Morgunblaðið - 05.07.1958, Page 12
12
M O p r r’ x n r 4 j>; Ð
Laugardagur 5. júlí 1958
S02IF WONer
s
^kÁLPí>/\0-A EPTlR. RlCHARÞ HA>*N
3. KAFLI.
í>egar ég kom til Nam Kok
gistihússins í fyrsta skipti hvarfl-
aði ekki að mér, að nokkuð væri
við það að athuga.
Það var í fimmtu vikunni, sem
ég var í Hong Kong, og ég var
nýkominn frá því að skoða her-
bergi, sem hafði verið auglýst til
leigu í hlíðinni fyrir ofan Wan-
chai. Leigusalinn var kona, að
nafni frú Ma, og bjó á annarri
hæð í húsinu. Um leið og hún
opnaði dyrnar, sá ég að baki henn
ar inni í þröngri setustofunni
hinn venjulega fjölda náinna og
fjarskyldra ættingja, barna og
bamabarna. Mér var samstundis
ljóst, að þarna yrði engan vinnu-
frið að fá, og ég varð því feg-
inn, er hún sagðist vera nýbúin
að leigja Kínverja herbergið. Hún
kvað sér þykja leitt, að ég skyldi
ekki hafa verið á undan, því að
hún hefði gjarnan viljað leigja
Englendingi, til þess að þau hjón-
in gætu æft sig í ensku. Hún
vildi endilega gefa mér tesopa til
þess að bæta mér upp, að ég
skyldi hafa farið erindisleysu.
„Hver veit nema ég fái eitt-
hvert húsnæði í Wanchai“, sagði
ég. „Það er eitt af þeim fáu hverf
um, sem ég hef enn ekki reynt
við“.
Það tísti í frú Ma, eins og ég
hefði sagt eitthvað sérlega fynd-
ið.
„Þér mynduð ekki kunna við
yður í Wanchai", sagði hún.
„Hvers vegna ekki?“
„Það er erilsamt og órólegt
hverfi...... Það búa engir
Evrópumenn í Wanchai — bara
Kínverj ar“.
„Það er einmitt það, sem mig
vantar“, sagði ég. „Það versta
við staðinn þar sem ég hef búið
fram að þessu, er, að þar búa
aðeins Englendingar". Ég sagði
henni frá því, að ég hefði búið
í Sunset Lodge, sem var á lægstu
mörkum þess svæðis, sem talið
var byggilegt fyrir Evrópu-búa.
Ég lýsti fyrir henni „bridge“-
spilurunum, sem byrjuðu að spila
klukkan ellefu á morgnana í
setusetofunni og héldu því áfram
allan daginn. málóðum konum,
sem létu ekkert tækifæri ónotað
til þess að demba yfir mann orða
flaumi sínum, svo að fyrr en
varði var maður farinn að laum-
ast inn eldhúsmegin — þar voru
einnig daprar eiginkonur, sem
ekkert höfðu að gera allan dag-
inn nema láta sér leiðast og aldr-
aðar konur, sem rifust allan guðs
langan daginn. Þetta virtist næst-
um fyndið, er ég sagði frá því,
en því fór víðs fjarri, að mér
hefði verið hlátur í huga. Það
lá nærri, að ég væri farinn að
örvænta, þar sem mánuður var
liðinn af hinu dýrmæta ári mínu,
án þess að ég væri tekinn til
starfa. í fyrstu hafði Hong Kong,
með öllum sínum hraða og mann-
grúa, haft truflandi áhrif á mig,
það var svo margt, sem fyrir
augun bar, að mér vannst ekki
tími til að koma því á pappír.
„Ég verð að átta mig á þessu“,
hugsaði ég. „Eftir viku eða hálf-
an mánuð fer ég að geta málað“.
En sú von brást mér, og ég fór
brátt að velta fyrir mér, hvort
það hefði verið misráðið af mér
að yfirgefa plantekruna. En brátt
rann upp fyrir mér, hvers kyns
var. Myndir mínar höfðu jafnan
byggzt á því, að ég væri í
nánum tengslum við fólkið, fyndi
til skyldleika og samúðar gagn-
vart því, sem ég teiknaði, en hér
var ég eingöngu óviðkomandi
áhorfandi á strætum úti. Það var
sem ósýnilegur múr væri milli
rrýn og kínversku þjóðarinnar —
og hvernig mátti annað vera,
meðan ég bjó í Sunset Lodge?
Og því var það, að ég hóf á ný
leitina að öðru húsnæði — einu
sinni áður hafði ég orðið að gefast
upp, því að hvar sem ég fór gat
að líta sannanir þess, að Hong
Kong væri ein þéttbýlasta og
fjölmennasta borg í heimi með
tilliti tii stærðar. Fám árum áð-
ur, í stríðslok, hafði íbúatalan
tæpast náð hálfri milljón, en eft-
ir byltinguna í Kína streymdi
flóttafólk til borgarinnar og nú
var íbúatalan komin upp í tvær
— jafnvel þrjár milljónir — hver
gat sagt um það?“
Ég lét frá mér tebollann. „Þetta
var mjög ljúffengt te. Þakka yður
kærlega fyrir".
„Það er ekkert að þakka“, tísti
í frú Ma. „Teið var mjög lítil-
fjörlegt".
„Nei, það var afbragðsgott".
Ég stóð upp og bjóst til að fara.
„Ég vona, að þér gerið ekki
alvöru úr að fara til Wanchai?“
sagði hún með áhyggjusvip, um
leið og hún fylgdi mér til dyra.
„Það er alltof hávaðasamt þar —
og sóðalegt. Það er svo mikil
fátækt í Wanchai, að þér fáið
rangar hugmyndir um Kína. Þér
ættuð ekki að fara þangað?“
Ég fór þangað engu að síður —
gekk rakleitt niður brekkuna eft-
ir háum bröttum tröppum, sem
lágu beint niður í elzta hluta
Wanchai, með sinum krókóttu
götum, iðandi af lífi, göturæsum
fullum af rusli, sölubúðum og
götusölum. Sólin skein skáhalt
niður, ljós o£ skuggar skiptust á
og gáfu umhverfinu sérkennileg-
an blæ. Ég sá pósthús og fór inn
í það, í von um að afgreiðslu-
maðurinn þar kynni eitthvað í
ensku. Þegar ég spurði, hvort
hann vissi um nokkur herbergi til
leigu, hristi hann höfuðið án af-
láts. „Nei, mér þykir leitt, ekki
selja neitt“.
„Ég ætla ekki að kaupa neitt“,
sagði ég. „Mig vantar herbergi“.
„Mér þykir leitt. Bara selja frí-
merki“.
Ég gekk yfir Henessy stræti,
framhjá skröltandi vögnum og
tveim nýtízkulegum kvikmynda-
húsum, sem sýndu bandarískar
kvikmyndir, og var brátt kominn
niður að hafnarbakkanum. —
Skyrtulausir og berfættir verka-
menn voru að afferma fiskiskút-
ur, þustu upp og niður göngu-
brýrnar eins og maurar í þúfu,
Húsabátar, sem lágu inn á
milli seglskipanna, tóku dýf-
ur í hvert skipti, sem bát-
ur sigldra framhjá. Hinum
megin götunnar, sem lá meðfram
uppfyllingunni, stóðu þröngar,
opnar sölubúðir, og inn á milli
þeirra mátti sjá dökka stiga, sem
lágu upp í hrörlegar yfirfullar
leiguíbúðir. Á gangstéttinni voru
börn að hoppa í „parís“, og þess
á milli skófluðu þau upp í sig
hrísgrjónum úr skálum — kín-
versk börn virtust hafa þann sið
að borða hvar og hvenær sem
var.
Ég settist í efsta þrepið á
tröppunum, sem lágu niður að
haffletinum. Mánuður er liðinn,
hugsaði ég. Heill mánuður, og
ég hefi ekkert gert. Ég verð að
taka sjálfan mig föstum tökum,
þvinga mig til að mála.
Nei, það gagnar ekki, hugsaði
ég. Ég hef þegar reynt það án
árangurs. Það er ekki hægt að
þvinga sjálfan sig til að mála.
Það er einna líkast því að reyna
að heyra ekki tif í klukku. Því
meira sem maður reynir að hlusta
ekki, þeim mun hærra lætur tif-
ið í eyrum manns.
Stundum getur viljaþrek snúizt
gegn manninum sjálfum, hugsaði
ég. Það er ekki hægt að beita
viljaþreki til þess að mála.
Já, slakaðu á, hugsaði ég. Það
er ekki fyrr en maður er hættur
að reyna að hremma það, sem
hugurinn girnist, að það kemur
fyrirhafnarlaust upp í hendurnar
á manni.......
Ég hallaði mér upp að sólheit-
um steininum. Kerra ók framhjá,
og það tók undir í steinlagðri göt-
unni í hverju spori óhreinna,
luralegra fóta dráttarkarlsins.
Mér varð allt í einu litið á ljósa-
skilti mitt á meðal sölubúðanna.
Bláar ljósapípurnar mynduðu
íburðarmikla kínverska stafi. Ég
41, V odickova PRAHA 2
CZECHOSLOV AKIA
Stúlkur
ekki yngri en 20 ára óskast.
IMýja Skóverksmiðjan hf-
Bræðraborgarstíg 7.
r
L
á
ó
I’LL BE BACK IN A SHORT WHILE,
TIMMV...VOU STAV 1-tERE WITH MR. BRVSON
...WHEN I COME BACK WE'LL HAVE LUNCH
- TOGETHER /
LOUIS, I'M CALLING VOU i
ABOUT A LITTLE J03
I WANT DONE...VOU
KNOW HOW TO HANDLE
> DVNAMITE, DON'T
-•É). VOU ?
VOU SIT HERE,
OLD SPORT, AND LOOK AT
THESE TRAVEL MAGAZINE3
WHILE I MAKE SOME
PHONE CALLS / _____
1) „Ég þarf að skreppa burtu,
en kem fljótt aftur, Tommi. Þú
verður hérna hjá Brjáni á með-
an. Á eftir borðum við hádegis-
verð saman“. — 2) „Fáðu þér
sæti,“ sagði Brjánn. „Hér eru
ferðatímarit, sem þú getur litið
í. Ég þarf að hringja". — 3)
Brjánn í símann: „Lúðvík, ég
hringi til þín í sambandi við
verk, sem ég þarf að fá unnið.
Þú veizt hvernig handleika á
sprengiefni, er það ekki?“
þekkti tvo þá síðustu. Þeir sýndu,
að þetta var gistihús.
Jæja, þarna var loks eitthvað
við mitt hæfi, hugsaði ég. Ákjós-
anlegri stað var ekki hægt að
hugsa sér en þennan, svona rétt
hjá höfninni. Auðvitað hlutu að
koma einhver vandkvæði í Ijós,
þannig var það alltaf, ef eitthvað
virtist óaðfinnanlegt í fyrstu. En
það sakaði ekki að reyna.
Ég stóð upp, gekk yfir hafnar-
bakkann og inn um dyrnar fyrir
neðan bláu ljósin. Mig var enn
ekki farið að gruna neitt. And-
dyrið var þokkalegt, miðaldra af-
greiðslumaður stóð fyrir innan
borð í forsalnum og pálmatré
stóð í potti hjá stiganum. Allt
minnti þetta mig á gamalt gisti-
hús í Bloomsbury, og ég varð
ósjálfrátt vondaufari. Mér fannst
einhvern veginn, að svona ætti
ekki að líta út í gistihúsi í hafn-
arhverfinu Wanchai —- þetta hlyti
að minnsta kosti að vera dýrari
staður en ég hafði gert ráð fyrir.
Ég gekk að afgreiðsluborðinu.
„Hver er mánaðarleigan fyrir
herbergi hérna?“ spurði ég af-
greiðslumanninn.
„Mánaðarleigan? “
Afgreiðslumaðurinn hætti að
reikna í bók sinni og leit upp.
Hann var klæddur að sið Kín-
verja í flík, sem minnti einna
helzt á gráa hempu og gaf honum
virðulegan svip, sem samræmd-
ist vel pálmatrénu og fornfálegri
lyftunni. Höfuð hans var nauð-
rakað, og hann hafði nokkrar
tennur úr silfri í munninum.
„Mánaðarleigan?“ endurtók
hann.
„Já, er ekki hægt að taka á
leigu fyrir mánuð i einu?“
„Hvað viljið þér dveljast
lengi?“
„Að minnsta kosti einn mánuð“.
Hann gaut augunum kynlega
til mín, en hóf síðan á ný að
reikna með hjálp kúlnabands
síns. Það glamraði í kúlunum, er
hann færði þær ótt og títt til á
bandinu.
„Tvö hundruð og sjötíu dali“,
sagði hann að lokum.
„Á mánuði?"
„Já, mánuði".
Einn dalur í Hong Kong mynt
jafngildir einum shilling og þrem
pensum, og þetta var því sem
næst sautján pundum — örlítið
dýrara en í Sunset Lodge, en með
því að spara við mig matinn gæti
ég klofið það. Ég bað um að fá
að sjá eitt herbergi, og afgreiðslu
maðurinn kallaði á einn herbergis
þjónanna meðan ég hélt í áttina
til lyftunnar. Herbergisþjónninn,
sem var brosleitur únglegur pilt-
ur um tvítugt í hvítum jakka og
skálmvíðum baðmullarsíðbuxum,
fylgdi mér upp á þriðju og jafn-
framt efstu hæðina. Við gengum
inn ganginn, unz við komum að
dyrum fyrir enda hans. Þjónninn
opnaði dymar.
„Mjög snoturt herbergi, herra“,
sagði hann brosandi.
Það var auðvitað ekki snoturt,
en það var þokkalegt og nægði
mér fyllilega. I því var breitt
rúm, óvandað snyrtiborð, klæða-
skápu? — og svo auðvitað blá-
húðaður spýtubakki á gólfinu.
Þar var einnig sími Og fóðruð
karfa undir teketil. Ég minntist
þess að hafa heyrt, að í kín-
verskum gistihúsum væri grænt
te eftir_ þörfum innifalið í leig-
unni. Ég gat næstum lifað á
eintómu tei, og þetta hlaut því
að geta orðið mikill sparnaður
fyrir mig.
SHlltvarpið
Laugurdagur 5. júlí.
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn-
dís Sigui'jónsdóttir). 14.00 „Laug
ardagslögin". 19.30 Samsöngur:
Duncan-systur syngja (plötur).
20.30 Raddir skálda: „Far á skýj*
um“ eftir Stefán Jónsson (Höf-
undur les) 21.00 Tónleikar. 21.30
79 af stöðinni:' Skáldsaga Indriða
G. Þorsteinssonar færð í leikform
af Gísla Halldórssyni. 1. kafli,
flytjendur Gísli Halldórsson o. fL
22.10 Danalög. 24.00 Dagskrárlok.