Morgunblaðið - 05.07.1958, Side 8

Morgunblaðið - 05.07.1958, Side 8
8 M UKliUNBI. Aftltt Lau"ar'dagur 5. júlí 1958 twpttiMitórifr Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaintstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaístræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. i HVALREKI KRUSJEFFS FÁUM íslendingum mun það sérstakt fagnaðarefni, að íslenzka þingmanna- förin til Rússlands þyki þar líkust hvalreka í hungursneyð. Uppistaða þess að rússnesk blöð hampa svo mjög frásögnum af þessu ferðalagi er spunnin af þeim toga, sem íslendingar telja sér sízt til sæmdar. Einræðismennirnir rússnesku leggja áherzlu á, að telja almenn- ingi þar í landi trú um, að rétt- armorðin í Ungverjalandi hafi engin áhrif haft þeim til álits- hnekkis erlendis. í því skyni er koma nefndarinnar frá Alþingi fslendinga, elzta löggjafarþingi í heimi, svo sem hún væri þeim af himnum send. En er þá förin ekki álcjósan- legt tækifæri til þess, að íslenzku alþingismennirnir láti rússnesku þjóðina vita um álit sitt á síð- ustu atburðunum í Ungverja- landi? Þjóðviljinn gerist í gær tals- maður þessa og segir: „Hefði verið ólíkt mannlegra af Sjálfstæðisflokknum að snú- ast þannig við, og illa þekkir Þjóðviljinn Pétur Ottesen, ef hann er ekki maður til að segja meiningu sína, hvort sem hann er staddur í Sovétríkjunum eða annars staðar“. ★ Víst hefði Pétri Ottesen verið manna bezt treystandi til að tala hreinskilnislega um þetta sem @nnað. Sjálfstæðisflokknum er sómi að því, að Þjóðviljinn skuli gera ráð fyrir, að fulltrúar hans hefðu sízt verið líklegir til að láta þetta efni liggja í þagnar- gildi. En fleiri eru til en Sjálf- stæðismenn. Alþýðublaðið segir t.d. í gær: „Skoðanir manna, eins og Em- ils Jónssonar eru öllum kunnar og þurfa ekki að sæta neinum grunsemdum“. En þó að skoðanir Emils séu öllum kunnar á íslandi eru þær það ekki í Rússlandi, og sjálft segir Alþýðublaðið þessi orð um Emil í furðulegu sam- hengi. Má þar af sjá, að Helgi Sæmundsson talar mun betur að skapi íslenzkrar alþýðu, þegar hann er á götum úti en í rit- stórnarsessi Alþýðublaðsins. í A1 þýðublaðinu segir Helgi: „Stjórnmál þarf ekki að nefna í sambandi við þingmannaförina til Rússlands. Skoðanir manna eins og Emils Jónssonar eru öll- um kunnar og þurfa ekki að sæta neinum grunsemdum. Það væri álíka fjarstætt og misskilja kurt- eisi íslenzka sendiherrans í Moskvu, hver sem hann er. Og atburðirnir í Ungverjalandi minnka hvorki né stækka við þingmannaferðina. Hins vegar ber Vesturlandabúum skylda til að segja Rússum afdráttarlausan sannleik um álit sitt á þeim. Til þess gefast mörg tækifæri". ★ Rétt er það, að menn, sem koma í boði rússneskra valda- manna, dveljast í fagnaði með þeim á kostnað rússnesku þjóð- arinnar, eru háðari gestgjöfum sínum en t.d. Bandaríkjamaður- inn Stevenson, sem kemur til að reka ákveðin erindi við Rússa á eigin kostnað eða bandarískra umboðsmanna sinna. Allt skiptir þetta þó litlu máli, því að þó að einhver alþingismannanna, t. d. forseti Sameinaðs Alþing- is, tæki sig til austur þar og vildi segja Rússum „afdráttar- lausan sannleik um álit sitt“ á stjórnarháttum þeirra, þar með réttarmorðunum í Ungverja- landi, þá mundu fáir til hans heyra. Eða er nókkur maður á ís- landi svo fávís, að hann haldi, að sú skoðun Emils Jónsonar fengi að berast til rússnesks almenn- ings? Halda menn, að þá yrði birt mynd af honum á forsíðu annars aðalblaðs Rússaveldis og orð hans hermd svipað því sem Krúsjeff sjálfur hefði talað? ★ Um þetta þarf engra getgátna við. Dæmið er fyrir hendi. Izvestía hefur það eftir „for- manni sendínefndarinnar", að hann hafi lýst yfir því, „að heit- asta ósk íslenzku þjóðarinnar væri sú, að ekki væri herstöðvar á íslenzku landsvæði“. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort Emil Jónsson hafi mælt þessi orð eða ekki. Auð- vitað mega þau til sanns vegar færast. Allir íslendingar óska þess, að sá tími komi sem fyrst, að eríendur her þurfi ekki leng- ur að dveljast hér í landi. Þrátt fyrir þetta skilur yfirgnæfandi meirihluti íslendinga nauðsynina á dvöl varnarliðsins nú. Alþjóð er kunnugt, að Emil Jónsson er einn þeirra manna, er þessa skoðun hafa. Með þá skoðun hefur hann aldrei farið dult á Islandi, og ennþá síður af hverju hann teldi nauðsynlegt að viðhalda vörnum hér. Engum kemur til hugar, að Emil Jóns- son breyti um þessa skoðun, þó að hann dveljist um tveggja vikna bil í heimboði rússneskra einræðismanna. Engin ástæða er til að ætla, að Emil Jónsson vilji halda því leyndu fyrir rússnesku þjóðinni af hverju íslendingar fái ekki fullnægt þeirri „heitustu ósk“ sinni, „að ekki væru herstöðvar á íslenzku landsvæði“. En þrátt fyrir hátalara og forsíðufréttir hefur formaður íslenzku sendi- nefndarinnar engin ráð til að koma skýringum sínum til vitund ar rússnesks almennings. í Rúss- landi er ritskoðun á öllu því sem blöð og útvarp birta og orðin, sem hermd eru, löguð svo til, að þau segi það eltt, sem einræðis- herrunum hentar. ★ Þess vegna var það óhjá- kvæmilegt, að þingmannaförin til Rússlands yrði notuð til einhliða áróðurs í þágu hmna kommún- isku valdhafa svo sem raun er á orðin. Einmitt nú telja þeir sig þurfa að tjalda því, sem til er, vegna atburðanna í Ungverja- landi. íslendingar vilja ekki, að Al- þingi þeirra sé notað sem dula til að breiða yfir andúð umheims- ins á réttarmorðunum. Til þess telja menn á íslandi, að Alþingi sé of gott, þó að Þjóðviljinn gefi í skyn, að ella hefðu íslendingar orðið að vera viðbúnir að fella „niður öll viðskipti íslendinga við Sovétríkin", og afleiðingin orðið „markaðskreppa hér á landi, framleiðslustöðvanir og verðfall". Ef viðurlögin raunverulega hafa verið þessi, þá eru þau enn ein ástæða til að íhuga, hvort lengra eigi að hsflda á þessari leið. tlTAN ÚR HEIMI ) Átakanleg flóttamanns versku lögreglunnar frásögn ungversks af Dvndingum ung- 1 DANSKA blaðinu Sorö Amts- tidende birtust fyrir nokkru tvær greinar undir nafni Lajos Ruff. sem er ungverskur frelsisvinur er setið hafði í fangelsi, en var látinn laus í byltingunni 1956 og flúði land. í þessum tveimur greinum segir hann frá þeim að- ferðum, er beitt var í fangels- unum til að lama viljaþrek fang- anna og fá þá þannig til að játa fyrir dómstólum það, sem yfir- völdunum bezt líkaði. Segir hann frá dvöl sinni í „galdraherberg- inu“. Þetta var ekki venjulegur fangaklefi. A miðjum vegg fyrir ofan dyrnar var gluggi, sem í voru blámálaðar . járngrindur eins og slöngur í lögun. í her- berginu voru tveir lampar, ann- ar í loftinu og hinn á náttborð- inu. Lampahlífarnar voru skreytt ar hárauðum, gulum, svörtum og bláum sívafningum, hlífarnar snerust sífellt í hring, svo að marglitir ljósdeplar hringsóluðu um veggi og gólf. Borð, rúm og stólar voru úr nælonkenndu efni, sem endurspeglaði ljósdeplana. Rúmið var þægilegt, en fótagafl- inn var miklu lægri en höfða lagið, svo að sá, er í rúminu svaf, rann alltaf niður að fóta- gaflinum. Veggirnir í herberginu voru málaðir í sterkum litum, að einum undanteknum, sem var þakinn kvikmyndatjaldi. Aðeins andartaki eftir að fang- anum hafði verið ýtt inn í „galdraherbergið", kom inn ung- ur, borgaralega klæddur maður og spurði, hvað hann vildi fá að borða. Hann ætti kost á hverju sem hann vildi. Fanginn tók eftir því, að einkennilegt bragð var ax kaffinu, og skömmu eftir að hann hafði borðað fann hann til svima og svefnhöfgi. Lagðist hann til svefns, en vaknaði aftur með mikinn höfuðverk við það, að hvítklæddur, gildvaxinn maðux laut yfir hann. Maðurinn kynnti sig sem dr. Laszlo Nemeth, „yfir- mann galdraherbergisins". Nemeth reyndi nú að telja fanganum trú um, að hann hefði reynt að fremja sjálfsmorð með því að kyrkja sig með silkiklút. — Réynið þetta ekki í annað sinn, sagði Nemeth ógnandi, en venti síðan kvæði sínu í kross, varð hinn vingjarnlegasti og gaf fang anum sprautu til að róa taugarn ar. Síðar varð mér ljóst, segix sögumaður, að í sprautunni voru deyfilyf, sem hafa lamandi áhrif á heilann. Ekki veit ég, hversu lengi ég svaf, en er ég vaknaðx sat Nemeth á rúmstokknum. Langar yður ekki til að spjalla núna? spurði hann. Þér hafið ver- ið einn svo lengi. — Þetta voru okkar fyrstu viðræður, en upp frá þessu ræddum við saman á hverjum degi í 4—5 klst. í þær sex vikur eða svo, sem ég dvald- ist í þessu herbergi. Umræðurnar snerust um æviferil minn og hans, bækur og skáldskap. Hann virtist vera mjög vel menntaður maður. Ég hefi reynt að rifja upp, hvað okkur fór í milli. Eitt sinn sagði Nemeth: — Hér munuð þér kynnast ýmsu, sem aðeins fáir menn i heiminum hafa nokkra vitneskju um. Þér munuð bragða ávexti vizkutrésins og skynja undirdjúp helvítis. Helvíti er svei mér stað- ur, sem allir fá ekki aðgang að — alls ekki eins dapurlegt og menn almennt ímynda sér. Jæja, en þér munuð komast að raun um það. Munið, að ég er vinur yðar. Ef þér hafið einhverjar óskir fram að færa, látið mig vita, og ég skal sjá um, að þær verði uppfylltar. Ég fékk ágætan mat, en ekki nægan svefft. Ég mátti ekki leggj- ast á gólfteppið, og ég fann, hvernig ég varð sífellt æstari og taugaóstyrkari. Augsýnilega var Ungverjinn Lajos Raiff var aðeins 22 ára, er hann var handtekinn á götu í Búdapest. Hann sat í fangelsi leynilög- reglunnar þangað til í október 1956, er pólitískir fangar voru látnir lausir í byltingunni. í þrjá mánuði var farið með hann sem venjulegan pólitísk- an fanga. Þá var dregin hetta á höfuð honum, og hann flutt- ur í „galdraherbergið“ svo- kallaða, þar sem ungverska leynilögreglan, AVO, beitir fórnardýr sín kænlegum pyndingaaðferðum til að lama viljaþrek þeirra og fá þau til að játa á sig glæpi. Þekktir menn eins og Mindszenty kardínáli, Laszlo Rajk og Janos Kadar, núverandi for sætisráðherra Ungverjalands, hafa dvalizt í „galdraherberg- ég undir sífelldu eftirliti gegnum gluggann fyrir ofan dyrnar, og þaðan var fylgzt með vaxandi magnleysi mínu. Kvöld nokkurt kom Nemeth inn til mín og gaf mér enn eina sprautu. Nú munuð þér sofa vel í nótt, sagði hann. Er ég fékk fyrstu sprautuna fannst mér ég heyra kynleg hljóð. Nú þóttist ég heyra óp konu, sem verið væri að pynda Um nóttina rauk ég upp með andfælum skjálfandi af ótta og rennsveittur. Ég hrópaði á dr Nemeth. — Verið þér rólegur, hvíslaði hann. Þetta er aðeins sér stök sálfræðileg læknismeðferð — húsgögnin, litirnir, ljósið og hljóðin eru aðeins hluti af þessu En varið yður á silfurgeislanum! Hann hefir óvenjuleg áhrif á heil ann. Ég lagðist út af og reyndi að sofna, en þegar ég opnaði aug- un, sá ég, að silfurgeisla stafaði inn í herbergið gegnum glugg ann. Hann »álgaðist mig, og ég stökk á fætur. Utan við mig af ótta hljóp ég fram og aftur og reyndi að forðast geislann, sem elti mig. Loks kom hann á hnéð á mér, og í örvæntingu barði ég með krepptum hnefum á dyrna'-. Þetta var í fyrsta sinn, sem ópum mínum var ekki svarað. Smám saman varð ég örmagna og bar- áttuþrek mitt á þrotum. Hvers vegna átti ég að reyna að forð- ast hið óumflýjanlega? Ég kast- aði mér niður á gólfið, og silfur- geislinn dansaði yfir brjóst mitt. Síðan mun hafa liðið yfir mig Ég man, að ungi maðurinn reif mig upp. Hann sá, að ég óskaði einskis annars en sjá dr. Nemeth og tala við hann um það, sem fyrir mig hafði borið. Á vissan hátt treysti ég honum ekki, en ég gat ekki verið honum reiður. Hann kom eftir drykklanga stund, og í þetta sinn var hann klæddur dökkum buxum og inni skóm, og skyrtan var fráhneppt í hálsinn. Hánn settist niður og fór að tala um konu, sem hann hafði séð ganga eftir götunni. ----□----- Við ræddum saman í margar klukkustundir í þessu furðulega 16 fermetra herbergi, sem nú var orðið heimili mitt. Ég var ör- magna og uggandi. Dr. Nemeth talaði innilega við mig í lágum hljóðum. Mér varð nú ljóst, að nýr þáttur í „læknismeðferðinni“ var hafinn. Hann vildi endilega fá mig til að segja frá öllu, er fyrir mig hefði komið, síðan ég varð fullþroska. Hann lagði eink- um áherzlu á að leiða talið að kynferðislífinu. Af ásettu ráði viðhafði hann dónaleg orð, er minntu á fýsnir. Þessa nótt — ef það hefir þá verið nótt, því að ég hafði enga hugmynd um, hvað tímanum lelð — dreymdi mig fáránlegan draum. Eða var það ekki draum- ur? Er ég lá í rúminu, sá ég allt í einu myndir á veggnum gegnt mér. Nú varð mér fullljóst, að mig var ekki að dreyma — kvik- mynd var sýnd á tjaldinu. Þetta var andstyggileg ástalífsmynd. Allt í einu hvarf hún, og ég sá myndir af líkamshlutum, er þeyttust hingað og þangað, hand- leggi, er vöfðust hver um annan og fingur, sem hrundu af hand- leggjalausum höndum. Svo hófst klámmyndin á nýjan leik. Ég féll í mók, og 1 mókinu rann það upp fyrir mér, að ég hefði fengið enn eina sprautu af deyfilyfinu. Er dr. Nemeth kom næst inn í klefann, sagði hann: Okkur næg ir ekki að vita, hvað þér hafið aðhafzt. Við verðum einnig að vita, hvað þér hugsið! Honum varð ljóst, að hann hafði talað af sér og bætti því við: Þér vitið sjálfur, að yður líður ekki vel — það er, af því að þér haldið áfram að vinna gegn mér. Ef þér gefizt upp fyrir mér, mun allt batna. ----□------ Lajos Ruff segir því næst frá því, hvernig viljaþrek hans lam- ast smám saman. Hann fer að kæra sig kollóttan um kvikmynd- irnar, hringsólandi ljósdeplana, litina og jafnvel „hinn stórhættu- lega silfurgeisla". Honum finnst hann ekki lengur geta tekið nein- ar ákvarðanir, dr. Nemeth verði að hugsa fyrir hann. Eitt sinn veitir hann því athygli, að klefa- dyrnar standa opnár, og litill sól- argeisli dansar í gættinni. Það hvarflar að honum að reyna að flýja, en hann hrindir þeirri hug- mynd frá sér. Og hann ómakar sig ekki einu sinni til að standa á fætur og gægjast út um dyrn- ar. Hann sofnar, Kvikmyndirnar verða æ fáránlegri, en ekki eins klámfengnar og áður. t. d. strýk- ur kona á sér hárið, og það dett- ur allt af, sköllóttur maður klór- ar sér í höfðinu af svo mikilli áfergju, að hann borar fingrun- um gegnum höfuðkúpuna og snertir heilann. Ef til vill verðið þér geðveikur, sagði dr. Nemeth við mig. Árang- urinn af þessari meðhöndlun verður venjulega viss tegund af geðrofi. Síðar sá ég sex menn, er orðið höfðu geðveikir af dvöl sinni í „galdaherberginu". ★ Smám saman komst fanginn að því, að dr. Nemeth vissi ýmis legt um hann, er hann mundi ekki eftir að hafa sagt honum. Velti hann þessu mikið fyrir sér, og komst að þeirri niðurstöðu, að hann hlyti að hafa sagt dr. Nem- eth þetta — en hvenær? Annars var fanginn nú orðinn nægilega viljalaus til að taka þetta ekki nærri sér. Hann var hættur að fylgjast með tímanum, var ætíð latur og þreyttur. Gekk það jafn- vel svo langt, að fangaverðirnir urðu að þvo honum og mata hann. Hann lifði og hrærðist fyr- ir samtölin við dr. Nemeth og fyrir kvikmyndirnar. Eitt sinn sofnaði hann yfir matnum, en var vakinn og háttaður. Eftir fá- einar mínútur var hann vakinn Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.