Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1958, Blaðsíða 12
12 MOTtVT'vnriniB Föstuctagur 27. Iðnl 1958 Konan horfði á hana, hvasst og rannsakandi, eins og hún væri aS meta hana sjálfa til fjár. — „Nú, það er nú t. d. þessi hring- ur þarna.....Það væri víst ekki mikill vandi að veðsetja hann. .... Auðvitað er ég ekki kunnug svona skartgripum .... hefi aldrei átt neinn..... En ég er viss um að maður gæti fengið fjögur hundruð krónur fyrir hann....." „Hringinn?" hrópaði frú Irene. Þetta var trúlofunarhringurinn hennar, sá eini sem hún tók aldrei af sér og í honum var mjög dýrmætur og fallegur steinn sem gerði hann sérstaklega verð- mætan. „Já, því ekki það? Ég sendi yður svo bara lánsmiðann og þá getið þér leyst hann út, hvenær sem yður þóknast. Þér fáið hann aftur, eins og þér skiljið. Ekki ætla ég að eiga hann. Hvað hefði jafnvesæl manneskja og ég með slíkan skartgrip að gera?*" „Hvers vegna ofsækið þér mig? Hvers vegna kveljið þér mig svona? Ég get það ekki .... ég get það ekki. Þér hljótið að skilja það. Ég er búin að gera það sem Miðstöðvarkatlar og Olíugeymar fyrir húsaupphitun. — Allar stærðir fyrirlipo-jandi — Sími 24400 ég get. Þér verðið að skilja það. Hafið þér enga meðaumkun?" „Ekki hafið þér sýnt mér neina meðaumkun. Þér hafið næstum látið mig svelta í hel. Þér og yðar líkar. Hvers vegna skyldi ég hafa meðaumkun með svo ríkri hefðarfrú?" Irene ætlaði að svara, en þá heyrði hún sér til óumræðilegr- ar skelfingar, hurðarskell. Það hlaut að vera maðurinn hennar að koma heim frá skrifstofunni. Hún reif hringinn af fingri sér og rétti konunni, sem ekki var sein á sér að veita honum við- töku. „Hafið engar áhyggjur. Nú fer ég strax", sagði hún þegar hún sá óttasvipinn á andliti Irene og heyrði fótatakið frammi í for- stofunni. Svo opnaði hún dyrnar, heilsaði húsbóndanum, sem leit sem snöggvast á hana, án þess að veita henni nokkra sýnilega athygli, og hvarf. „Kona, sem var að Jeita sér upplýsinga", flýtti Irene sér að segja, jafnskjótt og hurðin féll að stöfum, enda þótt hún fyndi hvað þessi skýring hennar var ófullnægjandi. Nú var erfiðasta augnablikið liðið hjá. Eiginmað- ur hennar svaraði ekki og gekk hinn rólegasti inn í borðstofuna, þar sem hádegisverðurinn beið þeirra. Undir borðum fannst Irene all- ir stara á hringlausan fingurinn og hún reyndi að felahöndinaeins vel og hún gat. Einkum var það eiginmaður hennar, sem stöðugt starði á hönd hennar og fylgdist Hvernig sem hár yðar er, þá gerir tyfoH/feífa' shampooið það mjúkt og fallegt.. .og svo meðfœrilegt Reynið White Rain í kvöld — á morgun munið þér sjá árangurinr. White Rain er eina shampooið, sem býður yður þetta úrval: Blátt fyrir þurrt hár Hvítt fyrir venjulegt hár Bleikt fyrir feitt hár Notið '/tf'ff/fíjQttW' shampooið sem freyðir svo undursamlega HEILVERZLUNIN HEKLA HF., Hverfisgötu 103 — sími 1127C með hverri hennar hreyfingu. Hún reyndi með öllu hugsanlegu móti að beina athygli hans í aðra átt og koma af stað samræðum, með sífelldum spurningum. Hún talaði og talaði, við hann, víð börnin, við kennslukonuna, en allar tilraunir hennar urðu ár- angurslausar. Hún reyndi að gera sér upp kæti og koma hinum í gott skap, hún stríddi krökkun- um og reyndi að egna þá saman, en engin svaraði glensi hennar og enginn brosti. Hún fann að kátína hennar hlaut að bera ein- hvern faískan blæ, sem hitt fólk- ið gat ekki fellt sig við. Því meir sem hún lagði sig fram, þeim mun minni varð árangurinn. Að lokum varð hún þreytt og þagn- aði. Um stund ríkti alger þögn við borðið. Hún heyrði aðeins lágt glamrið í diskunum og kæfandi rödd óttans í eigin barmi. T^á rauf maður hennar skyndilega þögnina: — „hvað hefurðu gert 'af hringnum þinum?" spurði hann. Hún kipptist við. Einhvers stað ar innra með sér heyrði hún rödd sem sagði: — „Nú er úti um allt". En svo snerist eðlishvöt hennar til varnar. Hún varð að finna eitthvert sennilegt svar, eina setningu, eitt orð, eina lygi .....,Ég .... ég sendi hann til gullsmiðsins, til þess að láta hreinsa hann". Svo var eins og ósannindin veittu henni aukinn styrk og hún bætti við í ákveðnari tón. — „Ég sæki hann eftir tvo daga". Tvo daga .... þá hlaut allt að komast upp. Hún hafði sjálf ákveðið frestinn og það var eins og óttinn þokaði fyrir nýrri, óskiljanlegri gleði — gleði yfir því að vita úrslitin svo nærri. Tvo daga.....Nú vissi hún hvað fresturinn yrði langur og sú vitneskja veitti henni undarlegt þrek, þrek til að lifa og þrek til að deyja. Hin endanlega, örugga vissa um nálæg úrslit gerði hugsanir hennar óvenjulega rólegar og skýrar. Óttinn varð að staðfastri hugarró. Hún fann, að ef hún vogaði að lifa lífinu áfram, þá gæti hún nú byrjað það sem ný manneskja, hrein, örugg og án lyga. En ekki sem fráskild kona, flekkuð, mannorðslaus, ótrú eig- inkona. Ekki gat hún heldur haldið áfram hinum hættulega leik, þar sem allt var komið und- ir keyptum stundarfrið. Hún fann að engin mótstaða var hugsanleg lengur. Brátt stæði hún afhjúpuð gagnvart eiginmanni sínum, börn um sínum og öllum kunningj- um. Flótti frá óvini, sem alls staðar virtist nálægur, var ófram- kvæmanlegur. Nú vissi hún að játningin gat ekki heldur orðið henni til frelsunar. Aðeins ein leið stóð henni opin, en af þeirri leið varð engum afturkomu auð- ið. 11. Um morguninn brenndi hún öll bréf sem hún vildí ekki að kæm- ust í annarra hendur og gerði aðrar smávægilegar ráðstafanir, en hún reyndi ekkert til þess að sjá börnin sín eða neina sem henni voru kærir, því að hún vissi að slíkt myndi einungis gera framkvæmd hinnar föstu ákvörðunar erfiðari og sárari. Svo fór hún út, til þess að freista forlaganna og ganga til fundar a í u 1) „Vegurinn að Spegilsvatni «r stórhsettulegur", sagði Ti-yggvi, „vegna skriðufalla og annarra tálman*".--------„Pabbi", Tonuni litli, sonur Tryggva, kemur inn í stofuna. — — 2) „Nei, sæll Tommi minn", sagði Tryggvi, „þetta er Bjarni vegamáiastjóri". Þeir heilsast.-------3) „Pabbi, má ég vera hérna niðri?" spyr Tommi. „Það er svo leiðmlegt að vera einn uppi".-------.,Nei. nkki núna, sonur sæll, við erum að ræða um áríðandi mál." við fjárkúgarann í síðasta skipt- ið. Hún gekk hratt eftir götunni, en ekki lengur með hina brenn- andi tilfinningu eirðarleysis og eftirvæntingar. Hún var gagntek- in einhverri innri þreytu, sem lamaði þrótt hennar og mót- spyrnukjark. Hún gekk og gekk, eins og af skyldurækni, í tvær klukkustundir. Hún kom hvergi auga á manneskjuna. Það varð henni ekki lengur til ama. Hún var jafnvel farin að óska þess að fundum þeirra bæri alls ekki saman. Hún leit framan í þá sem á vegi hennar urðu og allir virt- ust henni framandi, allir dauðir og einhvern veginn fjörvana. Allt var einhvern veginn fjarlægt og glatað og tilheyrði henni ekki lengur. Aðeins einu sinni kipptist hún við af óvæntum ótta. Henni fannst hún sjá manninn sinn yfir á hinni gangstéttinni. Hún stanz- aði og starði yfir götuna, en þá var maðurinn, sem vakið hafði svo óvænt áhuga hennar, horf- inn bak við vagn, sem ók framhjá og hún huggaði sig við það, að þetta hlyti að hafa verið mis- sýning, þar sem maður hennar væri alltaf önnum kafinn við dómstörf um þetta leyti dagsins. Hún fylgdist ekki með því hvað tímanum leið og kom því oí seint heim til miðdegisverðar, en í þetta skipti var maðurinn henn- ar ekki stundvís heldur. Og þeg- ar hann kom, tveimur mínútum síðar, virtist henni hann vera i óvenjulega æstu og órólegu skapi. Hún taldi stundirnar til kvölds og hún furðaði sig á því hversu fljótar þær voru að líða, hversu stutta stund maður þurfti til að kveðja, hversu lítils virði allt sýndist, þegar maður vissi að mað ur gat ekki tekið það með sér. Það var eins og hún gengi i svefni eftir götunni, stefnulaust, hugsunarlaust og án þess að horfa í kringum sig. Við eina krossgötu kippti vagnstjóri eldsnöggt í ak- taumana og gat á síðasta andar- taki stanzað hestana, áður en allt var um seinan. Hún leit varla upp, þegar vagnstöngin straukst við hana. Henni hefði staðið á sama um það, þótt vagfthjól og hesthófar hefðu taett hana í sundur. Þá hefði tilviljun hlift henni við því að framkvæma ákvörðun sína. Hún gekk þreytu- lega áfram. SHlItvarpið Föstudagur 27. júní. Fastir liðir eins og venjulega. 19.25 Tónleikar: Létt lög. 20.30 Erindi: Þroskaleiðirnar þrjár; III: Vegur kærleikans (Grétar Fells rithöfundur). 20.55 Kórsöngur; Karlakór Akureyrar syngur. — &.30 Útvarpssagan. 22.15 Garð- yrkjuþáttur. 22.30 jTrægar nljóm- sveitir (plötur). 23.15 Dagskrar- /bk. — Laugardagur 28. júni: Fastir liðii eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.00 „Laugar- dagslögin". 19.30 Samsöngur: M.A.-kvartettinn syngur (plötur), 2v,.30 Raddir skálda: „Hrafn- hetta", upphafskafii nýrrar skáld sögu eftir Guðmund Daníelsson (Höfundur les). 21.00 Eitthvað fyrir alla". Blönduð músik, leikin Ofe sungin (plötur). 21.30 Leikrit „Auðugt kvonfang" eftir True Boardman, í þýðingu Helga J. Halldórsson. — Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. 22.\^ Danslög lög- (plötur). — 24.00 Dagskrár- lok. VIO f * K JAVW\WWStOf * OC v»l*KJASAlA LaufásveK 41 — Síbu ití(i7S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.