Morgunblaðið - 11.06.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 11.06.1958, Síða 16
I fáum orðum sagf Sjá bls. 9. Fréttir frá Ægi : Allt líf í sjónum seinna til í ár en í tyrra DAVÍÐ Ólafsson, fiskimálastjóri, skýrði blaðinu svo frá í gær- kvöldi, að borizt hefði skeyti frá Ingvari Hallgrímssyni, leiðang- urrsstjóra á Ægi. Skipsmenn hafa undanfarna daga athugað svæðið milli Siglu- fjarðar og Langaness, allt norður á 69° 16' nbr. Nyrzt á svæðinu varð vart við töluvert magn af pólsævarátu. Nær landi var frem ur lítið af rauðátu, en hins vegar talsvert af ljósátu. Þörungagróð- ur er mjög mikill, sérstaklega ut- an landgrunnsins. — Óverulegar síldarlóðningar voru á öllu svæð- inu. Hitastigið mældist um 2° lægra á miðsvæðinu en var á sama tíma í fyrra, en sá mis- munur minnkar, þegar austar dregur. Yfirleitt virðist allt líf í sjónum vera mun seinna á.ferð- inni en í fyrra. Ægir fer nú um svæðið norð- austur af landinu. — Fréttir hafa borizt af norskum sildveiði- skipum á þessum slóðum. Þau munu hafa lóðað lítið af síld og ekkert veitt enn. Síldraleitarbáturinn Rán leitar á vestursvæðinu, og stjórnar Ingvar Pálmason, skipstjóri, bátnum. Reknet hafa verið lögð í lóðningar á Strandagrunni, en ekkert fengizt. Báturinn var í gær í Reykjarfjarðarál. Báts- verjar hafa ekki séð neina síld vaða, en orðið hennar varir með mælitækjum. Norsk skip í vest- ursvæðinu munu ekki heldur hafa fengið neina síld. Happdrætti SjálfstœÖisflokksins Drcetti fresfað til 24. juní EINS og frá var sagt í blaðinu í gær, átti að draga í happdrætti Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, en sökum þess, að ekki hafa enn borizt skil frá öllum umboðs- mönnum úti á landi, reyndist óhjákvæmilegt að fresta drætti um sinn. Sá frestur er þó mjög Aðeins fjórir úti AKRANESI 9. maí. — Aðeins fjórir reknetabátar voru úti í nótt. Hafa þeir litla eða enga síld fengið, því enginn kom inn. Eru nú flestir að hætta é rek- netum og leggja kapp á að undir- búa bátana undir síldarvertíðina fyrir norðan. Munu um 17 bátar fara norður. Hingað kom togarinn Bjarni Ólafsson í dag af Grænlandsmið- um, með rúmar 200 lestir fisks. Mikið af aflanum er þorskur. — Oddur. Álíka mörg síld- veiðiskip i ar GERT er ráð fyrir að tala ís- lenzkra síldarskipa á komandi vertíð muni verða mjög svipuð því sem hún var 1 fyrra, en þá munu flest hafa verið að veið- um 234. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsmálaráðuneytinu hafa nú verið veitt veiðileyfi til 134 skipa. Meðal þeirra er aðeins einn togari, Þorsteinn þorskabít- ur, sem mun vera í þann veginn að halda til síldveiðanna. BreiðfirÖingafélagið skemmtir öldungum Á UPPSTIGNINGARDAG sl. hélt Breiðfirðingafélagið í Reykja vík öldruðum Breiðfirðingum hér hóf í Breiðfirðingabúð, en þetta hefur tíðkazt hjá félaginu árum saman. Þarna er alltaf stutt guðs- þjónusta, söngur, gamanleikir og kvikmyndasýning. Sú nýbreytni var tekin upp sl. ár að félags- konur sjá um allar veitingar. Er eldra fólkið mjög þakklátt félags- konum og félaginu í heild fyrir þessa ánægjulegu samverustund. Efst til vinstri Sigurhjörtur Pétursson í sveit Ar na M. Jónssonar, með spilin, en Þórður Elíasson, í sveit Hjalta Elíassonar, fylgist með. — Efst tii hægri: Stefán Stefánsson heldur á „kortunum“, en sveitarforinginn, Hörður Þórðarson, horfir á ásamt Mikael Jónssyni frá Akureyri. — Neðst til vinstri: Óli Kristinsson frá Húsavík segir „spilið stendur", og Vigdís Guðjónsdóttir í íslandssveit kvenna, athugar hvort rétt sé. Louisa Þórðarson fylgist með. — Neðst til hægri: Jóhann Jóhanns- son í sveit Asbjarnar Jónssonar í útspili. Áhorfendur: Guðm. Kr. Sigurðsson og Petrína Færseth. Fundur út at síldarsamn- ingunum sennilega í dag Sáttasemjari ríkisins fjallar nú um skammur, eða aðeins tvær vikur og verður dregið á Jónsmessu, hinn 24. þ. m. Mönnum gefst því enn um sinn kostur á að tryggja sér miða í happdrættinu. — Jafnframt er þeim mönnum, sem enn hafa ekki gert skil, vinsamlega bent á, að draga það ekki lengur, held ur skila heimsendum miðum eða andvirði þeirra í skrifstofu happ- drættisins í Sjálfstæðishúsinu strax í dag. Hæslu vinningarnir í sama umboði TVEIR kæstu vinningarnir í 7. flokki Háskólahappdrættisins, er dregið var í í gær, komu upp á heilmiða og hálfmiða. Hér var um að ræða 100.000 kr. vinning, sem kom á heilmiða nr. 29505, en 50.000 kr. vinningurinn kom á %-miða nr. 28157. — Báðir þess- ir miðar eru í sama umboði hér í Reykjavík, hjá Guðrúnu Ólafs- dóttur og Jóni Arnórssyni. 10.000 kr. vinningarnir komu á númer 3777 14898 20545 25191 34778 og 34899. 5.000 kr. vinningarnir komu á miða númer 2436 4273 6874 16548 19262 30265 36696 og 38943. 5 vinnudeilur FRÉTTAMAÐUR frá Morgunbl. átti í gær tal við Torfa Hjartar- son, sáttasemjara ríkisins, og spurðist um samningaumleitanir í deilunni milli sjómanna á síldar flotanum og útgerðarmanna. Sáttasemjari kvaðst ekki hafaboð að til fundar í gær, en bjóst við, að fundur yrði í dag. Hér er um að ræða viðræður milli Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna og fulltrúa stéttarsamtaka sjó- manna um land allt, þó ekki sjó- mannasamtakanna á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Fuiltrúar félaganna eru nú flestir komnir til Reykjavíkur. Sáttasemjari hefur auk þessa til meðferðar deilur vinnuveit- enda og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, klæðskerasveina- félagsins Skjaldborgar, prentara- félagsins og bókbindarafélgsins. Enn hafa ekki verið haldnir fund ir vegna væntanlegra samninga tveggja síðastgreindu félaganna. Nælurfrosf á Sauðárkróki FRÉTTARITARI Mbl. á Sauðár- króki símaði Mbl. í gær að tvær undanfarnar *ætur hefðu verið næturfrost í Skagafirði. Hægt miðar vorinu, sagði fréttaritar- inn, og eru tún entu lítið farin að grænka og úthagi enn grár og gróðurlaus. Ekki hefur komið dropi úr lofti þar í margar vikur. Styrkir til vísinda- náms BANDARÍSKA stofnunm Nati- onal Academy of Sciences hefur boðizt til að veita íslendingi styrk til tveggja ára vísindanáms og rannsóknastarfa í Bandaríkj- unum. Styrkurinn nemuf 10.50 doll- urum á dag. Auk þess greiðir stofnunin ferðakostnað milli landa fyrir styrkþega og fjöl- skyldu hans, ennfremur greiðist einn dollari á dag fyrir hvern fjölskyldumeðlim (þó eigi fyrir fleiri en eiginkonu og þrjú ófjár- ráða börn). Umsækjendur þurfa helzt að hafa lokið doktorsprófi eða að minnsta kosti að vera færir um að geta starfað sjálfstætt að vís- indalegum rannsóknum. Nægileg enskukunnátta er nauðsynleg. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að sækja um styrk þennan, vitji umsóknareyðublaða í mennta- málaráðuneytið. Umsóknir skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 15. júlí næstkomandi. (Frá menntamálaráðuneytinu) 20 manna leiöangur á Vatnajökli EINS og skýrt hefur verið frá í Mbl., fór allstór leiðangur á Vatnajökul um helgina á vegum Jöklárannsóknafélagsins. Tíðinda maður blaðsins átti í gær tal við Jón Eyþórsson veðurfræðing, sem fór með leiðangrinum alit-ausrur í Jökulheima. Sagði hann, að á jöklinum væru 20 menn, þeirra á meðal dr. Sigurður Þórarins- son, Baldur Jónsson landmælinga maður og 3 aðstoðarmenn þeirra svo og þeir Guðmundur Jónasson, Sigurður Wáge og fleiri kunnir ferðamenn. Jökulfararnir komu til Gríms- fjalls árla dags á mánudag og þar munu þeir dr. Sigurður, Baldur og aðstoðarmenn þeirra dveljast í skála Jöklarannsóknar félagsins fram að næstu helgi. Mun Baldur m. a. mæla hæð yfir- borðs Grímsvatna, svo og hæð nokkurra klettanefja og fjalls- tinda, sem síðar má nota tii að miða yfirborðið við. Hæðin á Eystri Svínahnjúk, hæsta tindi Grímsfjalls, var mæld af dönsk- um mælingamönnum 1956, en hæð hinna punktanna hefur ekki verið ákvörðuð nákvæmlega til þessa. Mælingarnar á yfirborði Grímsvatna hafa sem kunnugt er mikla þýðingu í sambandi við spár varðandi jökulhlaup og gos á þessu svæði. Þeir 15 menn aðrir, sem nú eru á jöklinum, munu ferðast eitt- hvað um á snjóbílum, en þeir eru alls 3 í leiðangrinum. Er búizt við, að farið verði á Öræfajökul og til Esjufjalla. Leiðangrar sem þessi hafa ver- ið farnir árlega að undanfórnu. Hafa þeir verulega vísindalega þýðingu, en auk þess hafa ail- margir fengið sjaldgæft tækifæri til skemmtiferða um Vatnajókul. Hlíf krefst 15% grunn kaupshcekkunar BLAÐIÐ Hjálmur, sem gefið er út af verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði, hefur nýlega verið borið á vinnustaði þar í bænum. I blaðinu er- birtar tillögur félags- ins um breytingar á samningi við vinnuveitendur, en honum var sagt upi frá 1. júní sl. eins og fjöidamorgum öðrum kjarasamn- ingum. Tillögur Hlífar eru í mörgum liðum, en þetta eru helztu atriði þeirra: Grunnkaup allt hækk' uni 15% (þ.e. um 10% fyrir utan þá 5% hækkun, sem ákveðin var í nýsett- um lögum um útflutningssjóð o. fl.). Á laugardögum og öðrum dög- um fyrir h ,idaga hefjist helgi- dagavinna strax að lókinni dag- vinnu. Tímakaupsmaður, sem hefur unnið hjá vinnuveitenda í 6 mán- uði og allt að 12 mánuðum, eigi rétt á að fá greitt fyrir allt að 7 veikindadaga (nú er þessum mönn um ekki greitt fyrir veikindadaga, e hins vegar fyrir allt að 7 daga, sem þei_ eru forfallaðir vegna slysa). Tímakaupsmenn í fastavinnu verði ráðnir á fast vikukaup. Atvinurekendur borgi sem svar ar 1% af greiddum vinnulaunum verkamanna í félagsheiniiiissjóð Hlífar. Þá sé haldið eftir % af launum verkamanna, og það einn- ig látið renna til sjóðsins. Nú greiða hvorki atvinnurekendur né verkamenn i sjóðinn með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.