætti störfum meðal þeirra, og þeir munu hafa spurt hver ann- an: „Hver á nú að annast bæinn, hver á að tendra Ijósið í glugg- anum? Hver á nú að kenna börn- unum og hjúunum að elska Drott- • Þau spara yður þurrkun og kostnað. Þau geta verið í sjó svo árum skip'cir án þess að fúna. Þér getið veitt lengur, oftar og á fjarlægari miðum. • Þau spara yður vinnuafl og olíu vegna þess að þau eru létt og meðfærileg og drekka lítið í sig af sjó. • Þau spara yður viðgerðar- og endurnýjunar- kostnað vegna þess að þau eru tvisvar sinnum sterkari en bómullarnet, og hafa 10 sinnum meiri endingu. O Þau veita yður meiri veiðimöguleika vegna þess að þau eru gagnsæ og teygjanleg. Öll Amilan brand 100% nælon- net hafa ofanskráð til að bera. Du Pont’s einkaleyfi í Japan TOYO RAYOH COMPANY LTD. -<ttctpt no.. r»c*vA. tao/uvj nsett: 1926 Símnefni: TOYO RAYON OSAKA öll fita hverfur á augabragði með freyð- andi VIM. Stráið örlitlu á rakan klút, nuddið rösklega eina yfirferð og hinn óhreini vaskur er tandurhreinn. Það er svo auðvelt! Hið freyðandi VIM hreinsar öll óhreinindi. Hinar þrálátu fiturendur í bað- kerum og vöskum hverfa. Pottar pönnur, flísar og málaðir hlutir verða tandur- hreinir. Gljáinn kemur fyrr með freyðandi VIM X-V 507-1680-50 in og vaxa sjálf að vizku og trú og vera öðrum til tráusts, gest- gjafi hins gangandi ihanns, blessa blómin á engi og túni og gefa fuglunum á hjarnið, þegar þess er þörf?“ Guðný var þannig, að all- ir hlutu að sakna hennar og þrá hana, og allir vildu hljóta bless- un hennar, handtak og fyrirbæn. Fyrirgefning var auðsótt til henn ar, hún fann öllum eitthvað til málsbótar, er þess þurftu við. Eftir að þau Guðný og Kristján fluttu úr sveitinni sinni til Reykjavíkur, héldu þau lifandi sambandi við vinina að vestan og þeim fannst kaupstaðarferðum ekki loltið, ef þeir hefðu ekki heimsótt Guðnýju og Kristján eða gjarnan gist þau. Þá var spurt um fólk og fé, afkomuna og á- hugamálin í héraði. Helzt fannst þeim sumarið ekki mætti líða svo þau færu ekki vestur til að treysta vináttu sína við fólkið þar og héraðið og til að yngja upp ást sína, þó að mér, sem þessar línur skrifa, fyndist þess ekki þörf, því að þau voru sæl í ást sinni og báru gagnkvæma virðingu hvort fyrir öðru. Er börn hennar, skyldu lið og vinir fóru í ferðalög, þurftu allir að koma til hennar og fá fyrirbæn til fararheilla, og það varð öllum fyrst fyrir að heilsa henni og láta hana bjóða sig velkominn heim. Ef leitað var til hennar í erfiðleikum og á- formum hins daglega lífs, þá var hún ekki að leggja á ráð í orðs- ins merkingu, heldur sagði hún: „Eg skal biðja guð um, að þetta megi blessast", og öllum þótti mikið fengið að hafa árnaðarorð hennar, því hún var einlæg trú kona, sem trúði af heilum hug á tilveru hins almáttuga guðs og stóð þar við hlið síns ágæta eig- inmanns, sem einnig var sann- færður trúmaðuf. Við, sem nú söknum Guðnýjar, vissum, að hverju dró, og eng- inn má sköpum renna. Við sökn- um hennar ekki eins og vættirnir heima í dalnum hennar, sem spyrja og hafa sjálfsagt fengið svör og una nú glaðir við sitt. Við söknum hennar og minnumst, og ef við gætum tekið hana okkur til fyrirmyndar í viðskiptum við samferðamenn vora og börn vor, þá mun Guðný lengi lifa á meðal vor, öllum til blessunar. Við, vin- ir hennar og ættingjar, kveðjum hana með virðingu og djúpu þakk læti. Guðný Guðnadóttir var fædd að Stóra-Kálfalæk ,ann 30. ágúst 1868. Foreldrar hennar voru Guð björg Magnúsdóttir og Guðni Árnason, en hún var látin til fósturs tæpra tveggja ára til hinna ágætu hjóna, Valgerðar Pálsdóttur og Sigurðar Brands- sonar að Tröð í Kolbeinsstaða- hreppi. Hjá þeim dvaldist hún þangað til hún flutti að Mýrdal í sömu sveit með unnusta sín- um, Kristjáni Eggertssyni frá Miðgörðum, en þau giftust 15. september 1896. Þau eignuðust 3 börn, sem öll eru á lífi, gift og búsett í Reykjavík. Þau eru Eggert, Valgeir og Lóa, sem nú kveðja móður sína ásamt stórum hóp niðja með ástarþökk fyrir allt. Blessuð sé minning Guðnýjar frá Dalsmynni. — F.J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.