Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 14
MUKtiiirnni. 4 n jð Miðvikudagur 2. júli 1958 t4 TIL SÖLU 5 MANNA Dodge Weapon lítið notaður. Til sýnis að Skólabraut 11, Seltjarna- nesi eftir kl. 5, sími 15054 í kvöld og 19729 til kl. 5. H8JSMÆÐI Nokkur herbergi eru til leigu á Laugavegi 27 — hentug fyrir ’ lækningastofur, skrifstofur eða léttan iðnað. Uppl. í síma 33150. STIJLKA óskast á skrifstofu (helzt vön gjaldkerastörfum). — Umsókn sem tilgreini menntun, aldur, fyrri störf og meðmæli ef til eru sendist afgr. blaðsins fyrir 5. júlí merkt: Framtíð — 3266 — 6354. Stúlka óskast í bakarí strax. — Upplýsingar í síma 10263. Vélritunarstúlka Vélritunarstúlka vön enskum bréfaskriftum óskast nú þegar. — Gísli Jónsson & Co. Ægisgötu 10. Síldarstúlkur vantar til Raufarhafnar. Upplýsingar í síma 34580. Gunnar Halldórsson. Einbylishús til sölu Höfum til sölu nokkur einbýlishús (raðhús) á góðum stað við Langholtsveg.' I kjallara er bifreiðargeymsla, þvottahús, kyndiklefi og geymsla. Á 1. hæð eru 2—3 stof- ur, eldhús, snyrting, skáli og ytri forstofa. A 2. hæð eru 4 herbergi, bað, forstofa, og stórar svalir. íbúðirnar eru seldar fokheldar. Lán á 2. veðrétti kr. 50.000.00. Fyrsti veðréttur laus. Fasteigna & Verðbréfasalan, fLárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4, símar: 13294 og 14314. Hólatorg 2 Húseignin Hólatorg 2 er til sölu. Getur verið öll laus með stuttum fyrirvara. Heimilt að nota tals- t vert af húsrýminu fyrir skrifstofur. | Húsið er til sýnis daglega til helgar kl. 5—7 e.h. Nánari upplýsingar gefur: GUNNAR MÖLLER hrl., Suðurg. 4, sími 13294, til viðtals kl. 13.30—15. Guðrún Eiríksdótfir Mirmingarorð ÞANN 18. apríl 1958, andaðist á ísafirði ekkjan Guðrún Eiríks- dóttir 96 ára gömul. Guðrún var fædd í Unaðsdal í Snæfjalla- hreppi 2. febr. 1862. Voru foreldr- ar hennar hjónin Sveinbjörg Þor- kelsdóttir og Eiríkur Eiríksson. Áttu þau 13 börn, sem mörg náðu háum aldri. Móðir Sveinbjargar var Sigríður Árnadóttir frá Æð- ey. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Unaðsdal til fullorðins ára. Átti hún tvö börn með Guð- bjarti Þorgeirssyni, Veturliða, og Guðmundu. Árið 1891 giftist hún Kristjáni Jónssyni bróður Alberts smiðs á ísafirði og Magn- úsar bónda í Gjörfudal í Nauteyr- arhreppi. — Voru allir þeir bræð- ur hinir mestu hagleiksmenn. Með Kristjáni,átti Guðrún tvo syni, Jón skipstóra á ísafirði, f. 19. maí 1893, sem er giftur Vil- borgu Torfadóttur og Halldór Tryggva f. 19. maí 1896. Hann fór til Ameríku 1910 og dó þar 1918. Stundaði þar kennslu og var hinn myndarlegasti maður. Guðrún og Kristján bjuggu fyrst á Tirðilmýri og stundaði Kristján bæði smíðar og sjó- mennsku og var formaður mörg ár. Árið 1905 fluttu þau í Bæi og bjuggu þar til 1922 að þau fluttu með Jóni syni sínum til Hnífsdals og svo aftur með honum til fsa- fjarðar 1930. Kristján dó 7. 6. 1939 og hefur Guðrún dvalið stöðugt síðan hjá Jóni og Vil- borgu og hefur hún átt þar hið bezta heimili. Guðrún hefur eignazt yfir 20 barnabörn og munu nú afkom- endur hennar vera um 70. Guðrún var mjög skír kona og hélt óvenju góðu minni, sjón og heyrn til síðustu stundar. Vissi ég hana læra vísur 95 ára. Var oft gaman að tala við hana um liðna tíma, því hún mundi ártöl að ýmsum merkum viðburðum og rakti ættartölur margra nábúa sinna. Var oft leitað til hennar í þeim tilfellum. Hún var líka óvenju hraust. En í Hnífsdal varð hún fyrir því slysi að detta úr stiga og meiddist mikið í mjöðm. Varð hún aldrei jafngóð af því — Gagnfræðaskóli Fiainn. aí bls. 6 Ragnar Jóhannesson brautskráði. Hafði Pétur Georgsson orð fyrir þeim, flutti skólanum þakkir og heillaóskir og afhenti honum að gjöf frá þeim bekkjarsystkinum vandað málverk frá Þingvöllum eftir Sigurð Sigurðsson listmál- ara, hið ágætasta listaverk. — Skólastjóri þakkaði hlýhug, rækt- arsemi og rausn í skólans garð, og hét því, að þessi góða gjöf skyldi prýða veglegan stað í nýju skólahúsi. — Á eftir efndu 10-ára gagnfræðingar til sam- sætis að veitingahúsinu Ferstiklu. og hafði því ekki útivist, en fóta- vist þar til síðastliðið haust. Hún var talin reglusöm, þrifin og góð húsmóðir. Ég vil nú, góða vinkona, þakka þér öll heilræðin, víaurnar og gáturnar, sem þú kenndir mér. Og ég vona, að við eigum enn eftir að skemmta okkur við fög- ur ljóð og fagrar viturra manna sagnir. Við systkiwin þökkum þér vin- skap við okkur og foreldra okkar og biðjum guð að blessa minn- ingu þína. — Leikhús Frh. af bls. 3. Við kvöddum og héldum aftur út í Sjálfstæðishús. Blómarós- irnar í eldhúsinu hringsnerust ' kringum okkur. Ilmurinn af hári þeirra blandaðist sterkjunni. Og nú er komið að síðasta þæt+' Minningarsjóð- nr Kjnrtnns Sigurjónssonnr Á ÞESSU ári verður í fyrsta sinn úthlutað úr Minningarsjóði Kjart ans Sigurjónssonar söngvara frá Vík í Mýrdal, er lézt árið 1945. Tilgangur sjóðsins er að styrkja til framhaldsnáms efnilega ís- lenzka söngvara. Við lát Kjartans Sigurjónssonar stofnaði ekkja hans, Bára Sigurjónsdóttir Minningarsjóðinn og úthlutar úr honum meðan hennar nýtur við. En stjórn sjóðsins skipa, sam- kvæmt skipulagsskrá hans, söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar, tón- listarráðunautur Ríkisútvarpsins og organleikarinn við Dómkirkj- una í Reykjavík. Sem fyrr segir verður íslenzkum söngvara út- hlutað námsstyrk úr sjóðnum í ár til framhaldsnáms og ber að senda umsóknir um þennan styrk til Báru Sigurjónsdóttur, Hjarð- arhaga 36, fyrir lok ágústmánað- ar. Kjartan Sigurjónsson var mörg um kunnur hér á landi fyrir söng sin og söngkennsla víða um land þótt hann létist ungur. Hann var við söngnám í Lundún um er hann lézt. Minningarspjöld Minningar- sjóðs Kjartans Sigurjónssonar fást í Hattaverzluninni hjá Báru, Austurstræti 14, hjá Sigurjóni Kjartanssyni Sambandshúsinu og hjá Sigurði Þórðarsyni Ríkis- útvarpinu. Helga, Lárus og Rúrik fóru upp á svið, æfing var að hefjast. Prímadonnan talar í símann. Hún segir vinkonu sinni frá því, að málarar séu að mála svefn- herbergi sitt. Þeir lofuðu að vera þrjá daga, segir hún, en hafa nú verið þrjár vikur. — Yfirsmið- irnir brosa. ^'i-ldið fellur. Æðey í júní 1958. Ásgeir Guðmundsson. Hjá Ólafi Tryggvasyni kokki hiá Sí'd & Fisk. Qnenoi SALT CEREBOS I HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. HEIMSpEKKT GÆÐAVARa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.