Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 2
MOnCT’lVfíT 4ÐTÐ MJSv’'kndagur 2. júlí 1958 íslandsmeistarar i bridge Hollendingar óánœgðir með aðgerðir Islendinga Nýafstöðnu Islandsmóti í bridge lauk með sigri sveitar Halls Símonarsonar, Reykjavík, sem hlaut 15 stig, þremur stigum meir en næstu sveitir. Hér er mynd af sigursveitinni. — Fremri röð frá vinstri: Vilhjálmur Sigurðsson, Haliur Símon- arson, Símon Símonarson. Aftari röð: Stefán J. Guðjohnsen, Jóhann Jóhannsson og Þorgeir Sigurðsson. Þorgeir er yngsti maður, sem hiotið hefir Islandsmeistaratitil í bridge, aðeins 23 ára, en Símon er einu ári eldri. Þeir spiia saman, og sýndu mjög góða leiki á mótinu. Ráðsfefna sérfrœðinga um kjarnorku hafin í Cent GENF, 1. júlí. — í dag hófst í Genf ráðstefna vísindamanna úr austri og vestri um leiðir til að } ,iðrum jarðar‘ Vftræuu ful1' truarmr vilja, að raðstefnan koma á alþjóðlegu eftirliti með tilraunum með kjarnorkuvopn. Sextán fulltrúar frá átta lönd- um sitja ráðstefnuna, sjö frá lýð ræðisríkjunum og niu frá komm únistaríkjunum. Þátttökuríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakk land, Kanada, Sovétríkin, Pól- land, lékkósioxakía og Rúmenia. Ræðumennirnir í dag lögðu áherzlu á, að ráðstefnan væri eingöngu tæknilegs eðlis, og mundi því ekki verða rætt um pólitísk vandamál í sambandi við stöðvun tilrauna með kjarna vopn. Forsetar ráðstefnunnar eru dr. James Fisk, fulltrúi Bandaríkj- anna, og prófessor A.K. Fyo- dorov, fulltrúi Rússa. Verða þeir í forsæti sinn daginn hvor. Hlutverk sérfræðinganna er fyrst og fremst að komast að nið- urstöðu um það, hvort hægt sé að fylgjast með tilraununum án beins eftirlits. Rússar halda því fram að þetta sé hægt. En ýmsir vestrænir sérfræðingar draga MEISTARAMÓT íslands í tug- þraut fer fram á íþróttavellin- um á Melunum 9. og 10. júlí n.k. — Ennfremur verður keppt í 4xP000 m. boðhlaupi og 10000 m. hlaupi. —- Tilkynna á þátttöku til vallarvarðar í siðasia lagi 6. júlí n.k. það i efa, og benda í því sam- bandi á tilraunir sem gerðar eru sendi ríkisstjórnum ríkjanna, sem standa að ráðstefnunni, bráðabirgðaskýrslu um gang mála þar eftir 30 daga. HAAG, 1. júlí. Einkaskeyti til Mbl. — Meðal stjórnmálamanna í Haag ríkir óánægja vegna þeirr ar ákvörðunar íslendinga að færa út fiskveiðitakmörkin án samráðs við önnur ríki. Er það almennt álit manna, að önnur ríki séu ekki skyldug til að viðurkenna hina nýju landhelgi. Enda þótt menn geri sér al- mennt ljósa erfiðleika íslendinga og óskir þeirra um að vernda fiskstofninn, þá höfðu þeir gert sér vonir um, að íslendingar ræddu þetta viðkvæma mál á alþjóðavettvangi, ekki sízt þegar þess er gætt, að hér er um að tefla hefðbundin réttindi margra þjóða til fiskveiða við fsland. — Reuter. Brezka stjórnin skorar á Islendinga að semja LONDON, 1. júlí. — Einkaskeyti | unanlegu samkomulagi til Mbl. Formælandi brezka ut- anríkisráðuneytisins ítrekaði í dag mótmæli brezku stjórnarinn ar vegna þeirrar ákvörðunar ís- lenzku stjórnarinnar að víkka fiskveiðitakmörkin við ísland. Þegar hann var beðinn að segja skoðun sína á formlegri birtingu reglugerðarinnar, minnti hann á yfirlýsingu brezku stjórnarinnar frá 3. júní. Þar segir m. a., að það sé skylda brezku stjórnar- innar að koma í veg fyrir allar „ólöglegar tilraunir til að hafa afskipti af brezkum fiskiskipum á úthöfunuin“. m. a. á svæðum sem íslendingar hafa nú slegið eign sinni á. í sömu yfirlýsingu segir, að brezka stjórnin „sjái sér ekki fært að viðurkenna umrædda reglugerð, ef birting hennar feli í sér að hún verði lög“. Brezka stjórnin skorar enn á íslendinga að setjast að samningaborðinu, svo hægt verði að komast að við- De Caulle heimsœkir herstöðvar í Alsír TELERGMA, Alsír, 1. júlí. — De Gaulle forsætisráðherra Frakka kom flugleiðis til Alsír í dag í þrigffja daga heimsókn. Hægri- menn í Alsír voru sagðir uggandi um stefnu ráðherrans í Alsír- málum. Margir óttuðust að hann mundi ekki gera grein fyrir áætl- unum sínum varðandi framtíð Alsír í þessari ferð, sem er önnur heimsókn hans til Alsír síðan hann tók við stjórnartaumunum. Sagt var, að öfgamenn hefðu hvatt íbúana til að sýna ekki franska fánann, þegar ráðherrann færi hjá, og kaupmenn til að loka búðum sínum 1 mótmæla- stöðvar í Austur-Alsír, en mun heimsækja herstöðvar í Vestur- Alsír á morgun, áður en hann fer til Algeirsborgar. Salan tók á móti de Gaulle Þegar de Gaulle kom á flug- völlinn var þar fyrir Salan hers- höfðingi, sérstakur umboðsmaður hans í Alsír síðan hann var þar á ferð síðast. Áttu þeir viðræð- ur saman áður en de Gaulle gerði herkönnun. í för með de Gaulle voru m. a. Mollet fyrrverandi forsætisráðherra og Malraux upp lýsingamálaráðherra, tveir af á- hrifamestu mönnum í stjórn hans. skyni. De Gaulle hefur tvö höfuðverk- Þegar Mollet kom til Alsír síðast september. fyrir 1. -Reuter. Úrkoma og hlýviðri við Djúp ÞÚFUM, 1. júlí. — Nú er skipt um veðráttu, úrkoma og hlýindi dag- lega og gróðri fer vel fram. Lítur sæmilega út með sprettu, en slátt- ur mun hefjast með seinna móti. Fénaður gekk vel fram og lamba- höld voru ágæt, en rúning sauð- fjár er ekki hafin. — P.P. Tónlistarhátíð í Strassburg ISCM, Alþjóðasamband nútíms tónlistar, hélt að þessu sinni hina árlegu tónlistarhátíð sína i Strassburg dagana 8.—16. júní s.l. og var það hin 32. í röðinni. Aðalfundur sambandsins var ennfremur haldin í sambandi við hátíðina og sóttu hann fulltrúar frá þrjátíu löndum Fulltrúi Tón skáldafélags íslands á fundinum var Magnús Bl. Jóhannsson, en félagið er aðili að samtökunum. Auk venjulegra aðalfundar- starfa samþykkti fundurinn að næsta tónlistarhátíð sambands- ins skyldi haldin í Róm 1959. Á hátíðinni voru eingöngu flutt verk eftir ung nútíma tónskáld þar af þrjú tónverk frá Norður- löndunum, eftir norska tónskáld ið Egil Hovland, sænska tónskáld ið Ingvar Lindholm og finnska tónskáldið Einojhani Rauta- vaara. Tónskáldin voru marg kölluð fram og hyllt ákaft af áheyrendum. Haldnir voru alls 9 hljómleikar, bæði sinfóníutón- leikar og kammer-tónleikar, Meðal flytjenda má nefna Isaac Stern og hljómsveit franska rík- isútvarpsins, sem lék undir stjórn Charles Múnch. Endurkaup Seðlabank- ans á iðnaðarvíxlum EFTIRFARANDI ræðu flutti Magnús Víglundsson á aðal- fundi Iðnaðarbanka íslands 7. júní sl.: UMRÆÐUR um þörf íslenzka iðnaðarins fyrir aukið starfsfé eru ekki nýtt mál á dagskrá hjá samtökum iðnaðarins. Þessi atvinnuvegur hefir lengi verið afskiptur um starfsfé, sam 1 anborið við hina aðalatvinnuvegi þjóðarinnar. Ég er þó ekki að segja, að ofgert sé við landbúnað og sjávarútveg í þessum efnum, síður en svo. En iðnaðinum er jafnrétti við hina aðalatvinnu- vegina lífsnauðsyn. Af hálfu forystumanna iðnað- arins hefir aðgengilegasta leiðin til úrbóta í þessum efnum löng- um verið talin sú, að Seðlabank- inn endurkeypti iðnaðarvíxla af öðrum bankastofnunum í land- inu, þeim er við iðnaðinn hafa skipt. Yrði þá aðstaða allra þeirra banka til aukinna við- skipta við iðnaðinn stórlega bætt. Ársþing Félags íslenzkra iðn- rekenda hefir um mörg undanfar in ár haft mál þetta til meðferð- ar, og þegar 1951 er á þinginu efni í þessari heimsókn sinni. var kastað á hann tómötum og samþykkt svohljóðandi tillaga: Hann mun leitast við að vinna fullan stuðning franska hersins í Alsír og kynna sér hvað hann á miklu fylgi að fagna meðal hinna órólegu „landnema" í Alsír. í dag heimsótti ráðherrann her- Krúsjeff fœr skýr svör LONDON, 1. júlí. — I dag voru bréf frá Macmillan forsætisráð- herra Breta og de Gaulie for- sætisráðherra Frakka afhent ut- anríkisráðuneytinu í Moskvu. Bréfin voru svarbréf við bréfi — Norðmenn Krúsjeffs frá 11. júní sl. Þá var og tilkynnt að svarbréf Eisen- howers forseta væri á leiðinni, en það mun vera svipað efnis og hin bréfin. Krúsjeff hafði í bréfi sínu skor að á leiðtoga Vesturveldanna að segja það skýrt og skorinort, hvort þeir hefðu áhuga á ráð- stefnu æðstu manna, eða hvort þeir hefðu í hyggju að spilla fyr- Framh. af bls. 1 eftir þessu, og kvað hann það I ir slíkri ráðstefnu. ranghermi, að Islendingar heioai skrifað undir umræddan sátt- mála. Þeir hefðu ekki fallizt á lögsögu Haag-dómstólsins í nein- um málum varðandi viðáttu ís- lenzkra fiskveiðitakmarka). Kvöldblaðið „Friheten", sem er málgagn norska kommúnista- flokksins, skýrði frá íslenzku reglugerðinni með feitu letri á forsíðu. Fyrirsögnm var „Tólf mílna landhelgi bráðnauðsynleg fyrir ísliad“. — Reuier. Áreiðanlegar heimildir herma, að forsætisráðherrarnir hafi vís- að á bug öllum aðdróttunum um „skemmdarstarfsemi", en spurt hvort Krúsjeff hefði sjálfur raun verulegan áhuga á ráðstefnu æðstu manna. Næsta skrefið í undirbúningi slíkrar ráðstefnu yrði fundur utanríkisráðherranna. Talið er að Macmillan hafi rætt þessi mál við dé Gaulle á fundi þeirra í París í gær. fúleggjum. Hreppsnefndar- kosningar við Djúp ÞÚFUM, 1. júlí. — f gær var kos- ið í sveitastjórnir í hreppum Djúpsins. Þessi úrslit hafa frétzt: Reykjarfjarðarhreppur: Páll Páls son, Þúfum, Páll Aðalsteinsson, Reykjanesi, Hákon Salvarsson, Reykjarfirði Friðrik Guðjónsson, Vogum Gunnar Valdimarsson, Heydal. í sýslunefnd: Páll Páls- son, Þúfum. — Nauteyrarhrepp- ur: Þórður Halldórsson, Lauga- landi, Sigurður Hannesson, Ár- múla, Ólafur Þórðarson, Rauða- mýri, Þorsteinn Sigvaldason Naut eyri, Jón Ebenezersson, Fremri- bakka. — Snæf jallahreppur: Ás- geir Guðmundsson, Æðey, Engil- bert Ingvarsson, Mýri, Kjartan Helgason, Unaðsdal Jens Guð- mundsson, Bæjun*, Páll H. Jó- hannesson, Bæjum. í sýslunefnd: Ásgeir Guðmundsson, Æðey. — Ögurhreppur: Bjarni Sigurðsson, Vigur, Hafliði Ólafsson, Ögri, Matthías Guðmundsson, Hvíta- nesi, Baldur Bjarnason, Vigur og Indriði Guðlaugsson, Þernuvík. i — PJ». „Ársþing íslenzkra iðnrekenda beinir þeirri áskorun til banka- ráðs Landsbanka íslands, að það hlutist til um að verksmiðjuiðn- aðinum verði veitt aukin aðstoð til að afla nauðsynlegra hráefna vegna framleiðslunnar, annað hvort með beinum lánveitingum, eða að Seðlabankinn endurkaupi af öðrum bankastofnunum fram- leiðsluvíxla verksmiðjuiðnaðar- ins.“ Þetta mál er svo rætt á árs- þingum Félags íslenzkra iðnrek- enda síðan árin 1952, 1954, 1955, 1956 og 1957, og gerðar um það ályktanir. Á ársþinginu 1958 er svo samþykkt svohljóðandi álykt un: „Um mörg undanfarin ár hefir iðnaðurinn barizt fyrir því, að Seðlabankinn endurkaupi fram- Ieiðsluvíxla iðnfyrirtækja efiir svipuðum reglum og gilda um framleiðsluvíxlakaup vegna sjáv- arútvegs og landbúnaðar. Námu kaup ’Seðlabankans á framleiðslu víxlum þessara atvinnugreina í október sl. um 543 milljónum króna og mun hafa sikpzt nokk- uð jafnt milli sjávarútvegs og landbúnaðar. Ársþingið skorar því á ríkis- stjórnina að hlutast til um að iðnaðinum verði sköpuð svipuð aðstaða til sölu framleiðsluvíxla og hinum aðalatvinnuvegum þjóS arinnar.“ Lokaþátturinn, og sá þýðingar- mesti, í þessu máli hefst svo er fulltrúi iðnaðarins, Sveinn Guð- mundsson, tekur sæti á Alþingi 1958. Sú þingseta varð að visu ekki löng að þessu sinni, en nægði honum þó til sigursællar forystu þessu máli. Hefir formaður bankaráðs, Kristján Jóhann Krist jánsson, einnig rætt þetta mál í framsöguræðu sinni hér á fund- inum, og þarf ég því ekki miklu við að bæta. Seint verður of mikið gert úr mikilvægi þess, er Alþingi hefir nú einróma samþykkt þá tillögu um endurkaup Seðlabankans á hráefna- og framleiðsluvíxlum iðnaðarins. Sú afstaða er Aíþingi til sóma, og í henni felst næsta ótvíræð viðurkenning á þýðingu iðnaðarins fyrir atvinnulíf pjoð- arinnar. Iðnaðurinn er þakklátur þeim alþingismönnum, sem beittu sér fyrir framgangi þessa máls á Alþingi, og ég vil nota tækifærið, og þakka háttvirtum iðnaðarmálaráðherra, sem er ein- mitt staddur hér á fundinum, fyr- ir stuðning hans við málið. Nú skortir að vísu enn á að þessi ályktun Alþingis kornist í framkvæmd. Ég held því, að rétt væri að hinn fjölmenni fulltrúa- hópur fyrir íslenzkan iðnað, sem á þessum fundi er samankominn, láti afstöðu sína í þessu rnáli verða hljóðbæra. Því er það, að svohljóðandi til- laga er nú lögð fram: „Aðalfundur Iðnaðarbanka ís- lands hf. 1958 lýsir ánægjú sinni yfir einróma samþykkt Alþmgis á þingsályktunartillögu Sveins Guðmundssonar um endurkaup Seðlabankans á hráefna- og fram leiðsluvíxlum iðnaðarins. Væntir fundurinn þess, að hlutaðeigandi stjórnarvöld sjái sér fært að koma þessu brýna hagsmunamáli iðnaðarins í framkvæmd hið allra fyrsta." Að tillögu þessari standa, auk mín, Kristján Jóh. Kristjánsson, Tómas Vigfússon, Sveinn B. Vai- fells, Einar Gíslason, Pétur Sæm undsen, Guðmundur H. Guð- mundsson, Jón Bergsteinsson, Axel Kristjánsson, Gunnar J. Friðriksson, Guðmundur Hall- dórsson og Karl Sæmundsson. Enda þótt ekki séu fleiri nöfn rituð undir þessa tillögu, er ég þess fullviss, að allir fundarmenn, hver einn og einasti, hefðu víljað gerast meðflutningsmenr. hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.