Morgunblaðið - 29.05.1958, Page 1
20 síður
45. árgangur
118 tbl. — Fimmtudagur 29. maí 1958
Prentsmiðja Morgunblaðsins
De Gaulle í
Forsetar þingdeilda ræða
við hann um stjórnar-
myndun
Fjölmenn mótmælaganga gegn
de tiiaufile í París i gær
PARÍS, 28. maí. — Charles de Gaulle hershöfðingi fór frá sveita-
setri sínu klukkan rúmlega fimm e. h. í dag eða um svipað leyti og
mikill mannfjöldi safnaðist saman á Place de la Nation til að ganga
lylktu liði gegnum Parísarborg til Place de la Repubiique og hrópa
kjörorðið: „Lengi lifi lýðveldið“.
De Gaulle fór frá sveitasetri
sínu skömmu eftir að hann hafði
átt viðræður við einasta núlif-
andi marskálk Frakklands, Alp-
honse Juin, sem sagður er hafa
mikil áhrif innan hersins, enda
þótt hann gegni ekki lengur opin-
bei’U embætti. Er talið sennilegt
að Juin marskálkur hafi hvatt de
Gaulle til að taka við stjórnar-
□-
-□
SÍÐUSTU FKÉl’TIR
Tilkynnt var eftir niiðnætti
í nótt að de Gaullc hefði hafið
viðræður við þá Le Troquer og
Monnerville forseta beggja
deilda þingsins.
□-
-□
taumunum, svo komið verði í veg
fyrir að franski hezinn klofni.
Ennfremur herma fréttir, að de
Gaulle hafi áður átt langar við-
ræður við hinn 81 árs gamla
Georges Catroux hershöfðingja,
sem um eitt skeið var sendiherra
Frakka í Moskvu. Catroux var út-
nefndur landsstjóri í Alsír árið
1956 af stjórn Mollets, en sagði
starfinu lausu sex dögum síðar
án þess að hafa farið til Alsír.
Hópgangan í París, sem „Nefnd
in til verndar lýðveldinu" stóð
fyrir í dag, var farin að tilhlutan
fulltrúa frá sósíalistum, katólska
lýðveldisflokknum, frjálslynda
flokknum og tveimur litlum mið-
flokkum. Kommúnistar stóðu ekki
opinberlega að göngunni, en þeir
hvöttu fylgismenn sína til að taka
þátt í henni. Verkalýðssamtökin
þrjú, hið kommúníska, sósíalist-
íska og katólska, stóðu einnig að
göngunni.
Viðbúnaður
Coty, Frakkiandsforseti, átti í
morgun fund við forseta lýðveld-
isráðsins, Gaston Monnerville, en
síðar ræddi hann við ýmsa póli-
tiska leiðtóga, meðal þeirra Moll-
et foringja sósíalista og Pinay,
foringja íhaldsmanna. Það var á-
lit flestra stjórnmálafréttaritara
í París í dag, að þessum umræðum
yki með því, að Coty bæði de
Gaulle að mynda stjórn.
Á yfirborðinu var allt með
kyrrum kjörum í París í dag, en
stórir flutningabílar með sveitum
öryggislögregluþjóna stóðv á
helztu stöðum borgarinnar, m. a.
við þinghúsið.
Tilbiga unt sameiginlega
sleinuskrá
Þingflokkur sósíalista átti í
morgun 90 mínútna fund, en þar
voru ekki gerðar neinar ályktanir.
París
Mollet átti að skýra þingflokkn-
um frá viðræðum sínum við Coty
kl. 8 í kvöld. Jacques Duclos, þing
leiðtogi kommúnista, hefur sent
„Nefndinni til verndar lýðveld-
inu“ bréf, þar sem hann fer þess
á leit að haldinn verði fundur til
að ganga fi'á stefnusikrá sem orð-
ið geti grundvöllur lýðræðis-
stjórnar í landinu. Sósíalradíkali-
flokkurinn hefur hafnað þessari
tiilögu, en leiðtogi hans Edouard
Daladier hafði gefið þingmönn-
um hans skýrslu um málið. Öháði
íhaldsmaðurinn Paul Reynaud,
fyrrum forsætisráðherra, hefur
skorað á sósíalista að taka ekki
endanlega afstöðu gegn því að de
Gaulle verði falin stjórnarmynd-
un. Hann sagði að de Gaulle gæti
afstýrt borgarastyrjöld auk þess
sem hann hefði heitið að virða
stjórnarskrána. Ef sósíalistar
snerust gegn honum, gæti það leitt
Framh. á bls. 19
Fyrsta myndin af fyrsta opinbera fundi Þjóðlegu öryggisnefnd-
arinnar í Alsír. Frá vinstri: Sid Cara, Soustelle, Salan hershöfð-
ingi, Massu hershöfðingi og Leon Delbecque, hinn borgaraiegi
leiðtogi nefndarinnar.
svíkja Júgóslava
um lán sem þeir lofuðu
BELGRAD, 28. maí — Rússar hafa gert fyrstu ráðstöfun
sína til að einangra Júgóslavíu efnahagslega, en eins og
kunnugt er hefur enn komið upp hugsjónafræðilegur ágrein-
ingur milli þessara landa. I orðsendingu, sem Andrei
Grómýkó utanríkisráðherra Rússa afhenti júgóslavneska
sendiherranum í Moskvu, segir að frestað hafi verið um fimm
ár að láta koma til framkvæmda sáttmála um lán, sem
Rússar og Austur-Þjóðverjar höfðu samþykkt að veita
Júgóslövum til langs tíma í því skyni að reisa áburðarverk-
smiðjur og orkuver og endurbæta námuútbúnað. Lánin áttu
að nema 285 milljónum dollara, og voru samningar um þau
undirritaðir 12. janúar og 2. ágúst 1956. Júgóslavneska
fréttastofan Tanyug segir, að ákvörðunin um Þessa „frestun“
hafi verið tekin af Rússum og Austur-Þjóðverjum án sam-
ráðs við Júgóslava.
AFP-fréttastofan skýrir frá
því, að ráðamenn í Jugoslaviu
liti svo á, að þetta geti haft víð-
tækar afleiðingar fyrir efnahags-
lega uppbyggingu Júgóslavíu.
I orðsendingu Rússa er minnzt
á þann möguleika að Júgóslövum
verði bættur skaðinn með því að
þeir auki vöruskipti sín við
Rússa á grundvelli gildandi sátt-
mála um vöruskipti, en þetta
mun hvergi nærri vega á móti
áhrifunum af „frestun11 lánanna.
Fréttaritari Reuters í Belgrad
símar, að þetta muni enn auka
viðsjárnar með Rússum og Jugó-
slövum, auk þess sem öll sú fyr-
irhöfn sem Júgóslavar hafa liaft
af undirbúningi væntanlegra
framkvæmda sé unnin fyrir gýg.
Júgóslavar liafa ekki enn tckið
við neinum rúblum eða auslur-
þýzkum mörkurn, en þcir hafa
þegar tekið við rússneskum upp-
dráttum að verksmiðjum og orku
verum og unnið að undirbúningi
framkvæmdanna undanfarin tvö
ár.
Fáheyrð vinnubrögð
sjávarúfvegsmálaráð-
herra í landhelgis-
málinu
SKRÍPALEIKUR kommúnista og sjávarútvegsmálaráðherra
þeirra með ianunelgismálið verður sífellt ábyrgðarlausari
og furðulegri. Lúðvík Jósefsson, maðurinn, sem þykist vilja
einingu um þetta stórmál, lætur blað sitt dag eftir dag
halda uppi blekkingum um afstöðu Sjálfstæðismanna til
þess. Og á sama tíma, sem stjórnarflokkarnir allir tala um
nauðsyn samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um málið, segja
blöð þeirra frá því, að samkomulag hafi verið undirritað
milli allra stjórnarflokkanna sl. laugardag um birtingu,
gildistöku og efni nýrrar friðunarreglugerðar. Blað sjávar-
útvegsmálaráðherra, „Þjóðviljinn“, bætir því svo við að
það birtir sjálfa reglugerðina í gær.
Þessi vinnubrögð eru vissulega fyrir neðan allar hellur
og ekki samboðin neinum þeim, sem í raun og veru vildi
þjóðareiningu um framkvæmdir í landhelgismálinu. Frá því
hefur áður verið skýrt, bæði hér í blaðinu og í sumum mál-
gögnum stjórnarflokkanna, að ágreiningur hefur ekki ríkt
milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um aðal-
efnisatriði nýrra friðunarráðstafana. Þess vegna eru blekk-
ingar og rógur kommúnista um afstöðu Sjálfstæðisflokksins
í landhelgismálinu ennþá svívirðilegri og ábyrgðarlausari.
EOKA boðar morðöld
NÍKÓSÍU, 28. maí — Samtök
uppreisnarmanna á Kýpur,
EOKA-félagsskapurinn, sendi í
dag út flugmiða, þar sem leið-
toginn Digenis kapteinn segir, að
héðan í frá verði allir andstæð-
eða sair z r þeir I_..uni
að tilheyra. Segir Digenis, ð
EOKA-menn hafi drepið s\ kara,
sem voru meðlimir bæði vinstri
og hægri flokka. Nú virðist
margt tsnda til þess, að vinstri
flokkar verndi svikara, segir
Di
Blaðafregn borin
til baka
□ Þess hefur verið getið í einu
Kaupmannahafnarblaðanna, að
v-þýzka stjórnin hafi krafizt þess,
að kjarnorkueldflaugastöðvum
yrði komið upp á Borgundai'-
hólmi. Talsmaður v-þýzka varnar
málaráðuneytisins hefur borið
þessa fregn til baka —• og ságt
hana tilhæfulausa með öl'lu: Borg
undarhólmur sé danskt land —
og Danir ráði einir hvernig þeir
verji sitt land.
Færeyingar fagna víkkun land-
helginnar v/ð eyjarnar
KAUPMANNAHÖFN, 28. maí —
Blaðið Information skýrir frá því,
að ákvörðun dönsku stjórnarinn-
ar um að krefjast nýrra samn-
ingaviðræðua við Breta um víkk-
un fiskveiðilandhelginnar við
Færeyjar hafi vakið mikla
ánægju í Færeyjum.
Kristian Djurhuus lögmaður er
væntanlegur til Hafnar innan
skamms til að ræða við stjórn-
ina um það, hvernig gerð skuli
grein fyrir sjónarmiðum Dana
og Færeyinga varðandi 12 mílna
landhelgi.
Dimmalætting skrifar í dag, að
sú víkkun landhelginnar, sem ís-
n Paul-Emil Victor hefur látið
svo um mælt, ao heimshotm
muni hækka um 30 fet — og all-
ar hafnarborgir heims fari í kaf,
ef altur ís á Grænlandi yrði
bræddur.
lendingar hafi boðað, muni án
efa leiða til þess að brezki fiski-
flotinn sæki miklu meira á
færeysk mið en hann hefur gert
hingað til. Það muni svo leiða
til þess að fiskstofn Færeyinga
rýrni enn meir en orðið er.
—Páll.
GervihnötturSnn komst
ekki á braut sína
CAPE CANAVERAL, 28. maí —
1 nóvt sem leið skaut bandariski
flotinn enn á loft Vanguard-eld-
flaug með gervihnetti, en þegar
hún var komin í 3200 kílómetra
hæð fór eldflaugin af braut sinni
og brann til agna.
Eicttiauginni var skotið upp kl.
3,46 eftir meðaltíma Greenwich.
Gervihnötturinn var 9.48 kg. að
þyngd og heyrðust hljóðmerki
frá honum á tímanum frá kl.
3,50 til 4,08. I dögun, þegar ekki
heyröist neitt frekar frá honum,
sögðu visindamennirnir að til-
raunin til að koma gervihnettin-
um á braut sína hefði misheppn-
azt.
Dr. John P. Hagen, sem er
yfirmaöur tilraunanna með
Vanguard-skeytin, sagði frétta-
mönnum nokkrum tímum eftir að
eldflauginni hafði verið skotið
Frh. á bls. 19.