Morgunblaðið - 29.05.1958, Qupperneq 9
Fimmtudagur 29. maí 1958
\f n v r r’ v n r * fí l B
9
Nuverandi stjórn Félags pípnlagningameistara.
Fremri röð' Páll Magnússon gjaldk., Bergur Jónsson form. og
Hallgr. Kristjánsson ritari. Aftari röð: Sig. J. Jónasson meðstj.
og Benóný Kristjánsson v.form.
Félug pípnlugningfuneistara 30 nra
herra Dana, og forstöðumaður
Carlsbergs ölgerðarinnar 1 Kaop j
mannahöfn, ríkisþingmaður Half j
dan Hendriksen, sem rekið hefur
verzlun við ísland um tugi ára,:
skrifar í bréfi til undirritaðs í j
tilefni af afmælisdegi Ólafs John
son meðal annars á þessa leið:.
„------í 50 ár hefi ég þekkt
Ólaf Johnson, við erum jafnaldr-
ar, kunningsskapur okkar, sem í
byrjun var aðeins verzlunareðlis,
varð brátt að vináttu í orðsins
fyllsta skilningi. Vináttu, sem
varð inmiegri eftir þvi, sem
lengur leið. Bæði konan mín og
ég, álítum Olaf Johnson okkar
ailra nánasta og hjartanlegasta
vin, sem við eigum. Það liða oit
ár, sem við ekki höfum tækifæri
t.^ að hittast, sjast, eða taia sam-
an, en náið samband miili okkar,
með bréfaskriftuin, siitnar aidrei.
Alarei hefi ég kynnzt manni
með fegurri og betri eigmleikun
en Ólafs. Göfugmenni, ærlegur,
hreinn og beinn i allri sinni fram
komu. Hans „karakter er 18 kar-
at“. Ólafur er maðui ágætur,
greiðvikinn, og hjáipsamur, við
þá sem leita hans. Innilegui og
trúfastur í allri sinni framkomu. I
Þannig er Ólafur Johnson einn
meðal lands síns beztu sona.
Olafur er mikill kaupsýslumað-
ur, sem gefið hefur góðan árang-
ur. Hinn framúrskarandi dugn-
aður, ljúfmennska, ráðvendni og
orðheldni, hafa skipað honum i
fremstu röv færustu manna <» svo
mörgum sviðui. atvinnulífsins.
Því miður hefur Ólafur John-
son nú árum saman, meira og
mínna verið þjáður af sjúkdómi,
er mjög hefur tafið fyrir störfum
hans og framkvæmdum, en hann
hefur á undraverðan hátt borið
sjukdóm sinn með stillingu og
rosemd og án þess að örvænta,
eða missa jafnaðargeð sitt. En ég
ég hygg, að það hafi haft ákaf-
lega mikla þýðingu fyrir Ólaf,
að hin ágæta kona hans, hin blíða
og glaðlynda Nunna, stendur við
hlið hans, og gerir allt, sem hún
megnar til að lina sársaukann,
þegar veikin þjáir hann mest.
Þessa tvo ágætu vini konu
minnar og mín, hugsum við oft
um, og við vonum að sjá þau
við tækifæri.
Með beztu kveðju,
Sign: Halfdan Hendriksen".
Þannig farast hr. Halfdan Hend
riksen orð.
Ég tel fullvíst, að Ólafur John-
son konsúll .nuni ávallt verða
talinn meðal fremstu manna í
verzlunarstétt landsins fyrr og
síðar, og nafn hans lifi lengi með
þjóðinni.
Beztu árnaðaróskir í tilefni af-
mælisins.
Charlottenlund í maí 1958.
Matthías Þórðarson.
FYRIR 30 árum, nánar tiltekið
19. maí 1928, stofnuðu 11 starf-
andi pípulagningamenn hér í bæ
með sér félagsskap, og var stofn-
fundur þessi haldinn í samkomu-
húsinu Bárunni. Allir þeir sem
að félagsstofnun þessari stóðu
ráku sjálfstæðan atvinnurekstur
í iðninni, að unöanskildum pípu-
Þorkell Þ. Clementz
lagningamönnum þeim er unnu
við gasstöðina.
Fyrsta stjórn félagsins var
þannig skipuð: Form. Þorkell Þ.
Clementz, ritari Valdimar Árna-
son, gjaldk. Sigurður Guðmunds-
son og til vara: Loftur Bjarna-
son, Sigurgeir Jóhannsson og Sig-
urjón Fjeldsted.
Það.var mikið lán að hinn fjöl-
hæfi athafnamaður, Þ. Þ. Clem-
entz, skyldi taka að sér fyrstu for-
ustu þessa félagsskapar. Hann
var maður með víðtæka mennt-
un og kunnugur þessum málum
eftir margra ára dvöl erlendis.
Tveir menn úr fyrstu stjórn
félagsins eru látnir, þeir Loftur
Bjarnason og Þorkell Þ. Clem-
entz.
Þeir tveir menn sem lengst
hafa gegnt formannsstarfi eru
Sigvaldi Sveinbjörnsson og
Grímur Bjarnason, eða alls 6
sinnum. Af núlifandi félagsmönn-
um hefur Sigurður J. Jónasson
verið lengst í stjórn eða ails
12 ár.
Félag pípulagningameistara
hefur líkt og önnur stéttarfélög
haft sin hagsmuna- og baráttu-
mál, og þó mikið hafi áunnizt á
liðnum árum, eru ýmis vandamál
enn óleyst, en allt þokast þó í
rétta átt, t. d. hefur félagið ár-
um saman unnið að því í sam-
ráði við hlutaðeigandi aðila að
semja ákveðnar starfsreglur að
vinna eftir, og þá sérstaklega
varðandi hreinlætislagnir í íbúð-
arhúsum, en slíkar reglur hafa
ekki verið fyrir hendi til þessa.
Jafnhliða þessu, og að sjálfsögðu,
mundu þá löggiltir pípulagninga-
meistarar árita hústeikningar áð-
ur en vinna hefst og taka þá á
sig þá ábyrgð sem því fylgir
Núverandi stjórn skipa: Berg-
ur Jónsson form., Benóný Kristj-
ánsson v.form., Hallgr. Kristjáns-
son ritari, Páll Magnússon gjaldk.
og Sig. J. Jónasson meðstj.
Félagsmenn minnast afmælis-
ins með hófi í Tjarnarcafé n. k.
laugardag, 31. þ. m.
Mjög aukin farþegatala
hjá Flugfélaginu
Skrifstoíoherbsrgi óshast
3 góð skrifstofuherbergi sem næst miðbænum óskast
til leigu. Uppl. í síma 16694 og 33196.
Meistarasamband byggingamann -
íbúð óskast
Góð, fjögurra herbergja íbúð óskast til leigu. Helzt
á hitavenusvæoinu. Trygg greiosia. Sími 1 26 43.
STIJLkUR
vanar saumaskap geta fengið vinnu
VERKSMIÐJAN OTUR H.F.
Spítalastíg 10.
STÚLKA
um tvítugt reglusöm og stunavís óskast til af-
greiðslustarfa í húsgagnaverziun. Upplýsingar í
síma 11940.
Ung stúlka óskast
framtíðaratvinna. Komi til viðtals kl. 10—12.
á morgun.
Qtympi-
Laugaveg 26.
HAFNAFJÖRÐUR
Vinnuskólinn í Krísuvík
2 menn helzt kennara vantar til starfa við vinnu-
skólann í Krísuvík í sumar. Upplýsingar gefur
barnaverndarfulltrúi í síma 50285.
MERCEDES-BENZ
Óska að kaupa vel með farinn Mercedes Benz. Til-
boð, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 3. júní
merkt: „Benz — 3986“.
FYRSTU fjóra mánuði ársins
1958, gekk starfsemi Flugfelags
íslands mjög að óskum og fjölg-
aði farþegum á flugleiðum felags
ins á þeim tíma, miðað við sama
tímabil í fyrra.
Millilandaflug:
Farþegar milli Islands og út-
lanaa og milli staða erlendis,
voru fyrstu fjóra mánuði þessa
árs, 3472 en voru 2212 á sama
tíma í fyrra, Aukning er 57%.
Aukningin stafar að miklu
leyu af fjölgun farþega á flug-
leiðum félagsins milli staða er-
lendis, en farþegum þar hefir
farið sífjölgandi siðan Viscount-
flugvélarnar voru teknar x notk-
un.
Vöruflutningar milli landa juk-
ust einnig á timabilinu um 27%
og voru í ár fluttar 88 lestir á
móti 69 lestum í fyrra.
Innanlandsflug:
Þrátt fyrir óhagstæit tíðarfar
um tima í vetur og vor, hefir
orðið veruleg aukning á farþega-
flutningum innanlands, eða sem
svarar 16%.
Frá áramótum til 30. apríl s.l.
voru fluttir innanlands, 11,626
farþegar en 10,025 á sama tima
s.l. ár.
Vöruflutningar voru og með
mesta móti með ílugvéium íe-
lagsins, því að á fyrrgreindu
tímabili í ár fluttu flugvélar
þess 518 lestir innanlands, en 416
lestir á sama tíma í fyrra. Aukn-
ing í vöruflutningum innanlands
nemur 24 af hundraði.
Póstflutningar voru hins vegar
nokkru minni í ár. Flutt voru á
tímabilinu 60,824 kg., í ár en
67,150 á sama tíma í fyrra.. Rýrn-
un á póstflutningum nemur
10,4%.
Leiguf lug:
Frá árainoiuin til aprílloka
voiu fann íimmtan leigunug á
vegum félagsins.
Flestar leiguferðir voru farnar
milli íslands, Danmerkur og
Grænlands en einnig milli ís-
lands, Ítalíu og Frakklands.
Það sem af er maímánuði, hafa
verið farnar sex leiguferðir en
sjö eru fyrirhugaðar á næslumn.
Lúðrasveit Keflavik-
ur heimsækir
5hrkkishóim
STYKKISHÓLMI, 27. maí. —
Lúðrasveit Keflavíkur kom í heim
sókn til Lúðrasveitar Stykkis-
hólms sl. laugardag og dvaldist
hér yfir helgina. Er hún skipuð
20 mönnum. Formaður hennar er
Guðmundur Guðjónsson og stjórn-
andi Guðmundur Nordal. Á Hvíta
sunnudag léku ''íðar lúðrasveit-
irnar úti fyrir fjölda bæjarbúa
undir stjórn Víkings Jóhannsson-
ar og Guðmundar Nordal. Á eftir
fóru Keflvíkingarnir í boði Lúðra
sveicar Stykkishólms út í Breiða-
fjarðareyjar, en í gærkvöldi var
kaffisamsæti á hótelinu hér í
Stykkishólmi. Að skilnaði færði
Lúðrasveit Keflavíkur Lúðrasveit
Stykkishólms stóra mynd af Beet-
hoven til þess að hafa í hljóm-
skálanum, sem Lúðrasveit Stykk-
ishólms á nú í smiðum. Keflvík-
ingar héldu heim í dag eftir mjög
vel heppnaða ferð. — Fréttaritari.
COWBOY stígvél,
Hvítbotnaðir GÚMMlSKÖR,
VAÐSTlGVÉL.
Sendum póstkröfu.
HECTOR
Laugaveg 11.
Laugaveg 81.
(Jngling
vantar til blaðburoar í
Kringiumýri
JPlorgnnHn^ið
Sími 22480.