Morgunblaðið - 27.07.1958, Síða 11
Sunnudagur 27. Júlí 1958
MORCVHBLAÐIÐ
11
Hverjir vilja
afskipti Atlants- i
hafsbandalagsins?
i okkar strjálbýla landi er það mikilvægt en kostnaðarsamt
verkefni fyrir fámenna þjóð að halda uppi greiðum samgöng-
um. Myndirnar hér að ofan tók ljósmyndari Mbl. fyrir nokkr-
um dögum af tveimur brúm á Suðuriandi. — Brúin yfir
Ytri Rangá hjá Hellu (t. v.) var byggð 1911 og er járnbita-
brú. Hún ‘er þröng eins og margar hinna eldri brúa, enda
er ákveðið að ný brú verði gerð bráðlega. Xil hægri er nýja
brúin yfir Hvítá hjá Iðu, glæsileg nýtízku hengibrú.
REYKJAVÍKURBREF
Laugardagur 26. júlí
Mesta hættan
hjá liðin?
Svo er að sjá, sem mesta hætt-
an fyrir heimsfriðinn vegna ó-
standsins í Arabalöndum sé nú
hjá liðin í bili. Horfur eru á, að
fundur æðstu manna vei'ði hald-
inn um málið í einhverju formi
og þá sennilega innan ramma
Sameinuðu þjóðanna með þeim
árangri, að bráðabirgðajafnvægi
haldist á þessum slóðum. í vest-
lægum löndum er býsna mikill á-
greiningur um athafnir Breta og
Bandaríkjamanna. Sú skoðun
sýnist þó ríkjandi, að eins og
komið var, hafi verið óhjákvæmi-
legt að setja lið á land í Libanon
og Jórdaníu. En orsakanna til
þeirrar nauðsynjar sé að leita í
fyrri misstigum, og eins vanti nú
mikið á, að menn hafi gert sér
ljóst, hverju þeir ætli að ná með
þessum athöfnum.
Mjög fer tvennum sögum af
hlut Nassers í öllum þessum at-
burðum. Sumir fordæma hann,
aðrir telja honum margt til máls
bóta og segja hann jafnvel hóf-
samastan þeirra forystumanna,
sem nú séu uppi í þessum lönd-
um. Þvi er t.d. haldið fram, að á
ferð sinni til Moskvu, skyndiför-
inni fyrir h. u. b. 10 dögum, hafi
Nasser að visu viljað sækja styrk
til Krúsjeffs en engu að síður
mjög lagt að honum um að fara
varlega í skiptum sínum af þess-
um málum og taka ekki ákvörð-
un um sendingu liðs til þessara
landa að svo stöddu. Um þetta
vita þó fáir eða engir á Vestur-
löndum neitt með vissu. Það eitt
er víst, að samband þessara
tveggja einræðisherra er mjög
náið.
Hverjum
Aasser?
Brezkur maður, sem telur sig
vel kunnugan í löndum .Araba,
birti nýlega þessa lýsingu á Nass-
er í ensku blaði:
„Sögulegar líkingar hæfa sjald
an, en erfitt er að hugsa sér hlægi
legri og meir villandi samanburð
en þann, sem nú er almennt gerð-
ur á milli Nassers og Hitlers.
Hitler var grimmur, Nasser er
mannúðlegur. Hitler þjáðist af
margs konar sálartruflunum,
Nasser er greinilega heilbrigður
maður. Stjórnarfar Hitlers var
óendanlega miklu verra en það
sem á undan kom; stjórnarfar
Nassers er gerbreyting til bóta
frá stjórnartima Farúks. Og í
stjórnmálum er ekki meiri líking
milli Evrópu á árunum 1930—40
og landanna fyrir botni Miðjarð-
arhafs i dag, en er milli Nassers
og Hitlers sjálfra. Að mínu viti
er hinn rétti samanburður við
ítaliu 1860. Þá voru í Ítalíu eins
og Arabíu nú fjöldi lítilla rikja,
sem föðurlandsvinir vildu láta
hverfa. (Auðvitað höfðu ítölsku
ríkin miklu meiri stoð í fyrri sögu
en Arabaríkin). Þá var það eitt
ríki, Piedmont, sem tók foryst-
una eins og Egyptaland nú. En
því miður hættir líkingin, þegar
kemur að afstöðu Bretlands. Við
studdum sameiningu ftalíu og
Austurríki var á móti henni. Nú
hafa stjórnendur okkar ákveðið
að leika hlutverk Austurríkis í
afstöðunni til þjóðernishreyfing-
arinnar hjá Aröbum og samein-
ingar Arabalandanna“.
Vafalaust er nokkuð til í þess-
um samanburði en hann segir
ekki söguna alla. Morðin á stjórn
endum íraks líkjast meira starfs-
háttum Hitlers en aðferð Cavours
við sameiningu Ítalíu. Til við-
bótar kemur, að valdhafarnir í
Kreml róa nú undir. Þeir ætla hér
sem ella að fiska í gruggugu
vatni. Þeir hafa ekki skapað alla
örðugleikana, en þeir nota þá
miskunarlaust til að auka áhrif
sín og búa sér sterkari aðstöðu
til að sigra í átökunum, .sem þeir
telja, að fram undan séu, þó að
þeir öðru hvoru telji þau munu
verða í friðsamlegu formi.
Lítil síldveiði
Ennþá er haldið áfram að tala
um „allmikla", jafnvel „mikla'*
og „góða“ síldveiði í fréttum út-
varps og blaða, þó að rétt aðeins
sé um reyting að ræða. Skýrsla
Fiskifélagsins, sem birt var í vik-
unni, gefur hið sanna ástand
glöggt til kynna. Þar segir:
„Eftir undanfarin 13 aflaleys-
isár vex okkur mjög í augum
þegar síldaraflinn glæðist nokk-
uð og teljum sl. viku allgóða afla-
viku, en þá öfluðust 103,616 mál
og tunnur, eða 437 mál og tunnur
á nót að meðaltali.
Til samanburðar má geta þess,
að síðasta aflasumarið 1944 var
mesta aflavikan 20.—26. ágúst.
Þá viku öfluðust 280 þús. mál og
tunnur. Það sumar tóku 141 skip
þátt í veiðunum með 126 nætur,
koma því 2222 mál og tunnur á
nót. Þess ber að gæta, að þá var
burðarmagn skipanna miklu
minna en nú“.
Hinn 19. júlí var heildaraflinn
orðinn samtals 279,927 mál og
tunnur. Mörg skipanna hófu síld-
veiðar um miðjan júní. Hér er
því um fjögurra vikna afla að
ræða og er hann ekki meiri en
varð á einni viku 1944. Skipafjöld
inn nú er þó miklu meiri og allur
kostnaður margfaldur. Segja má,
að rétt hafi veiðst til söltunar
með sæmilegum hætti. Síldar-
verksmiðjurnar, sem eru til þess
ætlaðar að taka við meginhluta
aflans og óhemju fé hefur verið
fest i, hafa raunverulega ekki-
haft neinu eða aðeins sáralitlu
verkefni að sinna.
„Skoplegar
hótanir66
Undir þessari fyrirsögn ræðir
Þjóðviljinn, blað sjávarútvegs-
málaráðherra Islands, um sam-
þykktir útgerðarmanna i Vestur-
Evrópu í tilefni af útfærsiu fisk-
veiðitakmarkanna hér við land.
Flestum íslendingum mun hafa
þótt kulda kenna í sinn garð af
þvi fundarhaldi. Þegar áhrifmikl
ir menn koma saman til að
ákveða að beita þjóð okkar afar-
kostum, þá er eðlilegt, að það
veki ýmis konar tilfinningar í
brjóstum Islendinga.
Rétt er þó að láta hvorki reiði
né ótta ráða neinu um gerðir sín -
ar. Nauðsynlegt er að íhuga af
rósemi, hvað gera skuli, vegna
þeirra alvarlegu atbui’ða, þegar
slíkur fundur er haldinn og hing-
að berast itrekuð mótmæli all-
margra vinveittra rikisstjórna
við gerðum okkar. Viðbrögð okk-
ar verða því aðeins skynsamleg
og líkleg til að færa okkur nær
sigri í málinu, ef við gerum okk-
ur grein fyrir hinu sanna sam-
hengi og þeirri alvöru, sem hér
er á ferðum. Hvorki skop né svig-
urmæli færa okkur sigur í mál-
inu, heldur einungis rökvís mál-
flutningur, raunhæft mat stað-
reyndanna byggt á öryggi sann-
færingar, sem fæst af vitundinni
um, að í öllu hafi verið rétt að
farið og þjóðarnauðsyn og heill
ráði ein því, sem gert er.
En málgagn sjávarútvegsmála-
ráðherrans skopast að og skemmt
ir sér auðsjáanlega prýðiiega.
Lýsir sér þar því miður, réttmæti
ummæla Alþýðublaðsins, þegar
það ásakaði samstarfsmenn sína
um „að nota landhelgismálið
til að spilla sem mest sambúð ís-
lendinga og annara þjóða, nema
Rússa“.
Rökvilla
ans.
Þjóðviljinn gefur þessa skýr-
ingu á hótunum hinna erlendu
útgerðarmanna:
„Trúlega eru togaraeigendur að
reyna að búa til röksemdir fyrir
þvi, að Bandaríkin telji sig kom-
in i slíka aðstöðu að þau heimti
að ákvæði Atlantshafssamnings-
ins um friðsamlega lausn taki
gildi og beiti sér fyrir „samn-
ingum“ áður en til vopnavið-
skipta kæmi!“
Rétt á eftir heldur Þjóðvilj-
inn áfram:
„Hafi nokkur fslendingur verið
fylgjandi því, að „samið“ yrði um
landhelgismálið á vegum Atlants
hafsbandalagsins, hljóta nú allir
að sjá, hversu fráleit sú lausn
er, eftir að búið er að hóta því
að öll bandalagsríkin í Evrópu
beiti okkur ofbeldi; það væri
sama og að veita andstæðingum
okkar sjálfdæmi um íslenzk inn-
anrikismál".
Sú rökvilla er fyrir sig, að ef
tveir aðilar semja, þá sé öðrum
þeirra þar með falið sjálfdæmi.
í samningum felst þvert á móti,
að samkomulag beggja þarf að
nást til að samningar takist. En
, látum þá rökvillu eiga sig. Hún
■ er ekki verri en það, sem daglega
i má sjá í Þjóðviljanum.
Athyglisverðara er, að daginn
eftir að Þjóðviljinn hefur talið
hótanir hinna útlendu togaraeig-
enda vera herbragð til að koma
málinu undir Atlantshafsráðið og
fordæmt það með hinum hörð-
ustu orðum, birtir Þjóðviljinn
sjálfur forystugrein, sem heitir:
„Hvað er eðlilegra?" Þar tekur
Þjóðviljinn með fögrum orðum
undir þessi ummæli úr Tímanum,
sem hann birtir með stækkuðu
letri:
„Morgunblaðið telur að Tíminn
sé með þessu að hóta Bretum.
í þessu er hins vegar aðeins ver-
ið að skýra frá staðreyndum,
sem vert er að allir aðilar geri sér
ljósar. Það mun áreiðanlega koma
á daginn, að íslendingum mun
ekki þykja vernd Bandaríkjanna
mikils virði, ef varnarlið þeirra
heldur að sér höndum á sama
tíma og erlend herskip halda uppi
hernaðaraðgerðum gegn fslend-
ingum innan íslenzkrar fiskveiði-
landhelgi. Þetta kom líka glöggt
fram í útvarpserindi Gísla Jóns-
sonar, fyrrverandi alþingismanns,
er hann hélt 21. þ.m. Það er ekki
nema rétt og nauðsynlegt öllum
aðilum, að þetta komi ljóst fram
í tæka tíð“.
Þeir, sem krefjast slíkrar í-
hlutunar Bandaríkjamanna, eru
þar með óvéfengjanlega að krefj-
ast þess, að málið sé tekið upp
innan Atlantshafsbandalagsins.
Ef hér eru hernaðaraðgerðir yfir-
vofandi, þá væri það algert samn-
ingsbrot aðila að ræða ekki or-
sök þeirra innan bandalagsins
áður en til átakanna kemur. Það
lýsir vinnubrögðunum í þessu
máli, að Tíminn og Þjóðviljinn
skuli ekki gera sér grein fyrir,
hvað í kröfugerð sjálfra þeirra
felst. Með þvílíkum málflutningi
er verið að skapa örðugleika til
þess að gera erfitt mál enn erfið-
ara en ella, þegar allir góðvilj-
aðir menn ættu að reyna að leggj
ast á eitt um hið gagnstæða.
Milliganga Dana?
Samtímis því, sem Þjóðviljinn
tekur undir kröfur, er hlytu að
leiða til afskipta Atlantshafs-
bandalagsins, þó að blaðið mót-
mæli í hinu orðinu harðlega við-
ræðum við það, birtir hann svo
með velþóknun frásögn af for-
ystugrein í danska kommúnista-
blaðinu Land og Folk. Þar er
sagt, að danska stjórnin ætti að
reyna að koma vitinu fyrir
„hrokagikkina í Bretlandi og
Þýzkalandi“. Jafnframt „væri við
eigandi að Danmörk ætti frum-
kvæðið að þvi að Norðurlönd í
sameiningu geri ráðstafanir til
að gera efnahagslegar þvingun-
araðgerðir gagnvart íslandi á-
hrifalausar".
Óneitanlega lætur það einkenni
lega í eyrum íslendinga, ef allt í
einu er orðið hyggilegra að tala
við stórveldin um málefni íslands
fyrir milligöngu Dana. Og hvað
er um ráðleggingar Norðurland- •
anna í þessu máli? Eru þær slík-
ar, að við höfum mikils fjárhags-
stuðnings þaðan að vænta? Eink-
anlega ef við höfum bendingar
þeirra að engu?
Tvískiimingur
stjórnarliðsins. %
Um kröfur Tímans og Þjóð-
viljans segir Alþýðublaðið sl.
miðvikudag:
„Þess vegna nær engri átt, að
sú rödd heyrist á fslandi, að
ameríska varnarliðinu skuli teflt
fram gegn hugsanlegum ofbeldis-
aðgerðum gagnvart okkur. Hitt
er þó enn fráleitara, að Rússum
skuli faiið það hlutverk að
vernda íslen
:u fiskimiðin Slík-
Frarnh á bls 12