Morgunblaðið - 17.05.1958, Síða 18

Morgunblaðið - 17.05.1958, Síða 18
18 MORCVVTiT 4T)lt> Laugardagur 17. maí 1958 Alp.ngi þarf að grípa í taumana — Ræóa Magnúsai Jónssonar Úr ræcu Jóns Pálmasonar 1 gær í RÆÐU sinni um efnahagsmál á fundi neðri deildar Alþingis í gaer sagði Jón Pálmason m. a.: Alls 1100 til 1200 milljónir Enn vantar tvo mánuði á, að núverandi ríkisstjórn hafi setið Jón Pálmason tel, að það eina rétta, er þessi ríkisstjórn hefur gerr hafi verið það, er hún stöðvaði kaup og verðlag í upplaafi ierils síns. En vonbrigði mín voru mikiL er ég las þetta frumvarp, og sa að við vísitölukerfinu var ekki hróflað. Mánaðastarf sérfræðinga hafði ekki dugað til þess að koma ríkis stjórninni í skilning um nauðsyn þess. Aðeins finnst lauslega á þetta minnzt í greinargerð irum- varpsins, og þar er talað um breytingar í haust. Treysti ekki stjórninni I þessu frumvarpi, er ekki leit- azt við að stöðva snúning vísi- töluskrúfunnar. Engin meinsemd verður læknuð nema numdar séu burtu orsakirnar, sem í þessu til- felli eru vísitalan, ofeyðslan, ábyrgðarleysið og sá skortur á fyrirhyggju, sem einketinir ís- lenzkt stjórnarfar. Forsætisráð- herra virtist gera sér grein fyrir þessu í gær. Ég efa ekki góðan vilja hans, en ég tel að fáir af samstarfsmönnum hans séu lík- legir til að fylgja honum. Ég treysti ekki stjórninni til að framkvæma tillögur frá Sjálf- stæðismönnum. Ég treysti ekki núverandi fjarmála- ráðherra sem er aðalhöfundur þess frumvarps, sem hév liggur fyrir og hefur talað í þessum umræðum og reynt að sýna fram á, að nauðsynlegt sé að hækka aðkeypta rekstrarvöru bænda, af því að heyöflun sé orðin svo dýr! Og síðan hefur hann talað um, hvílík blessun hinar nýju álögur séu fyrir iðnaðinn, þó að iðnaðar- menn telji, að ýmsum verksmiðj- um verði að loka, ef þetta frum- varp verður samþykkt. Þingið taki í taumana Eg var um margra ára skeið í fjárhagsnefnd þessarar deildar Ég minnist þess, að á pinginu 1943 lagði þáverandi ríkisstjórr. fram frumvarp um efnahagsmál. Þá tók þingið til sinna ráða, um- turnaði frumvarpinu og vann sínum skoðunum meirihluta. Ég óska núverandi fjárhags- nefnd þeirrar gæfu að grípa hér í taumana, eyða nokKr- um nóttum og dögum í að rann- saka þetta háskalega og gallaða frumvarp og vernda með því sæmd Alþingis, svo að þvi verði forðað frá þeirri smán að sam- þykkja það. Framhald af bls. 11. grípa þyrfti til slikra aðgerða sem nú er gert. Hitt hefur ekki komíð frarn í ræðum stjórnarsinna, að lækkun varð á öðru sviði, það var í tekj-j um frá varnarliðinu. Þær lækk- uðu úr- 222 millj. kr. í 133 millj. kr. og nam það um 89 millj. kr. En jafnvel það getur ekki veriðl nein afsökun fyrir vinstri stjórn-' ina, þar sem það var stefna henn- ar að reka varnarliðið tafarlaUst úr landi og hlýtur hún því að hafa reiknað með slíku, jafnvei að tekjurnar af því hyrfu með öllu. En er samt ástæða til að grípa til slíkra stórkostlegra álaga? spurði Magnús. Ætti nú ekki strax að vera nokkur búbót að því að varnarliðið er kyrrt í land- inu og tekjur af því munu aukast um 27 millj. kr.? Eða hin útlendu lán, sem þessi ríkisstjórn hefur tekið í stærri stil en nokkur önn- ur ríkisstjórn? Árið 1956 voru tekin útlend lán að upphæð 90 millj. kr., en árið 1957 námu þau 210 millj. kr. og nú, 1958, nema þau 318 millj. kr. Slík stórlán hefðu átt að stefna til aukinnar gjaldeyrisöflunar, svo að hagur ríkissjóðs hefði átt að vænkast stórlega. Sambærilegar ráðstafanir? tvö ár að voldum. A þessum tima hefur hún þó lagt á þjóðina „jóla- gjöfina" um áramótin 1956—57 og nú það, sem felst í þessu frum varpi. Hvort tveggja þetta nemur ekki lægri upphæð en 1100—1200 milljónum króna. Þá er fengin full skýring á því, hvers vegna fjármálaráðherra sveikst aftan að samstarfsmönnum sínum í fyrri stjórn og lét flokksþing Fram- sóknarflokksins samþykkja, að tilgangslaust væri að reyna að leysa efnahagsmálin með Sjálf- stæðismönnum. Hann vissi sem rétt var, að Sjálfstæðismerm myndu ekki vilja taka þátt í slíkri hækkun tolla og skatta Sagt er, að hið nýja frumv. eigi að bjarga atvinnuvegunum, einkum útvegi og landbúnað*. Hvað er það einkum, sem þjakar atvinnuvegina? Það er of mikill rekstrarkostnaður, *«- of háir skattar, kaup og vöruverð — og svo er það vísitalan, sem skrúfar þetta allt upp á við á víxl. Nú hefur það snjallræði verið fundið upp að hækka rekstrarkostnað- inn ennþá meira. Það er bjarg- ráðið í frumvarpinu. Vísitöluskrúfan Sjálfstæðismenn hafa við þessar umræður gert grein fyrir ýmsum þáttum þessa máls, en ég vil bæta við nokkrum athugasemdum. Landbúnaðinum á að bjarga með því að leggja 55% gjald á helztu rekstrarvörur hans, — áburð, fóðurbæti, vélar, vara- hluti, benzín, byggingarefni o.s. frv. Að vísu er talað um það í frumvarpinu að hækka kaup nú þegar sem svarar 9 vísitölustigum. Til bænda á hækkunin að koma fram í mjólkurhækkunum 1. júní sem nemur 5%, en sú hækkun kemur aðeins til þeirr » bænda, r framleiða mjólk tii sölu. Aðrir eiga ekkert að fá fyrr en í fyrs'a lagi 15 september og þá er jafn líklegt að Framsókriarmennirnir, sem ráða Stéttarsambandi bænda, verði látnir samþykkja einhverja óverulega hækkun sem engin önn ur stétt mundi láta sér nægja. Það virðist ekki búa mikil rök- ræn hugsun að baki þessu, nema kerfið sé frá upphafi hugsað sem hreint gengisfall. Og hvaða ráð- stafanir eru svo gerðar til þess að stöðva verðbólgukapphlaupið, visitöluskrúfuna? — Um það var rætt fyrr í vetur, að nú ætti að afnema vísitölukerfið. Þess vegna beið ég þessa frumvarps með nokkurri eftirvæntingu, enda hefði það verið merkt frumvarp, ef þetta hefði verið eðli þess. Ég Gylfi Þ. Gíslason taldi það ekki rétt að hér væri um að ræða 790 millj. kr. álögur á þjóðina og taldi að þá hefði með sömu rök- um mátt tala um 900 millj. kr. álögur á þjóðina við gengislækk- unina 1950. En fyrst Gylfi telur að þessar tölur séu sambærilegar, verður hann þá líka að drekka þann bikar í botn og viðurkenna að gengisfellingin 1950 og þetta frumvarp stjórnarinnar séu sam- veginn, þar sem hann gerði vor- ið og áhrif þess að umræðuefni. Hann komst meðal annars að orði á þá leið, að fyrstu áhrifa vors- ins hér í Reykjavík, gætti í björt- um augum ungu stúlknanna, sem léttar í spori og brosljúfar ganga Austurstrætið. En þar eru líka fleiri á ferð. Allur sá fjöldi, sem ekki á lengur æskuvor í augum, en gengur þessa fjölförnu götu í leit að eigin æsku. Það er ekki ætíð árafjöldinn, sem sýnir hve ungir menn eru eða hve brosið er bjart, ekki heldur hvort menn hvíla á mjúkri værðarvoð eða fást dag hvern við erfið verk- efni líðandi stundar. Mér kemur þetta í hug nú, þeg- ar ég minnist þess að í dag er sextíu ára frú Sólveig Jóhanns- dóttir að Leifsgötu 32 hér í Reykjavík. Hún hefur dag hvern þurft að ganga að starfi, annast uppeldi og forsjá margra barna og veita forstöðu stóru og gest- kvæmu heimili. Hún hefur aldrei miðað sinn vinnudag við ákveð- inn stundafjölda eða krónutölu, heldur við þörf og hamingju manns síns og barna, og þá finnst henni fulllaunað þegar fyrir því er vel séð. Þessi barátta fyrir líf- inu gerir marga gamla, jafnvel um aldur fram, og leitin að glat- aðri æsku ber oft lítinn árang- ur. Sólveig Jóhannsdóttir hef- ur aldrei þurft að leggja leið sína um Austurstræti þeirra er- inda. Starfið hefur verið henni styrkur en ekki þjáning, og hún hefur aldrei þekkt lífsleiða þess manns, sem skortir starfsvilja og hugðarefni og hyggst njóta upp- Sólveig Jóhtmnsdóttir sextug Sólveig er gift hinum þekkta athafnamanni Páli Hallbjörns- syni kaupmanni, og mun hann hafa fundið það vel gegnum veg áranna að þar fer enginn einn saman sem á slíka konu. Eg minnist með gleði og þökk 20 ára kynna við þessi mætu hjón og elskulegt heimili þeirra. Þau kynni hafa verið mér stór ávinningur. í dag dvelja þau hjón, frú Sól- veig og Páll utanbæjar. — Ég og fjölskylda mín sendum þeim hug- heilar árnaðaróskfr. Þorsteinn Matthíasson. Irak-Jórdanía BAGDAD, 13. maí — Feisal kon- ungur Iraks samþykkti í dag lausnarbeiðni Nuri A1 Said for- sætisráðherra og stjórnar hans, sem leyst verður upp vegna stofn unar sambandsríkis íraks og Jórdáníu. Munu bæði ríkin hafa sameiginlega stjórn og er fast- lega búizt við því, að Nuri A1 Said verði forsætisráðherra henn- ar. Mynd af einu málverka Ólafs Túbals. Ólafnr Túbals opnar sýningu í Bogasalnnm ÓLAFUR TÚBALS opnar í dag málverkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Sýnir hann þar alls 44 myndir, 25 olíumálverk og 19 vatnslitamyndir. Flestar myndirnar eru frá Suð- urlandi, en þó nokkrar austan af Héraði og af Norðurlandi. Mynd- irnar hefur Ólafur málað á síð- ustu þremur árum. Ólafur Túbals hélt síðast sýn- ingu á verkum sínum hér í Reykjavík 1950. Sýningin verður opnuð í dag, kl. 4 fyrir boðsgesti en kl. 6 fyrir almenning. Það er hamingja hvers heim- ilis og hverrar þjóðar að eiga slíkar konur. Það er ekki golu- þytur sýndarmennskunnar, sem gerir þær stórar, heldur hjarta- hlýja og fórnarlund. FYRIR nokkrum dögum, heyrði ég einn af fyrirlesurum útvarps- ins flytja þátt um daginn og skeru af annarra sveita. Hún á ennþá sínar æskueigindir. Silfur- hærurnar sýna árin en bro^ið er ungt. bærilegar ráðstafanir, þ. e. að hér sé úm gengisfellingu að ræða. Það sem mér hrýs hugur við, sagði Magnús Jónsson, er hvað þessar nýju álögur eru stórkostlegar. Þær eru svo gífurlegar, að ekki virtist til of mikils mælzt að þingmenn fengju tíma til að skoða frum- varpið ofan í kjölinn. Það er t. d. eitt sem undrar mig, að ekki skuli koma fram neinar tillögur um sparnað í ríkis- rekstrinum, t. d. frá sósíalist- um, sem oft hafa verið meff slíkar tillögur. Því að þó oft sé þörf, er nú nauðsyn. Að vísu munu þessar aðgerðir hafa í för með sér samdrátt í rík- isrekstrinum, þannig að vegna hækkana ná fjárveitingar skemmra. En alveg sama árangri hefði mátt ná með því að ákveða framlögin lægri og þá hefði verið komizt hjá hinum miklu verð- bólguáhrifum þessa frumvarps. Grautur tveggja kerfa 1 þessu frumvarpi ríkis- stjórnarinnar, sagði Magnús Jónsson, felzt annars vegar gengislækkun og hins vegar að haldið er í uppbótarkerfið. Þetta er mikill galli á frum- varpinu, að það er eins og grautargerð, þar sem engin ákveðin stefna er tekin, en haldið í tvö kerfi. Máske er það í anda hinnar svokölluðu „þriðju Ieiðar“ Alþýðuflokks- ins, að hafa báðai aðferðirnar, gengislækkun og uppbótar- kerfi. Las Magnús síðan upp nokkur umæli úr blöðum stjórnarflokk- anna. Um uppbótarkerfið höfðu þau skrifað, að það þýddi að mikil síldveiði gæti gert ríkissjóð gjaldþrota. Sú hætta er enn yfir- vofandi því að síldaruppbætur hafa verið stórlega auknar. Ann- að stjórnarblað lýsti gengislækk- un þannig, að hún auðgaði skuldakónga með álíka aðferðum og amerískir bankaræningjar nota. Með aðgerðum ríkisstjórn- arinnar núna er raunverulega verið að lækka gengið stórlega. Samkvæmt þessu er vinstri stjórnin að auðga skuldakóngana með aðferðum amerískra banka- ræningja. Slík er þá umsögn þeirra eigin málgagna. Töfrabrögð koma ekki að gagni Hér hefur verið áuglýst eftir tillögum Sjálfstæðisflokksins. Al- þýðublaðið sagði þó 19. marz: „Núverandi ríkisstjórn á að hafa betri aðstöðu til þess (að leysa vandann) en fyrirrennarar henn— ar, af því að Sjálfstæðisflokkur- inn er kominn á réttan stað í íslenzkum stjórnmálum" Hinn 19. marz var ekki lýst eftir tillögum S j álf stæðismanna! Núverandi ríkisstjórn hefur sagt þjóðinni, að vandann mætti leysa með töfrabrögðum, en við Sjálfstæðismenn höfum þar hald ið öðru fram. Aðalatriði málsins er, að framleiðslan stöðvist ekki. Það er mikið rætt um gengis- lækkun. Hún getur verið óum- flýjanleg, við Sjálfstæðismenn höfum ekki gögn til að segja, hvort svo er nú. Sé hennar þörf, verður að horfast í augu við þá staðreynd, en við álítum, að gengislækkun sé algert neyðar- úrræði. íslenzka þjóðin vill ekki að lífskjör hennar skerðist.. Hún verður því að vinna að eflingu framleiðsluatvinnuveganna og tryggja, að þeir fái fleira fólk. Sjávarútvegurinn er ekki ein- hlítur að mínu áliti, stefna þarf m. a. að því að koma upp stóriðju. Talað er um of mikla fjárfestingu. Hún má a. m. k. ekki minnka í þágu atvinnu- veganna. En gera verður ráð- stafanir til að atvinnuvegirnir geti gengið styrkjalaust í með alárferði. Frumvarpið, sem hér liggur fyrir stefnir ekki í jafnvægisátt. Því mun fylgja verðbólgualda. Stjórnin hefur nú einnig misst traust þeirra, sem hún taldi sig styðjast við, verkalýðshreyfingarinnar, og þá er vonlaust, að hún geti leyst vandamál þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.