Morgunblaðið - 11.06.1958, Síða 6

Morgunblaðið - 11.06.1958, Síða 6
MORCrvjtT 4 Ð1Ð Miðvik'udagur 11. júni 1958 Ég þóttist finna að íslenzkir áhorf- endur fram skildu þaðy fór á sviði sem nu, segir Birgitte Federspiel, aðalleikkonan úr flokki Folketeatrets ÞEGAR danski leikflokkurinn frá | Áður en hún kom hér og lék Folketeatret hélt heim á leið í síðastliðinni viku, eftir að hafa sýnt hér leikritið „30 ára frestur" tvisvar sinnum fyrir fullu húsi, urðu tveir af leikurum flokksins hér eftir. Það voru þau hjónin Birgitte Federspiel og Freddy Koch. í stað þess að halda í suðurátt, í sumar og hlýju, fóru þau í þriggja daga ferð austur að Kirkjubæjarklaustri og alla leið að Núpsstað. — Þar búa tvær manneskjur einar á bæ, í allri þessari auðn, uppi undir jökli, sagði Birgitte Federspiel, þegar fréttamaður blaðsins átti tal við hana á heim- ili Sveins Kjarvals húsgagna- teiknara, en hann og Freddy Koch eru systrasynir. — Þetta fólk er alls ekki inni- lokað og þungbúið, eins og mað- ur skyldi ætla um fólk sem býr við svo hrikalega náttúru, heldur glatt og elskulegt og gestrisið. Það var reglulegt ævintýri að kynnast því, bætti frú Federspiel við, og það var hrifningarglampi í hinum stóru augum hennar, sem fræg eru orðin á kvikmynda tjaldinu. Það leið löng stund áð- ur en hún kætti að lýsa með mörgum dönskum hrósyrðum Hveragerði, Grýtu, Keldum á Rangárvölluni, Krýsuvík, „þar sem allt sýður og kraumar", volgri sundlaug austur undir Eyjafjöllum, „þar sem maður syndir undir klettavegg og jök- ullinn blasir við“, yndislegu litlu lömbunum, og þessum dásamlegu litum í fjöllunum og jarðvegin- um. Loks tókst að beina talinu að henni sjálfri. — Nú er leikárið liðið og þegar ég kem heim, þar sem þriggja ára gömul dóttir bíður okkar, setj umst við að í sumarhúsi á eyj- unni Als, sem er eins ólík Islandi og hugsazt getur. Hún er frjósöm og vel ræktuð og þar vex skóg- ur. í haust verður svo frumsýn- ing á leikritinu „30 ára frestur“ í Kaupmannahöfn, en þar var það ekki sýnt áður en við lögðum upp í leikförina til höfuðborga Norðurlanda. —- Það hefur verið ákaflega skemmtilegt og fróðlegt að leika þannig sama leikritið fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar. Hvar- vetna hefur okkur verið frábær- lega tekið, en andrúmsloftið er þó ólíkt í borgunum. — Það finnur maður vel á að fara svona frá einu landinu til annars. Hér var yndislegt að leika, og ég þóttist finna að áhorf endur skildu það sem fram fór. íslendingar eru alls ekki innilok- aðri eða hlédrægari en hinar Norðurlandaþjóðirnar, þvert á móti. Birgitte Federspiel er ein af fremstu leikkonum Dana. Þeim til fróðleiks, sem hafa verið að velta aldri hennar fyrir sér, á víxl í gervi 18 ára unglingsstúlku og þrítugrar fullþroska konu, skal það tekið fram að hún er fædd árið 1925. Eftir að hafa gengið í leikskóla í Frederiksberg, lék hún sitt fyrsta hlutverk á Allé Scenen árið 1945. Næstu tvö ár lék hún í Odense Teateí, en var þá ráðin til Folketeatret og hef-ur verið ein aðalleikkona þess síðan. Þar hefur hún haft fjölmörg stór hlutverk á hendi. Á síðasta leíkári lék hún til dæmist í leik- riti Rattigans, „Separate Tables“. Auk þess hefur hún síðan 1942 leikið í mörgum kvikmyndum, nú síðast hlutverk Esterar í „Konu ofaukið“. a sviði Þjóðleikhússins, var hún ósigldum íslendingum helzt kunn „Ef hárið á mér lítur hræðilega út, þá er það hveravatninu ykkar að kenna. Ég hef verið að synda í því“, sagði Birgitte Federspiel, um leið og hún vafði nýjum íslenzkum ullar- trefli um hálsinn á sér og stillti sér upp fyrir framan Ijósmynd- arann. af leik sínum í kvikmyndinni Orðið, sem Carl Dreyer gerði eft- ir leikriti Kajs Munks, og sýnd var í Hafnarfirði. Þeir sem sáu þá mynd, munu seint gleyma henni í atriðinu, þar sem Inger deyr af barnsförum. í þeirri mynd lék líka faðir hennar, leikarinn Ejnar Federspiel. Hann lék hvítasunnu- safnaðarmanninn. — Já, þá lék ég undir stjórn Dreyers, segir Birgitte Feder- spiel. Hann er alþjóðlegt nafn og á engan sinn líka. Hann get- ur aldrei sætt sig við að slaka á kröfunúm. Fyrst hugsar hann um efnið í mörg ár, og síðan byggir hann upp allt umhverfið. Þegar hhnn tók Orðið, hafði hann allan bóndabæinn tilbúinn áður en byrj að var, svo hægt var að ganga úr einu, herbergi í annað. Hann tók ekki í einu öll atriðin, sem fram áttu að fara á sama stað og útbjó svo nýtt svið, eins og aðrir stjórnendur gera. Suma dagana var kannski ekkert kvik- myndað, og síðan voru teknir langir kaflar í einu. Dreyer skapaði í kringum sig andrúms- loft, sem létt var að vinna í. — Nei, ég á ekkert eftirlætis- I hlutverk, sem ég þrái að leika. Ég er þeirrar skoðunar að leik- ari eigi aðeins að hugsa um að vinna úr þeim hlutverkum, sem hann fær. Og ég þarf ekki að kvarta. Ég hef fengið góð hlut- verk. Nú snýr Birgitte Federspiel sér að stóru málverki eftir Kjarval, sem hangir á veggnum. Þetta er málverkið sem prýðir kápuna á Kjarvalsmyndabókinni, og nú er nýkomið til landsins, úr dánarbúi frú Tove Kjarval. Seinna meir á það að fara á fyrirhugað Kjar- valssafn. — Málverk Kjarvals eru stór- kostleg, segir frú Federspil. Ég hugsa að ég hafi verið ennþá fær- ari um að njóta íslenzkrar nátt- úru af því ég hef kynnzt mynd- unum hans. Við hjónin eigum sjálf lítið málverk eftir Kjarval. Og nú er hún aftur farin að tala um ísland og íslenzka náttúru, og það er engin ástæða til að endur- taka þau ummæli hennar fyrir ís- lenzka lesendur. E. Pá. * Islandsmót'** í bridge; 4 sveitir /afnar með 7 stig 3 nœstar með 6 stig 1 FIMMTU umferð þéttist topp- urinn ennþá meir, því að nú eru fjórar sveitir efstar og jafnar með 7 stig og 3 sveitir næstar með 6 stig. Má segja að skammt sé stórra högga á milli, þar sem sveit Halls sem var efsta sveit fyrir umferðina tapaði með 76 stigum fyrir sveit Ásbjarnar. Annars urðu úrslitin þessi í um- ferðinni: Ásbjörn vann Hall 99:23 st. Eysteinn vann Sigurbj. 87:38 — Ásta vann Ragnar 56:47 — Hörður vann Hólmar 45:30 — Oli vann Eggrúnu 70:40-- Jón vann Karl 65:33 — Hjalti jafnt Árna M. 54:50 — 1 dag verða spilaðar 2 umferðir og hefst sú fyrri kl. 2 og hin síð- ari kl. 8,30. Spilað er í Sjómanna- skólanum. ★ • ★ ,Að endingu kemur hér eitt spil úr mótinu og sýnir það bezt hörkuna sem ríkir í keppninni. Þetta var í leiknum milli Árna og Ásbjarnar. Norður gefur N-’S á hættu 10 6 2 10 9 4 3 G 10 7 Á K 9 K G 8 Á D 7 Ekkert 10 7 6 5 4 3 2 Norður opnaði á 3 tíglum (Jóhann Jónsson) og Austur (Sigurhj. Péturss.) spurði þá Suður (Zóphonías Pétursson) hvað þessi sögn merkti. Suður svaraði að þetta væri „Stayman“ þriggja lita opnun. shrifar úr i daglega lífinu j „ A kureyri 4/6 1958. Kæri Velvakandi. Nú hefi ég setið á mér í allan vetur með að skrifa þetta bréf, en ég get það ekki lengur. Auð- vitað er það tónlistin í útvarpinu, sem veldur þessu. Að upp úr skyldi sjóða í dag, kom til af því, að þátturinn „Við vinnuna“ féll að mestu mður, enda þótt útvarpi frá þingslitum væri lokið kl. 13.40. Svona smásmuguheit eru út- varpinu til hreinnar skammar. Þó varð þetta nú aðeins til að ýta undir aðalástæðuna, en hún er miðdegisútvarpið. Fyrst þegar miðdegisútvarpið hófst kl. 3, var sá siður að hafa létt lög fram að fréttum. Brátt var farið að lauma öðru þar saman við, unz þetta snerist alveg við og rúmlega það. því eitt til tvö komu eftir fréttir! Nú er það svo, að á flestum vinnustöðum eru útvörp óg óneit anlega væri gaman að geta haft létta tónlist frá kl. 15—1G,30. — Kaffitíminn er á flestum stöðum kl. 15,30, og þar af leiðandi verð- ur fólkið að hlusta á þau lög, sem flestum þykir hundleiðinleg. Þetta er sá hluti dagsins, sem mest þörf væri á uppörvandi tón- list, og því spyr ég: Er nokkur sanngirni í því að alþjóð þurfi að hlusta á þau lög á þessum tíma, sem sárafáii; hafa ánægju af? Ofstækisfullir klassikunnendur ætla vitlausir að verða, ef leikið er eitthvað annað en þeirra tón- list, og kalla allt jass, jafnvel drepleiðinlegustu dægurlög, án þess að hafa hugmynd um, um hvað þeir eru að tala. Nú er það svo, að margir klassikunnendur hafa gaman af að hlýða á jass og dægurlög leikin af fáum mönn um, en er aftur meinilla við stor- ar hljóms-.'eitir, og er það ekki nema eðlilegt. Nú lan^ar mig til að koma með tillögu þess efnis að leikin séu saman létt klassisk lög, marsar, rúmbur, sömbur, dans- og da-g- urlög og jass. Þannig mætti skapa létta stemningu yfir miðdegis- tónlistinni, um leið og öllum væri gert jafnt. — Tormeltari lög mætti svo leika á öðrum tím- um dagskrárinnar. Þannig væri sköpuð margfalt meiri fjöl- breytni, en þegar vitað er, hvernig næsta lag verður. Vel- vakandi góður. Ég vona, að þú sért mér sammála í þessu máli og komir þessu á framfæri hið fyrsta. Fjölskyldufaðir“. Aths. Velvakanda.: Æ, ég veit ekki. Að loknu hádegisútvarpi á miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum eru sérstakir þættir með mjög léttri tóniist, sams kon ar tónlist er aðaluppistaðan í „laugardagslögunum" og reyndar í suinum sunnudagsþáttunum líka. Og svo er það morgunút- varpið og hádegisútvarpið og hluti miðdegisútvarpsins undir- lagður. En hvernig væri að flytja eitthvað af óskalagaþáttunum yfir á miðdegisútvarpstímann? Verkefni á landsprófi. VELVAKANDI hefur gert nokk uð af því að birta til gam- ans verkefni úr ýmsum prófum, sem haldin hafa verið í vor. Á skrifborði hans eru verkefnin, sem lögð voru fyrir landsprófs- börn, en hmum regiulegu lands- prófum íauk fyrir nokkru. Er aðeins eftir að prófa nokkur bórn, sem gáiu ekki komið í próf f/rr vegna veikinda. Hér ei u verkefnin í íslenzkum stíl (velja átti eitt verxefni, og ritgerðina skyldi skrifa á 2Vz klst.)': 1) Mann’ýsing 2) Hvaða ípróttir erj æskunni gagniegastar? 3) Vélvæðing atvínnuvegar.na. K Nú fór illa. Ú hefur farið heldur illa fyrir Velvakanda. Hann augiýsti í gær eftir silfurkeðju, sem ferm ingarstúlka glataði fyrir nokkru, og kvaðst geta benf þeim, sem fundið hefðu slíkan grip, á telp- una. Erv nú er komið í ljós, að Velvakandi hefur sjálfur týnt minnisblaðinu, sem hann hafði skrifað á símanúmer hennar, sennilega hefur því verið fleygt með öðrum blöðum, þegar Vel- vakandi varð altekinn tiltektar- æði og kastaði nokkrum körfum af pappír í fyrradag. Og þess vegna verður hann að biðja telp- una að hafa samband við sig aft- Þetta svar sætti Austur sig ekki við og var keppn-sstjóri kvaddur til að kveða upp úrskurð hvort þetta svar væri fullnægjandi, en hann kvað það ekki vera. Suður upplýsti þá að sögnin merkti að opnari ætti góðan tígul lit og máske innxomu með hjálp sinna spila í öðrum lit, en þó þyrfti það ekki að vera. Austur sagði síðan pass og Suður 3 grönd. Vestur ( Árni M. Jónsson) pass og Norður og Austur pass. Útspil var laufa kóngur og þeg ar Vestur sá borðið. sá hann að spilarinn átti 7 slagi á tígul og eina vonin til að hnekkja spilinu væri að fá sína slagi strax og til þess að svo mætti verða var, að spilarinn stöðvat. ekki laufið og frekar hafði laufa gosinn frá félaga örvandi áhrií en hitt. Hann spilaði því út laufa ás og n . kallaði félagi í spaða með því að láta 9 í. Vestur spilaði því spaða sem Vestur tók á ás og spilaði meiri spaða lét gosann og hann hélt slagnum. Eftir það tók hann 5 slagi á lauf og spaða kónginn, lét síðan út litla hjarta spilið átti tvo síð- ustu slagina á ás og drottningu í hjarta. Það var alveg sama hvað vörnin gerði eftir 2 laufa útspil íbj í, sem er réttasta t. _>ilið. Spilarinn í Austur verður alltaf í kastþröng eftir það og á enga vörn. Hjarta útspíl hefði hnexkt spilinu. En harkan í sögninni er með fá- dæmum og að spilið skuli v.nnast með aðeins 16 (Vínarpant > i Suðri og þá hendi fékk ham, 9 slagi sýnir að bridge er magnaður i— þeir keppnis- bridge verða að hafa stáltaugar. Ný legund leirmuna í Sýningarsalnum í FYRRADAG skoðuðu frétta- menn leirmuni frá nýrri leirbrennslu, en þeir munu fyrst um sinn verða til sýnis og sölu í Sýningarsalnum í Ingólfsstræti. Munirnir eru gerðir af Ragnari Kjartanssyni. Fyrirtæki hans nefnist Leirbrennslan Glit og er til húsa á Óðinsgötu 13. Ragnar hefur lengi fengizt við leirbrennslu, var m. a. einn af eigendum Funa, og kemur nú fram með nýja aðferð við skreyt- ingu leirmuna. Hann hefur unn- Kjartaiissuit ið að tilraunum á þessu sviði síð- an í febrúar í vetur og er búinn að finna sex nothæfar brennslu- aðferðir. Hann notar mest „mattan“ gler- ung, þó einnig séu þarna innan um munir með mismunandi gljáa. Mynsturskreytingin liggur ekki aðeins ofan á, heldur gengur hun líka ofan í leirinn. Allir munirn- ir frá Leirbrennslunni Glit veröa „módelgripir" — ekki framleidd- ur nema einn af hverri tegund. Ragnar tjáði fréttamönnum, að fyrst um sinn mundi hann aðeins hafa framleiðslu sína til sýnis og sölu í Sýningarsainum, sem er opinn alla daga frá kl. 13—22, en hann hefði hugsað sér að leggja mesta áherzlu á að koma mununum á erlendar sýningar og erlendan markað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.