Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 16
V EÐRIÐ A-gola í nótt, en breytileg átt á morgun. — Skýjað. lOírjjimMaí 146. tbl. — Miðvikudagur 2. júlí 1958 Bókasöfn og rifhöfundar Sjá grein á bls. 9. Semja rafvirkjar í dag? Samningcmefndir komust crð sam- komulagi i gærkvöldi Fimdur boðaður SÁTTASEMJARI rikisins boð aði enn á ný til sáttafundaT i Alþingishúsinu og stóð enn í farmannadeilunni í gær- kvöldi. Hófst fundurinn kl. 9 yfir um miðnætti. Þá hafði ekki komið fram nein sátta- tillaga og um samkomulags- horfur varð engu spáð á því stigi málsins. Myndin er frá heimsókn íslenzku þingmannanna til Rússlands. Þingmennirnir heimsóttu m. a. P. Lobanov forseta æðsta ráðsins og J. Peive forseta þjóðaráðsins. Myndin er tekin við það tækifæri. Lobanov er að halda ræðu, en t. v. við hann sitja Peive og Pétur Thorsteinsson sendiherra. Emil Jónsson forseti sameinaðs þings situr gengt þeim og að baki honum Karl Kristjánsson. — Þingmennirnir flugu frá Stalingrad til Krímskagans á mánudaginn. Tass-frétta- stofan skýrði frá því, að embættismenn á staðnum hefðu tekið á móti þeim, en síðan fóru þeir til Yalta. Júlíbók Almenna bóka félagsins komin út Netlurnar blómgast eftir sænska skáldið Harry Martinson í GÆRMORGUN lögðu rafvirkj- ar í Félagi íslenzkra rafvirkja niður vinnu, þar eð kaup- og kjarasamningar höfðu ekki tekizt við rafvirkjameistara. Fyrir milli göngu sáttasemjara ríkisins varð samkomulag milli fulltrúa deilu- aðila í gærkvöldi, sem lagt verð- ur fyrir fundi í meistarafélaginu og rafvirkjasveinafélaginu í dag. Aðalatriði samkomulagsins er að vikukaup hækki úr kr. 630 í kr. 665, en það mun vera því sem næst 5,8% umfram það, sem gert er ráð fyrir í hinum nýju Logn og þoka á miðumim í gærkvöldi FRÉTTARITARI Mbl. á Húsavik símaði í gærkvöldi að flotinn væri allur á svæðinu frá Flatey að Lundey og út með Tjörnesi. Var þá komin svarta þoka og ekki vitað um að skip hefðu kom- izt í veiði. Á Húsavík var saltað mikið í gær og ekki hægt að taka við meiri síld er leið á daginn og fóru einhver skip með afla sinn til Dalvíkur. Fréttaritarinn taldi það helzt til tíðinda hve nærri landi sú síld er, sem nú hefur 'veiðzt, en undanfarin ár hefur síld ekki veiðzt svo skammt und- an. Til viðbótar því sem sagt er um afla á öðrum stað í blaðinu frétt- ist um þessi þrjú skip síðdegis í gær. Hrönn II SK með 400 tunn- ur, Keilir, Akranesi með 500 og Sigurður frá Siglufirði með 200 tunnur. Að því er Síldarleitin tjáði blaðinu seint í gærkvöldi hafði enginn bátur kastað eftir kl. 7 síðd. í gær. Logn var á miðunum, en þoka svo að ekki sá út úr augunum. Drengur drukknaði í Gönguskarosá á sunnud. 1 DAG kemur út á vegum Al- menna bókafélagsins Netlurnar blómgast eftir sænska skáldið og rithöfundinn Harry Martinson. Er það „júlí-bók“ félagsins. Netlurnar blómgasr er eín af kunnustu bókum þessa sænska ritsnillings. Hún kom fyrst úr í Svíþjóð árið 1935 og var þegar þýdd á mörg tungumál. Má Fram - Hafnar- fjörður jafntefli .í GÆRKVÖLDI fór fram 4. leik- ur íslandsmótsins og mættust Fram og Hafnfirðingar. Lyktaði leiknum með jafntefli 2:2. í hálf- leik stóð 2:1 fyrir Fram. Leikurinn var í heild iélegur. Átti Fram mun meira í leiknum og þó bæði iið misnotuðu tæki- færi til marka, þá mun seint gleymast hve herfilega misnot- uðust þrjú tækifæri Fram á síð- ustu 10 mín. leiksins. Bergþór Jónsson skoraði bæði mörk Hafn firðinga, en Grétar Sigurðsson og Björgvin Árnason skoruðu mörk Fram. Sláttur hefst næstu da®a o VALDASTÖÉUM, 30. júni. — Á 3 bæjum er sláttur hafinn, Möðruvöllum, Meðalfelli og Neðra-Hálsi. Fleiri munu hefja slátt næstu daga, sérstaklega ef upp styttir, því allmikið hefir rignt hina síðustu daga. Gras- vexti hefir faríð ört fram síðustu daga. og er grasspretta að verða góð á sumum túnum. — St. G. -*y Maruu-.. lögum ríkisstjórnarinnar, (bjarg- ráðunum). Aðilar hafa áskilið sér ýmiss konar fyrirvara t.d. áskilja meistarar sér að þeir fái að hækka selda vinnu sem nemur kauphækkuninni. Gert er ráð fyrir að samkomulagið gildi til 1. júní 1959 ef það næst, en eins og fyrr segir verða fundir í dag. Olíuskipum veitt undanþága SÍÐDEGIS í gær hafffl stjóra Sjó. mannafélags Reykjavíkur ákveð- ið að veita undanþágu til tveggja olíuskipa til flutninga á olíum til síidarflotans og til starfrækslu síldarverksmiðjanna. Er undan- þágan leyfð með þeim fyrirvara, að það veitist þar til öðru vísl verði ákveðið. Mun það gert með tilliti til töku leiguskipa, sem svo mjög hefur verið á dagskrá í sambandi við undanþáguna til olíuflutninganna vegna síldveiði- fiotans. Ekki hitabylgja í GÆR var mjög heitt víða um land. Mestur hiti mældist 23 stig á Þingvöllum, Hæli í Hreppum og í Möðrudal. f Reykjavík komst hitinn upp í 18 stig í gær. Mbl. hringdi til Veðurstofunnar í gær- kvöldi og spurði hvort hér myndi um hitabylgju að ræða, en fékk þau svör að svo væri ekki. Veður- stofan sagði að í dag yrði aust- angola og hiti sennilega svipaður og í gær. Listkynning Mbl. SAUÐÁRKRÓKI, 1. júlí: — Á sunnudaginn varð hörmulegt slys í Gönguskörðum. Drengur, sem Landanir á Siglu- firði og Húsavík SIGLUFIRÐI, 1. júlí. — I morg- un var bræla og þokusúld á mið unum og fengu þá þessi skip síld á Skjálfanda. Sigrún AK 500 tunnur, Hannes Hafstein 350, og Guðfinnur 100. Nú um nónbilið er komið gott veður og bjart og hafa þessi skip fengið síld: Sjö- stjarnan 350, Björg, Eskifirði 300, Hrafnkell 250, Jón Finnsson 70, vestur i Reykjafjarðarál, Jón Kjartanss. 400, Huginn NK 100, Gjafar 180, Grunfirðingur II. 200, og sprengdi nótina, Helga TH 150, Gunnar EA 400, Helgi Fló- ventsson 400, Viktoría 400, Vil- borg 300, Ásgeir 300, Ófeigur þriðji 200, Baldur 60, Búðafell 200, Sæfari 40, Stella 400, Helgi SF 500, Sjöfn 50, Páll Þorleifs- son 300, Von KE 150. Þessi síld hefur veiðzt á nokkru svæði út af Flatey og Lundey. Fimmtán þessara skipa fóru inn til Húsa- víkur og var gert ráð fyrir að þar yrðu saltaðar a.m.k. 4.000 tunnur í dag. — Guðjón. verið hefur til sumardvalar og snúninga í bænum Tungu, drukkn aði í Gönguskarðsá. Drengurinn, sem hét Bjarni Halldórsson og var frá Siglufirði, hafði farið um klukkan 7 á sunnudagskvöldið til að sækja kýrnar, en þær halda sig venju- lega á svonefndum Hryggjadal, sem er nokkurn spöl frá Tungu. Húsfreyjan í Tungu, Elísabet Andrésdóttir, var ein heima, er þetta gerðist. Helgi bóndi Magn- ússon var á kjörstað, en hrepps- nefndarkosningar fóru fram þann dag sem kunnugt er. Elísabetu fór brátt að lengja eftir komu drengsins með kýrn- ar og héit til móts við hann. Kom hún að Gönguskarðsá án þess að verða drengsins vör. Áin er breið á þessum stað, en vatnslítil. Elísa- bet óð yfir ána á vaðinu, en á grynningum við það fann hún drenginn. Hann virtist ekki með lifsmarki. Drengurinn var fluttur heim, en lífgunartilraunir urðu árangurslausar. Bjarni litli var 11 ára að aldri. Þetta var annað sumarið, sem hann er í sveit að Tungu, og var hann því orðinn kunnugur á þessum slóðum. Hvað valdið hefir því, að hann féll í ána er ekki vitað. Foreldrar hans eru Margrét Franklín og Halldór Bjarnason, Hlíðarvegi 32, Siglu- firði. — Jón. Karl Ásbjörnsson 1 GÆR hófst sýning á verkum 19 ára gamals Reykvíkings, Karls Ásbjörnssonar, á vegum listkynningar Mbl. Þessi ungi maður er fæddur vestur á Bíldu- dal, sonur Asbjarnar Stefánsson- ar læknis. Hefur hann að mestu alizt upp hér í Reykjavík. Nám í málaralist og teikningu hefur hann stundað hjá þeim Kjartani Guðjónssyni, Hjörleifi Sigurðs- syni, Herði Ágústssyni og Ás- mundi Sveinssyni. Þetta er fyrsta opinbera sýn- ingin, sem haldin er á verkum Karls Ásbjörnssonar. Ennþá hef ur hann aðallega málað með pastellitum en einnig nokkuð með olíulitum. Hann sýnir nú 5 málverk, 4 pastelmyndir og eitt olíumálverk. Eru málverkin öll til sölu hjá Mbl. eða listamanninum sjálfum. segja, að með þessari bók hafi Martinson getið sér þann orð- stír og vinsældir, sem hann hefur notið æ síðan að verðleikum. Svíar líta á hann sem einn af mestu núlifandi rithöfundum, og á hann nú sæti í sænsku aka- demíunni. Netlurnar blómgast fjallar um fyrstu tólf árin í lífi munaðar- leysingjans Marteins Ólafssonar, sem er enginn annar en Harry Martinson sjálfur. Þegar hann er sex ára, deyr faðir hans, og skömmu síðar hverfur móðir hans til Ameríku frá fimm börn um, sem hún lætur hreppinn um að annast. Þar hrekjast þau milli lægst bjóðenda. Áður en Marteinn litli er tólf ára, hefur hann verið á fimm heimilum. Hann fær í sig, en fer algerlega á mis við allan skilning, sem hvert barn hungrar og þyrstir eftir. Netlurnar blómgast er vjður- kennd svo frábær sálarlífslýsing | barns í nauðun, að hún eigi að því leyti fáa sína líka. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.