Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 8
8 M O K C I' /V K f 4»iÐ Miðvikudagur 2. jölí 1958 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigu»- Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3304£ Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 35.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÚTVÍKKUN FISKVEIÐILANDHELGINNAR AÐ undanförnu hefur útvíkkun fiskveiðilandhelginnar verið mjög rædd hér innanlands og eins erlendis, eftir að kunnugt varð, hvaða skref íslendingar ætluðu að taka í því máli. Út- víkkun fiskveiðilandhelginnar upp í 12 mílur er ekkert nýtt mál hér innanlands. Árum saman hef- ur verið rætt um knýjandi nauð- syn þess, að færa fiskveiðitak- mörkin út og framkvæmd þess er raunverulega ekkert annað en eðlilegt framhald af þeirri út- færslu, sem gerð var fynr nokkr- um árum og öllum er í fersku minni. íslendingar hafa og flutt þetta mál á alþjóða vettvangi og barizt þar fyrir að fá viðurkenn- ingu á þessari lífsnauðsyn lands- manna. Það er og réttilega tekið fram í Þjóðviljanum í gær, að útgáfa sjálfrar reglugerðarinnar nú er ekkert nýmæli, heldur aðeins staðfesting þess, sern búið var að taka ákvörðun um og lýsa yfir. Sú spurning vaknar þá, hvers vegna reglugerðin var ekki gefin út óðara og ákvörðunin var tek- in og af hverju þessi tími hafi sérstaklega verið valinn. í því sambandi má minna á þær yfir- lýsingar, sem málgögn ríkisstjórn arinnar birtu síðari hluta maí mánaðar, þegar hún lifnaði við á ný, um að reglugerðin um út- færslu fiskveiðiiandhelginnar skyldi gefin út 30. júní og taka gildi 1. september, en „tíminn þangað til verði notaður til þess að vinna að skilningi og viður- kenningu erlendis á réttmæti og nauðsyn útfærslunnar", eins og Alþýðublaðið orðaði það. En hefur tíminn hingað til verið notaður eins og til stóð? í blaði utanríkisrh. segir á for- síðu í gær, að það „vekur mikla athygli í sambandi við reglugerð- ina um 12 mílna landhelgi------- að vandasamasta atriði málsins er enn óleyst. Framtíð togaranna og togbátanna er í algerri óvissu“, segir blaðið. Þá víkur Alþýðu- blaðið að því, að grunnlínum landhelginnar sé ekki breytt með hliðsjón af löglegri samþykkt Genfarráðstefnunnar um það efni. Telur málgagn utanríkis- ráðherra sjálfs, að sjávarútvegs- málaráðherra hafi undirbúið mál- ið slælega og sé nú fyrst að skipa nefnd til að ganga frá þýðingar- miklum og vandasömum atriðum. Það má vitaskuld segja, að sumt af því, sem ógert er, hafi fyrst og fremst áhrif inn á við, vegna þess að um sé að ræða rétt- indi íslenzkra skipa. En allt horf- ir þetta einnig út á við, og skapar óþarfa óvissu. ★ Og hefur tíminn verið notaður til að skýra út á við sjónarmið okkar? Þjóðviljinn segir, að fjög- ur ríki hafi mótmælt útfærslunni og er þá spurning, hvað gert hafi verið til að fá þau til að breyta afstöðu sinni. Hefur stuðningur nánustu frændþjóða okkar á Norðurlöndum verið tryggður? Þess hefur verið getið, að Rúss- ar hafi lýst yfir stuðningi við að- gerðir okkar í landhelgismálinu, en rétt er að benda á, að Rússar léku mjög tveim skjöldum á ráð- stefnunni í Genf. í sambandi við 12 mílna landhelgi Rússa er þess að minnast, að hún hefur ekki hlotið alþjóðaviðurkenningu og að Rússar hafa sjálfir samið við Breta um víðtækan rétt til fisk- veiða innan þeirra takmarka. Hafa Bretar óspart vitnað í þenn- an samning Rússa og talið, að við íslendingar hefðum átt að fara hina sömu leið. Það er því ljóst, að hvað sem líður viður- kenningu Rússa á aðgerðum okk- ar nú, þá er afstaða þeirra að öðru leyti, sízt af öllu til trausts og halds íslendingum. ★ Tíminn talar í gær um nauð- syn íslendinga á að standa saman í landhelgismálinu. Þar þurfi þeir framar öllu að bera giftu til samþykkis. Þetta er vitaskuld rétt, en spyrja má, hvort sjálf ríkisstjórnin sé hér innbyrðis á einu máli. Ummæli málgagns sjálfs utanríkisráðherrans, sem vitnað var í hér að framan, vekja vissulega efasemdir um að svo sé. En hér þarf forystan að vera örugg og sést nú, eins og raunar oft áður, að veik og sundurleit ríkisstjórn á erfitt með að standa að framkvæmd mála, sem fyrst og fremst krefjast festu og ein- ingar. Allir íslendingar eru sammála um nauðsyn sem víðastrar land- helgi. Það voru Sjálfstæðismenn, sem höfðu forystu um að slíta af okkur hin gömlu samninga- bönd við Breta um landhelgina og ruddu með því veginn. Sjálf- stæðismönnum hefur ætíð Verið ljós hin mikla þýðing þessa máls fyrir alla þjóðina og lagt allt fram til lausnar því, sem í þeirra valdi hefur staðið. Þjóðin almennt hef- ur fyrir löngu skilið þýðingu málsins fyrir búskap landsmanna í bráð og lengd og það mun sízt af öllu hætta á að eining hennar bregist. Það sem miklu fremur er að óttast, er að þeir, sem for- ystuna eiga að hafa, ríkisstjórnin sjálf, geri sér ekki eðli þessa stór- máls nógu ljóst og viðhafi ekki þær starfsaðferðir, sem vænleg- astar eru til fullnaðarsigurs. Reynslan af meðferðinni á und- irbúningi málsins bendir ótví- rætt í þessa átt, svo og ummæli sjávarútvegsmálaráðherra í fyrra kvöld, þar sem hann m. a. á furðu legan hátt blandaði saman stækk- un „fiskveiðilandhelginnar“ og „fullkomnum yfirráðarétti ís- lendinga á öllu landgrunninu“. ★ íslendingar vona að þær er- lendar þjóðir, sem telja sig sér- staklega varða landhelgismálin, fallist á hina knýjandi nauðsyn okkar. Ráðamenn þeirra þjóða eiga að nafa öll skilyrði til að skilja, að við útfærslu fiskveiði- landhelginnar eru íslendingar ekki að gera sér leik að neinu. Afkoma þjóðarinnar veltur á fiskimiðunum. Þau eru okkur uppspretta þess sem til þess þarf að halda íslandi byggilegu á nú- tíma vísu. Miðin eru „lamb fá- tæka mannsins", undirstaða vel- gengni okkar. Þetta er það, sem skapar samhug fslendinga og hlýtur einnig að lokum að leiða til almennrar viðurkenningar á rétti okkar. UTAN UR HEIMI Cocteau heldur upp á sjötugsafmœli sitt með frumsýningu á kvikmyndinni ,,Erfðaskrá Franski rithöfundurinn Jean Cocteau verður sjötugur innan skamms og heldur afmæli sitt hátíðlegt með því að láta frá sér fara nýja kvikmynd, „Erfðaskrá Orfeusar“, en Cocteu hefir sjálf- ur skrifað kvikmyndahandritið og sett kvikmyndina á svið. Cocteau er sagður vera einhver fjölhæfasti bókmenntamaður Frakka, og fæðingarár hans eru óneitanlega óeðlilega mörg: í flestum dönskum alfræðiorða- bókum er hann sagður fæddur 1892, í nýjustu útgáfu af „Who is who“ er fæðingarár hans talið vera 1889 (fyrir nokkrum árum var Cocteau samkvæmt annarri útgáfu af „Who is who“ tveimur árum yngri, fæddur 1891), og samkvæmt Dictionnaire des Contemporains, sem Jean Galier- Boissiére, þekktur blaðamaður í Orfeusar" París, hefir gefið út, er Cocteau fæddur 1889). Vel má vera, að Cocteau hafi í æsku sinni sagzt vera yngri en hann raunverulega var, er hann fyrst tók að vekja athygli sem undrabarn á sviði bókmennt- anna. En óhjákvæmilegt er að gera ráð fýrir því, að hann viti sjálfur, hvenær hann er fædd- ur, og verði ekki bara að gamni sínu sjötugur ári fyrr en ástæða er til. Annars hafði Cocteau tilkynnt, er hann lagði síðustu hönd á meistaraverk sitt á sviði kvik- myndagerðar, „Orfeus“, að hann myndi hætta að fást við kvik- myndagerð. Síðan hefir Cocteau skrifað og sett á svið eitt atriði í tilraunakvikmynd Han-s Richt- ers, „lxl=l“, og auk „Erfðaskrár Orfeusar" hefir hann nú einnig skrifað kvikmyndahandrit eftir leikriti sínu „Ritvélin". Líklegt er, að han muni einnig sjálfur setja þessa síðastnefndu kvik- mynd á svið. Aðalhlutverkið í kvikmyndinni á Annie Girardot að leika, en hún fór einnig með aðalhlutverkið í leikritinu er það var sýnt í París. Picasso gerði þessa mynd af Jean Cocteau sem ungum manni Allt bendir til þess, að „Erfða- skrá Orfeusar“ verði mjög at- hyglisverð kvikmynd. Orfeus er Cocteau sjálfur að nokkru leyti og jafnframt rithöfundurinn, sem verið hefir ein aðalpersónan í verkum Cocteaus og birzt þar í ýmsum gervum, t.d. í leikritinu og kvikmyndinni „Orfeus“, í kvikmyndinni „Skáldablóð" og í ballettinum „Ungi maðurinn og dauðinn“. Kvikmyndin „Erfða- skrá Orfeusar" verður frumsýnd á afmælisdegi Cocteaus 5. júlí á- samt 65 mínútna kvikmynd, er Etienne Perrier hefir gert um æviferil Cocteaus. Er það lit- kvikmynd af cinemascopegerð. Löggjöfin um sveitastjórnar- mál endurskoðuí SAMKVÆMT ákvörðun ríkis- stjórnarinnar skipaði félagsmála- ráðherra hinn 20. maí s.l. fimm manna nefnd til þess að endur- skoða íslenzka löggjöf um sveitar stjórnarmál og semja frumvarp eða frumvörp ti! laga um þetta efni. Charles Darwin 100 ú síðon Darwin gerði grein fyrir kenningum sínum UM ÞESSAR MUNDIR eru liðin hundrað ár, síðan Charles Dar- win gerði í The Linnean Society grein fyrir þróunarkenningunni, sem haft hefir svo mikil áhrif á skoðanir manna á náttúrunni og lífinu. Flutti hann greinargerð sína þann 1. júlí 1858. Um svip- að leyti gaf hann út í bókarformi greinargerð sína um þróunar- kenninguna, sem vakti þegar miklar deilur. Þó hörðnuðu deil- urnar enn meir, eftir að Darwin hafði ári síðar gefið út verk sitt, Um uppruna tegundanna (On the Origin af Species). Um rannsóknir í náttúrufræði gildir sama lögmál og á öðrum sviðum, árangur rannsóknanna vex ekki jafnt og þétt með hverju ári. Komið geta löng tíma bil algerrar kyrrstöðu, en annað veifið koma fram á sjónarsviðið snjallir vísindamenn, sem setja fram fjölmargar nýjar hugmynd- ir og kenningar. Kenmngar þeirra geta valdið svo mikilli byltingu, að langur tími líður, áður en hægt er að meta réttilega skerf þeirra til vísindanna og áð- ur en hægt er að fjarlægja það illgresi úr kenningunum, sem æ- tíð fylgir aukinni grósku. En hvað eftir annað leita menn aft- ur til kenninga þessara miklu vísindamanna. Charles Darwin er .einn af þessum spámönnum vísindanna. Á undanfarinni öld hafa kenmngar nans hvað eftir annað verið teknar til umræðu á nýjan leik. Sumir hafa rifið þær niður, aðrir hafa sagt þær hafnar yfir alla gagnrýni, og enn aðrir hafa velt þeim fyrir sér og reynt að finna sannleikskjarn ann í tilraun Darwins til að ráða hina miklu gátu um þróun lífs- ins. í nefndinni eiga sæti þessir menn: Hjálmar Vilhjálmsson, ráðu- neytisstjóri, sem er formaður nefndarinnar, Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri, Björn Björnsson, sýslumaður, Jón Guðjónsson, bæjarstjóri og Tómas Jónsson, borgarlögmaður. Nefndin hefur þegar tekið til starfa og hefur haldið fundi dag- lega að undanförnu. Á næstunni mun nefndin rita sveitarstjórnum bréf þar sem leitað verður álits þeirra og til- lagna um ýmis atriði varðandi þau mál, sem nefndinni ber að fjalla um. (Frá félagsmálaráðuneytinu. Ný verzlun NÝLEGA hóf ný verzlun starf- semi sína á Strandgötu 31 í Hafn arfirði undi nafninu Lótusbúðin. Mun hún sérstaklega gera sér far ma ð hafa á boðstólum barnafatnað og kvenfatnað. Er verzlunin smekklega inn- réttuð. Eigandi er frú Sólveig Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.