Morgunblaðið - 29.05.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 29.05.1958, Síða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 29. ma! 1958 V-þýzki Jafnaðarmannaflokkurinn afneitar opinherlega allri þjóðnýtingu Í*ING vestur-þýzka Jafnaðarmannaflokksins samþykkti í síðustu viku með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hafna allri þjóðnýtingu í atvinnulífinu. Hins vegar mun flokkurinn beita sér fyrir opinberu eftirliti með stærstu framleiðslu- fyrirtækjunum til að hindra myndun auðhringa. Gömlu tillögurnar Heitar umræður urðu um þetta mál á flokksþinginu, sem haldið var í Stuttgart í síðustu viku. Eins og venjulega komu nokkrir hinna eldri manna í flokknum fram með sínar gömlu tillögur um að flokkurinn skyldi stefna að viðtækri þjóðnýtingu atvinnu- lífsins. Miðstjórn flokksins vildi forðast deilur um málið og lagði til að samþykkt yrði mjög loð- in ályktun. Ekkert læknislyf En þá kom fram helzti efna- hagsmálasérfræðingur flokks- ins, dr. Deist og flutti langa ræðu «m efnahagsmál Þýzka- lands. Hann lagði sérstaka áherzlu á það að flokkurinn yrði að varast það að hafa breitt bil milli kenninga sinna og veruleikans. Það væri stað- reynd að þýzka þjóðin hafnaði’ þjóðnýtingu og ekki að ástæðu lausu. Reynslan hefði sýnt, að þjóðnýting væri ekkert læknis lyf. Þvert á móti væri það at- vinnulifinu hollast, að sem allra mest frjálsræði ríkti. Óheppileg verkaskipting Dr. Deist var eínnig mótfall- inn þeim hugmyndum, sem kom- ið hafa fram hjá nokkrum flokks- mönnum, að verkalýðsfélögin eigi að taka að sér stjórn fram- leiðslufyrirtækja. Slíkt er regin- mistök. Slíkt leiðir í fyrsta lagi til þess að fyrirtækið mun ekki starfa með þeim hætti sem at- vinnufyrirtæki eiga að starfa og verkalýðsfélagið er farið að starfa utan síns verkahrings. Hvorugt leiðir til góðs. Það er öllum almenningi fyrir beztiu, sagði dr. Deist, að framleiðslufyrirtækin séu rekin með hagsýni. Það verð- ur bezt gert með því að þau haldist í einkaeign. Ríkisrekst ur taldi hann að myndi ætíð fyrr en varði leiða til þess, að verzlunarsamkeppnin væri Á FUNDI stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Múrarafélags Reykja víkur, 24. þ m. voru eftirfarandi ályktanir samþykktar með sam- hljóða atkvæðum: „Fundur stjórr.ar og trúnaðar- mannaráðs Múrarafélags Heykja víkur, ha’dinn 24. maí 1953, lýsir yfir fuhum stuðnin.gi við mmni- hlutaálit þeirra fulltrúa, er sæti eiga í E'fnahag.málanefnd Al- þýðusambands ís.arids, á nýaf- stöðnum fundi hennar um efna- nagsmáiatillögur rikistjór..iarin.i- ar. Sérstaka áherzlu leggur fund- urinn hins vegar á mótmæli gegn þeim stórhækkaða byggingar- kostnaði, er frumvarpið gerir ráð fyrir, án þess að nokkur svör hafi fengizt um að aukið yrði fé til útiána í íbúðarhúsabyggmg- ar. drepin niður og síðan hrakaði gæðum vörunnar. Tillögur dr. Deists samþykktar Dr. Deist skoraði á þingfull- trúa að draga sínar ályktanir af dómi reynslunnar. Það væri þýð- ingarlaust að halda lengur fram ríkisrekstri. Það fór og svo að lok um, að tillögur dr. Deist voru samþykktar með miklum at- kvæðamun. Er vestur-þýzki Jafnaðarmannaflokkurinn þannig enn einn Jafnaðarmannaflokkur- inn, sem kastar ríkisrekstrinum fyrir borð. Fundurinn telur að slíkar ráð- stafanir hljóti, áður en langur tími líður, að leiða til alvarlegs atvinnuleysis í byggingariðnað- inum, auk þess, sem enn mun aukast skortur á húsnæði til leigu og sölu, með sínum óheiila- vænlegu afleiðingum. Fundurinn skorar því eindreg- ið á ríkistjórn og Alþingi að leið- rétta framangreinda ágalla frum varpsins". „Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Múrarafélags Reykja víkur, haldinn 24. maí 1958, lýsir yfir, að hann telur varhugaverða þá samþykkt miðstjórnar Alþýðu sambands íslands, að lögleiddar verði breytingar á kaupgjalds- ákvörðunum verkalýðsfélaga, er nú hefur birzt í efnahagsmála- frumvarpi ríkistjórnarinnar". Mótmœla hœkkuðum byggingarkostnaði sbrifar úr daglega lífinu „Meira um fiskimjölsverk- smiðjuna á Kleíti. ELVAKANDI: I Morgunblaðinu 21. þessa mánaðar birtist frásögn af fundi húseigenda, sem haldinn var í Laugarásbíói 19. þ. m., þar sem fjallað var um óþef þann, er legg ur frá fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti. Ef dæma má af því sem fram kom á þessum fundi, þá virðist aðalathygli bæjarbúa og heilbrigðiseftirlitsins í þessu sambandi beinast að því, að sett verði upp fullkomm lykteyðing- artæki í verksmiðjuna. Hinu virð ist fólk ekkr hafa gert sér jafn Ijósa grein fyrir, að enda þótt lyktin hverfi, þá er verksmiðjan sjálf hin óásjálegasta, og því æskilegast að fjarlægja hana úr hinu fagra bæjarlandi og úr ná- grenni hins nýja íbúðarhverfis. í stað hennar mætti reisa hrein- legar, litlar verksmiðjubygging- ar, ef á annað borð verður gert ráð fyrir iðnaðarsvæði á þessum stað. En hvert ætti þá að flytja verk smiðjuna, svo að það sakaði ekki rekstur hennar, en þó samtimis það langt frá bænum, að bæjar- búar þyrftu ekki að amast við nálægð hennar né óþefnum frá henni? Yrði hún flutt yzt út á Seltjarnarnes, mætti búast við hörðum mótmælum úr hinum nýju íbúðarhverfum þar í ná- grenninu. En hví ekki aS flytja verksmiðj una upp i Gufunes í nágrenni Áburðarverksmiðjunnar? Er ekki sá staður ákjósanlegastur? Þar yrði hún í hæfilegri fjarlægð frá bænum, svo að starfsemi hennar yrði bæjarbúum ekki til óþæginda. Þar er líka bryggja, sem nota mætt til útskipunar á mjölinu. En hvernig yrð* þá um aðflutninga á hráefni? Eins og nú er háttað, þá virðist megnið af fiskúrgangnum vera flutt á vörubílum frá Vesturbænum og Seltjarnarnesi í gegnum miðbæ- inn austur að Kletti. Er að sjálf- sögðu mikill óþrifnaður að þessu, enda má oft rekja slóðina eftir flutningabílana. — En að flytja þennan úrgang á vörubílum alla leið upp í Gufunes? Nei, það myndi að líkindum hækka flutn- ingskostnaðinn um helming, en hann er sennilega mjög hár, eins og hann er nú (flutt eru 35.000 tonn á árij.Aftur á móti mætti einfalda þennan flutning stóruxn með því t. d. að smíða lokaða þró við Grandagarö, og flytja fiskúrganginn úr fiskverkunar- stöðvunum þangab. Úr þrónni yrði úrgaqgurinn fluttur á færi- bandi ofan í pramma, sem smíð- aður yrði sérstaklega fyrir þessa flutninga, og hráefnið síðan flutt sjóleiðina (e. t. v. daglega) í Gufunes, og skipað upp úr prammanum á færibandi beint upp í þrær verksmiðjunnar. Trúlegt er, að með slíku fyrir- komulagi yrði hráefnaflutnings- og uppskipunarkostnaðui ekki meiri en flutningurinn kostar nú með bifreiðum. Þar að auki mætti búast við, að töluverður sparn- aður hlytist af því, að byggja nýtt og hentugt húsnæði fyrir þennan rekstur, því að núver- andi húsnæði virðist bæði ófull- komið og óhentugt til starfsem- innar, sem hefur breytzt mikið frá því að verksmiðjan var byggð. Þá myndi verksmiðjan einnig geta losnað við kóstnaðinn af rekstri og smíði hinna stóru og dýru lykteyðingartækja. Yrði kostnaður við flutning og endurbyggingu verksmiðjunnar um tvær milljónir króna um- frám kostnað við smíði lykteyð- ingartækja, myndi aukinn fasta- kostnaður af þessu nema í mesta lagi 400.000 kr. á ári, ef reikn- að er með ^j% í afskriftir, vexti og viðhald. Þetta yrði svipuð upphæð og kosta myndi að starf- rækja lykteyðingartæki þeirrar tegundar, sem Gísli Halldórsson verkfræðingur lýsti á fyrrnefnd- um fundi (rúmlega 200.000 kr. olíukostnaður og tæpl. 200.000 kr. fastakostnaður á ári, — eða í báðum tilfellum um 60 krónur á hvert tonn af mjöli). Vonandi verður úrlausn þessi, sem hér hefur verið bent á, eða aðrar svipaðar vandlega at- hugaðar, áður en ákvarðanir verða teknar um framlengingu lóðarleigu verksmiðjunnar á' Kletti, og áður en ákvarðanir eru teknar um smíði stórra og dýrra lykteyðingartækja. Flutningur verksmiðjunnar upp í Gufunes eða þar í nágrennið gæti orðið sú lausn, sem allir mættu vel við una. íbúðareigandi við Kleppsveg". Happdrætti Sjálfstæðis- flokksins. JÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur efnt til happdrættis og stendur sala miðanna yfir þessa dagana. Hefur verið leitað til ýmissa flokksmanna um kaup á miðum og þeim jafnframt boðin glæsileg bifreið — ef heppnin er með. Velvakandi vill benda þeim, sem kunna að hafa fengið miða, á að gera skil niðri í Sjálfstæðis- húsi sem fyrst. Nemendur skólans, taldir frá vinstri: Einar M. Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Dóra Reyndal, Bragi Jónsson. — Ásu Jónsdóttur vantar á myndina. sjö nýir leikarar VIÐ skólaslit Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 21. þ. m. braut- skráðust 7 nemendur. Hafa þá alls 33 nemendur lokið prófi við skólann frá því að hann byrjaði Fyrstu nemendur skólans braut- skráðust 17. maí 1951. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rosinkranz, ávarpaði nemendur við þetta tækifæri. Gat hann þess, að af þeim 33 nemendum, sem brautskráðir hafa verið. hafi all- ir unnið eitthvað að leikstörfum, nema tveir. Allir þeir nemendur, sem útskrifuðust í ár, hefðu leik- ið í leiksýningum Þjóðleikhússins og meira að segja tveir nemendur leikið aðalhlutverk, Kristbjó’-g Kjeld í „Dagbók Önnu Fnnk“ og Sigríður Þorvaldsdóttii í barnaleikritinu „Fríða og Dýrið“. Þau, sem luku prófi núna voru: Ása Jónsdóttir, Bragi Jónsson, Dóra Reyndal, Einar M. Guð- mundsson, Flosi Ólafsson, Krist- björg Kjeld og Sigríður Þo,.valds dóttir. Kennarar skólans eru: Haraid- ur Björnsson, Ævar Kvaran, Klemenz Jónson, Baldvin Hall- dórsson, Sleingrímur J. Þorsteins son, Símon Jóh. Ágústsson, Hild- ur Kalman, Haraldur Adolfsspn, Benedikt Árnason og Erik Bid- sted. Rúmlega 500 börn í Skóla ísaks Jónssonar FORELDRAFUNDUR var hald- inn í skólanum 13. maí sl. Var hann fjölsóttur.Skólastjóri skýrði frá starfi og hag skólans. í skól- anum voru í vetur 522 börn á aldrinum 6—8 ára. Kennt var i 19 delldum. 10 fastir kennarar störfðu við skólann, auk skóla- stjóra og Björgvi-ns Jósteinsson- ar æfingakennara. Leikfimi var kennd í öllum deildum. Skóla- læknir og hjúkrunarkona störf- uðu nú við skólann í fyrsta sinn. Heilsufar var með lakara móti, vegna mflúenzufaraldurs. AUs starfa við skólann uip 20 manns. Varðandi hag skólans, sagði skólastjóri, að heildarkostnaður við byggingu, leikvöll, húsgogn, áhöld og bækur væri nú orðmn um 2 milljónir króna, en skuldir skólans taldi hann vera um 320 þúsund krónur. Þá sagði skólastjóri frá sjóði, sem stofnaður hefur verið við skólann. Er það Minningarsjóður Ragnheiðar Sigurbjargar ísaks- dóttur og Jóns Þorsteinssonar, foreldra ísaks Jónssonar. Þessi sjóður kemur í stað Vöggustofusjóðs, sem ísak og kona hans stofnuðu til minning- ar um móður ísaks 1943, við vöggustofu Sumargjafar, sem lögð var niður fyrir nokkrum árum. í sjóðnum eru nú um 40 þúsund krónur. Markmið sjóðs- ins er að styrkja fátæk börn til náms við skólann og kaupa kennsluáhöld og tæki fyrir 4/5 ársvaxta. Tekjur mun sjóðuriun hafa af sölu minningarspjaida og gjöfum, sem honum kunna að berast. Stjórn sjóðsins skipa fsak Jónsson, Helgi Elíasson og Magnús Stefánsson. Formaður skólanefndar, Sveinn Benediktsson, þakkaði skóia- stjóra og kennurum unnin störf og rakti tildrög þess, að sjálfseign arstofnunin Skóli ískas Jónsson- ar var stofnaður. Af foreldrum talaði Ingvar Ingvarsson og bar fram þakkir og færði skólanum gjöf. Kosnir voru í skólanefnd til næstu 4 ára: Othar Ellingsen, Sveinn Tryggvason og ísak Jóns- son. Varamenn þeirra: Pálína Jónsdóttir, Gunnlaugur Ó. Briem forstj. og Sigrún Sigurjónsdóttir. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði kjörið Aðalbjörgu Sigurðardótt- ur og Svein Benediktsson í skóla nefndina. Og er hún því þannig skipuð: Sveinn Benediktsson, for maður, Sveinn Tryggvason rit- ari, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Othar Ellingsen og Isak Jónsson. Skólinn hætti störfum 17. maí síðastliðinn. Próf höfðu íarið fram með venjulegum hætti. Prófverkefni voru frá fræðslumálaskrifstofu Reykjavíkur. * KVIKMYNDIR * „Jacinto frændi“ í Hafnarfjarðarbíói MYND þessi er spönsk og hefur hinn snjalli kvikmyndastjóri La- dislao Vajda haft leikstjórnina á hendi. Fjallar myndin um ör- snauðan og drykkfelldan náunga Jacinto að nafni, sem man nú fífil sinn fegri, því að hann hafði eitt sinn verið dáður nautalpani. — Hann hefst nú við í hrörlegum kofa, ásamt sjö ára snáða, Pepote, sem dáir mjög þennan roskna vin sinn og fylgir honum hvert sem hann fer. — Vegna misskiln- ings er Jacinto dag einn kallaður til að taka þátt í nautaati og tek ur hann boðinu, enda á hann að fá fyrir það 1500 peseta, sem er honum mikið fé. Hann verður að taka á leigu nautabanabúning, en til þess skortir hann fé. — Hefst nú baráttan fyrir því að aura saman nægilegu fé til þess að greiða með leiguna og gerist þá margt brösótt fyrir vinunum. Liggur Pepote sízt á liði sinu, enda er hann bæði hugkvæmur og bráðduglegur fjáraflamaður. — Að lokum fær Jacinto búning- inn og kemur í tæka tíð til nauta atsins. — En frammistaða hans á leikvanginum verður honum til lítils sóma. Verður það ekki rakið hér nánar. — Mynd þessi er prýðilega gerð í stíl neo-realismans, eins og við höfum oft séð hann í ítölskum myndum. Fyrir augu áhorfand- ans ber fjölbreytt götulíf og margar skrítnar manngerðir. Auk þessermyndin ágætlega leik in. Einkum er afbragðsgóður leik ur Antonio Vico í hlutverki Jacinto og Pablito Calvo í hlut- verki Pepote en hann heillaði alla með leik sínum í kvikmynd- inni „Marcelino“, sem Hafnar- fjarðarbíó sýndi hér ekki alls fyrir löngu Er óhætt að mæla með þessari ágætu mynd. Ego.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.