Morgunblaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 8
8 MoncrHnrAÐiÐ Sunnudagur 27. júlí 1958 Dönsk skopmynd af því, þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og íslandsráðherra Dana gekk til lögreglunnar. Á SÍÐUSTU tugum aldarinnar sem leið réði mjög íhaldssöm stjórn málum í Danmörku, en konungur var Kristján hinn 9., sá sami, sem heimsótti ísland 1874 og „gaf okkur stjórnarskrána", eins og það var kallað. Þetta tímabil í stjórnmálasögu Dana er kallað Estrups-tímabilið, eftir manni þeim, Estrup, sem var for- sætisráðherra lengstan tímann. Meðan á þessu stóð blés ekki byr lega fyrir kröfum íslendinga um stjórnarbætur. Þó var það mál aldrei látið niður falla af ís- lendinga hálfu, svo sem kunnugt er, en Benedikt Sveinsson og aðrir fleiri héldu merkinu uppi eftir dauða Jóns Sigurðssonar I ráðuneyti Dana hafði sérstakur danskur ráðherra haft með hönd- um íslandsmál, en sá ráðherra var þá einnig jafnan dómsmála- ráðherra. Kom þá upp sú hug- mynd, og var Valtýr Guðmunds- son háskólakennari upphafsmað- ur hennar, að fá sérstakan ráð- herra skipaðan til að fara með íslandsmál og skyldi sá ráðherra eiga setu í Kaupmannahöfn. — Sumarið 1897 kom Valtýr fram með frumvarp um þetta efni á Alþingi og hafði hann áður tryggt sér loforð dönsku stjórn- arinnar um staðfesting þess, ef Alþingi féllist á það. En frum- varpið vakti mótspyrnu margra í þinginu og var fellt, en deilan snerist nú eftir þetta mjög um það, hvort hinn fyrirhugaði ís- landsráðherra skyldi vera bú- settur í Kaupmannahöfn eða í Reykjavík. Þeir sem héldu fram ráðherra. í Reykjavík kölluðu sig Heimastjórnarflokk, en hinir köll uðu sig Framsóknarfl., en voru oftast nefndir Valtýingar eftir Valtý Guðmundssyni. Árið 1900 fóru fram nýjar kosningar og á þingi 1901 hafði flokkur Valtýs meirihluta, þótt naumur væri, Og var nú frumvarp samþykkt um sérstakan ráðherra fyrir ís- land, sem búsettur skyldi vera í Kaupmannahöfn. En nú gerðust atburðir í Danmörku, sem breyttu öllum viðhorfum. Róttækur „að nokkru leyti“. Kristján konungur hafði fyrir nokkru séð að ekki mundi hann öllu lengur geta stutt sig við Estrupsfl. Andstaðan gegn stjórn- arfarinu var orðin mjög mögnuð í landinu. Litaðist nú konungur um eftir manni, sem gæti tekið að sér embætti forsætisráðherr- ans og þurfti sá maður ýmsum kostum að vera búinn til að konungur gæti fellt sig við hann. Sú saga er sögð, að eitt sinn hafi konungur verið í veizlu og vai Deuntzer lagaprófessor við há- skólann einn af veizlugestunum. Hafði þá konungur snúið sér til Deuntzer og sagt: „Er það rétt, sem ég heyri, Deuntzer prófessor að þér séuð róttækur?“ Konung- ur skálaði um leið við Deuntzer, en sagt er að prófessornum hafi þá hálfsvelgzt á glasinu um leið og hann svaraði: „Já, svona að nokkru leyti, yð- ai- hátign.“ Það var einmitt maður, sem var aðeins „að nökkru leyti“ rót- tækur, sem konungur þurfti á að halda. Og hvort sem þessi saga er sönn eða ekki, varð það ofan á árið 1901, að konungur fól Deuntzer, sem tilheyrði flokki ráðherrann Alberti lagði fyrir aukaþingið 1902 tvö frumvörp, sem hann bauð íslendingum að velja á milli. Annað var hið gamla frumvarp Valtýinganna um sérstakan ráðherra búsettan i Kaupmannahöfn og hitt var frumvarp, sem byggt var á kröf- um Heimastjórnarflokksins og þar gert ráð fyrir búsetu ráð- herrans í Reykjavík. Það er ekki að orðlengja, að frumvarp Heimastjórnarflokksins fékk ein- dregið fylgi þingsins og var það samþykkt með öllum atkvæðum. Gerðist það sumarið 1902. Áfram- haldið af þessu varð svo að sér- stakur íslandsráðherra var skip- aður með búsetu í Reykjavík og varð Hannes Hafstein fyrsti ráð- herrann, eins og kunnugt er. Alberti lslandsráðherra. P. A. Alberti íslandsráðherra var meira umtalaður maður á Is- landi á þessum tíma en nokkur annar maður. Hann var sá af Dönum, sem hafði sterkasta að- stöðu í íslandsmálum og í hans höndum lá forustan af hálfu Dana um það hvað gera skyldi. Það var því engin furða, þó nafn- ið Alberti væri mjög á vörum íslendinga á þessum tíma. En síðan er Alberti gleymdur flest- um íslendingum, en nú vill svo til að örlög hans og ævi rifjast upp í sambandi við mál, sem var mjög umtalað fyrir 50 ár- ur og kom mikið við íslands- mál. Átti hann m. a. sæti í sam- bandslaganeíndinni 1918. Eftir að Alberti sagði af sér, varð um skeið nokkuð hljóðara um hann, en það var aðeins um stuttan tima. Alberti gengur til lögreglunnar. Það gerðist hinn 8. septemoer 1908 að fánar voru á hverri stöng í Kaupmannahöfn í tilefni af því að tvær dætur konungs, Alex- andra Englandsdrottning og Dagmar keisaraekkja af Rúss- landi voru að koma til Danmerk- ur og var skip þeirra væntanlegt um morguninn. Höfnin var mjög skreytt og næstum allir ráðherr- arnir, með Christensen forsætis- ráðherra í fararbroddi, gengu glaðir og ánægðir til þess að taka á móti hinum tignu systrum, sem borið höfðu hróður Ðanmerkur svo vítt. En meðan á þessu há- tíðahaldi stóð gerðist mikill at- burður, sem hafði víðtækar af- leiðingar í dönskum stjórnmál- um. Það var kl. 10,45 f. h., að Alberti gekk út af skrifstofu sinni áleiðis að Nýja torgi. Einn af kunningjum hans, sem heilsaði honum, sagði frá því á eftir að Alberti hefði verið hinn keikasti í gangi, eins og venjulega. Hann lagði leið sína inn á lögreglu- stöðina við torgið. Þegar hann kom inn í afgreiðslustofuna var honum heilsað með þeirri virð- // Alberti fór út á hlað,. n 50 ár frá hneykslismáli Alberfis Islandsráðherra vinstri manna, að mynda stjórn. í hinni nýju stjórn voru helztu foringjar vinstri manna, en þeir voru mun frjálslyndari en Est- rupsflokkurinn hafði verið. Hafnarferð Hannesar Hafsteins. En þegar þessi tíðindi bárust til Islands vöknuðu nýjar vonir. Heimastjórnarmenn héldu því fram, sem rétt var, að nú mæcti búast víð miklu betri undir- tektum hjá hinni nýju stjórn gagnvart sjálfstæðismáli íslend- inga, heldur en áður hafði ver- ið og væri þess vegna of skammt gengið í frumvarpi því, sem Vai- týringar höfðu barizt fyrir. Var Hannes Hafstein oddviti Heima- stjórnarflokksins í þessu máli Undir þingglok ákvað svo Heima- stjórnarflokkurinn að senda mann til Kaupmannahafnar á fund hinnar nýju vinstri stjórn ar, til þess að skýra henni frá hvernig málum væri komið og kunngera henni, að Heimastjórn arflokkurinn væri óánægður með frumvarpið sem þingið hafði samþykkt og þá sér í lagi það ákvæði, að ráðherra íslands skyldi vera búsettur í Höfn. Var Hannes Hafstein valinn til far- arinnar. Margir munu kannast við Alþingisrímurnar, en þar eru nokkrar vísur, þar sem vikið er að því, þó stílfært sé, er Hannes Hafstein fór til Kaupmannahafn- ar til þess að tala við stjórnina og þá sérstaklega mann þann, sem Alberti nefndist og var ís- landsráðherra í hinni nýju stjórn. í Alþingisrímunum segir: „Alberti fór út á hlað, ofan hinir tóku, fengu honum heljarblað, höfðingjarnir klóku.“ Þegar Hannes Hafstein kom til Kaupmannahafnar fékk hann góður móttökur. Mann flutti mál sitt fyrir konungi og ráðuneytinu og hlustuðu þeir á erindi hans án þess að láta uppi um undirtektir, en sagt er að Hörup ritstjóri, sem var einn af ráðherrunum, hafi þá svarað spurningu Haf- steins um það, hverjar hann héldi að undirtektirnar yrðu, á þessa leið: „Ég sé það undireins, að þér eruð í náðinni og að þér fáið allt sem þér viljið.“ Úr þessu varð svo það, að íslands- um, og þá einnig hér á landi og hafa dönsku blöðin minnst þess nú fyrir skömmu. Er þar fyrst að byrja, að faðir Alberti Islandsmálaráðherra, C. C. Alberti, hafði verið hvatamað- ur að stofnun sparisjóðs fyrir sjá- lenzka bændur, sem hefndist Den Sjællandske Bondestands Sparekasse. Var sparisjóður þessi mikil lyftistöng bænda á Sjálandi og ákaflega vinsæll meðal þeirra. Safnaðist mikið fé í sjóðinn und- ir stjórn gamla Albertis og þegar hann varð að hætta störfum fyr- ir aldurs sakir tók sonur hans við, en það var um árið 1890. Stjórnaði hann eftir það sjóðnum og þótti koma fram af mikilii röggsemi. Einnig hafði Alberti stofnað til félagsskapar meðal smjörútflytj- enda ,sem nefndist Danmarks Landsmænds Smörexportforen- ing og voru 150 mjólkurbú í þeim félagsskap en hann hafði með höndum mikinn útlfutning smjörs, einkum til Englands. Stóð Alberti þar í sambandi við enskt innflutningsfirma, Willer Riley, sem voru einkaumboðsmenn hans. Þess má geta að Alberti var bæði formaður og gjaldkeri í báðum þessum stofnunum og hafði því alla þræði í sinni hendi. Alberti yngri var stór- vaxinn maður, hár og gildur. Var hann mjög fyrirmannlegur og lét mikið að kveða, hvar sem hann kom. Allsnemma hafðihann gefið kost á sér til þingmennsku og verið kosinn og var hann talinn í hópi hinna róttækari inn- an vinstri flokksins. Þótti hann sjálfsagður í embætti í fyrstu stjórn vinstri manna og hlaut hann þar embætti dómsmálaráð- herra og íslandsráðherra, svo sem fyr segir. Alberti þótti mjög óvæginn maður í deilum og beindust fljót- lega að honum mörg spjót. Þegar hann hafði verið ráðherra í fá ár, fór að bera allmjög á gagn- rýni á framkomu hans í embætti og einnig nokkuð á stjórn hans á sparisjóðnum. Ekki þóttu þó þessar ákærur mjög alvarlegar í byrjuninni en þar kom þó, að Alberti taldist verða að segja af sér og lét hann af embætti árið 1908. Var þá forsætisráðherra J. C. Christensen, sem var mjög þekktur stjórnmálamaður dansk- Alberti Islandsráðherra. ingu, sem sómdi þeim manni, sem nýlega hafði verið dóms- málaráðherra landsins. Bað Al- berti um að fá að tala við yfir- mann rannsóknarlögreglunnar. en hann var þó ekki viðstaddur. Beiddist hann þess þá að fá að tala við þann sem næstráðandi var og var Alberti vísað inn til hans. Hér var hinum fyrrverandi ráðherra, tekið með hinni sömu- kurteisi og fyrr og boðið til sæt- is. En hann hafði ekki langan formála á því sem hann vildi segja, því hann tók þegar til máls og sagði: „Ég kem til þess að kæra sjálfan mig til lögreglunn- ar fyrir fjárdrátt og skjalafals.“ Játningar Albertis. Yfirlögregluþjónninn trúði ekki sínum eigin eyrum og gat varla nokkru orði upp komið. Hann greip strax til símans og náði sambandi við yfirmann sinn, sem var þá að borða morgunverð í íbúð sinni. En Alberti óskaði eftir að skýra þá þegar frá mála- vöxtum og bað yfirlögregluþjón- inn að taka við skýrslu sinni. Var það gert og Alberti skýi^Si þá frá, að hann hefði framið mik- inn fjárdrátt í sparisjóði sjá- lenzkra bænda og hafi fjárdrátt- urinn byrjað þegar árið 1894, eða 14 árum áður. Fjárdráttur- inn hefði alltaf aukizt, en hann hefði getað dulið svikin með því að falsa reikningana og búa til ýms skjöl. Alberti skýrði frá því að hann hefði reynt að borga skuldina með því að „spekúlera í hlutabréfum“, eins og það var orðað og hefði hann keypt mikil hlutabréf í gullnámum, en ekkert orðið annað en tap af því. Kvað hann nú, að tapið næmi ekki minna en 9 milljónum króna en ekki var hann þó viss um, að það væri rétt upphæð, enda reyndist hún síðar vera miklu hærri. eða um 18 millj. kr., sem var hvorki meira né minna en helmingur þess fjármagns, sem Alberti hafði með hönd- um í umboði bændanna. — Máli sínu til sönnunar sýndi Alberti nú yfirlögregluþjón- inum skjal, sem væri falsað og hefði hann sjálfur falsað und- irskriftir bankastjóra Privat- bankans á þetta skjal. Þetta skjal var kvittun bankans fyrir að hafa tekið við 9 milljónum króna til geymslu fyrir sparisjóðinn, en þessir peningar voru hvergi til. Þegar yfirmaður rannsóknarlóg- reglunnar kom, endurtók Al- berti skýrslu sína fyrir honum, en nú var hann ekki eins keikur eins ojf fyrr en var nú fallinn saman, er hann hafði létt af sér. Lýsti lögregluforinginn því yfir, að hann væri tekinn fastur og hófst nú rannsókn málsins. Við rannsóknina upplýstist margt um svik Albertis, sem hann hafði ekki getið um í skýrslu sinni til lögreglunnar. M. a. kom í ljós að með aðstoð hins enska firma, Willer Riley, hafði hann falsað útflutnings- skýrslur varðandi smjörsölur til Englands og dregið sér á þann hátt mikið fé, sem lagt hafði verið í banka í Englandi á nafn Albertis. Þegar upp komst um fjárdrátt Albertis sá forstjóri einkafirmans þann kost vænztan að flýja úr landi og leynast. Var hann ófundinn þegar Alberti var dæmdur. Starfsemi Albertis hafði náS yfir 14 ára tímabil, en þegar þar ko mvar orðið svo flókið að leyna svikunum, að Alberti treystist ekki lengur til þess og gaf sig þess vegna fram. En það sem einkum gerði það að verkum, að hann gat haldið svikunum svo lengi áfram, var að hann var bæði formaður og gjaldkeri fyr- irtækjanna, svo sem fyrr getur, og að endurskoðendurnir treyst- ust ekki til þgss að krefja sjálfan dómsmálaráðherra landsins um nánari skilríki. Sjóðsbækur hans voru ekki skoðaðar og ekki var honum heldur gert að sýna þær eignir, sem fyrirtækin áttu í hlutabréfum og skuldabréfum, en mikið af þeim eignum hafði Al- berti selt á laun. Skelfing í Danmörku. Það er óhætt að segja að öll Danmörk var skelfingu lostin við þessar fréttir. Alberti hafði fyrr verið voldugur og áberandi mað- ur, en nú áttu menn ekki nógu stór orð til að lýsa því, hvílikt varmenni hann væri. Blöðin fluttu ýtarlegar fregnir af mál- inu og var gerð grein fyrir hinu feiknalega tapi sjálenzkra bænda. Slíkt og þvílíkt hneyksl- ismál hafði aldrei áður komið fyrir í Danaveldi svo menn vissu og þótt gagnrýni hefði áður kom- Hannes Hafstein Valtýr Guðmundsson ið fram á stjórn Albertis á sjóðn- um, kom þó þetta mál, allt 1 heild sinni, gersamlega á óvart. Andstæðingar Christensens for- sætisráðherra sneru nú skeytum sínum að honum, en hann hafði verið mikill vinur Albertis og varið hann fyrir árásum. Mót- stöðumenn Christensens notuðu sér mjög þetta mál og lá við að stjórnin félli, þó hún stæði af sér þessa storma í bili. Fékk Christensen hina mestu raun af málinu. Alberti-hneykslið og samband Christensens við Al- berti var á ailra vörum og var Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.