Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 13
Miðvikurtaeflir 2. júlí 1958 WORCr/JVBf 4 Ðli. 13 Kristján Kristjánsson skipstj. Minning í DAG er til grafar borinn Krist- ján Kristjánsson skipstjóri. Hann andaðist í Landspítalanum hmn 16. f. m. Kristján var fæddur að Ósi við Bolungarvík hinn 10. júlí 1893, og hefði því orðið 65 ára í þessum mánuði ef honum hefði enzt aldur til. Foreldrar hans voru þau Krist ján Jónsson verkstjóri við verzl- un Péturs Oddssonar í Bolungar- vík, og kona hans Friðrikka Lúð- víksdóttir frá Ósi. Foreldrar Krist jáns hófu búskap að Miðdal við Bolungarvík, en er Kristján var níu ára að aldri andaðist móðir hans og fluttist þá faðir hans með börn sín, en þau voru sex, til Bolungarvíkur. Þar dvaldist Kristján hjá föður sínum og fjöi- skylduvinum æskuár sín. Snemma vandist Kristján á að vinna, eins og raunar títt var í þá daga, og tók sjórinn strax hug hans allan, enda uppalinn í einni þekktustu verstöð landsins. Hann var afburða verkmaður, þrek- menni að burðum, hár og glæsi- legur á velli, svo eftir var tekið. Haustið 1918 settist Kristján í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1920. — Eftir það var hann á botnvörp- ungum, lengst með hinum þekkta ágætis- og aflamanni Gísla Odd- syni á b/v Leifi heppna, en á því skipi var mikið mannval. Árið 1927 var örlagaríkt heilla ár í ævi Kristjáns. Þá tók hann fyrst við skipstjórn á b/v. Gull- toppi, og réðist þá sem stýrimað- ur til hans hinn þjóðkunni afla- og athafnamaður Vilhjálmur Árnason, og hélzt einlæg vinátta með þeim síðan. Nokkru síðar, þ. e. 22. september kvænt- ist hann eftirlifandi konu sihni, Guðrúnu Hafliðadóttur, Jónsson- ar. Þau Guðrún og Kristján bjuggu allan sinn búskap að Sól- vallagötu hér í bæ. Eignuðust þau eina dóttur, Vilborgu, sem er gift Jóhanni Gíslasyni fiugum- sjónarmanni hjá Flugféiagi ís- lands. Rafn stýrimaður, sonur Kristjáns, er kvæntur Rósevju Helgadóttur. Barnabörn Krist- jáns eru nú fimm. Vilborg Jónsdóttir móðir Guð- rúnar missti mann sinn árið 1930. Upp frá því var hún hjá dottur sinni og tengdasyni til æviloka, í 19 ár, umvafin ást og umhyggju þeirra beggja. Á milli þeirra var mikill kærleikur og mínnist ég jafnan hvernig Kristján ljómaði hvert sinn er hann minntist tengdamóður sinnar. Þá átti Kristín Hafliðadóttir, mágkona Kristjáns, nauk í homi þar sem hann var, er hún fluttist að Sólvallagötu 13 með fimm unga drengi, er maður hennar, Magnús Jóhannsson skipstjóri, drukknaði árið 1928. Voru synir hennar mjög hændir að Kristjáni, enda löngum með honum á sjón- um, er þeir komust tii ára, en þó sérstaklega þeir skipstjórarnir Jó hann og Gunnar. Eins og áður er sagt hóf Krist- ján skipstjórnarfei-ii sinn árið 1927 og var hann skipstjóri eftir það alla tíð, eða í tæp 30 ár, þar til hann varð að hætta störfum á sjónum vegna heilsubrests. Eft- ir skipstjórn á Gulltopp: var hann skipstjóri um níu ára skeið á b/v. Andra, síðan á b/v. Sindra, sem hann var einn af meðeigendum að, þá réðst hann til Kveldúlfs hf. og starfaði þar þangað til í júlí 1944 að hann varð samstarfsmað- ur minn, skipstjóri á b/v. Viðey, og er ég þakklátur forsjóninni að vegir okkar Kristjáins lágu þar saman, Kristján var einn aí stofnendum Fiskiveiðahlutafé- iagsins Akurey og var skipstjóri á skipi félagsins fyrstu fimm ár- in. Hann var einnig meðstofn- andi að Hampiðjunni hf. og hf. Hvals, svo auðséð er að hugur hans allur var við sjóinn og upp- byggingu þess atvinnuvegar, sem honum er tengdur. Kristján var afburða skipstjóri og má hikiaust telja hann í hópi mestu aflamanna íslenzka togara flotans. Öll þau ár, sem við unn- um saman brást honum ekki ein einasta veiðiferð. Hann var órag- ur að reyna ný mið og nýjar leið- ir, og má til sönnunar nefna, að fyrstu veiðiferð sína á b/v. Akur ey fór hann í tilraunarskyni til Grænlands, fyrstur íslenzkra tog- ara. Þó stundum hvessti í bi'únni, þegar vel fiskaðist. þá var Krist- ján slíkur öðlingsmaður og raun- góður, að msrgír aí skipverjum hans voru með honum samfleytt í 15—20 ár og sumir enn I-mgur eða alla hans skipstjóratíð, svo sem Hilmar Jonsson varaformað- ur Sjómannaiélags Keykjavíkur og Jörgen Jónsson. Um borð í skipum Kristjáns var skipshöfn- in ávallt sem samstiilt úrvalslið. Þar ríkti reglusemi, bróðurhugur og snyrtimennska svo af bar. Nokkru áður en Kristján hætti skipstjórn létu skipverjar hans einn af færustu listamönnum okkar mála af honum mynd og færðu honum að gjöf. Á þann hátt vildu þeir votta honum þakk læti sitt og sýna honum virðingu. Kristján var skemmtilegur fé- lagi. Við hjónin minnumst margra ánægjulegra samveru- stunda með þeim Guðrúnu og Kristjáni, á ferðalögum bæði ut- anlands og innan. Það eiga margir um sárt að binda er kveðjustundm er korr.in. Söknuður systkma hans, Niko- línu skipsþernu, sem var honum mjög kær, og bræðra hans Jóns og Guðjóns. sem iengi voiu með honum á sjónum, er mikill. En sárastur er söknuðurinn hjá dótt- ur hans og eigmkonu, sem búið hefur hann út i svo margar ferðir, en nú að lokum i ferðina miklu yfir hafið til austursins eilífa. Ég votta ástvinum Kristjáns Kristjánssonar innilega samúð mína. Blessuð sé minning hans. Oddur Helgason. í DAG fer fram útför Kristjáns Kristjánssonar skipstjóra, en hann andaðist í Landsspítalanum 16. júní eftir langvarandi van- heilsu. Kristján var fæddur að Ósi í Bolungarvík 10. júlí 1893, og var því nærri 65 ára er hann lézt Foreldrar hans voru Kristján Jónsson útvegsbóndi og síðar verkstjóri í Bolungarvík, en síð- ast kaupmaður í Reykjavík, og kona hans Friðrikka Lúðvíks- dóttir skipstjóra frá ísafirði. Hann ólst upp hjá þeim að Mið- dal í Bolungarvík til 9 ára ald- urs, en þá missti hann móður sína. Kristján byrjaði ungur að stunda sjóinn, eða um fermingar- aldur en það var þá ein mesta framavon fyrir dugmikla unga menn og ekki eins margir mögu- leikar á atvinnusviðinu og nú er. Byrjaði fyrst að róa á árabátum, en síðan á mótorbátum, en slíkt er góður sjómennskuskóli fyrir unga menn, og margir afburða- sjómenn og aflamenn uppaldir í verstöðvunuin við ísafjarðar- djúp. Sem vonlegt var um jafn kappsfullan mann og Kristján var, stóð hugur hans brátt til stór brotnari veiðitækja og leitaði hann því suður. Var eina vertíð á skútu, en síðan á togurum. Ut- skrifaðist úr Sjdmannaskólanum árið 1920, var síðan háseti og .stýri maður á togurum þar til hann tók víð skipstjórn á togaranum Gulltoppi árið 1927. Hann varð strax í fr.emstu röð sem aflamað- ur á togurunum og ávallt síðan meðan honum entist heilsa til að stunda sjóinn. Kristján var oft sjálfur þátttkandi í útgerð þeirra skipa er hann stjórnaði og enn- fremur einn af stofnendum Hamp iðjunnar. Hann kvæntist eftirlif- andi konu sinni Guðrúnu Hafliða dóttur árið 1927 og eiga þau eina dóttur, Vilborgu, sem er gift Jóhanni Gíslasyni lofskeyta- manni. Ég kynntist Kristjáni fyrst að ráði fyrir 25 árum, þegar ég var um tíma samverkamaður hans á sjónum og eignaðist þá vináttu þeirra hjónanna, en bæði voru þau mannkostafólk og góðir vin- ir vina sinna. Nú þegar leiðir skiljast um stund, vil ég þakka Kristjáni einlæga vináttu og margar. góðar samverustundir. — Innilega samúð votta ég konu hans, dóttur, og öðrum vanda- mönnum Vinir hans geyma minn inguna um drengskaparmann og góðan félaga. Þ. H. Barnapeysur Telpujakkar Dömupeysur Sundbolir Verzlunin GRDKD Laugavegi 23 Fundur verður haldinu j llygtgsngafékigi alþýðu í Reykjavík, föstud. 4. júlí kl. 8.30 e.h. í Iðnó, uppi. Umræðuefui: Heliulagning gangstétta í kringuin byggingar félagsins. 1. júlí 1958. Stjórn Byggingarfélags alþýðu, Reykjavík. TIL SÓLU Lítið notuð Perkins-dieselvél, 6 strokka 75—100 1 — Upplýsingax gefa: l\laginús Jetisson hf. Tjarnargötu 3, sími 14174 Nýkomið SILICONE CARNUBA VAXBÓNIÐ Verslun FRIÐRIKS BERTELSEN Ti-yggvagötu 10 — Sími 19-4-79 Vandaðar íbúðir til sölu Höfum til sölu íbúðir, sem eru 117 ferm., 4 herbergi, eldhús, bað og hall. í kjallara fylgir auk þess 1 íbúðarher- bergí, sérstök geymsla, eignarhluti í þvottahúsi, þurrk- herbergi, barnavagnageymslu og frystigeymslu. íbúðirn- ar eru nú tilbúnar undir tréverk og málningu og húsið fullgert að utan. íbúðimar eru seldar í því ástandi og með allri sameign inni í húsinu fullgerðri. Hægt er að fá íbúð- irnar lengra komnar. Eru til sýnis á venjulegum vinnu- tíma. Lán á 2. veðrétti kr. 50 þúsund, fylgir. Fyrsti veð- réttur er laus fyrir kaupanda. Fasteigna & Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4, símar: 13294 og 14314. F R A M Tvö heztu í kvöld keppa K. R. unglingalið Sjálands á Laugardalsvellinum: BAGSVÆRD I. F. — K. R. kl. 20.00 Dómari: Bjariti Jensson ROSKILDE 1906 — FRAM kl. 21.00 Dómari: Magnús V. Pétursson Aðgangur: Stúkusæti kr. 15.00. — Börn kr. 5.00 Þetta verða einu leikir Ðananna á grasi si;slett popi!N|^TTTT3T7TT^P^7«ilPf7!5PU siráunTng íno-iron áJ Iv 3 iV/i^-7T^^ oþörf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.