Morgunblaðið - 11.07.1958, Qupperneq 8
£
MORC.risnr 4nif)
ytfctndagur 11. júlí 1958
I
Dtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
_átstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglysmgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
VERÐHÆKKANIRNAR BITNA
Á ÖLLUM
AKAFAR deilur hafa nú
risið upp milli Þjóðvilj-
ans annars vegar og Al-
þýðublaðsins hins vegar út af
farmannaverkfallinu. í forystu-
grein, sem birt var í Þjóðviljan-
um á miðvikudag, er deilt harð-
lega á Sjómannafélag Reykjavík-
ur fyrir að stofna til verkfalls
á skipunum og er það fært fram,
að farmenn hafi sízt af öllu á-
stæðu til að kvarta, miðað við
aðrar stéttir og sé þess vegna
ekki ástæða sérstaklega fyrir þá
að leggja út í verkfall. í fram-
haldi af árásinni á sjálft Sjóm.-
félagið, er svo ráðizt harkalega
að Alþýðuflokknum fyrir ábyrgð-
arleysi- og beinlínis gefið í skyn
að það sé sjálf flokksstjórn Al-
þýðuflokksins, sem beri hina
raunverulegu ábyrgð á því, að
farmannaverkfallið hafi skoll-
ið á.
í forystugrein í gær svarar svo
Alþýðublaðið ádeilu Þjóðviljans.
Heldur Alþýðublaðið því fram,
að farmenn eigi heimtingu á að
þeim verði „bætt kjaraskerðing-
in samkvæmt efnahagsráðstöfun-
um ríkisstjórnarinnar og stuðn-
ingsflokka hennar“.
★
Þessi deila Alþýðublaðsins og
Þjóðviljans talar vitaskuld sínu
máli um ástandið á stjórnarheim-
ilinu og þarf ekki um það að
fjölyrða. En það er ein staðhæf-
ing í forystugrein Alþýðublaðs-
ins í gær, sem rétt er að víkja
stuttlega að. Alþýðublaðið seg-
ir, að það sé „staðreynd, að far-
menn, einir allra stétta, búa við
lakari kjör eftir efnahagsráðstaf-
anirnar, sem síðasta Alþingi af-
greiddi“. Þessi staðhæfing Al-
þýðublaðsins er vitaskuld alröng.
Allar stéttir munu telja sig búa
við lakari kjör eftir efnahags-
ráðstafanirnar en fyrir. Allir
finna til þeirra miklu verðhækk-
ana, sem dunið hafa yfir, en þó
eiga þær auðvitað eftir að koma
miklu betur í'ljós en nú er orð-
ið. Það er einnig v’iðurkennt, af
stjórnarflokkunum sjálfum, að
með bjargráðunum hafi verið
framkvæmd mikil gengislækkun,
en hún bitnað að sjálfsögðu á
öllum almenningi og kemur ekki
sízt fram í stórhækkuðu verðlagi
á vörum og alls konar þjónustu.
Þetta er svo augljós staðreynd,
að um hana þarf ekki að deila.
Það er því mjög furðulegt, þegar
Alþýðublaðið heldur því fram,
að farmenn, einir allra stétta, búi
við lakari kjör eftir efnahags-
ráðstafanirnar, sem Alþingi af-
greiddi. Það mun vafalaust vera
rétt, sem farmenn halda fram,
að kjör þeirra eru lakari nú
en fyrir setningu þessara laga,
en áður var. En það er staðreynd,
sem aldrei er unnt að komast
fram hjá, að mikil skerðing kjara
hefur átt sér stað hjá öllum al-
menningi, hvað snertir hinar al-
mennu hækkanir og vaxandi
verðbólgu, sem „bjargráðin" hafa
leitt af sér.
SKATTLAGNING Á ALMENNING
OG ATVINNUVEGINA?
t
AbrÐUSTU árum hefur
verzlun íslendinga lagzt
í vaxandi mæli til land-
anna austan við járntjald. Mikið
hefur verið rætt um nauðsyn
þessara viðskipta og orsakirnar
til þess, að við séum í vaxandi
mæli knúðir til þess að selja
vörur til þessara landa og kaupa
frá þeim vörur aftur á grund-
velli jafnvirðiskaupa, eins og
tíðkazt hefur. Á þessu máli eru
margar hliðar og er ekki unnt
að fara langt út í það mál hér.
En á eitt atriði í þessu sambandi
skal þó drepið. Neytendur al-
mennt líta svo á að margar af
þeim vörum, sem við kaupum
frá Austurþjóðunum séu mun
lakari að endingu heldur en sams
konar vörur, sem fengist hafa
frá hinum gömlu viðskiptalönd-
um okkar í Evrópu, svo sem
Englandi, Þýzkalandi og Norður-
löndum. Á ýmsum vörutegund-
um er talinn mikill munur, hvað
þær eru lakari austan frá, held-
ur en frá hinum gömlu við-
skmt-»bióðum okkar í vestri. —
ir hafa sárlega kvartað
jum þessum vörum og
t jérstaklega tekið fram,
hvo^a ending margra þeirra sé
lítil á móts við vörurnar vestan
frá. Þetta mál mun aldrei hafa
verið rannsakað að nokkru ráði,
en vafalaust mun það rétt, að
margar algengar vörutegundir
austan frá eru mun lakari en
þær, sem fengizt hafa frá gömlu
viðskiptaþjóðunum í vestri og al-
menningur hér var orðinn vanur
að nota. En í þessu sambandi rís
þá sú spurning, hvort með þess-
um austurviðskiptum sé ekki
lagður mjög mikill skattur á ís-
lenzka neytendur. Og um leið rís
sú spurning, hvort þessi viðskipti
séu þá svo þjóðhagslega hagstæð,
eins og sumir vilja vera láta. Er
þá rétt að benda á, að það eru
sízt af öllu eingöngu almennar
notavörur almennings, sem keypt
ar eru frá löndunum í austri,
heldur er einnig um að ræða
mjög mikið af þýðingarmiklum
vörum fyrir atvinnuvegi landsins.
Því er sízt af öllu að leyna, að
mjög hefur einnig verið kvartað
út af því, að ending sumra þess-
ara vara væri lítil og miklu
minni en samsvarandi vara frá
hinum gömlu viðskiptalöndum í
vestri.
Það er engin ástæða til að
draga fjöður yfir það sem bent
hefur verið á hér að ofan, um að
kvartað er út af gæðum ýmsra
vörutegunda frá austursvæðinu.
En mál þetta er þess eðlis, að
það þyrfti að rannsaka gaum-
gæfilega. Gera þyrfti samanburð
á verði og endingu vara frá aust-
ursvæðinu annars vegar og Vest-
urlöndum hins vegar. Þegar sú
athugun hefði farið fram, mundi
fást yfirlit um það, að hve miklu
leyti þessi viðskipti gætu talizt
okkur hagkvæm og hvort í ein-
stökum tilvikum kann að vera
um að ræða að atvinnuvegirnir
og allur almenningur sé þung-
lega skattaður vegna viðskipt-
anna austur á við.
UTAN UR HEÍMI
Rainier og
RAINIER fursti í Monaeo og
kona hans, Grace, hafa ákveðið
• að auka herafla furstadæmisins
börnum sínum til verndar. —
Furstahjónin óttast mjög, að æv-
intýramenn freistist til að ræna
börnum þeirra og heimta lausn-
argjald — og þegar hafa þau
fengið allmörg nafnlaus bréf frá
óhamingjusömum fjárhættuspil-
urum í spilavítinu í Monte Carlo,
þar sem þeir hafa hótað að ræna
börnunum eg láta furstann á
þann hátt gfeiða sér álitlegar
fúlgur í sárabætur.
★
Núverandi herafli furstadæmis
ins er 200 manns, sem einnig
gegna starfi brunaliðsmanna við
höllina. Þetta er tignarlegur
flokkur, sem við hátíðleg tæki-
færi klæðist einkennisbúningum
frá dögum Napoleons.
★
Rainier hefur nú ritað borgar-
stjóranum í Valenciennes, í nánd
við belgisku landamærin, og beð-
ið hann að senda sér liðsafla. —
Biður hann um flokk Ijóshærðra
manna, ekki eldri en 28 ára, sem
eru a. m. k. sex feta háir — og
Grace öttast barnarán
Riinier ætlar að efla lífvörðinn börnum sínum til verndar.
hafa gegnt herþjónustu í Frakk-
landi. Furstinn í Monaco leitar
lifvarða sinna til Frakklands
samkvæmt hliðstæðum venjum
Páfagarðs, að leita lífvarða í
Sviss.
Prinsessur í hjóna-
bands hugleiðingum
STÖÐUGT er rætt um ástir
kóngafólksins — í gær voru það
Margrét og Townsend, í dag Ir-
anskeisari og Soraya og á morg-
un Margrét Svíaprinsessa og
Douglas Home. Margar kvaðir og
margir ókostir fylgja frægðinni
og tigninni og ásta- og einkamál
konungborinna eru ekki látin í
friði frekar en um væri að ræða
kvikmyndaleikara, sem elskast
oftar — giftast og skilja oftar en
nokkrir aðrir.
Og nú hafa heimsblöðin enn
einu sinni gætt sér á nýjum kon-
unglegum ástum. Þar er um að
ræða Désirée, „litlu systur“ Mar-
grétar Svíaprinsessu og Simeon,
fyrrum konung í Búlgaríu.
í Sviþjóð er þess almennt
vænzt, að þær Margrét og
Désirée opinberi trúlofun sína
samtímis — og sú stund sé ekki
langt undan. Simeon er 22 ára og
missti ríki sitt, þegar komm-
únistar brutust til valda í
Búlgaríu. Hann hefur að undan-
förnu dvalizt í Svíþjóð í annað
sinn — og verið langdvölum með
Désirée. Simeon er góðvinur
Bertil Bernadotte greifa, sonar
Bernadotte, sem myrtur var í
Palestínu árið 1948. Talið er, að
Margrét
Désirée hafi kynnzt Simeon fyrir
milligöngu Bertils. Simeon hefur
„Krusjeff gaar atter lös paa spritten", stóð undir þessari mynd
í dönsku blaði. Eins og kunnugt er flutti Krúsjeff mikla
bindindisræðu á dögunum og varaði menn við vodka, en sjálf-
1 ur er hann kunnur fyrir að hafa dálæti á þeirri veig.
annars verið búsettur á Spáni —.
og dvalizt þar með móður sinni.
Sænsku stórblöðin hafa sína út-
sendara á hnotskógi eftir fregn-
um af Douglas Home í London,
en nú hafa þeir tapað slóðinni
— og fullyrða blöðin, að Home
sé ekki lengur í Englandi. Full-
yrða þau og, að hann ætli að
hitta Margréti í Danmörku ein-
hvern næstu daga — og búast
þá fastlega við að til tíðinda
dragi.
Þá má bæta hér við, að Mar-
grét á enn tvær systur, Birgittu,
sem er 21 árs og ekki hefur enn
gefið neitt tilefni til að ætla, að
trúlofun hennar sé skammt und-
an — og Kristínu, sem er 14 ára.
Tvö bréf í viðbót
LUNDÚNUM, 9. júlí. — Starfs.
maður í rússneska sendiráðinu
hér kom í dag með tvö bréf í
viðbót, sem hann sagði að hefðu
verið send til sendiráðsins. í báð-
um þessum bréfum segjast bréf-
ritarar munu verða í flugvélinni
sem varpar kjarnorkusprengju
yfir Ermarsundi í þessum mán-
uði. Þeir segjast vera bandarískir
flugmenn, eins og bréfritari
fyrsta bréfsins, sem sent var fyrir
nokkru, eins og skýrt hefur verið
frá í fréttum. Bandaríska stjórn-
in segir, að bréf þessi séu ekki
rituð af bandarískum flugmönn-
um. Hér séu brögð í tafli.
Lacfone — nýff lyfl
LUNDÚNUM, 9. júlí. — Prófessor
Milton Friedman við New York
University College of Medicine
sagði hér í borg í dag, að nýtt
efni, Lactone — eins konar sykur
efni — hefði gefið góða raun,
þegar það hefði verið reynt við
krabbameini í blöðru. Prófessor-
inn sagði, að lyfið hefði raunar
verið svo áhrifamikið. að hann
mælti með því, strax og það
kærai á markað.
★ WVASINGTON, 7 júlí NTB,
— Reuter. — í dag undirritaði
Eisenhower Bandaríkjaforseti
lögin, er veita Alaska sömu rétt-
indi og öðrum fylkjum í ríkja-
sambandinu. Alaska verður form
lega 49. fylkið, eftir að fylkisþing
þess hefir samþykkt lögin, en
það verður sennilega í haust.