Morgunblaðið - 05.07.1958, Page 3

Morgunblaðið - 05.07.1958, Page 3
Laugardagur 5. júlí 1958 vnnninsnr 4T>ið 3 Fulltrúar á norræna útvarpsmannafundinum. Talið frá v.: Séra J. Chr. Basse, Danmörku, Sixten Grönros, Svíþjóð, Hans J. Birkrem, Noregi, Valdemar Christensen, Danmörku, Rolf Lundgren, Svíþjóð, Jörgen Kanstrup, Danmörku, Helmi Palmén, Finnlandi, Baldur Pálmason (að bakt frú Palmén), Anne Marie Nörvig, Danmörku, Jón Pálsson, Hulda Valtýsdóttir og Lauritz Johnsen, Noregi. — A myndina vantar Helgu Valtýsdóttur og Skeggja Ásbjarnarson. Norrœnir útvarpsmenn, er barnatíma, á ráðstefnu annast hér DAGANA 23.—25. júní var hald- in hér í bænum á vegum Ríkis- útvarpsins ráðstefna norrænna útvarpsmanna, sem annast barna tíma og skólaútvarp, og sóttu hana 9 erlendir gestir og 5 ís- lenzkir starfsmenn barnatím- anna. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps stjóri setti mótið, og fóru fund- irnir fram ýmist í tvennu lagi, fyrir barnatíma og skólaútvarp, eða sameiginlega. Fundarstjórar voru sinn frá hverju landi til skiptis. Umræðuefni voru átta talsins: X. Gagnkvæm skipti á hug- myndum, handritum og hljóðrit- unum varðandi æskulýðsdag- skrár. — Framsögumaður: Laur- itz Johnson aðalstjórnadi norsku barnatímanna. 2. Sambandið við hlustendur og viðhorf þeirra til barnatím- anna. — Framsögumaður: Jörg- en Kanstrup dagskrárfulltrúi frá Kaupmannahöfn. 3. Eiga barna- og æskulýðsdag- skrár að vera til skemmtunar eingöngu eða einnig til fræðslu? — Framsögumaður: Baldur Pálmason dagskrárfulltrúi. Kærkomínn leik- 4. Hvað hræðast börn í útvarpi? barnaleikrits? — Framsögumað- — Framsögumaður: Fil. mag. Rolf Lundgren forstöðumaður barnatíma- og skólaútvarpsins sænska. 5. Útvarpið, upptökustöðvar og skólar. — Framsögumaður: Valdemar Christensen forstöðu- maður danska skólaútvarpsins. 6. Skólaútvörpin og stjórnar- völdin. — Framsögumaður: Magi ster Helmi Palmén forstöðukona finnska skólaútvarpsins. 7. Sjónvarpið, börnin og skól- arnir. — Framsögumenn: Hans J. Birkrem settur forstöðumaður skólaútvarpsins norska og Six- ten Grönros dagskrárfulltrúi frá Stokkhólmi. 8. Er hægt að koma á norrænni samkeppni um samningu bezta ur: Fil. mag. Rolf Lundgren. Auk þeirra, sem framsögu höfðu voru á fundinum þessir fulltrúar: Frú Anne Marie Nör- vig skólastýra (úr iðjunefnd danska útvarpsins), séra Jens Chr. Basst (úr æskulýðsnefnd danska útvarpsins), frú Helga Valtýsdóttir leikkona, frú Hulda Valtýsdóttir, Jón Pálsson, bók- bandsmeistari og Skeggi Ásbjarn arson kennari. Fundurinn samþykkti að lok- um að beina til útvarpsstjóranna þessum málum: a) Að norrænu útvörpin skipt- ist tvisvar á ári á nákvæmum skýslum um barnatíma og skóla útvarp, ásamt handritum og hljóðritunum á sérlega góðum dagskrám, sem ætla mætti að hentuðu hinum Norðurlöndun- um. b) Að starfsmenn barna- og unglingatímanria geti árlega ferð azt um eitthvert Norðurlandanna á víxl, til þess að taka upp efni, eins og gert hefur verið undan- farið fyrir skólaútvörpin. e) Að athugaðir verði möguleik ar á því, að koma á norrænni samkeppni um útvarpsleikrit fyr ir börn. Ennfremur óskaði fundurinn þess, að náin samvinna yrði milli sjónvarpsstöðva á Norðurlönd- um um efni fyrir börn. Fundarmenn skoðuðu nokkra skóla hér í bænum og á Úlfljóts- vatni í boði fræðslustjóra bæjar- ins, Jónasar B. Jónssonar, svo og hitaveitustöðina að Reykjum undir leiðsögn Helga Sigurðsson- ar hitaveitustjóra. Einnig ferðuð- ust þeir talsvert um, aðallega um Suðurland og Borgarfjörð. Norð mennirnir stóðu hér lengst við, tvær vikur, og söfnuðu sér tals- verðu útvarpsefni á segulbönd, þ.á.m. á Akureyri og Vestfjörð- um. Danirnir höfðu einnig með- ferðis hljóðritunartæki Hinir erlendu fulltrúar eru nú allir horfnir heim. Þeir létu vel yfir dvölinni hér, en hingað til lands hefur aðeins einn þeirra komið áður. STAKSTEINAR Suðarnesjamót í knuttspyrnu Reynir—ÍKF 4 :1 KEFLAVIKURFLUGVELLI, 3. júlí.% — Suðurnesjamót í knatt- spyrnu, sem er nú aðeins einn Umferðarþdttur: Notkun steínumerkja í NÝJU umferðarlögunum er gefa stefnumerki. Er augljsót, að ESKIFIRÐI, 2. júlí. — Leikfélag Hafnarfjarðar hefir sýnt gaman- leikinn „Afbrýðisöm eiginkona" á Austfjörðum nú að undan- förnu. Síðasta sýning var í fé- lagsheimilinu Valhöll, Eskifirði hinn 30. júní. Áhorfendur voru svo margir, sem húsrúm frekast leyfði og undirtektir með ágæt- um. Góðir leikflokkar sem þessi eru mönnum hér kærkomnir. Vonandi fá Austfirðingar að sjá leikrit Þjóðleikhússins. m. a. boðið, að í hverri bifreið skuli vera tæki til að gefa með stefnumerki. í lögunum segir ennfremur: Skylt er að gefa merki um breytta aksturstefnu, þegar þörf er á, til leiðbeiningar fyrir aðra umferð. En hvenær er ástæða til að gefa stefnumerki? í fyrsta lagi í hvert skipti, sem beygja skal á gatnamótum. -— Merkið skal gefa áður en beygt er, í nokkurri fjarlægð frá gatna- mótunum, svo að aðrir vegfar- endur hafi ráðrúm til að haga ferðum sínum í samræmi við það. Ekki er unnt að gefa alls- herjareglu um það, hve langt frá gatnamótum byrja skuli að Ávorp ulþjóðusambunds sum- vinnumanna ó samvinnudaginn í DAG er dagur samvinnumanna og ávarp alþjóðasambands þeirra fer hér á eftir: Hinar 132 milljónir samvinnu- manna í 43 löndum, sem eru í félögum innan Alþjóða Samvinnu sambandsins, eru skapandi mátt- ur til friðar og félagslegra um- bóta, er ekki á sinn líka í heim- inum í dag. Sameiginlegt hlutverk þeirra, sem að Alþjóðasambandi Sam- vinnumanna standa, er í dag að vinna streitulaust að eflingu al- þjóðlegs friðar á varanlegum grunni — með því að leggja stöðugt að viðkomandi ríkis- stjórnum, svo sem alþjóða sam- vinnuþingið í Stokkhólmi 1957 samþykkti, að þær leiti sam- komulags um algert bann við kjarnorkuvopnum og almenna af- vopnun undir alþjóðlegu eftirliti og stjórn, svo og að efla sam- starf milli þjóða um friðsamleg not kjarnorkunnar, og með því að veita Alþjóðasambandi Sam- vinnumanna ríflegan fjárhagsleg- an stuðning og tæknilega hjálp til að vinna að útbreiðslu sam- vinnustefnunnar, sem er ekki að- eins öruggasta leiðin til að þurrka út fátækt og arðrán í hin- um vanþróuðu löndum, heldur framkvæmd á hugsjón samvinn- unnar um bræðralag mannanna. ökuhraði skiptir þar miklu máli. Myndi t. d. nauðsynlegt að gefa stefnumerki fyrr á Suðurlands- braut en í Austurstræti. Stefnu- merki skal gefa, þegar ætlunin er að beygja til hægri eða vinstri. 1 öðru lagi skal gefa stefnu- merki, þegar ætlunin er að aka af stað frá brún akbrautar. — Sömuleiðis er rétt að gefa stefnu- merki, ef aka á að brún akbraut- ar, hvort sem það er til vinstri eða hægri. í þriðja lagi skal gefa stefnu- merki, þegar ætlunm er að aka fram hjá annarri bifreið. Skal gefa merki til hægri áður en beygt er yfir á hægri vegar- helming til að aka fram hjá, og til vinstri áður en ekið er aftur inn á vinstri vegarhelm- ing. Algengustu tæki til að gefa stefnumerki eru svokölluð stefnu ljós. En þau eru ekki enn á öll- um bifreiðum. Verður þess að sjálfsögðu krafizt, að stefnu- merkjatæki verði sett á hverja bifreið, en þangað til það er orðið, ættu þeir ökumenn, sem ekki hafa slík tæki á bifreiðum sínum, að gefa stefnubreytingar til kynna með bendingum rétta út vinstri handlegg, ef beygja skal til vinstri og hægri hand- legg, ef beygja skal til hægri. Skyldan til að gefa stefnu- merki hvílir ekki á bifreiða- stjórum einum. Hún hvílir á öll- um ökumönnum, hverju nafni sem farartæki þeirra nefnist. Óþarft er að eyða orðum um það, hve mikið öryggi fylgir réttri notkun stefnumerkja, og ætti í raun réttri að vera óþarft að hvetja ökumenn til hennar. leikur í fyrsta flokki síðan Kefla- vík varð sérstakt íþróttahérað, fór fram á grasvellinum í Ytri- Njarðvík í gærkveldi. Þar kepptu ÍKF og Reynir og sigraði Reynir með 4:1 (3:0). Framkvæmd þessa móts var í í ýmsu ábótavant, en knatt- spyrnunefnd íþróttabandalags Suðurnesja mun hafa falið Reyni að sjá um mótið. Leikurinn var ekki auglýstur, enda voru áhorf- endur innan við 50. Hvorgur línu varða hafði dómarapróf og mun annar þeirra nú hafa verið á lín- unni í fyrsta skipti. Vitað var fyrirfram að leikur þessi mundi verða harður, en samt var feng- inn piltur til að dæma leikinn, sem litla æfingu hefur sem dóm- ari. Enda fór svo að dómarinn missti leikinn alveg úr höndum sér og hætti að nota flautuna, enda þótt um hin grófustu brot væri að ræða. Leikmenn gengu á lagið og hættu að hugsa um knött inn, enn hugsuðu því meira um að hrinda, bregða og sparka hvor i annan. Það litla, sem sást af knatt- spyrnu í leiknum, kom frá Sand- gerðingum, sem voru ætíð fljót- ari á knöttinn, leituðust við að gefa til samherja og voru óragir við að skjóta. Mörkin skorðu Eiríkur og Gunnlaugur, sitt markið hvor, og Hörður 2 fyrir Reyni. Hörður Jó hannsson var bezti maður vallar- ins. Hann er afar fljótur, hefir góða knattmeðferð og leikur allt- af prúðmannlega. Skúli skoraði fyrir ÍKF, þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leik. Vil- helm í markinu var bezti maður í liði ÍKF. Enda þótt markatalan gefi ekki rétta hugmynd um gang leiksins, þá sigraði það liðið, sem lék betri knattspyrnu. Dómari var Þórhallur Guðjóns son úr Keflavík. — Bþ. STOKKHÓLMI: — Þegar pólska skemmtiferðaskipið „Mazowsze“ kom til Stokkhólms fyrir fáum dögum leituðu 22 farþegar hæl- is í Svíþjóð sem pólitískir flótta- menn. — Þetta var í fjórða sinn, sem skipið kom þangað. í þeim ferðum hafa alls 39 hlaupið af skipinu. Landhelgismálið og deil- ur stjórnarflokkanna í málgögnum ríkisstjórnarinn- ar hefur mikið verið skrifað um það að undanförnu, hvílík þjóð- arnauðsyn það væri að standa saman í landhelgismálinu. En stjórnarblöðin þurfa vafalaust ekki að tala til þjóðarinnar um að „standa saman“. Hún gerir það hvort sem er. Það sem stjórnar- blöðin ættu fremur að athuga eru þær deilur, sem komið hafa upp á sjálfu stjórnarheimilinu út af landhelgismálinu. Nú líður ekki sá dagur, að Alþýðubl. og Þjóð- viljinn hendi ekki á milli sín hnút um út af þessu máli. Þessar hnút- ur eru aðeins spegilmynd af því, að innan ríkisstjórnarinnar er hvergi nærri einhugur um þetta mál. Veltuútsvörin og Fuamsóknarmenn Hér í blaðinu var vikið að því fyrir stuttu, að Framsóknar- menn hefðu verið örðugasti þröskuldurinn í vegi fyrir því, að bæja- og sveitafélög fengju nýja tekjustofna, þannig að unnt væri að létta útsvarsbyrðina, en eins og kunnugt er, eru útsvörin nú svo að segja einasti tekjustofn bæja- og sveitafélaga. Á það var minnt, að Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, hefði hvað eftir annað borið fram tillögiu um það á Alþingi, að hluti af söluskatt- inum legðist til bæja og sveita. Þessi tillaga hefur jafnóðum ver- ið felld, sérstaklega fyrir mót- stöðu Framsóknarmanna og má á það minna, að ráðherrar flokks- ins hótuðu, þegar þessi til- iaga koin fyrst fram, að segja af sér, ef hún næði fram að ganga. Minni mátti það ekki kosta. Tím- inn getar þess í gær, að borgar- stjórinn hafi ekki bent á neinar aðrar tekjuöflunarleiðir fyrir rík- ið, ef hluti af söluskattinum væri færður yfir til bæja og sveita. í þessu sambandi má aðeins á það benda, að söluskatturinn hefur alla tíð farið mjög fram úr áætl- un, og skattstofnar ríkisins hafa yfirleitt reynzt miklu drýgri heldur en áætlað var. Hér var því af nokkru að taka. Yfir þessa staðreynd dregur Tíminn fjöður, hann viil ekki minnast á afstöðu Framsóknarfl. tii þessa máis. Flokkurinn hefur hingað til reynzt óviðmælaniegur um leið- réttingar á tekjuöflun bæja og sveita, en. nýskipan á því er und- irstaða þess að uunt sé að lækka útsvarsbyrðina, svo um muni. Félögin og skattarnir f sambandi við skattamálin reynir Timinn að láta svo líta út, sem nú sé honum og flokki hans mjög umhugað um atvinnu- vegina og framleiðsluna, eins og það er orðað, og að Framsóknar- menn hafi verið helztu talsmenn þess að iétta skattabyrði þessara aðila. í sambandi við þetta má minna á, að á þinginu í vetur kom fram frumvarp frá Eysteini Jónssyni um breytingu á skatt- álagningu félaga. Það kom skýrt í ljós, að með þessari breytingu var alls ekki ætlunin að lækka skattabyrðina á félögunum, held- ur er það beinlinis tekið fram í greinargerð frumvarpsins að gert sé ráð fyrir sömu tekjuupphæð í ríkissjóð af sköttum féiaganna eftir sem áður. Ef um það hefði verið að ræða að létta hefði átt skattabyrðina með þessum lögum, þá hefði það hlotið að koma fram í því, að heildarskattar félaganna hefðu lækkað. En fjármálaráð- herrann tekur í greinargerðinni öll tvímæli af um að það hafi verið ætiunri .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.