Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 12
12 nrnRr.rvnr 4ðið M^^i’lci'flagur 2. júlí 1958 502IE 'UQUCx EFTlfc RICHARO Hún kvað slíkt óhugsandi, J>eg- ar kínverskar stúlkur ættu í hlut — þar sem hreinleiki væri ófrá- víkjanlegt skilyrði til hjúskapar. Ættingjum eiginmannsins væri meira að segja leyfilegt að leita sannana á sjálfan brúðkaupsdag- inn — og væri brúðinni í ein- hverju ábótavant, biði hennar ekkert nema gatan. „Þú skilur — þess vegna hef ég aldrei átt kærasta“, sagði Mee-ling hátíðleg í bragði. „Ég hef aldrei elskað neinn“. „Ekki það?“ sagði ég stein- hissa á slíkri hreinskiinL „Nei, aldrei nokkum timann". „Jæja, þú hefur tímann fyrir þér til að bæta úr þvi“. Mér varð ósjálfrátt hugsað til þess, hvort samtal sem þetta við fyrstu kynni myndi algengt í Kína. Hún leit sakleysislega á mig. „Hvað heitir það á ensku?“ „Hvað áttu við?“ „Ég á við, ef maður hefur aldrei notið ástar — ekki með neinum". „Það heitir að vera hrein mey“, sagði ég. „Hrein mey?“ „Já“. „Já, hrein mey — það er ég“. Um leið og hún sagði þetta, benti hún á sjálfa sig með iangri rauðmálaðri nögl vísifingursins. Ég skellti upp úr. „Mee-Iing, þú ert óviðjafnan- leg!“ sagði ég. „Jæja, fyrst við er- um nú búin að fá úr þessu skorið, viltu þá ekki leyfa mér að bjóða þér til kvöldverðar? Ég get lofað þér því að virða dyggð þína“. Hún hristi höfuðið þrákelknis- iega. „Nei“. „Mér þætti gaman að fá tæki- færi til að mála mynd af þér“. „Nei. Við verðum að kveðjast bráðum". Skipið titraði, um leið og vél- arnar knúðu það aftur á bak að hryggjunni í Wanchai. Land- göngubrúnni var komið fyrir, og við Mee-ling bárumst með straumnum í land. Við stöldruð- um við á bryggjunni nokkra stund. f tæpra hundrað metra fjarlægð frá bryggjunni biasti Nam Kok við, þaðan, sem við stóðum, mátti glöggt greina blá- leitt Ijósaskiltið fyrir ofan dyrn- ar og málaratrönur mínar á svöl- unum með hvítum striganum — málverkinu, sem ég hafði byrjað að mála af Gwenny þennan sama morgun. Mee-ling tók eftir, hvert ég horfði. „Hvaða hús er þetta?" „Hvaða hús áttu við ....?“ sagði ég og þóttist ekkert vita. Ég flýtti mér að beina athygli hennar á aðrar brautir. „Hvert ferðu núna?“ „Til Henessy strætis". „Ætlarðu að ná í sporvagn?" „Nei, það bíður bíll eftir mér þar“. „Má ég fylgja þér þangað?" „Nei, bílstjórinn gæti sagt föð- ur mínum frá því“. „Og honum væri þá trúandi til að berja þig?“ „Já — ef til vill“. „Þú ert alveg ákveðin í að þiggja ekki kvöldverðarboð mitt?“ „Já. Ég fer núna“. Hún rétti mér höndina í kveðju skyni og flissaði lágt um leið, eins og henni væri skemmt yfir þeirri fífldirfsku sinni að gefa sig á tal við ókunnan mann. Síð- an hljóp hún af stað upp hliðar- götu í pttina til Hennessy strætis. Hún leit einu sinni við og veif aði, en hvarf síðan í mann hafið. Farin, hugsaði ég, hún er farin. Partir c’est mourir un peu . . . (Að kveðjast er eins konar dauði) .... Ég gekk rakleitt yfir bryggj- una til Nam Kok, og um leið og ég kom upp á svalirnar lagði ég teikniborð yfir málverkið af Gwenny, náði mér í svartkrít- armola og teiknaði mynd af Mee- ling, meðan hún var mér enn í fersku minni. Mér tókst að ná glettnislegu og jafnframt sak- leysislegu augnatilliti hennar, í annarri hendinni hélt hún á melónusteinum, en með hinni benti hún á sjálfa sig. Fyrir neð- an myndma skrifaði ég „Já, hrein mey — það er ég“. Myndin var ekkert sérlega vel gerð, en hún kom mér til að brosa, og ég geymdi hana. Ég var einmitt að skoða hana núna. Hún er óhrein og þvæld og hefur ver- ið rifin í tvennt — af Mee-ling' sjáifri, sem gazt ekki að henni — og límd aftur með glæru lím- bandL En ég hefi enn gaman af henni, þar sem þetta var fyrsta mynd mín af henni. 2. KAFLI. Það var George Wheeler, sem varð þess valdandi, að ég fór að teikna. Wheeler, framkvæmdastjóri Bukit Merah gúmmíplantekrunn- ar í Malaya, bjó aleinn í stóru, drungalegu einbýlishúsi um- kringdu gúmmítrjám. Hann var maður óhamingjusamur og beisk- ur í skapi. Sama daginn og ég kom til hans frá Engalndi til þess að hefja starf mitt sem aðstoð- armaður hans, ávarpaði hann mig þessum orðum. „Þér munuð komast að raun nm að ég er ekki sérlega harður húsbóndi. Þó er eitt, sem ég legg blátt bann við að eigi sér stað hér á landareign minni, og það er, að starfsmenn mínir séu í þingum við innfæddar konur“. Ég litaðist um í dimmri og kuldalegri stofunni. Bókahillan var full af bókum um fjallgöng- ur, og veggir voru þaktir mytid- nm, klipptum úr tímaritum, af fjallgöngumönnum og afrekum þeirra. Augljóst var, að Wheeler fékk útrás fyrir tilfinningar sín- ar með því að láta sig dreyma um snævi þakta, snarbratta fjallstinda og afrek í sambandi við þá. Mér flaug í hug, að fróð- legt væri að vita, hvernig öðrum hefði vegnað í skjóli þessa banns hans? Ég komst brátt að raun um það. Áhrif þess á fyrirrennara mína höfðu verið á ýmsa vegu og afleiðingarnar eftir því. Það hafði knúið þann síðasta, sem hafði verið pólskur að ætterni, til þess að bera fram bónorð bréf- lega til stúlku í Glasgow, sem hann hafði aldrei séð. Stúlkan hafði komið til hans, þau höfðu gifzt og bjuggu nú í Kuantan. Þau voru enn sem nýgift og áttu von á þriðja barninu. En það hafði farið á annan veg með Ted Willis, annan samstarfs- manna minna. Hann hafði verið dulur fyrir, og þetta hafði orðið til þess að beina hugsunum hans enn meira inn á við og gert hann að einrænum sérvitringi, sem tal- aði ekki við nokkurn mann. En Tubby gamli Penfold, hinn sam- starfsmaðurinn, bætti daglega við orðaforða sinn ljótum klúr- yrðum og var sifellt uppfull- ur af tvíræðum sögum, jafnvel frægðarsögum af sjálfum sér, þegar verst gegndi. Mér var fyllilega Ijóst, að þetta voru skröksögur, en þó lézt ég trúa honum og gerði hann með því næstum eins hamingjusaman og hefðu sögurnar verið sannar. Ég varð ekki var við áhrif bannsins á sjálfan mig, fyrr en mánuði eftir, að ég kom þangað. Þá varð ég ástfanginn af Malaja- stúlku. tilviljun var að ræða, en mig renndi grun i, að svo væri ekki. Augnaráð hennar var ögrandi og ertnislegt, og hún vaggaði sér ívið meira í mjöðmunum, þegar hún gekk framhjá, yrði hún þess vör, að ég veitti henni athygli. Hörund hennar var gyllt sem hunang. Ég var heillaður af henni og beið þess með óþreyju hvern dag, að hún færi framhjá. Ég braut einnig heilann um það við vinnu mina, hvernig ég ætti að fara að kynnast henni, án þess að Wheeler fengi vitneskju um það. Ég var nokkrum sinnum kominn á fremsta hlunn með að hlaupa í veg fyrir hana, en ótt- inn við að missa atvinnuna hélt aftur af mér. Að lokum hætti hún að ganga framhjá. Ég hafði aldrei svo mikið sem yrt á hana, en þó nísti örvæntingin sálu mína. Eftir það virtust dagarnir óra- langir og kvöldin óendanleg, ekki rofin af neinu, nema óþverra sögum Tubbys Penfold. Ég fór að drekka meira en góðu hófi gegndi; eyða kvöldum fram á nótt í sljórri vímu. Ég sá brátt hvert stefndi. „Með þessu áfram- haldi“, sagði ég við sjálfan mig kvöld eitt, „verð ég kominn í hundana, áður en árið er liðið. Ég verð að gera eitthvað — fá mér tómstundaiðju“. Ég tók fram gamla stílabók og kúlupenna og byrjaði að teikna. Ég hafði hvorki teiknað né málað fyrr á ævinni, að undan- teknu því, sem ég gerði í skóla. Ég hafði alltaf álitið hina list- hneigðari meðal skólabræðra minna skrítna og fremur aumk- unarverða sérvitringa. Ég hafði skoðað helztu málverkasöfn í London, talið það skyldu mína sem siðmenntaðs manns, en ég hafði haft meiri ánægju af að virða fyrir mér svipbrigði safn- gesta en málverkin sjálf. Skólagöngu minni lauk i strið- inu, og ég fór þegar í herinn. Áður en órið var liðið, var ég kominn til Indlands. Þegar stríð- inu lauk, var ég staddur í sveita- héraði í Burma. Dag einn stóð ég og horfði á innfædda konu, sem var að þvo þvott í ánni Irraw- addy. Hún sat á hækjum, svo að artak, án þess að hætta þvott- inum. Augnatillit hennar lýsti kæruleysislegri fyrirlitningu þeirrar Burmakonu, sem í fjögur ór hafði horft á útlenda heri berjast með öflugum vélknúnum morðtólum, en heldur j afnfj'amt áfram að þvo föt sín í Irraw- addy, eins og hún hefur gert frá blautu barnsbeini, hvorki verr né betur sett en áður. Ég varð allt í einu gagnteknin hrifningu, því að hið táknræna í svip og fasi konunnar var í mínum aug- um gætt óumræðilegri fegurð og barnslegri einlægni. Hefði ég að- eins getað gleymt og varðveitt þennan svip! f honum fólst dýr- mæt fræðsla fyrir heiminn um Burma, um stríð, um fólkið í landinu — um lífið sjálft! En Dakota-vélin var að hverfa í fjarska og konan beindi óskertri athygli sinni að þvottinum. Tæki færið var gengið mér úr greip- um. Skömmu síðar keypti ég mér myndavél, því að þetta var ekki í eina skiptið, sem ég hafði orðið fyrir áhrifúm sem þessum. En þótt ég tæki fjöldann allan af myndum, kom sárasjaldan fyrir, að ég næði þeim svip, þeirri hreyf ingu, þeirri mynd, sem fangað hafði athygli mína. Og þær fóu sem þannig var ástatt um urðu mér til sárustu vonbrigða, því að þær virtust sviplausar og lítil- mótlegar. Hvers vegna? Hvernig stóð á því, að myndir, teknar af því, sem hafði gagntekið mig, er ég horfði á það, megnuðu ekki að hrífa þann, sem horfði á þær? Að iokum fór mér að skiljast, að sá, sem horfir á eitthvað, hrífst ekki eingöngu af því, sem hann sér, heldur þeirri túlkun, þeim áhrifum og hugs- unum, sem sýnin vekur innra með honum. Jafnframt varð mér ljóst, að engir tveir eða fieiri menn verða fyrir sömu á- hrifum af því, sem fyrir augun ber, þótt þeir standi hhð við hlið. Og því var það, að ég upp- götvaði seint og síðarmeir sann- leikann um listina — þann sann leika, sem mörgum er eflaust ljós frá bemsku — að hlutverk listarinnar er ekki að segja: „Svona leit X út á tiltekinni stundu“, heldur: ,,Svona kom X mér fyrir sjónir“. Hún vann ekki á ekrunni, en þrátt fyrir það gekk hún framhjá húsi mínu nokkrum sinnum á dag, og alltaf á þeim tíma, sem ég var vanur að sitja á svölun- um. Ég vissi aldrei, hvort um hárautt piisið þrengdi að mjöðm- um hennar. Dakota-flugvél flaug yfir ána, skarkali vélarinnar rauf 1 kyrrðina. Kpnan gaf henni eng- ' an gaum, fyrr en hún var beint uppi yfir, þá leit hún upp and- „Mér kemur þetta að sjálfsögðu ekkert við“, sagði ráðskonan, „en Tomma þykir svo vænt um yður, að hann verður alltaf leiður og einmana, þegar þér eruð að heim- . lausan siðan móðir hans dó“. — an“. — „Mér er þetta Ijóst, frú !„Hann þarf fyrst og fremst að Vilborg“, sagði Tryggvi. „Ég hefi fá að kynnast einhverjum jafn- sennilega látið hann of afskipta- ' öldrum“, sagði Vilborg. — „Ég I KNOW THAT... ANYHOW, T'LL TAKE HJM WJTH ME THtS MOTtNÍNG.,.1'M GOING TO SEE MY LAWYER/ veit það. Það er bezt ég taki hann með mér núna. Ég þarf að hitta lögfræðinginn minn“. Miðvikudagur 2. júlí Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Óperulög (plöt- ur). 20,30 Tónleikar: Lög úr óperettunni „Maritza greifafrú“ eftir Kálman. 20,50 Erindi: Minn. ing Magnúsar Helgasonar (Frí- mann Jónasson skólastjóri. — Frá kennaraþingi). 21,10 Tónleik- ar: Íslenzk-ameríski kvartettinn leikur kvartett í F-dúr op. 15 eftir Dvorak. 21,35 Kímnisaga vik unnar: „Græna flugan“ eftir Kal- mann Mikszath í þýðingu Boga Ólafssonar (Ævar Kvaran ieik- ari). 22,15 Kvöldsagan: „Nætur- vörður" eftir John Dickson Carr; II. (Svemn Skorri Höskuldsson). 22.30 Jazzþáttur (Guðbjörg Jóns- dóttir. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 3. júlí: 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19.30 Tónleikar: Harmon- ikulög (plötur). 1940 Auglýsing- ar. 20.30 Erindi: frá Kýpur (Ólaf- ur Ólafsson, kristniboði). 21.00 Tónleíkar: Borgin mín, París. 21.15 Upplestur með undirleik: Svíalin og hrafninn, — gamalt þjóðkvæðí (Þóra Borg leikkona les. Emilía Borg leikur undir á píanó). 21.30 Tónleikar: Henny Woií syngur, Hermann Reutter leikur undir. 22.10 Kvöldsagan: ,J4æturvörðurinn“ eftir John Dickson Carr; III. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Tónleikar: Ungversk þjóðlög, sungin og leik- in. 23.00 Dagskrárlok. A Bt;ZT AB ALGLtSA J* T I MORGVISBI.AÐIISIJ T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.