Morgunblaðið - 27.07.1958, Síða 2
2
jORcrwnr 4Ðir
Sunnudagur 27. júlí 1958
— Dulles 1 Bonn
Frh. af bls. 1
Bonn, Sir Christopher Steele,
Adenauer, og á meðan á fundin-
um stóð, bað sendiherra Banda-
ríkjanna, David M. Bruse, um
einkasamtal við Adenauer. Ekki
er þó vitað um, hvort samtölin
við þessa fulltrúa Vesturveld-
anna hafa orðið til þess að Bonn-
stjórnin rauf þögn sína.
Aðenauer
f yfirlýsingu stjórnarinnar seg-
ir m.a., að hún sé þess fullviss,
að aðgerðir Bandaríkjamanna i
Libanon og Breta í Jórdan hafi
miðað að því að stöðva hættulega
þróun í Austurlöndum nær. Hér
sé þvi ekki um íhlutun að ræða
eða aðgerðir gegn neinu riki,
heldur vilji Vesturveldin aðeins
styðja þau lönd, sem óttast um
sjálfstæði sitt og hafa beðið um
aðstoð. Bonnstjórnin er einnig
sammála Bandarikjunum og Bret
Duiles
landi um að tilgangurinn með
þessum aðgerðum sé sá einn að
draga úr spennunni við austan-
vert Miðjarðarhaf.
Þá lýsir vestur-þýzka stjórnin
því einnig yfir, að hún dragi í
efa einlægni Rússa, þegar þeir
segjast vilja leggja sitt af mörk-
um til að draga úr því hættu-
ástandi, sem skapast hefur í
Austurlöndum nær. Bendir stjórn
in því viðvíkjandi á það, að Sovét
fulltrúinn í öryggisráðinu beitti
neitunarvaldi gegn japönsku til-
lögunni. Með þessari afstöðu
sinni hefur Sovétstjórnin komið
í veg fyrir að dregið yrði nú þeg-
ar úr hættuástandinu í Austur-
löndum nær og megi af því sjá,
að Moskvu-stjórnin sé ekki ein-
læg í afstöðu sinni. Þá er bent
á hinar skörpu árásir Krúsjeffs
í bréfum sínum til leiðtoga Vest-
urveldanna og sagt, að allt beri
þetta að sama brunni. Bonn-
stjórnin vísar algerlega á bug öll-
um þeim ásökunum, sem komið
hafa fram í bréfum Krúsjeffs. Þá
kveðst Adenauer-stjórnin vonast
til þess, að unnt verði að finna
lausn á deilunni með aðstoð Sam-
einuðu þjóðanna og lýsir því loks
yfir, að hún styðji þá tillögu, að
leiðtogar stórveldanna komi sam-
an til funda í Öryggisráðinu tii
að ræða um deilumálin.
Þá er einnig vitað, að á fund-
inum var rætt um það, hvort
Bonn-stjórnin ætti að viðurkenna
lýðveldisstjórnina nýju í írak.
Engin ákvörðun var tekin, og
eru stjórnmálamenn ffonn þeirr
ar skoðunar, að ekki sé nein á-
stæða til að taka skjóta ákvörð-
un, því að enn hafi írak ekki
fengið sinn ríkisleiðtoga.
Adenauer kanzlari hefur tuid-
anfarna daga átt viðræður við
fjölda erlendra diplomata í Bonn,
auk þess sem hann hefur rætt
við marga vestur-þýzka sljórn-
málamenn. Hann hefur t.d. rætt
v.ð sendiherra Egypta, Tyrkja og
fraka og kallað þangað til skrafs
og ráðagerða vestur-þýzku sendi
herrana í París, Lundúnum,
Kairó, Nýju Dehli og Saudi Ara-
bíu og eru þeir nú allir á leið
aftur til aðalbækistöðva sinna í
viðkomandi löndum. Stjórnmála-
fréttaritarar segja, að Adenauer
vilji fyrst og fremst fá úr því
skorið, hvort Vesturveldin hafi
ekki í hendi sér að lægja öldurn-
ar í Austurlöndum nær, einnig
hvort svo geti farið, að Bretar
eða Bandaríkjamenn hafi hug á
því að grípa í taumana í írak og
hann hefur fengið vilyrði fyrir
því, að Vesturveldin beini ekki
skeytum sínum fyrst og fremst að
þjóðernisstefnu Araba, en taki
tillit til hennar að vissu marki.
Þá hafa margir velt því fyrir
sér, hvort Adenauer hygðist
miðla málum í deilunni í Austur-
löndum nær, en stjórnmálafrétta-
ritarar segja, að með yfirlýsingu
vestur-þýzku stjórnarinnar sé
hann ekki lengur hlutlaus og geti
því ekki gerzt málamiðlari. Með
yfirlýsingunni hafi Vestur-Þjóð-
verjar tekið ákveðna afstöðu með
bandamönnum sínum, Bretum og
Bandaríkjamönnum, og við það
sitji.
Aldrei eins mikið
gras og nv
AKRANESI, 26. júlí: — „Nú
hefði ég ekki viljað þurrka tuð-
una í linum þerri“, sagði Val-
garður Jónsson bóndi mér í dag.
„Ég hef aldrei vitað eins mikið
gras á túninu hjá mér eins og nú,
og hefur þó sprettan alltaf verið
í góðu lagi, þessi fimm ár, sem
ég hef búið að Eystra-Miðfelli“.
Hlöðurnar, sem taka yfir eitt-
þúsund hesta, eru að vísu með
dálitlum fyrningum í, en nú hef-
ur Valgarður fyllt þær og þar að
auki sett um fimm kýrfóður í
súrhey og er þó úti í göltum hart
að því helmingur af töðunni.
Þurrkurinn kom hæfilega
snemma, svo að ekkert var úr sér
sprottið. — Oddur.
Fékk síld innl í
Reyðarfirði
SEYÐISFIRÐI 26. júlí: — Sá ein
kennilegi atburður gerðist í- nótt,
að síldarskip kastaði inni í Reyð-
arfirði og fékk 250 mál í nótina.
Höfðu skipverjar áður gert til—
raun til að kasta út af Norðfirði,
en þá tók nótin botn. Þetta sí'd-
arskip var Björg frá Eskifirði og
kom hún hingað til Seyðisfjarðar
með aflann.
Nú er kalsaveður hér á Seyðis,-
firði og hefur rignt dálítið. Var
jörðin í mikilii þörf fyrir regnið.
B.
Ragnheiður Jónasdóttir.
Eyiólfur Jónsson hefur
fengið nœgan farareyrir
Sötnun blaðanna er lokið
Söfnuninni tii Eyjólfs Jónsson
ar er nú lokið og hefur hann
fengið nægan farareyri. íþrótta-
fréttaritarar, sem beittu sér fyrir
söfnun til hans þakka öllum
þeim, er lagt hafa söfnuninni lið.
ýmsir aðrir sem beitt hafa sér
íyrir samskotum á vinnustöðum
þakka og undirtektir og síðast en
ekki sízt vill Eyjólfur þakka
þann hlýhug sem í gjöfunum
felst.
Til blaðsins hafa í gær borizt
tvær gjafir. Starfsmenn við Efri
Sogsvirkjunina sendu 2355 kr.
Rognheiður Jónasdóttir hom m. a.
iram í sjónvorpi í London
EINS og áður hefur verið skýrt
frá hlaut íslenzk stúlka Ragn-
heiður Kristín Jónasdóttir í
sumar titilinn „Ungfrú Adria“
suður á Ítalíu. í fyrrakvöld kom
Ragnheiður heim méð flugvél frá
London og spjölluðu fréttamenn
við hana á heimili föður hennar,
Jónasar Svéinssonar læknis, þar
sem saman voru komnir vinir
og ættingjar hennar.til að bjóða
hana velkomna.
Ragnheiður kom við í London
á leiðinni heim til að koma fram
í sjónvarpi, en það hafði henni
verið boðið gegnum brezka bk ða
menn strax eftir fegurðarsam-
keppnina á Ítalíu. Hún kom fram
í hálfs annars tíma unglinga-
þætti, sem nefnist „The Sunday
Break", 20. júlí sl. Þar koma
reglulega fram enskir, skozkir og
norðurírskir unglingar, en þetta
mun vera í fyrsta skipti sem út-
lendri stúlku er boðið að vera
með.
Ragnheiður er 18 ára gömul,
útskrifuð úr Verzlunarskólanum
sl. vor. — Faðir hennar er Jón-
as Sveinsson lækni, eins og áður
er sagt, og móðir hennar Ragn-
heiður, dóttir Júlíusar Havsteen,
íyrrverandi sýslumanns. Hún
hefur dvalizt talsvert erlendis
með foreldrum sínum og talar
snsku, dönsku og þýzku, og auk
þess eitthvað smávegis í ítölsku.
Undanfarið hafa birzt viðtöl
og myndir af Ragnheiði í blöð-
um á Norðurlöndum og í Eng-
landi og hún hefur fengið tilboð
um að reyna sig við kvikmynda-
íeik frá umboðsmönnum Metro
Goldvvym-Mayer, 20th Century
Fox og Italian Film Companies.
Auk þess hefur þekktur kennari
kvikmyndastjarna í Hollywood,
ungfrú Friedman, sem nú er sezt
að í London, boðizt til að kenna
henni framsagnarlist og leiklist.
Ragnheiður kveðst ekki ætla
að hirða um tilboðin frá kvik-
myndafélögunum fyrst um sinn,
en aftur á móti fer hún utan 1.
september, og mun stunda nám
hjá ungfrú Friedman í vetur, og
lcoma fram í sjónvarpsþáttum.
Ekki kveðst hún hafa tekið nein-
ar fullnaðarákvarðanir um fram
tíðina, en alltaf sé gott að hafa
fullnumað sig í ensku.
Við spurðum Ragnheiði hvern-
ig á því hefði staðið að hún tók
þátt í fegurðarsamkeppninni í
Riccione, sem er baðstaður
skammt sunnan við Feneyjar.
Hún kvaðst hafa verið þarna
stödd með foreldrum sínum, og
oft hefðu verið teknar af sér
myndir á ströndinni, m.a. hefði
einni verið stillt út hjá ljósmynd-
ara. Það varð til þess að hún
var beðin um að taka þátt í
keppninni. í fyrstu vildi hún ekki
fallast á það, þar sem hún var
ekki undir það búin, var meðal
annars ekki fötu til þess, en all-
ar hinar stúlkurnar voru útbún-
ar að heiman og höfðu umboðs-
menn með sér. Að lokum var
keppninni frestað um hálftíma,
svo að hún gæti verið með, og
það fór svo að hún hlaut öll at-
kvæði dómaranna.
Á eftir var mikil veizla og þar
var hvað eftir annað hrópað
húrra fyrir íslandi, og segir faðir
Ragnheiðar að það hafi sér þótt
vænzt um í sambandi við þetta.
170 farþegar í einu
LUNDÚNUM, 26. júlí: — Brezk
flugvélaverksmiðja er nú að
hefja smíði á nýrri þotu, sem á
að geta flutt 200 hermenn 4000
mílur án þess að lenda. Vélin er
þannig útbúin, að hún getur lent
á mjög litlum flugvöllum.
Forstjórar verksmiðjunnar
segja, að vélin verði einnig heppi
leg til farþegaflugs á Atlants-
hafsleiðum. Getur hún þá flutt
um 170 farþega í einu.
Orgel vígt í Lágafells
kirkju í Mosfellssveit
REYKJUM, 26. júlí. — Svo sem
kunnugt er af fréttum var Lága-
fellskirkja í Mosfellssveit byggð
upp og stækkuð á sl. ári en þá
var einnig á döfinni kaup á org-
eli í kirkjuna. Nú hefir þessi
draumur ræzt, því hið nýja
hljóðfæri var vígt fyrir
skömmu. Orgelið er tékkneskt,
10 radda og hið bezta að allri
gerð. Hljómur þess er mjög góð-
ur að sögn dr. Páls ísólfssonar
og fleiri góðra hljómlistar-
manna er hafa prófað það. Upp-
sett kostaði orgelið 114.000,00 kr.
án tolla er voru felldir niður,
en aftur á móti hefir ekki enn
tekizt að fá gjaldeyrisskattinn
nýja felldan niður.
' Fé til orgelkaupanna hefur
fengizt með ýmsu móti undir
forystu Ólafs Þórðarsonar, for-
manns sóknarnefndar og Kven-
félags Lágafellssóknar er lagði
fram 40 þús. kr. En auk þess
gaf Mjólkurfélag Reykjavíkur
15 þús. kr. til minningar um
látna forystumenn félagsins úr
Lágafellssókn. Aðrar minni gjaf-
ir voru frá fermingarbörnum
séra Magnúsar Þorsteinssonar á
Mosfelli frá 1911, 1700 kr., kirkju
kórinn 1500 og Jónas Magnússon
í Stardal 1000. — Hinn ungi
prestur sóknarinnar, séra Bjarni
Sigurðsson, helgaði orgelinu sér-
stakan kafla í ræðu sinni og taldi
að söng og hljómlistarlífi sókn-
arinnar væri mikill styrkur að
hinu glæsilega hÞóðfærj,
J.
Listkynning Mbl.
í gær hófst í sýningarglugga
Mbl. kynning á verkum Jóns
Helgasonar. Iians ferils var að
nokkru getið i blaðinu i gær,
en þá urðu þau mistök, að
mynd af Jóni varð viðskila
við greinina. Hún birtist hér
nú.
(safnað og afh. af Sigurði Gísla-
syni og „ónefndur" kom með
350 kr. Starfsmenn Sements-
verksmiðjunnar hringdu og til-
kynntu að fjársending væri á
leiðinni til blaðsins, og vltað er
að á fleiri vinnustöðum voru list-
ar og eru menn vinsamlega beðn-
ir að skila strax því eins og fyrr
segir er söfnun lokið.
Pétur Eiríkssoa, hinn gamal-
kunni Drangeyjarsundkappi,
beitti sér mjög í söfnun handa
Eyjólfi. Safnaði hann 28.340,00
krónum hjá fyrirtækjum og
einstaklingum. Sagði Pétur að
með þessu væri hann aðeins að
þakka fyrir sig, því að þegar
hann synti úr Drangey fékk hann
fjárstuðning ýmissa aðila.
RAUFARHÖFN, 26. júlí. —.
Skipið, sem missti út tómtunn-
ur var Baldur, en ekki Pól-
stjarnan. Tunnurnar voru um
300 og hafa rekið að bænum
Núpskötlu austan Rauðanúps.
Sama veðurlag og engar síld-
arfréttir. — Einar.
AKRANESI, 26. júlí. — Skarðs-
heiði var gráhvít niður í miðjar
hlíðar í morgun. — Oddur.
KVIKMYNDIR *
Hafnarfjarðarbh5;
NANA
ÞESSI franska kvikmynd, sém
tekin er í litum, er gerð eftir
hinni heimsfrægu skáldsögu með
með sama nafni, eftir hinn mikla
franska rithöfund Emile Zola.
Gerist myndin á tímum Napol-
eons III. og fjallar um unga og
fríða stúlku, er leikur í smáleik-
húsi í París og heillar alla, en
einkum þó hina léttúðugu og lítt
siðavöndu æðristéttarmenn
heimsborgarinnar. Sækjast þeir
margir eftir blíðu hennar og
kaupa atlot hennar dýru verði.
Verður Nana þannig ástmey auð-
ugra fésýslumanna .hertoga og
greifa og lifir í léttuð og alsnægt
um, þar til dauða hennar ber að
með voveiflegum hætti.
Hafa þá margir ríkir menn
orðið örsnauðir og aðrir jafnvel
gengið í dauðann vegna hennar.
Lýsing Zola á lífi þessarar ungu
stúlku og hinu léttúðuga og
spillta líferni æðri stéttanna í
París á þessum tímum, er raun-
sæ og vægðarlaus, enda vakti
bókin, þegar hún kom út, ofsa-
lega reiði og hneykslun góðborg-
aranna, er sögðu um skáldið, að
hann velti sér upp úr rennustein-
unum til þess að sækja þangað
yrkisefnin. — En sannleikurinn
var sá að Zola deildi hart á spill-
ingu samtíðar sinnar og var
drengilegur og djarfur baráttu-
maður fyrir sannleika og rétt-
læti, eins og og bezt kom fram
í hinum djarfmannlegu afskipt-
um hans af Dreyfusmálinu
fræga, sem urðu til þess, að
Dreyfus fékk fulla uppreisn að
’okum — þótt seint væri. —
Mynd þessi er afburðagóð, —
sannkölluð „stórmynd“, og leik-
urinn prýðilegur, en með aðal-
hlutverkin Nana og Muffat greifa
fara þau Martine Carol og Char-
les Boyer af mikilli snilld. —
Margir aðrir leikendur fara og
ágætlega með hlutverk sín.
Mynd þessi var sýnd hér í Trí-
pólíbíói í byrjun árs 1957. við
mikla aðsókn og þykir mér lík-
legt að margir, bæði úr Hafnar-
firði og Reykjavík, noti tækifær-
ið til að sjá hana nú.
—Ego.