Morgunblaðið - 29.05.1958, Qupperneq 20
Þingræður
um bjargráðin. Sjá bls. 11.
íslendingar handteknir
fyrir smygl í K-hötn
EKSTRABLADET í Kaupmanna
höfn skýrir frá því, að á aðfara-
nótt annai's í hvítasunnu, hafi 3
skipverjar á Gullfossi verið hand-
teknir vegna smygls.
Segir blaðið á þá leið frá þessu
að Gullfoss hafi legið við „Asiat-
isku bryggjuna". Toliþjónn hafi
verið á varðgöngu þar um nótt-
ina. Hafi hann tekið eftir þrem
mönnum, sem voru á ferð, á leið
frá skipinu. Það vakti grunsemdir
tollþjónsins, að mennirnir voru
allir óeðlilega brjóstkassa-miklir.
Þegar tollvörðurinn sneri sér að
þeim, tóku tveir þegar til fótanna
og flúðu út í myrkrið, en þeim
þriðja tókst tollverðinum að ná.
Hafði hann troðið inn á sig 600
pökkum af sigarettum. Blaðið
segir frá því að maður þessi hafi
boðið tollverðinum 10 kr. gegn því
að sleppa sér! Hinir mennirnir
tveir sem flúðu, voru handteknir
er þeir komu aftur til skipsins.
Þeir höfðu þá selt um 1000 siga-
rettupakka á ýmsum veitingastöð
um. Síðan var gerð leit um borð
í Gullfoisi og fundust þá 400
sigarettupakkar til viðbótar, svo
tala þeirra var þá komin upp í
um 2000.
Rækjuveiðin var góð
ISAFIRÐI, 26. maí. — Hlé er nú
á rækjuveiðum hér, svo sem venja
er um þetta leyti árs. Frá því um
miðjan maí og þar til um miðjan
júlí er erfitt að fást við skelflett-
ingu rækjunnar. Frá áramótum
hefir verið jöfn og góð veiði. Frá
Isafirði stunduðu 6 bátar rækju-
veiðar í vetur. Hver bátur mátti
veiða 500 kg. á dag. Meiru gátu
verksmiðjurnar tvær ekki tekið á
móti vegna fólkseklu. Tveir menn
eru á hverjum báti og mun hlut-
urinn hjá sjómönnunum hafa ver
ið 7—9 þús. kr. á mánuði hjá
hverjum. Um 35 manns vinna í
hvorri verksmiðju, og munu hús-
mæður vera þar í miklum meiri-
hluta. Alls hafa um 90 manns at-
vinnu sína af rækjuframleiðslu
hér á staðnum. Einn bátur frá
Bolungarvík stundaði rækjuveið-
ar og lagði þar upp. Þar var rækj
an eingöngu fryst. Hér á ísafirði
er hún bæði fryst og soðin niður,
og í vetur mun meirihlutinn hafa
verið soðinn niður. Maikaður hef-
ir verið góður. Innlendur mark-
aður er smávægilegur á við hinn
erlenda. Rækjan hefir mest verið
seld til Dan^nerkur á þessu ári.
— G. K.
Frá Alþingi
DEILDARFUNDIR verða kl. 1,30
í dag. Á dagskrá eru þessi frumv.:
í efri deild: Útflutningssjóður
(2. umr.), í neðri leild: Mann-
fræðirannsóknir. Réttindi vél-
stjóra.
Hver hinna þriggja manna var
dæmdur í 600 króna sekt. Blaðið
segir að sá mannanna sem hand-
tekinn var, hafi í rauninni átt að
sleppa með 400 kr. sekt, en með
til'liti til þess að hér var um
fyrsta brot að ræða. En þar eð
hann hafi verið í þeirri trú að
hægT: væri að bera fé á tollverðina,
þá hafi tollgæzlunni þótt i'étt að
bæta við sektina 200 krónum auka
lega, og hafi tollgæzlan þó verið
í fullum rétti til að láta beita
hærri fésektum, en það réði
nokkru að maðurin hafði verið
ölvaður. Andvirði seldu sigarettu-
pakkanna, 215 krónur, urðu menn
irnir að greiða.
Tveir menn eru í
gæzluvarðhaldi
STARFSMENN rannsóknarlög-
reglunnar voru vongóðir um að
takast myndi í dag að upplýsa
peningaþjófnaðinn í málaflutnings
skrifstofu Guðjóns Hólm Sig-
valdasonar hrl., í Fjalakettinum,
sem framinn var aðfaranótt þriðju
dagsins.
1 gærkvöldi sátu tveir náungar
í „Steininum" og stóðu þá enn
yfir yfirheyrslur yfir þeim, en
báðir eru grunaðir um að hafa
framið þennan þjófnað.
Aumingja Hanna
sýnd á Eskifirði
ESKIFIRÐI, 28. maí. — 23. þ. m.
landaði Vöttur 280 lestum til
vinnslu í hraðfrystihúsunum á
Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Aust-
firðingur landaði 27. þ. m. 300
lestum á sömu stöðum.
Leikfélag Neskaupstaðar sýndi
leikritið Aumingja Hanna á ann-
an hvítasunnudag í samkomuhús-
inu Valhöll við góðar undirtekt-
ir. — Fréttaritari.
Byrjað á hœsta húsinu
í Reykjavík - 12 hœða hús
BYRJAÐ er nú á því að reisa
hæsta íbúðarhúsið í bænum. Er
hér um að ræða 12 hæða fjölbýlis
hús byggingarfélagsins Framtak í
Hálogalandshverfinu. Standa von
ir til þess að lokið verði við að
steypa það upp kringum miðjan
júní.
Þetta mikla fjölbýlishús Fram
taks, teiknuðu þeir Gunnlaugur
Halldórsson og Guðmundur Krist
insson. í því eiga að vera alls 41
íbúð, ýmist þriggja eða fjögurra
herbergja. Verða stærri íbúðirn-
ar um 100 ferm. með stórum svöl-
um mót suðri, en þriggja her-
bergja íbúðirnar verða nær 90
ferm. Húsið verður vinkillagað
Á neðstu hæð hússins verða
geymslur og íbúð húsvarðar. Síð
an koma 10 íbúðarhæðir og 12.
hæðin verður inndregin að
nokkru.
1 húsinu byggist öll umferð um
það á tveim lyftum, önnur verður
Sílamáfurinn hœttulegur
fyrstu andarungunum
FYRSTU stokkendurnar hér á
Reykjavíkurtjörn eru komnar
með unga sína út á tjörnina. Það
má búast við að þeim muni nú
fara ört fjölgandi.
Um leið og hinir smáu andar-
ungar grípa fyrstu sundtökin,
koma þeir inn á aðalhættusvæðið
meðan þeir eru að vaxa upp úr
grasi. Því er þannig varið að
svonefndur sílamáfur, sem marg-
ir ruglast á og kalla svartbak,
heldur sig á Tjörninm. Sílamáfur
er jafn hættulegur andarungun-
AÐALFUNDUR
S]álfstæðisfélagsins
„Þorsteins Ingólfssonar64
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ „Þorsteinn Ingólfsson“ í Kjósar-
>ýslu heldur aðalfund að Klebergi á Kjaiarnesi annað
kvöld klukkan 9 síðdegis.
Olafur Thors, þingmaður kjördæmisins, mun tala á
fundinum um síðustu stjórnmálaviðburöi.
Þá verða venjuleg aðalfundarstörf.
um og sjálf veiðibjallan. Þessi
leiðinlegi fugl getur sporðrennt
nokkrum ungum á dag.
Þar sem bæjaryfirvöldin eru
að reyna að efla fuglalífið á Tjórri
inni, þá verður nú þegar að hefja
skipulegar hernaðaraðgerðir gegn
sílamáfnum og hreinlega hrekja
hann í burtu með skothríð, því
ella er sú hætta yfirvofandi að
stór skörð verði höggvin í raðir
andarunganna.
Dr. Finnur Guðmundsson, sem
hefur þegar snúið sér til lögregl-
unnar með þetta mál og lagt á-
herzlu á að eigi dugi að stugga
við sílamáfnum einu sinni, held-
ur verði að gera það eins oft og
gæzlumaður fuglanna á Tjörn-
inn-i telur að þurfa þyki.
Dr. Finnur Guðmundsson sem
nú er á förum á mót fuglafræð-
inga í Finnlandi, sagði Mbl. í gær,
að stokkendur þær sem nú væru
komnar út rneð unga sína. væru
þó nokkuð á undan tímanum, mið
að við útungunartíma villtra
stokkanda. Þetta stafar af pvi
hve þær eru striðaldar.
Dr. Finnur kvaðst vona að end
urnar frá Akureyri sem fiutta
voru hingað til bæjarins sumarið
1956, myndu nú verpa í námunda
við Tjörnina. Varptími andanna
hefst nú kringum mánaðamótin.
hraðgeng en hin hæggeng. Verð-
ur önnur svo stór að hægt er að
koma sjúkrabörum fyrir í henni.
Það verður stigi í húsinu að sjálf
sögðu, en hann mun aðeins verða
notaður í neyðartilfellum og er
svo um hnútana búið að inn I
stigahúsið getur reykur ekki
komist ef eldur kæmi einhvers
staðar upp í húsinu.
í fyrra voru undirstöður húss-
ins gerðar, en grunnflötur þess er
alls 440 ferm í gær var búið að
steypa upp fyrstu hæðina og
langt komið með þá næstu. Skrið
mót eru notuð. Allmargir íbúðar-
eigendur hafa nú tekið sumar-
leyfi og nota það til þess að taka
virkan þátt í byggingarvinnunni.
Vinna flestir á nóttunni, því að
unnið er í tveim vöktum allan
sólarhringinn, og munu rúmlega
100 menn vinna við húsið á hverj
um degi þegar flest er.
Áður en byrjað var á steypu-
vinnunni hefur orðið að ljúka
margháttaðri undirbúningsvinnu
t.d. járnavinnu sem er gifurleg í
svo miklu mannvirki, efnisflutn-
ingar hverskonar hafa verið mikl
ir, enda má ekki á neinu standa
þegar steypt er upp með skrið-
mótum.
Þeir sem stjórna þessu verki í
skýjakljúfnum eru þeir Sverrir
Kjartansson og Runólfur Hall-
pjórsson
Framtak hefur nú mikinn hug
á því að byggja annað hús sams
konar þarna skammt frá, en
nokkrir skýjakjúfar fleiri munu
rísa þarna í hverfinu, t.d. hið
mikla 60 íbúða fjölbýlishús bygg
ingarfélags prentara, sem í ráði
er að byrjað verði á nú í sumar.
Járnsmiðir
EFTIRFARANDI samþykkt var
gerð samhljóða á fundi Félags
j árniðnaðarmanna föstudaginn
23. maí sl.
„Fundur í Félagi járniðnaðar-
manna haldinn 23. mai 1958, lýsir
sig samþykkan afstöðu þeirrt,
sem formaður og gjaldkeri félags
ins tóku til tillagna rikisstjórnar-
innar um aðgerðir í efnahags-
málum þjóðarinnar, er þær voru
til umræðu í efnahagsmálanefnd
og miðstjórn Alþýðusambands
íslands.
Fúndurinn telur að slíkar ráð-
stafanir í efnahagsmálum, sem
felast í frumvarpinu um útflutn-
ingssjóð, mundu leiða til frekari
verðþenslu, og augljóst er, að í
Fólk á leið til Græn-
lands veðurteppt
NÆR 60 manns, Danir og Græn-
lendingar voru veðurtepptir hér í
Reykjavík á leið til Grænlands í
gær. Hótelpláss var ekki fyrir-
liggjandi, nema fyrir lítinn hluta
hópsins.
Fólk þetta var á leiðinni til Nar
sasúakflugvallar, og kom í fyrra-
dag frá Kaupmannahöfn með Sól-
faxa, sem flytja átti það alla leið
til Grænlands. Óhagstætt flugveð
ur var við Grænland, en í gær-
kvöldi klukkan tæpl. 9.30 gat flug
vélin haldið förinni áfram til
Grænlands.
1 gærmorgun mátti sjá »11-
marga Eskimóa við Austur-
völl, konur, sumar með lítil börn
sín og stálpuð með sér. Fólkið
naut góðviðrisins. Lítill drengur
á að gizka 11 ára frá Juuliane-
haab, bæklaður á fæti, ljómaði all-
ur yfir tilhugsuninni, að nú myndi
vorið á næstu grösum heima í
Juulianehaab. Hann hafði verið
í sjúkrahúsi í Danmörku sl. vet-
ur.
Með fullfermi
HAFNARFIRÐI — Togarinn
Röðull kom af veiðum í gær, og
var talið að hann væri með um
300 tonn af ísfiski og 35 af salt-
fiski. Aflann fékk Röðull við
Grænland, og var lítil veiði
þar fyrstu dagana, en glæddist
þó nokkuð þegar leið á „túrinn“
Röðull fer aftur á veiðar fyrir
helgi. — Júní fór á veiðar í gær.
Frétzt hefur að reknetjabátai
hafi aflað vel í Grindavíkursjón-
um, svo og í Kolluálnum. — G. E.
Góðir gesfir
ísfirðinga
ÍSAFIRÐI, 26. mai. — í júlí nk.
munu Isfirðingar fagna mörgum
góðum gestum. í þeim mánuði
verða haldin hér þrjú mót eða
þing. Fyrst er þing Skógræktar-
félags íslands, 4. til 6. júlí, og er
búist við mörgum fulltrúum víðs
vegar að af landinu. Þá er lands-
þing iðnaðarmanna, 9. til 13. júlí.
Er það þing haldið hér í tilefni
af 70 ára afmæli Iðnaðarmanna-
félags Isfirðinga, en það er annað
elzta iðnaðarmannafélag hér á
landi, stofnað 1887. Að lokum er
svo vinabæjarmót 19. til 20. júlí.
Það mót munu sækja milli 20 og
30 fulltrúar frá vinabæjum ísa-
fjarðar á hinum Norðurlöndun-
um, en þeir bæir eru: Roskilde
í Danmörku, Joensuu í Finnlandi,
Tönsberg í Noregi og Linköping
í Sviþjóð.
Er ekki að efa, að ísfirðingar
verða samtaka við að prýða bæ-
inn og fegra fyrir komu gestanna,
svo að þeir, jafnt innlendir sem
erlendir, megi una sér vel hérna.
mótmœla
stað verðstöðvunarstefnu mundi
samþykkt frumvarpsins hafa , íör
með sér miklar vöruverðshækk-
anir og aukna dýrtíð, og þvi vera
fráhvarf frá þeirri stefnu sem 25.
þing A. S. í. lýsti( fylgi sínu vxð
og verkalýðshreyfingin hefði
viljað styðja áfram. — Funaur-
inn skorar því á Alþingi að vísa
frumvarpinu frá.“
AKRANESI, 28. maí. — Síldar-
bátárnir eru komnir að og fengu
reytingsafla. Bátarnir eru fimm
og höfðu frá 50 tunnum og upp í
115 tunnur á bát. Þeir fara út
jafnharðan og búið er að landa
og halda í vestur. — Oddur.