Morgunblaðið - 27.07.1958, Qupperneq 3
Sunnudagur 27. júlí 1958
woRr.T’ivnT 4nu
3
Spjallað v/ð Agnar Kl. Jónsson sendiherra:
Sr. Jónas Gíslason:
Ég get ekki séð, að Frakkar hafi
mikilla fiskveiðihagsmuna að
gæta hér við iand
AGNAR Kl. Jónsson, sendiherra
íslands í París hefur dvalizt hér
á landi um 6 vikna skeið ásamt
fjölskyldu sinni.
— Ég hafði ekki komið heim í
5 ár, svo að tímí var til þess
kominn, að við eyddum sumar-
leyfinu hér og hittum ættingja
og vini, sagði sendiherrann, þeg-
ar tíðindamaður Mbl. hitti hann
fyrir helgina. Það er mjög gagn-
legt fyrir okkur, sem störfum í
utanríkisþjónustunni, að koma
heim við og við. Hjá okkur eru
allir starfshættir enn í bernsku,
svo að um þetta hafa ekki mynd-
ast fastar venjur, en ýmis ríki
ætlast til þess, að starfsmenn
þeirra í öðrum löndum komi heim
á nokkurra ára fresti og styrkja
þá til þess.
— Hvað er langt síðan þér fór-
uð til starfa erlendis?
— Ég fór til London fyrir 7 lA>
ári. Þar var ég í hálft sjötta ár,
en nú eru rétt 2 ár, síðan ég flutt
ist til Parísar. Ég afhenti trún-
aðarbréfið 26. júlí, sarna dag og
Nasser kastaði öxinni á Súez-
skurðinn.
— Það hafa verið viðbrigði að
fara frá Bretum yfir til Frakk-
anna.
— Frakkar eru gjöróiíkir Bret-
um, einkennilega ólíkir, þegar
þess er gætt, að hér er um ná-
granna að ræða.
— Frakkarnir tala meira . ..
— Já, sumum finnst þeir vera
dálítið gefnir fyrir málalenging-
ar, segir sendiherrann og brosir,
en þeir eru þægilegir í umgengni
og fágaðir.
— Þér eruð sendiherra í mörg-
um ríkjum.
— Auk Frakklands, í Portúgal,
Spáni, ftalíu og Belgíu. Nauðsyn
legt er að fara til þessara landa
við og við. Viðskipti okkar við
Portúgala eru nokkur, en opin-
ber afskipti af þeim lítil. Hins
vegar höfum við viðskiptasamn-
ing við Spán, sem gerður er til
1 árs í hvert sinn. Verzlunin við
Spán hafa dregist nokkuð saman
að undanförnu, en það er von
mín, að marltaðirnir í þessu
gamla viðskiptalandi okkar glat-
ist ekki alveg, en viðskipti inegi
þvert á móti aukast aftur. Við
höfum einnig nokkur skipti við
ítali, en minni við Belgi. Margt
má kaupa í landi þeirra, en þar
er ekki markaður fyrir íslenzkan
fisk.
— í Belgíu eru miklir uppgangs
tímar um þessar mundir.
— Já, Belgíumenn hafa verið
fljótir að ná sér u$p eftir styrj-
öldina og virðast vera orðnir vel
stæðir. Hin mikla heimssýning,
sem þar stendur nú yfir, er giæsi
legur vottur um dugnað þjóðar-
innar.
— Hafa íslendingar látið á sér
bera í Frakklandi nýlega?
— íslendingar áttu hlut að nor
rænni málverkasýningu, sem
haldin var í París fyrir skcmmu.
Þótti það dágóð sýning, og fékk
lofsamlega dóma. Yfir henni var
nýtízkulegur blær og vakti það
athygli, líkt svipmót var yfir
deildum allra Norðurlandanna.
Tvær ungar listakonur. Gerður
Helgadóttir, og Valgerður Árna-
dóttir Hafstað, efndu til sýningar
á verkum sinum í Paris í vor.
Það þótti nokkuð djarflega gert,
en sýningin var snotur, tókst vel
og fékk góða dóma. — Nú er
ætlunin að efna til norrænnar
list- og heimilisiðnaðarsýningar í
nóvember, og er undirbúningur
að þátttöku hafinn hér á landi.
Líklegt er, að sýning þessi muni
vekja töluverða athygli, og er
þess að vænta, að íslendingar geti
tekið myndarlegan þátt í henni.
Af vettvangi bókmenntanna er
Agnar Kl. Jónsson.
sendiherra í París.
þess að geta, að Atómstöðin er
nýkomin út á frönsku.
— Er margt um íslendinga í
Frakklandi um þessar mundir?
— Ekki getur það talizt. í París
er nú fátt um listamenn eða náms
fólk, en nokkrir stúdentar hafa
verið við nám í Grenoble og
Montpellier. Þó eru nokkrar ís-
lenzkar fjölskyldur í París.
— Frakkar hafa nýlega sent
hingað mótmæli vegná stækkun-
ar fiskveiðilögsögunnar.
— Já, þótt mér hafi virzt Frakk
ar vinsamlegir í okkar garð, hafa
þeir nú sent okkur slík mótmæli.
Þeir eiga að vísu nokkurn tog-
araflota, en stunda aðallega veið
ar við Nýfundnaland, en lítt eða
ekki á íslandsmiðum. Get ég því
ekki séð, að Frakkar hafi mikiila
fiskveiðihagsmuna að gæta hér
við land.
— Það hefur verið róstusamt
í frönskum stjórnmálum að und-
anförnu.
— Það má segja, að vandræða-
ástand hafi ríkt í stjórnmálum
á Frakklandi um skeið. Fram-
kvæmdavaldið hefur verið svo
veikt, að kjölfestu hefur skort í
landsstjórnina. Reynt hefur ver-
ið að fá þessu breytt, en án árang
urs til þessa, en stjórnarskrár-
breytingarnar, sem de Gaulle
vinnur að, munu /afalaust miða
að því að styrkja framkvæmda-
valdið. Annars er Alsír-málið
erfiðasti vandinn, sem Frakkar
eiga við að stríða. Satt að segja
virðist hann næstum óleysanleg-
ur, en allir vinir Frakka vona, að
leið finnist út úr ógöngunum,
sagði sendiherraan að lokum.
Sparifatakristindómur
8. sunnud. eftir tirinitatis.
— Matt. 7, 15—23.
FLESTALLIR menn eiga sín
spariföt. Við þekkjum öll og vit-
um, til hvers þau eru notuð. Á
sunnudögum og stórhátíðum og
einnig endranær, þegar við vilj-
um gera okkur einhvern daga-
mun, förum við í sparifötin. Við
tökum okkur þá frí frá hvers-
dagsstritinu, förum úr hversdags-
flíkunum, vinnufötunum, og klæð
umst beztu fötunum, sem við eig-
um. Það gerir allt miklu hátíð-
legra en ella. Sparifötin setja
sinn svip á allt.
Ragnar Stefánsson ofursti, María Sveinbjörnsdóttir kona hans
og börn þeirra: Ragnar Daníel, Stefán Brandur, Sólveig og
Jón Sveinbjörn. Myndin var tekin í Hafnarfirði í fyrradag,
skömmu áður en þau fóru af landi brott. (Ljósm.: vig.)
Ragnar Stefánsson lœtur
af störfum á íslandi
KAGNAR STEFÁNSSON ofursti
í Bandaríkjaher fór af landi brott
í fyrrakvöld eftir um 2ja ára
dvöl á íslandi.
Ragnar er sem kunnugt er Seyð
firðingur, sonur Jóns „Filippseyja
kappa“ Stefánssonar og Sólveig-
ar Jónsdóttur frú Múla. — Hann
fór til Ameríku 10 ára, en hefur
dvalizt hér langdvölum síðar, því
að hann var. hér samfleytt árin
1942—1952. Hann kom aftur 1956
til starfa í upplýsingadeild varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Það kann að þykja dálítið und-
arlegt í kristilegri hugleiðingu
að minnast á spariföt, en mér
| finnst guðspjall dagsins gefa ríkt
tilefni til þess. Mér finnst svo oft,
að of margir menn líti kristin-
dóminn svipuðum augum og spari
fötin sin. Á stórhátíðum og stund
um jafnvel einnig á sunnudögum
þykir þeim tilhlýðilegt og sjálf
sagt að koma í Guðs hús, hlusta
á Guðs orð eða lesa sjálfir í því.
Þá hugsa margir um heilaga hluti.
Og þetta er allt ágætt, svo langt
sem það nær.
En svo virðist oft eins og krist-
I indómurinn vilji gleymast í
I hversdagsönnunum, daglega strit
inu. Þá er eins og að fullu gleymt
það, sem á helgum degi var heyrt
eða lesið um Guð og boðskap
hans til okkar mannanna. Og oft
nær sú gleymska fram að næsta
helgum degi, þegar huganum á
ný er beint til Guðs stutta stund.
Er þá kristindómurinn ekki
orðinn eins konar spariflík, sem
tekin er fram á helgum dögum og
menn fara þá í til hátíðabrigða,
en leggja þess á milli til hliðar
og hengja inn í skáp. Þar má
hann bíða, þar til næst verður
þörf á honum. Þá verður hann
tekinn fram á ný.
Þannig virðist þessu alltof oft
farið í lífi okkar. En er þetta
rétt? Er kristindómurinn gefinn
okkur mönnunum til þess eins, að
hann skuli vera okkur eins kon-
ar viðhafnarbúningur eða spari-
flík, sem við getum klæðzt endr-
um og eins til hátíðabrigða?
í guðspjalli dagsins svarar Jes-
ús þessu skýrum orðum, er hann
segir: „Ekki mun hver sá, er
við mig segir: Herra, herra,
ganga inn í himnaríki, heldur
sá, er gjörir vilja föður míns,
sem er í himnunum".
Það eitt nægir aldrei í kristi-
legu tilliti að vera með nafn
Guðs á vörunum, þegar okkur
finnst það eiga við. Hver krist-
inn maður hlýtur í öllu lífi sínu,
ekki aðeins á sunnudögum og
hátíðum, heldur alla daga jafnt
að keppa eftir því að gjöra vilja
Guðs, í öllu lífi sínu og starfi.
Allt líf hans á að vera þjónusta
við Guð. Annars væri trú hans
dauð, aðeins fánýt varajátning,
sem fengi að launum hið harða
Nú hefur honúm verið falið starf
í flutningadeild hersins í bækistöð
í Greenville í Suður-Karólínuríki.
„Við verðum oft að skipta um
störf í hernum og læra nýja hluti“,
sagði Ragnar við fréttamann frá
Morgunblaðinu, sem hitti hann að
máli í fyrradag.
Ragnar kvaðst hafa haft
ánægju af starfi sínu á Islandi.
Undanfarnar vikur hefur hann
verið í fríi og notaði þá tímann
til að ferðast norður í land með
fjölskyldu sinni. Kon hans er ís-
lenzk, María Sveinbjörnsdóttir, og
eiga þau hjós 4 börn. „Skilaðu
kveðju til vina og kunningja með
þakklæti fyrir samvistirnar",
I sagði Ragnar Stefánsson að lok-
svar Jesú: „Aldrei þekkti ég yð-
ur“.
Þess vegna getur kristindómur-
inn aldrei verið okkur nein spari
flík, aðems ætluð til hátíðanota.
Sannur kristindómur er líf, líf í
samfélagi við lifandi frelsara, iíf
í Guði. Það er ekkert svið mann-
legs lífs, sem Guð gerir ekki til-
kall til hjá okkur. Hann krefur
okkur til algerrar þjónustu við
sig, ekki aðeins við og við. Ekkert
er undanskilið.
Þetta finnst okkur mönnunum
oft harðir kostir. Við viljum ráða
okkur til þjónustu við Guð að
ainhverjum hluta lífs okkar. Okk-
ur finnst miklu þægilegra að geta
stundum átt frí frá þjónustunni
við hann, þegar við eins og mætt-
um „slappa af“. Okkur finnst
kröfur Guðs oft vera svo þung-
bærar og erfiðar. Mörgum fer því
eins og sumum lærisveinum hans
forðum, sem sögðu: Hörð er þessi
ræða. Hver getur hlýtt á hana?
Þá fóru margir þeirra frá hon-
um og voru ekki framar með
honum.
Þess vegna hefur aldrei skort
á það, að margir menn reyndu
að lagfæra boðskap kristindóms-
ins, gera hann aðgengilegri fyr-
ir okkur mennina. Það eru fals-
spámennirnir, sem Jesús varár
við í upphafi guðspjallsins. Allt
frá fyrstu kristni og til okkar
daga hafa fjölmargir menn kom-
ið fram með nýjar kenningar í
nafni Jesú Krists. Þeir hafa reynt
að deyfa sárustu broddana í boð-
skap hans, dregið úr erfiðustu
kröfunum og á ýmsan hátt reynt
að gera kristindóminn þægilegri
fyrir okkur mennina.
Þær skortir ekki í samtíð okk-
ar, raddirnar, sem segja, að margt
í kenningu Guðs orðs sé orðið
úrelt og samrýmist ekki þekk-
ingu og viti hins upplýsta nú-
tímamanns. Því verði að endur-
skoða kristindóminn og færa
hann til samræmis við nýjustu
þekkingu og vísindi mannanna.
Slíkar raddir hafa heyrzt á öll-
um öldum, allt frá holdsvistar-
dögum Jesú sjálfs.
Og þessar nýju kenningar
mannanna, þessi nýi kristindóm-
ur, hefur að ýmsu leyti verið að-
gengilegri og þægilegri fyrir
okkur mennina heldur en sá boð-
skapur, sem Biblian flytur okkur
eftir Jesú Kristi. Og höfundar
hans hafa oft verið harla ánægðir
með verk sín.
En eitt hefur gleymzt. Hér voru
komin mannaorð í stað þeirrar
opinberunar, sem Guð hafði sjálf
ur gefið fyrir Jesúm Krist. Og
allar slíkar kenningar falla undir
þann dóm Jesú, sem hann kveður
upp í upphafi guðspjallsins. Hér
eru falsspámenn á ferð. Og við
eigum að gæta okkar fyrir þeim.
Við mennirnir verðum að
skilja, að við getum aldrei breytt
neinu í þeim boðskap, sem Guð
hefur flutt okkur. Okkar er að-
eins að veita boðskap hans við-
töku eða hafna honum. Við verð-
um einnig að skilja það, að krist-
indómurinn verður að fá að móta
allt líf okkar. Við verðum að
gera vilja Guðs, sem er í himn-
unum.
Það þýðir ekkert að lofa Guð
á helgum dögum, ef hið daglega
líf okkar ber honum ekki vitni.
Það væri aðeins varajátning.
Þjónum Guði í öllu okkar lífi.
Biðjum hann um kraft og styrk
til þess að ganga þá vegu og
vinna þau verk, sem hann ætlar
okkur. Vörumst að ætla okkur þá
dul að vita betur og geta betur
en Guð sjálfur.
Þá verður trú okkar enginn
„sparifatakristindómur", heldur
lifandi trú, sem ber vitni þeim
Guði, sem við þjónum.
Tónas Gíslason.