Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 2
2 MORcrmnr 4ðið Föstudagur 27. júní 1959 Nóbelshöfundum boðið að kynna sér ástandið í Alsír Engar pyndingar síðan de Gaulle fór til landsins PARÍS, 26. júní. — Áður hefur verið skýrt frá því í fréttum, að stjórn de Gaulles hafi boðið þremur frönsk- um Nóbelshöf- undum að fara til A 1 s í r og kynna sér, hvað hæft sé í því að franski herinn þar hafi pyndað fanga sína. Hef- ur því oft verið haldið fram bæði munnlega og í bókum (a. m. k. ein slík bók hefur verið bönnuð í Frakklandi). Upplýsingamálaráðherra í stjórn de Gaulles, Andre Malraux (sem oft hefur verið nefndur í samb. við Nóbelsverðlaun í bók- menntum, enda einn kunnasti rithöfundur og listfræðingur, Frakka), skýrði frá þessari á- kvörðun. Hann sagði, að rithöfundar þeir, sem boðið hefði verið til Alsír, væru A 1 b e r t Camus, Franco- is Maurias og Roger Martin du Gard (sem fékk Nóbelsverðlaun Mauriac 1937). Malraux sagði, að franska stjórnin vildi með þessu sýna mönnum fram á, að ekki væri um pyndingar að ræða í Alsír, enda væri stjórn de Gaulles al- gjörlega mótfall- in því, að gripið væri til þeirra vopna í barátt- unni við upp- reisnarmenn. Þó má bæta þyí við að ummæli Mal raux áttu að- eins við ástandið í Alsír ®ftir að de Gaulle kom þangað í júní- byrjun. Hvort franski herinn hefði pyndað fanga áður, vildi hann ekkert um segja. Camus Afskipti Riísso nf málum Líban- ons brjóta í bág við Iög S. Þ., segir Chamoun forseti í útvarpsviðtali Stór lúða á Reykjavík- urmarkað tekin í Fiskhöllinni í gær, áður en farið var að búta lúðuna nið- í GÆRMORG UN kom hingað til Reykjavíkur vélbáturinn Bára frá Vestmannaeyjum, en bátur- inn var á veiðum suður á Selvogs banka og við Eldey. Hann veiddi þessa feiknstóru lúðu. Báturinn ur. báturinn lagði allar lúðurnar upp hjá, sagði, að þær hefðu all- ar verið rifnar út samstundis. Einnig var báturinn með þó nokk uð af skötu. Steingrímur kvaðst einu sinni hafa fengið 340 kg. lúðu, „svo maður hefur séð þær Róðrar trillubáta á Akranesi AKRANESI, 26. júní. — Sjö trillubátar róa héðan með línu og hafa fiskað frá 500—700 kg á bát. Afli þeirra hefur tregast síðr ustu dagana, vegna þess að háf- urinn er kominn á miðin, en hann er vopnaður frá náttúrunn- ar hendi hvössum hornum, sem hann beitir óspart. Af því er háfurinn hinn mesti friðarspillir í fiskinetunum. Tveir trillubátar róa með handfæri. Annar þeirra, Már, fiskaði 2000 kg á. mánudaginn. Hinn, Sævar, 1500 kg. í fyrradag. Nýlega lét vélbáturinn Fram reka fyrir síldarnetum tvær næt ur. Fyrri nóttina fékk hann 35 tunnur, en hina nóttina 30 tunn- ur. — Oddur. Grasspretta léleg í Vatnsdal HOFI, Vatnsdal — Eftir hið kalda og þurrviðrasama vor eru slærn- ar horfur um grassprettu á harð- velli. Tún voru beitt með mesta móti í vor, því að úthagi greri seint. Var því sauðfé beitt á tún- in fram yfir maílok. Óvanalega mikið af ám var tvílembt og lambahöld yfirleitt góð. Töluvert eru tún og engjar skemmd af kali, einkum nýræktir. Sláttur mun eigi byrja almennt fyrr en að nokkrum tíma llðnum. Þó verður liklega byrjað að slá á beztu túnum í næstu viku. — Ágúst. BEIRUT, 26. júní — í útvarps viðtali í kvöld sagði Chamoun forseti Líbanons m. a., að ekki væri ástæða til að óttast, að ástandið í landinu mundi versna næstu tvo sólarhringa. Forsetinn ræddi við frétta mann bandarísku útvarpsstöðvar- innar CBS og bætti því við, að ef ástandið versnaði, mundi Líbanonsstjórn leita til öryggis- ráðsins um aðstoð. — Frétta- menn benda á, að fersetinn hafi sagt í gær, að hana byggist við, að uppreisnarmenn mundu láta til skarar skríða gegn hersveit- um stjórnarinnar á næstu 48 klukkustundum. — 1 kvöld sagði hann, að ef S. Þ. eða hersveitir stjórnarinnar gætu komið í veg fyrir, að vopnum væri smyglað inn í landið, mundi stjórnarher- inn geta upprætt uppreisnar- menn án aðstoðar. Þá sagði forsetinn, að deilurn- ar í Líbanon væru ekki aðeins innanríkismál landsins og spurn ing um það, hvort það héldi sjálf- stæði sínu. Hér væri miklu meira í húfi — eða friður í öllum lönd- um við austanvert Miðjarðarhaf. Þess vepna væri það heilög skylda lýðræðisríkjanna að standa vörð um sjálfstæði Líban- ons og reka óvini þ_ss af hönd- um sér. Þá sagði forsetinn enn- fremur, að ef senda ætti herlið frá S. Þ. til landsins væri bezt að það kæmi frá hlutlausum smáríkjum. Aðsparður kvaðst hann ekki gera ráð fyrir því, að Rússar gripu í taumana, þótt Vesturveldin væru beðin um að aðstoða Líbanonsstjórn. Ef Rúss ar sendu heriið til Iandsins, yrði það í algjöru trássi »ið lög og reglur S. Þ., sagði forsetinn enn- fremur. Uppreisnarmenn vígdjarfir Foringi uppreisnarmanna, Sam Salem, sagði í samtali við fretta- mann Retuers í kvöld, að menn hans mundu ekki hætta barattu sinni fyrr en Chamoun forseti hefði sagt af sér. Hann bætti bví við, að það væri krafa uppreisn armanna, að forsetir.n færi þeg- ar frá — og ekki kæmi til mála, að hann sæti fram vfir forseta kosningarnar, sem íram eiga að fara í júlí. Þá mundi hann hafa í frammi kosningasvik, sagði Salem. Loks gat hann þess, að uppreisnarmenn í Líbanon mundu samræma aðgerðir sínar og setja herafla sinn undir sam- eiginlega stjórn. í dag kom Hamarskjöld aftur til Bandaríkjanna frá löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. — Hann kvaðst vona, að unnt yrði að leysa deiluna í Líbanon án þess að senda þyrfti erlendar hersveitir til landsins. Sukarno sígraði JAKARTA, 26. júní — Nú má heita, að borgarastyrjöldinni í Indónesíu sé lokið með sigri Sukarno-stjórnarinnar. Her- sveitir stjórnarinnar tóku höfuðvígi uppreisnarmanna á norðurhluta Ceiebes í dag (Menado). var með haukalóð og veiddi hvorki meira né minna en 56 lúður og voru sumar þeirra allt að því eins stórar og þessi. Hún vó 270 kg áður en búið var að taka innan úr henni, en að því loknu og þannig er hún á mynd- inni, vó hún 214 kg. Steingrím- ur Magnússon í Fiskhöllinni, sem stærri en þessa“, sagði þessi gam alkunni og þaulreyndi fisksali, sem að öðru leyti sagði það helzt tíðinda af fisksölunni um þessar mundir, að þar væri við mikla og margháttaða örðugleika að etja. Bæði mennirnir og fiskur- inn eiga þar sök á. — Myndin er NÝJU-DELHI, 25. júní. Reuter. — Indverjar munu fá 20 millj. dala lán hjá Bandaríkjunum til að leggja járnbraut frá járnnám- unum í Austur-Indlandi til hafn- arborgarinnar Vizagapatnan á austurströndinni. Er hér um 100 mílna vegalengd að ræða. Rœtt um landhelgina i danska sjonvarpmu KAUPMANNAHÖFN, 22. júní — í sjónvarpsfyrirlestri, sem nefn- ist „Panorama“ og fjallar um mikilvæg alheimsmál, hélt mag. art. John Danstrup s. 1. föstu- dag ræðu um 12 mílna land- helgina, tildrög að þeirri breyt- ingu, sem íslendingar hafa verið knúðir til að gera og afleiðingar fyrir aðrar fiskiþjóðir. Það hafði sannast, sagði hann, þegar fyrir 1930 að fiskimiðin við ísland voru í hættu vegna aukinna veiða erlendra skipa. Þegar togara- veiðar tóku yfir mestan hluta veiðinnar varð að finna leiðir til þess að varðveita atvinnuvegi landa, sem algjörlega grundvöll- uðu afkomu sína á fiskveiðum á eigin miðum. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum eftir síð- ustu heimsstyrjöld að ísland færði út fiskveiðilandhelgina frá 3 í 4 mílur og kom brátt á dag- inn að þessi aukning var ekki nægileg. Síðasta aukningin, úr 4 upp í 12 mílur var þess vegna aðeins eðlileg afleiðing hafrann- sókna og reynslu á þessu sviði. Þótt til sé á íslandi nokkur land- búnaður og þá aðallega kvikfjár- rækt þá byggist öll undirstaða fjárhagslegt frelsis á útgerðinni. Mikill sægur erlendra fiski- skipa, brezkra, norskra, sænskra og annarra þjóða hefur síðustu áratugi aukið mjög fiskveiðar sínar við ísland og það er því engan veginn óskiljanlegt að fyrst og fremst Færeyingar Og einnig Grænlendingar óttist að þessi floti, þegar miðin við ís- land lokast þeim, muni leita á miðin við Færeyjar og Grænland. Færeyingar hafa hingað til sótt meginhluta afla síns á íslenzku miðunum en verða nú að nýta sín eigin fiskimið og óttast harðsnúna samkeppni annarra fiskiþjóða. Það er þess vegna með öllu skiljanlegt að danska stjórnin styður samþykkt Lög- þingsíns um víkkun færeyskrar landhelgi og mun veita Færey- ingum alla þá aðstoð og hjálp sem unnt er, og er reiðubúin að taka upp málið hvað snertir Grænland, þegar það þykir orðið vandamál einnig þar. Sinfóníuhljómsveitin fer til Vestfjarða í júlíbyrjun Tónleikar haldnir á 7 stöðum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands fer tónleikaför til Vestfjarða fyrstu dagana í júlí. Vestfirðir eru einj landshlutinn, sem Sin- fóniuhljómsveitin heí'ur ekki enn heimsótt, að því er framkvæmaa- stjórinn, Jón Þórarinsson, tjáði fréttamönnum í gær. Þrjátiu og tveir menn verða í þ.-ssnri tón- leiKaför og verður fyrirkomulag hennar í stuttu máli sem hér segir. Lagt verður upp héðan úr Reykjavík þriðjudaginn 1. júlí og flogið til ísafjarðar Fyrstu tó.n- leikarnir verða haldnir í Alþýðu núsi ísfirðinga þa um kvöldið. Miðvikudaginn 2. júli verða tón- leikar í Félagsheimílinu í Bol- ungarvík, en fimmtudaginn 3. júli í Félagsheimili Bíldælinga. Laugardaginn 5. júlí leikur hljóm sveitin í samkomuhúsinu á Þing- eyri, en á tveimur stöðum á sunnudaginn. Klukkan 4 síðdegis á Suðureyri við Súgandafjörð og á Flateyri um kvöldið. Mánu- daginn 7. júlí leikur hljómsveitin í Skjaldborg á Patreksfirði. Verða það síðustu tónleikarnlr í þessari tónleikaför og fljúga lista mennirnir frá Patreksfirði i.. Reykjavíkur aðfaranótt þriðju- dagsins. Allir kvöldtónleikar hefjast kl. 9. Stjórnandi hljómsveitarinnar í þessari för verður Paul Pampichl er, en einsöngvarar óperuscngvar arnir Guðmundur Jónsson og Þorsteinn Hannesson. Ingvar Jónasson leikur einleik á^ fiðiu á tónleikunum á ísafirði. Á ífnis- skránni eru íslenzk og erlend tónverk. Eru þau valin þannig að sem flestir geti haft gagn og — nægju af. Jón Þórarinsson gat þess að tónleikaför sem þessar væru erf- iðar og kostnaðarsamar, en þetta væri veigamikill þáttur í starfi SinfóníuhljómsveitarinnaT. Hann sagði frá því að í fyrrasumar og haldið hljómleika í bæ og byggð, alla nema einn á stóðum þar sem ekki höfðu verið haldnir slíkir hljómleikar. Var hljómsveit inni mjög vel fagnað í þeirri för og menn, sem ekki höfðu hlýtl á lifandi flutning æðri tónlistar áð- ur, sögðu að tónleikunum iokn- um, að leikur Sinfóniuhljóm'veit arinnar hefði komið þeim bægi- lega á óvart. Sinfóníuhljómsveitin hefur áð- ur haldið hljómleika á 29 stöðum, í þessarj för bætast 7 við, en áformað er að hljómleikastaðir komist upp í 30 með haustina „orð er ó íslandi til.........." HASARKROPPUR er nýyrði, er einn af blaðamönnum Mbl. heyrði nýlega af vörum ungs manns í Reykjavík. Athugun hefir leitt í ljós, að notkun þessa orðs er nú mjög útbreidd í borg- inni og er merkingin sú sama og eldra fólk kannast við af orðun- um skutla, skvísa og pæja. Segi menn svo, að tunga okkar sé fá- tæk af nýyrðum. „Ike" sendi fulltrú- unum skeyti WASHINGTON, 26. júní. — Aðal fulltrúar Bandaríkjanna á Gen- farráðstefnunni, þeir dr. James Fisk, dr. Becher og dr. Lawrenoe, lögðu á stað til Sviss í kvöld. Er þeir voru komnir um borð í flug- vélina, sem flytur þá þangað, fengu þeir afhent skeyti frá Eis- enhower Bandaríkjaforseta. í því segir hann, að þeir félagar fari á ráðstefnuna á óvissum timum, en Bandaríkjastjórn sé ákveðin í því að vinna að afvopnun hvað sem það kosti og hvernig sem Rússar reyni að hindra þá i því hefði hljómsveitin farið langa ferð til Norður- og Austurlands | starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.