Morgunblaðið - 05.07.1958, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.07.1958, Qupperneq 1
Viðbrögðin v/ð skýrslu S. Þ. mjög misjöfn Talið sennilegt oð Libanonsstjórn fallist á málamiblun Þessi mynd er tekin af anddyri danska sendiráðsins í Moskvu og sýnir ljóslega, að Danir njóta ekki sömu hyili í Sovét- ríkjunum og fslendingar. Tító ögrar öðrum kommunistaleiðtogum Torkennilegir kafhátar fylgdu Nasser BEIRUT og KAIRÓ, 4. júlí. — Stjórnin í Líbanon ákvað í dag að vísa úr landi sjö starfsmönn- um við sendiráð Arabíska sam- bandslýðveldisins í Beirut. Verða þeir að vera komnir úr landi um hádegi á morgun. Þeir eru allir sakaðir um „ósæmilega starf- semi“. Er sú starfsemi m.a. í því falin, að þeir hafi átt samstarf við uppreisnaröflin í landinu. Efni skýrsiunnar frá eftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna, þar sem m.a. er komizt að þeirri niðurstöðu, að hingað til hafi ekki verið hægt að sýna fram á vopn- aða utan að komandi íhlutun í bardagana í Líbanon, hefur vakið mikla gremju meðal forystumanna í Beirut. Er því haldið fram þar, að eftirlitsmennirnir hafi ekki valdið verkefni sínu. Sumir tala jafnvel um, að nú verði að kveðja saman öryggis- ráðið og senda herstyrk til að loka landamærunum við Sýrland. Hins vegar hefur skýrslan vakið mikla ánægju í Kaíró, þar sem blöðin segja frá ummælum Hammarskjölds við fréttamenn í gær með feitletruðum fyrirsögn- um. Hammarskjöld endurtók að mestu niðurstöður skýrslu eftir- litsmannanna. Hammarskjöld kennt um Stjórnin í Líbanon átti lang- an fund í dag, þar sem m.a. var um það rætt, hvaða skref bæri að taka næst. Hún var í stöðugu sam bandi við Charles Malik utanrik- isráðherra, sem er staddur í New York. Eftir fundinn í dag sagði landbúnaðarráðherrann að svar stjórnarinnar við ummælum Hammarskjölds og skýrslu eftir- litsmannanna yrði birt í kvöld eða í fyrramálið. Sagði hann að eftirlitsmennirnir væru undir KAÍRÓ, 4. júlí. — Egypzk blöð birtu í fyrsta sinn í dag fordæm- ingu á aftöku Nagy og félaga hans, en þær voru kunngerðar fyrir 17 dögum. Mohammed Auda skrifaði grein í vikublaðið „Saba Elkheir" og sagði m.a.: „Einu sinni fordæmdum við aftöku Rosenberg-hjónanna, og nú for- dæmum við aftöku Nagys. Önnur aftakan átti rætur að rekja til maccarthyismans, og það er ekki til sá hægrimaður eða vinstri- maður, sem er ekki hneykslaður á dauðadómi og aftöku Nagys. Setjum svo að Nagy hafi verð- NEW YORK, 4. júlí. — Paul Bang-Jensen, hinum danska starfsmanni Sameinuðu þjóð- anna, sem vikið var frá störfum um stundarsakir, var endanlega sagt upp starfi sínu í gær. Bang- Jensen skýrir svo frá, að hann hafi féngið bréf frá Dag Hamm- arskjöld framkvæmdastjóra í gær, þar sem honum var tilkynnt, að hann yrði látinn hætta störf- beinum áhrifum frá Hammar- skjöld og hefðu samið skýrslu, sem væri full af mótsögnum. Formælendur stjórnarinnar endurtóku yfirlýsinguna frá í gær þess efnis, að yfir -landamærin frá Sýrlandi hefðu komið a. m. k. 3000 manns, og að um 36.000 létt og þung vopn hefðu verið send PEKING, 4. júlí. — Ferðamenn, sem komu til Peking frá Shang- hai, sögðu að á síðustu vikum hefðu hundruð manna horfið þar í borg. Stendur þetta i sambandi við umfangsmikla „hreinsun" sem átt hefur sér stað síðan Pek- ing-stjórnin auglýsti að tekin yrði upp barátta fyrir „leiðrétt- ingum“, til að losna við „ill öfl“ innan flokksins og embættis- mannastéttarinnar. Er þetta gert til að tryggja valdhafana í sessi. Hvatti stjórnin borgarana til að skýra stjórnarvöldunum frá grun semdum sínum eða vitneskju um yfirmenn, vini eða ættingja. Á síðustu sex mánuðum hafa ennfremur verið handteknir 20 kínverskir starfsmenn erlendra sendiráða í Peking. Er þetta lið- ur í viðleitni stjórnarinnar til að efla eftirlit með þeim mönnum sem hafa samskipti við vestræna aðila. Kínverska utanríkisráðuneytið neitaði að láta uppi ástæðurnar fyrir handtöku þriggja kín- verskra starfsmanna hjá brezka sendiráðinu í síðustu viku. Tveir aðrir starfsmenn brezká sendi- ráðsins voru handteknir fyrr á árinu. Allar tilraunir til að kom- skuldað líflát fyrir landráð. Hvers vegna voru þá ekki hald- in opinber réttarhöld í máli hans, þannig að heimsblöðin gætu sent fréttamenn þangað og afsannað þær lognu sakir sem bornar voru á Nagy-stjórnina?“. Auda benti á, að ekki væri hægt að afsaka aftökuna sem „mistök byltingarinnar". Hún væri „hreinn glæpur“. Þessi grein birtist um svipað leyti og Nasser fór í heimsókn til Títós forseta Júgóslavíu. Ekk- ert egypzkt dagblað hefur birt ritstjórnargrein vegna aftöku Nagys. um þegar í stað. Bang-Jensen hafði verið vikið frá starfi sínu um stundarsakir fyrir nokkrum mánuðum, þegar hann neitaði að láta af hendi lista með nöfnum þeirra ung- versku flóttamanna, sem báru vitni fyrir Ungverjalandsnefnd S.Þ. Bang-Jensen var ritari nefnd arinnar. Síðan var listinn brennd- ur á þaki Aðalstöðva S.Þ.- uppreisnarmönnum frá Sýrlandi ásamt efnahagslegri aðstoð. Uppreisnarmenn ánægðir Uppreisnarmenn eru greinilega ánægðir með skýrslu eftirlits- mannanna. Hefur það m.a. komið fram í breyttri framkomu gagn- vart eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Þeim var í fyrstu tekið mjög fálega, en nú bera ólögleg blöð uppreisnarmanna mikið lof á þá. Ráðstefna Bagdad-ríkjanna Það var tilkynnt í Istambul í dag, að leiðtogar ríkjanna fjög- Framh. á bls. 2 ast fyrir örlög þessara manna hafa verið árangurslausar. Eftirlit með sendimönnum. Þá hefur stjórnin hert mjög á eftirliti með ferðum erlendra starfsmanna sendisveita í Peking, og eru þeim settar ýmiss konar takmarkanir. Þessir starfsmenn eru um 500 talsins. Á þriðjudag- inn var ákveðið að þeir mættu ekki fara nema 20 kílómetra út fyrir borgina, en áður var þeim leyft að fara 50 kílómetra. Þó er þeim enn leyft að fara til kín- verska múrsins og grafhýsa Ming-keisaranna, sem eru um 70 km. frá Peking. Ólga meðal bænda. Margir setja þessar nýju var- úðarráðstafnar stjórnarinnar í sambandi við ólguna, sem nú rík. ir meðal kínverksra bænda, en þeir hafa verið neyddir til að selja stjórninni allt korn sitt. Kínversk blöð skýrðu frá því í maí, að um 300 Múhameðstrúar- menn hefðu gert uppsteit og hrennt hús og kornhlöður í þorpi einu nálægt Peking. Þannig er álitið. að hinum nýju ráðstöfunum sé ekki fyrst og fremst stefnt gegn erl. starfs- mönnum sendiráða, heldur miði þær að því að herða á eftirlit- inu með kínverskum borgurum. Meðal Kínverjanna, sem unnu hjá erlendum sendiráðum og voru handteknir, voru menn sem höfðu lengj haft samskipti við vestræna menn, og voru þeir því ekki vel til þess fallnir að fá „nýtt uppeldi“ kommúnistaflokks ins. PARÍS, 4. júlí. — Dulles utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Parísar í dag til viðræðna við de Gaulle forsætisráðherra Frakka. Munu þeir hefja viðræð- ur sínar á morgun. Ennfremur mun Dulles eiga fund við Mur- ville utanríkisráðherra Frakka. Hann lýkur opinberri heimsókn sinni á miðnætti á morgun. Áður en Dulles fór frá Was- hington í gærkvöldi sagði hann, að hann mundi ekki ræða Alsir- málið við franska leiðtoga, en gaf í skyn að kjarnorkumálin mundu tekin til umræðu ásamt ýmsum alþjóðlegum vandamál- um. Þegar Dulles kom til Parísar kv.aðst hann sannfærður um, að viðræðurnar mundu verða opin- skáar og gagnlegar. Hann bar de Gaulle persónulegar kveðjur frá TJENTISTE, 4. júlí. — Tító for- seti Júgóslavíu hélt ræðu í dag í þorpinu Tjentiste og ráðlagði þá leiðtogum annarra kommúnista- ríkja að hætta árásum sínum á Júgóslava, því þeir yrðu ekki brotnir á bak aftur. Ræðan var haldin í tilefni af 15 ára afmæli orrustunnar við Sutjeska, þar sem skæruliðar Títós og þýzki herinn áttust við. Eisenhower forseta og lýsti yfir þeirri sannfæringu sinni, að vin- áttubönd Frakka og Bandaríkja- manna mundu enn styrkjast við þessa heimsókn. Murville utan- ríkisráðherra tók á móti Dulles á Orly-flugvellinum, en þeir munu ræðast við eftir hádegi á morgun, þegar Dulles hefur lokið viðræðum við de Gaulle. Neyddu skipstjórann tit að sigla í land RÖNNE, 4. júlí. — í dag kom til Rönne á Borgundarhólmi pólskur togari og lagðist þar að bryggju. Höfðu þrír menn af áhöfninni neytt skipstjórann til að sigla til lands. Báðust þeir allir hælis sem pólitískir flóttamenn af dönskum stjórnarvöldum. í för með Tító var Nasser for- seti Arabíska sambandslýðveldis- ins, en hann er í tveggja vikna hálfopinberri heimsókn í Júgó- slavíu. Forsetanum var vel fagnað þegar þeir fóru um vigvöllinn, en þar féllu um 8000 af þeim 20.000 skæruliðum sem Þjóðverj- ar höfðu umkringt, áður en þeim tókst að rjúfa hringinn, sem þýzki herinn hafði slegið um þá. Vill stuðning Nassers. Tító nefndi ekki neitt ríki með nafni, en sagði að margir erlend- ir leiðtogar skildu Júgóslava ekki. „En ég get sagt öllum, sem líta til okkar með tortryggni eða fölskum efasemdum, að Júgó- slavía er sósíalistaríki, og við munum byggja upp sósíalismann. Ekkert, engin hindrun, getur leitt okkur af þeirri braut“, sagði hann. Sagt er, að Tító sé mjög liug- leikið að fá siðferðislegan styrk hjá Nasser, ekki sízt vegna þess að Nasser var í opinberri heim- sókn i Moskvu fyrir rúmum mán. uði. Viðstaddir hátíðahöldin voru allir leiðtogar júgósiavneska kommúnistaflokksins og um 50 þúsund fyrrve'randi skæruliðar. Var ræðu forsetans ákaft. fagnað. Ókunnir kafbátar. Blað eitt í Kaíró skýrði frá því Framh. á bls. 2 Aftaka Nagys nú fyrst fordœmd í Egyptalandi Bang-Jensen rekinn Miklar hreinsanir í Kína Ferðalög erlendra sendimanna takmörkuð Dulles rœðir við de Caulle

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.