Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 1
45. árgangur 146. tbl. — Miðvikudagur 2. júlí 1958 Prentsmiðia Morgunblaðsfaw Snarpir bardagar i Líbanon Þessi hópganga var ein af mörguni, sem fóru yfir Rauða torgið í Moskvu á leið til vestur-þýzka sendiráðsins á mánu- daginn í siðustu viku. Þegar til sendiráðsins kom tóku menn blekbyttur, egg og annað fleira úr vösum sínum eða hand- töskum og köstuðu í bygginguna. Voru margar rúður brotn- ar og önnur spellvirki unnin. Rússneskir ráðamenn héldu því fram. að fólk hefði safnazt saman við sendiráðið af sjálfs- dáöum og án undirbúnings. Myndin hér að ofan talar sínu máli um -það. Norðmenn hugleiða víkkun landhelginnar O’SLO, 1. júlí. — Einkaskeyti til Mbl. — Bredo Stabell, starfs- maður norska utanríkisráðuneyt- isins, sem var fyrir norsku sendi nefndinni á sjóréttarráðstefnunrii í Genf, sagði fréttamanni Keuters í dag, að spurningin um fiskveiði takmörkin væri nú til umræðu hjá stjórninni. Hann sagði, að vandamálið væri nú orðið mjög alvarlegt vegna þeirrar ákvörð- unar íslenzku stjórnarinnar, að láta ekkert aftra sér frá að vikka fiskveiðitakmörkin. Kvað hann ekki ósennilegt, að Norðmenn yrðu nú að hugleiða það, hvort ekki væri rétt að færa út fiskveiðilögsögn Noregs' Halvard Lange utanríkisráð- herra sagði í norska Stórþinginu fyrir hálfum mánuði, að Norð- menn yrðu e. t. v. neyddir til að gera „ráðstafanir til sjálfsvarnar“ í haust. Norsku blöði* birtu fréttina um íslenzku reglugerðina, sem gefin var út í gær, án umsagna. Óvænt tíðindi Hið áhrifamikla blað „Handels og sjöfartstidende" ræðir í dag birtingu íslenzku reglugerðarinn- ar og segir, að það hafi lengi verið öruggt, að íslendingar mundu færa fiskveiðitakmörkin út í 12 mílur. Það sem komi mönn um á óvart sé, að nú hafi Islend- ingar jafnframt hug á að breyta grunnlínunum, en slík ráðstöfun muni bægja erlendum fiskimönn- um frá enn fleíri miðum en búizt hafi verið við fram að þessu. Blaðið bendir á, að Islendingar hafi víkkað landheígi sína i 4 milur eftir að Norðmenn unniu fiskveiðimálið gegn Bretum fyrir Haag-dómstólnum. Á þeim tíma voru grunnlínur einnig ákveðnar, og þess vegna er leyfilegt að spyrja hvort íslendingar geti nú upp á sitt eindæmi breytt þeim grundvelli, sem landhelgin hef- ur verið byggð á, segir blaðið. Málaferli hugsanieg Blaðlð segir enn, að eftir því sem bezt verði séð, sé erfitt að gera samanburð á Noregi og ís- landi að því er snerti frekari víkk un landhelginnar. Það sé engan veginn fyrir það girt, að nýjar lagaflækjur komi til sögunnar. fs- lendingar hafi skrifað undir sátt- mála sem leitt geti til þess að þeir verði dregnir fyrir dómstól- inn í Haag. Þetta sé því aðeins mögulegt, að íslendingar sam- þykki slík málaferli. Þetta sé hins vegar alveg óráðið mál. (Þess skal getið hér, að Mbi. innti Davíð Ólafsson fiskimálastjóra Framh. á bls. 2. Stjórnarherinn rekur Drúsa á flótta BEIRUT, 1. júlí. — Hersveitir Líbanonstjórnar ráku í dag á flótta uppreisnarmenn af ætt- flokki Drúsa eftir harðan bar- daga nálægt aJþjóðaflugvetllin- um í Beirut. Hundruð vopnaðra Drúsa höfðu flykkzt ofan úr fljöllunum í gær og tekið sér víg stöðu nálægt flugvellinum. í dög un í morgun lagði stjórnarherinn til atlögu með stórskotaliði. Drúsar hörfuðu undan til fjalla- þorpsins Ainab um hádegisbil, og síðan um kílómetra suður fyr- ir það seinna í dag. Stjórnarherinn hóf atlöguna frá Shemlan, sem er annað fjalla þorp um 15 kílómetra fyrir suð- austan Beirut. Hersveitir Drúsa, sem verið hafa í fremstu línu uppreisnarmanna frá því upp- reisnin hófst fyrir 2 mánuðum, voru á útjaðri Shemlan í gær. Þjóðernissinnar styðja stjórnarherinn Sókn þeirra var í fyrstu stöðv- uð af hermönnum Kaumiyin- flokksins, sem er bannaður í Lí- banon. Þessi flokkur hefur jafn- vel enn meiri fyrirlitningu á Drúsum en stjórninni. Helzta stefnuskrá hans er að sameina Sýrland, Líbanon og írak. í orustunni í dag hjálpuðu her- menn Kaumiyin-flokksins, sem sumir hverjir báru gamla brezka stálhjálma, stjórnarhernum gegn Drúsum. Skömmu eftir hádegi hóf stjórnarherinn árás á Ainab, Vestur-Þjóðverjar ekki vonlausir um ráðstefnu BONN. 1. júlí. — Einkaskeyti til Mbl. — Formælandi vestur- þýzka utanríkisráðuneytisins sagði í dag, að Vestur-Þjóðverj- ar mundu halda áfram tilraunum sínum til að koma á samnings- viðræðum um íslenzku fiskveiði- takmörkin. Þegar hann var beð- inn að segja álit sitt á hinni nýju reglugerð íslendinga, kvað hann vestur-þýzku stjórnina hafa sent íslenzku stjórninni mótmælaorð sendingu í síðasta mánuði, þar sem segir m. a.: „Einhliða ráðstafanir hafa ekki LONDON, 1. júlí. — Elizabeth Bretadrottning hefur staðfest út- nefningu Ólafs Noregskonungs til heiðursforingja í konunglega brezka sjóhernum. Slíka virð- ingu hafa þegar þrír konungar Friðrik Danakonungur, Gústav Adolf Svíakonungur og Páll Grikkjakonungur. ógilt réttindi okkar“. í orðsend- ingunni var' lagt til, að haldin yrði ráðtsefna hlutaðeigandi ríkja, þar sem rætt yrði um vandamálið. Talsmaðurinn bætti við: „Við munu halda áfram viðleitni okkar við að hrinda slikri ráðstefnu í framkvæmd". og voru bardagar mjög harðir um skeið. Uppreisnarmenn bjuggu um sig á húsaþökum með vél- byssur og handsprengjur, ea stjórnarherinn sótti að með bryn vörðum vögnum og þungum vopnum. Að bardaganum lokn- um lágu nokkur saklaus fórnar- lömb í valnum. Sýrlendingar í rússneskum klæðum Við rætur trés eins lá lík af manni í bláum einkennisbúningi. „Þetta er Sýrlendingur", sagði líbanskur liðþjálfi. „Hann er með rússneskar legghlífar“. Barisit í Tripolis í dag kom aftur til snarpra bar daga í Tripolis, olíuborginni í norðanverðu landinu. Stjórnar- herinn réðst með stórskotaliði á borgina, þar sem uppreisnar- menn hafa búið um sig. Viðræður í Beirut í Beirut ræddi Chamoun for- seti við sendiherra Breta og Bandaríkjamanna, hvorn í sínu lagi, um ástandið í landinu. All- ir erlendir erindrekar í Beirut hafa verið beðnir um að koma í utanríkisráðuneytið á morgun. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að þar yrði þeim skýrt frá áfram haldandi aðstoð erlendra aðila við uppreisnarmenn. Brezk og dönsk blöð telja samninga um landhelgis- málin nú útilokaða HOFN, 1. júlí: — Einkaskeyti til Mbl. Blaðið „Information“ segir í dag, að H. C. Hansen forsætis- og utanríkisráðherra muni sýni- lega ekki gera neinar serstakar ráðstafanir í sambandi við birt- ingu íslenzka sjávarútvegsmála- ráðherrans á reglugerðinni um Ungverska leppstjórnin rekur Ordass biskup Þýddi Passíusdlmana á ungversku BUDAPEST, 1. júlí. — Það var tilkynnt í Búdapest fyrir skömmu, að Lajos Ordass yfir- manni lúthersku kirkjunnar i Ungverjalandi hefði verið vikið frá störfum, en hann hefur jafnan verið mjög opinskár gagnrýnandi stjórnarinnar. Kirkjuráðið í biskupsdæmi hans bað hann að láta af embætti þegar það var tilkynnt, að stjórn arvöldin hefðu neitað að viður- kenna lausnarbeiðni Laszlo Dezs- erys, en hann tók við biskups- embættinu þegar Ordass var fangelsaður. Dezsery biskup tjáði ráðinu að hann vildi ekki gegna emgættinu. Ráðið bað því Emil Korean, prófast í Búdapest, að gegna biskupsstörfum þangað til nýr biskup hefur verið valinn. Öll mótspyrna brotin á bak aftur J_iajos Ordass neíur verið yiir- biskup lúthersku kirkjunnar í Ungverjalandi um langt skeið. Hann er jafnframt varaforseti Alkirkjuráðsins (World Council of Churches). Með brottrekstri hans nefur stjórnin brotið á bak aftur alla mótspyrnu innan kirkj unnar, nema því aðeins að stuðn- ingsmenn Ordass meðal J-.úthers- trúarmanna haldi áfram mótstöð- unni. Mindszenty kardínáli róm- versku kirkjunnar i Búdapest hefir verið flóttamaður í banda- ríska sendiráðinu í Búdapest síðan í uppreisninni 1956. Jozsef Groesz erkibiskup og aðrir róm- versk-katólskir kirkjuleiðtogar hafa samvinnu við kommúnista- stjórnina. í Kalvínskirkjunni hef ur mótstöðumönnum stjórnarinn- ar verið vikið frá. Var í Minneapolis í fyrra í fyrrasumar var Ordass bisk- upi leyft að sækja alþjóðlegt þing lúthersku kirkjunnar í Minnea- polis í Bandaríkjunum. Þegar hann kom heim aftur, urðu deil- urnar við stjórnarvöldin hvassari en nokkru sinni fyrr. Ordass þyk- ir mjög staðfastur og sterkur per- sónuleiki og er stundum kallaður „lútherskur Mindszenty". Var hann harður andstæðingur naz- ista. Biskup varð hann árið 1945. Hann sat í fangelsi kommúnista rúm tvö ár, en var leyft að taka -ajos við embætti sínu aftur nokkrum mánuðum fyrir uppreisnina 1956. Þýddi Passiusálmana Lajos Ordass er mjög vel menntaður maður og hefur m. a. öll Norðurlandamáiin á valdi sínu. Hefur hann þýtt bækur af öllum þessum málum á ung- versku. Þegar hann tók við bisk- upsembættinu aftur árið 1956, var hann að vinna að ungverskri þýðingu á Passiusálmum Hall- grims Péturssonar. fiskveiðitakmörkin. Ráðherrann leggur í kvöld af stað í för sína til Færeyja, íslands og Græn- lands. Áður en hann fer, ræðir utanríkismálanefndin um land- helgismálin. „Information" bendir á, að ís- lenzka stjórnin hafi þegar tekið af öll tvímæli um 12 mílna fisk- veiðilögsögn ,og síðan látið öll- um tilmælum um samninga ósvar að. Hin nýja tilkynning, sem sé eiginlega óþörf, kunni að hafa áróðursgildi. Bretar eru nú athuga orðsend- ingu Dana varðandi landhelgi Færeyja. Blaðið segir, að Bretar vilji draga málið á langinn í von um, að Hansen forsætisráðherra geti fundið friðsamlega lausn á landhelgismálinu þegar hann kemur til Reykjavíkur. Birtingin á reglugerðinni í gær hafi e. t. v. verið skref í þá átt að koma í veg fyrir þennan möguleika. Blaðið bendir ennfremur á, að það sé eflaust engin tilviljun, að Erlendur Patursson fór til Reykja víkur fyfir skömmu og var þannig ó undan H. C. Hansen. Paturs- son ræddi áreiðanlega fleira en gjaldeyrismál færeyskra fiski- manna við ísland, segir blaðið, og þá sennilega landhelgismálin. Blaðið telur, að birting reglu- gerðarinnar í gær dragj mjög úr möguleikanum á því, að Hansen takist að koma á sættum. „Daily Telegraph“ skrifar, að birting íslenzku reglugerðárinn- ar hafi verið sigur fyrir ráðherra konimúnista í ríkistjórninni. Sjáv arútvegsmálaráðherrann hafi áð- ur hótað að segja af sér, ef reglu gerðin um vikkun landhelginnar yrði ekki birt þegar í stað. — Brezka stjórnin hafi boðið ísiend. ingum samninga, en því hafi ekki verið sinnt af hálfu íslerzku stjórnarin. —Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.