Morgunblaðið - 11.07.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1958, Blaðsíða 2
2 MOK rrnvnr a mi Föstudagur 11. júlí 1958 islemku þingmenn- irnir aiiur í Hoskvu MOSKVU, 10. júlí. — Einkaskeyti frá Reuter. ÍSLENZKA þingmannanefndin kom til Moskvu í dag úr ferð sinni um Ráðstjórnarríkin, segir í fréttastofufregnum frá Tass. Eftir stutta hvíld heimsóttu þing mennirnir skipulagsnefnd Sovét ríkjanna og ræddu þar við yfir- mann fiskveiðideildarinnar, sov ézka ráðherrann Alexander Ish- kov, sem lýsti þróun fiskimála í Sovctríkjun un Emii Jónsson kvaðst vtra sam- mála því, að efla þyríti á allan hátt samböna mií i visindamanna á svi'öi rannsókna í sambandi við fiskiðnað á íslandi, í So/étríkjun um, í Danmörku og Noregi. þingmennirmr ióru siðan til Leninhæða, þar sem þeir skoð- uð j Moskvuháskólann og spurðu m.a. um töku erlendra stúdenta inn í skólann og um námsfyrir- komulag. Síðan héldu þeir til suð vesturhluta Moskvuborgar, þar sem þeir kynntu sér aðferðir við húsabyggingar í stórum stíl, seg- ir í fréttaskeytinu frá Tass. ★ fslenzki sendiherrann í Moskvu, Pétur Thorsteinsson, hafði í dag boð inni í Moskvu til heiðurs ís- lenzku þinginönnunum. Leiðrétting LEIÐINLEKJ prentvilla hefir slæðst inn í athugasemd mína í Morgunblaðinu í dag. Þar stend ur með „áprentunm tónleikum", en á að vera: með ágætum tón- leikum. Reykjavík, lO.júlí 1958. Jón Leifs. Síðastliðið ár hafa margir starfsmenn Flugfélags íslands farið erlendis tii tækniþjálfunar, einkanlega vegna Viscountflugvél- anna Gulifaxa og Hrímfaxa, sem annast hafa miliilandaflug félagsins í rúmlega fjórtán mánuði. Flugvirkjarnir hafa flestir farið til Englands þar sem þeir hafa notið kennslu hjá frain- leiðendum Viscountanna, Vickers-Armstrong og Rolls-Royce. Á myndinni eru taldir frá vinstri: Stefán Viihelmsson, Bragi Jonsson, M. A. Byrne, kennari og Gunnar Valgeirsson. Vestur-Þýzk yfirvöld vilja Eisele framseldan Grunaður um að hafa myrt marga foitya í fiuoteiura/V MUNCHEN, 10. júlí. — Reuter. Vestur-þýzk yfirvöld munu fara fram á það við egypzku stjórnina, að dr. Hans Eisele, fyrrverandi Hringskonur hafa lagt 3,1 milj. í barnaspíta'ann spítalans; en Hringkonur munu vinna ötuliega að ijáröflun í þá byggingu, svo að hún geti tekið til starfa sem allra fyrst. Heita Hringkonur á almenning að veita þeim lið í þeirri loka- sókn. Úr Barnaspítalasjóði var á ár- inu greitt til nýbyggingarinnar i kr. 1.090.000,00, en alls hafa | framlög sjóðsins til nýbyggingar- innar verið kr. 3147.000,00. STJÓRN félagsins er óbreytt frá í fyrra, en hana skipa: frú Soffía Haraldsdóttir, form., frú Gunn- laug Briem, varaforrnaður, frú Margrét Ásgeirsdóttir, ritari, frú Eggrún Arnórsdóttir, gjaldkeri og frú Sigþrúöur Guðjonsdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa: frú Guðrún Hvannberg, frú Dag- mar Þorláksdóttir, írú Herdís Ás- | geirsdóttir og frú Theódóra Sig- j ujðardóttir. Fjáröflunarnefnd félagsins var ! kosin í fyrra til tveggja ára, en 1 hana skipa frú Maria Bei-nhöft, * formaður, Garðastræti 40, frú X _ -■ - - - -____-- - £ -____i„______- Ragnheiður Einarsdóttir, Greni- T FQIH i $ $ SF$W CB F P i B SVS SJI mel 1, frú Ágústa Johnsen, í SS-læknir í Buchenwaldfanga- búðunum verði framseldur. Eis- ele heíir leitað hælis sem póli- tískur flóttamaður í Egyptalar.di. Dómsmálaráðheirann í fylkis- stjórninni í Bayern, dr. Anker- múller, sagði sl. mánudag, að Eisele, sem hvarf frá heimili sínu í Múnchen í sl. mánuði, væri grunaður um að hafa myrt fjöl- marga fanga í Buchenwald. Hefði Eisele augljóslega flúið frá Múnchen, af því að hann óttaðist réttvísina. Eisele sagði víð frétta- ritara DPA í gistihúsi í Karíó í dag: „Ég kom hingað sem ferða- maður með vegabréf og áiítun í lagi“. Kvaðst hann vera í boði arabískra vina sinna og væri á leið til Austurlanda: „Ég flúði ekki frá Þýzkalandi, og fyrr eða síðar mun ég koma þarxgað aft- ur“. — H. C. Hansen Framh. af bls. 1 ráðherrann spurður nokkurra spurninga og fjölluðu þær aðal- lega um landhelgismálið, eins og gefur að skilja. Einnig var hann spurður um handritamálið. Hann sagði, að ekkert nýtt hefði komið fram í því og engin ný nefnd hefði verið skipuð til að fjalla um það mál, enda heíðu báðir ! stærstu andstöðuflokkar dönsku ! ríkisstjórnarinrar lagzt gegn því að siík nefnd yrði skipuð. Það er tilgangslaust að stíga nýtt spor í þessu máli, sagði ráðherrann ennfremur, fyrr en einhver von er um, að það beri árangur. Aftur á móti kvað hann það persónu- lega sköðun síaa, að samkomulag mundi nást í þessu viðkvæma máli. Ég veit ekki, hvenær það verður, sagði ráðherrann. Það getur dregizt tvö, þrjú eða fleiri ár, en það er persónuleg skoðun mín, að málið verði leyst, svo báðir aðilar geti vel við unað. Hagstæðasta lausnin — allsherjarsamkomulag Ráðherrann var spurður um svonefnda svæðaráðstefnu, sem hann vildi, að kölluð yrði sam- an. Hann kvaðst ekki geta sagt um, hvaða lönd hefðu átt að taka þátt í slíkri ráðstefnu. Forsendur hennar hefðu verið þær, að ísland tæki þátt í slíkri ráðstefnu, annars yrði hún til einskis gagns. En af ýmsum á- stæðum hafa íslendingar ekki treyst sér til að lýsa yfir þátt- töku sinni í slíkri svæðaráð- stefnu. Þá sagði forsætisráðherr- Bandaríkjamaður kom Mikiubraut 15, frú Ragnheiður Einarsdóttir, Grenirnel 19, frú Dagmar Þorláksdóttir, Skeiðar- vog 69, frú Martha Thors, Vest- urbrún 18 og frú Guðrún Hvann berg, Hóiatorgi 8. Félaginu hefir orðið vel ágengt á síðasta starfsári, og hefir meg- ínverkeínið verið eins og undan- farið að safna fé i Barnaspítala- sjóð. í sjóðinn bættist á árinu um 423.000 kr. var fjárins aflað með ýmsu móti, svo sem merkja sölu, sölu jólasxrauts allskonar, og með því að halda bazar í sam- bandi við kaffisolu í Sjálfstæðís- húsinu. Auk þess að síyðja'þessa ýmislegu fjáröfiun, styrkti al- menningur félagið mjög rausn- ariega, nú sem ávalit áður, ým- ist með gjöfum, áheitum eða með því að kaupa minningarspjöld Barnaspítalasjóðs. Nam sala þeirra um 116.000 kr. og hefir aldrei áður numið svo hárri upp- hæð. Einnig voru áheit og gjafir með mesta móti. • Virðist starfræksla Barnadeild ar Landsspítalans þetta fyrsta starísár, en deildin var opnuð þ. 19. júní 1957, hafa orðið almenn- ingi hvatning til þess að styrkja Barnaspítalasjóðinn af mikilli rausn. Enn þarf þó mikið fé til þess að hin nýja Barnadeild verði íullg í nýbyggingu Lands- SENDIHERRA Bandaríkjanna í Ráðstjórnarrikjunum, I. E. Thompson, var boðið að koma fram í sjónvarpi í Moskvu í til- efni af þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna hinn 4. júlí sl. Sendi- herrann flutti þar 15 mínútna ávarp og lagði áhei-zlu á þá ósk Bandaríkjamanna, að komið ( verði á frjálsri og óháðri írétta- og kynningarstarfsemi milli Bandaríkjanna og Ráðstjórnar^ rikjanna og ferðamannastraumur milli landanna verði óhindraður. „Við erum þeirrar skoðunar, að frjáls straumur frétta og upplýs- inga sé gagnlegur, jafnvel nauð- synlegur, í skiptum okkar við önnur ríki. Margs konar ágrein- ingur rís milli landanna, vegna þess að þjóðirnar og ríkisstjórn- irnar í heiminum eru illa upp- lýstar um atburði í öðrum lönd- um.“ Sendiherrann lét í ljós ánægju vegna hinna auknu skipta milli landanna á sviði mennta, vísinda og íþrótta, en bætti við, að frjáls upplýsingastarfsemi væri „jafn- vel enn mikilvægari." „Einnig vildum við gjarnan láta útrýma hinum svonefndu „lokuðu svæðum“ til þess að af- nema þær hömlur, sem nú eru á ferðum manna“. Sendiherrann lauk máli sinu ! með því að fullyrða, að stefna Bandaríkjanná miðaði að því að koma á varanlegum friði, sem byggðist á réttlæti og skilningi. Thomson er fyrsti Bandarikja- maðurinn, sem komið hefur fram í sjónvarpi í Moskvu. Rússneski sendiherrann í Bandaríkjunum, Mikhail A. Menshikov, er aftur á móti góðkunnur sjónvarps- hlustendum í Bandaríkjunum, þar eð hann hefur alloft komið fram í dagskrá stærstu sjón- varpsstöðva Bandaríkjanna. Loks má geta þess, að ein stærsta bandaríska sjónvarpsstöðin hafði viðtal við Nikita Krúsjeff, áður en hann varð forsætisráðherra. U. C. Hansen ann og lagði áherzlu á það, að hann vildi ekki blanda sér í land helgismál íslendinga eða íslenzka stórpólitík. í sambandi við út- víkkun færeysku landhelginn- ar sagði H. C. Hansen, að það mál væri alveg komið undir að- gerðum íslendinga. Hann benti á, að Danir hefðu tekið þá af- stöðu á Genfarráðstefnunni, að lönd, sem ættu allt sitt undir fisk veiðum, hefðu algera sérstöðu. Slík lönd væru ísland, Færeyjar og Grænland. Við erum þeirrar skoðunar, sagði ráðherrann, að Norska stjórnin teknr ekki nf- stöðu til fiskveiðilögsögnnnnr fyrr en Stórþingið kemur saman í okt. OSLÓ, 10. júlí — Einkask. frá Reuter til Mbl. Norska stjórnin mun ekki taka afstöðu til víkkunar fiskveiðilög- sögunnar fyrr en Stórþingið kemur aftur saman í október í haust. Sjávarútvegsmálaráðherr- ann Nils Lysö lætur svo ummælt í grein, er birt er í Norsk Hand- els og Sjöfartstidende í dag. Minnir Lysö á, að Félag norskra fiskiútflytjenda, Norges Raa- fisklag og Fiskimannafélög í Norður- og Mið-Noregi hafi þeg- ar krafizt víkkunar fiskveiðilög- sögunnar við Noreg út í 12 mílur. En félag fiskiskipaeigenda hefir skorað á yfirvöldin að koma í veg fyrir víkkun fiskveiðilögsög- unnar. þau lönd, sem byggja afkomu sína á sjávarafla, eigi að hafa 6—7 mílna landhelgi, en 12 sjó- mílna fiskveiðilandhelgi. Um þetta mál varð ekki samkomulag í Genf, því miður, og af þeim sökum munu einstök ríki færa út landhelgi sína einhliða. Það get- ur haft í för með sér miklar af- leiðingar og komið af stað eins konar „keðjuverkunum". Slík lausn á málinu er mjög óheppi- leg, sagði ráðherrann ennfrem- ur, og hann benti á, að Lange, ut- anríkisráðherra Noregs, hefði ekki alls fyrir löngu sagt, að Norðmenn yrðu að víkka út sína landhelgi á ákveðnum stöðum í Norður-Noregi í 12 sjómílur, ef íslendingar stæðu við fyrirætl- anir sínar. Sama væri að segja um Færeyinga og væntanlega einnig Grænlendinga, en ekki kvaðst ráðherrann geta sagt um, hvenær landhelgin yrði víkkuð út við Grænland. Þá benti hann á, að bezta lausnin væri sú, að allsherjarsamkomulag næðist í þessari deilu. Ég vona, sagði hann, að það verði. Slík lausn málsins yrði hagstæðust fyrir alla aðila. Landhelglsmálið og NATO Þá var hann spurður, hvort hann héldi, að málstaður íslend- inga og Færeyinga ættu litlu fylgi að fagna innan vébanda NATO. Um það vil ég ekkert segja, sagði H. C. Hansen, ekki á þessu stigi málsins. Hann benti á, að innan NATO væru uppi ýmsar skoðanir, ræddi til dæmis um þá skoðun Bandaríkjastjórn- ar, að einhliða útvíkkun land- helginnar væri ekki í samræmi við alþjóðalög. Þá kvaðst ráð- herrann vona, að unnt væri að vinna að lausn þessa mikilvæga máls með viðræðum og rólegri í. hugun innan Atlantshafsbanda- lagsins. Ráðherrann var spurður um, hvernig Danir myndu bregðast við, ef þeir fengju svipaðar hót- anir og Bretar hafa sent íslenzku ríkisstjórninni út af landhelgis- málinu. Hann sagði: Ég vil fyrst fá hótanir, áður en ég svara þeim. Blaðamennirnir spurðu H. C. Hansen um það, hvort land. helgismálið gæti á einhvern hátt breytt sambandinu milli Dan- merkur og Færeyja Hann kvað nei við því. Um þetta mál eru Færeyingar og danska stjórnm algerlega sammála, sagði hann. Ef íslendingar víkka út sína land helgi í 12 sjómílur, þá teljum víð rétt, að Færeyingar geri slíkt hið sama. Enn, bætii ráðherrann við, við viljum að um þetta mál sé rætt á friðsamlegan hátt. Ráðherrann var spurður að því, hvort danska stjórnin hefði fengið svipaða orðsendingu og íslendingar frá Sovétstjórninni, en eins og kunnugt er, lýstu Rúss ar því yfir, að fyrirhuguð stækk un íslenzku landhelginnar í 12 sjómílur væri fyllilega réttiæt- anleg. H. C. Hansen lcvaðst ekki vita til þess, að slík orðsending hefði borizt dönsku stjórninni. Þá var hann spurður að því, hvort danska stjórnin ottaðist, að Bretar mundu loka mörkuð- um sínum fyrir danskar land- búnaðarafurðir og færeyskan fisk, ef Færeyingar víkkuðu nú út landhelgi sína. Það þykir mér óhugsandi sagði ráöherrann, en ég get auðvitað ekkert sagt um það mál. Tíminn einn getur leitt í Ijós, hvað úr þessu verður. Að lokum lagði forsætisráð- herra Danmerkur ennþá áherzlu á, að hann kæmi ekki hingað sem sáttasemjari í landhelgis- deilunni. Hann hefði áhuga á mál inu og hefði rætt það í einkasam- tölum, en ætlaði ekki að skipta sér af landhelgismálum íslend- inga að öðru leyti. Hann kvaðst mundu dveljast hér á landi skemmri tíma en ráð hefði verið fyrir gert og því miður gæti hann ekki farið á laxveiðar í þetta skipti. Þó að hér væri ágætt veiði veður, væru flugskilyrði ekki jafngóð. Að lokum sagði H. C. Hansen og brosti: Þetta er fyrsti blaðamannafundurinn, sem ég tek þátt í, þar sem eingöngu er rætt um íslenzk máiefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.