Morgunblaðið - 27.07.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 27.07.1958, Síða 16
16 MORarVTtT 4Ð1Ð Sunnudagur 27. júlí 1958 SOZIE VWONCr mi *-»- _ <•#* ikÁLÍ7í>*AC-A EF'TlR RlCHARO MA>*N Rétt fyrir innan dyrnar í veit- ingasalnum sá ég Suzie. Hún sat í einum básanna við hliðina á írska sjóliðanum. Á borði fyrir framan þau stóð hálf viskýflaska og tvö glös. Sjóliðinn hafði lagt handlegginn um axlir hennar og þau voru svo upptekin hvort af öðru að þau tóku ekki eftir neinu. Ein stúlknanna flissaði vand- ræðalega, þegar við Ben komum inn. — Suzie leit upp. Fyrst sá hún aðeinp mig. Síð- an kom hún auga á Ben. Henni brá mjög. Svipm- henn- ar lýsti svo ákafri undrun, að ég gat aldrei síðar hugsað til þessa atviks, án þess að skella upp úr. Hún gapti, og möndlulaga augu hennar urðu kringlótt sem undir- skálar. Ben skálmaði í áttina til þeirra. „Snautaðu burtu!“ sagði hann við sjóliðann. Sjóliðinn brosti sauðslega. — Unglingslegt andlit hans bar vott um ótrúlegt skiln gsleysi. „Hvers vegna á ég að fara?“ „Snáfaðu burtu þegai í stað, æpti Ben. Sjóliðinn virtist ótrvilega kurteis með tilliti til aðstæðna. „Ég sé ekki, að ég ónáði yður neítt, herra minn“. Ben öskraði enn hærra en áð- ur: „Út með þig á st'. ndinni!" 1 sömu andrá veifaði hann skír teini fyrir framan sjóliðann og æpti: „Ég kem frá lögreglunni .. Stúlkan sú arna hefur verið fund- in sek um að verzla með eiturlyf. .... Ef þú hypjar þig ekki þeg- ar í stað, neyðist ég til að hand- taka þig líka". Ég sá glöggt, að það var öku- I skírteinið hans, sem hann var með í hendinni. Sjóliðinn fölnaði, er hann heyrði minnzt á eiturlyf. Hann skotraði augunum til Suzie. „Það er óhugs- andi!“ tautaðl hann. Meðan á þessu stóð hafði Suzie fengið málið aftur. Hún dembdi skömmunum yfir Ben á kínversku. Ben lét sem hann heyi'ði ekki til hennar. Hann sneri sér að sjó liðanum. „Varstu búinn að borga?" ^já“. ’,Hve mikið?“ „Hundr-að Hong Kong dali“. „Það er hreinasta rán“. Ben tók upp veski sitt og fékk sjóliðanum seðil. — „Taktu ekki við þv'“, æpti Suzie. „Hann lýgur. Hann er eng inn lögreglumaður — hann er bara vinur minn! Fleygðu honum ót!“ Sjóliðinn yppti öxlum, ráðaleys islegur á svip. „Ég vil ekki lenda í neinum illindum". „Ertu hiæddur!“ æpti Suzie. Sjóliðinn var staðinn upp. — Aulalegt bros lék um varir hans. Hann héit enn á peningaseðlinum í hendinni. „Heyrið mig nú, herra minn", sagði hann við Ben. „Ég hef aldrei vitað til þess fyrr, að lög- reglumenn endurgreiddu peninga, þegar svona stendur á“. „Reyndu að koma þé. burtu!“ Sjóliðinn klóraði sér vandræða- lega í höfðinu, um leið og hann gekk út með peningaseðilinn í hendinni. Suzie hélt áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Ben. „Hvað heldurðu, Ambátt þín, eða hvað? Það ræð- ur enginn yfir mér. Þú hefur ekk- ert leyfi til að skipta þér af þessu!“ „Haltu þér saman“, sagði Ben. virtist vilja skipta sér af þessu. Það var sjón að sjá svipinn á undrandi andlitunum í kring, þeim Fifi, Miðvikudags-Lulu og Gwenny, ásamt þrem sjóliðum, sem öll göptu af undrun. Það var um það bil klukkustund síðar. Við sátum þrjú saman í litlu matsöluhúsi í Henessy.stræti. Það hafði fallið að mestu leyti í hlut Ben að halda hann. „Ég kemst líklega í hann krappann við að gefa skýringu á þessu. Ég verð að hafa sárabindi um hendina og segja, að ég hafi klemmt mig á hurð“. Suzie skotraði augunum til handarinnar. Hún varð áhyggju- full á svip. En allt í einu minntist hún þess, að tilhlýðilegt var, að hún væri móðguð, og þótt hana langaði ekki til þess lengur, krafð ist stolt hennar þess, að hún væri það. Hún reyndi því að láta sem hún væri sigri hrósandi yfir, að sér hefði tekizt að meiða hann, en henni tókst það ekki að sama skapi vel. „Hvað er klukkan?" Ben leit á úrið. „Ég verð að fara“. Hann hélt höndum hennar fyrlr aftan bak, en henni tókst að snúa til höfðinu og bíta hann í höndina. „Nei. Þegiðu sjálfur! Farðu út. Farðu til fjandans!“ Ben færði sig nær henni og þreif til hennar. Hún barðist um á hæl og hnakka og streittist við að losa sig. Hún virtist ótrúlega lítil við hliðina á Ben. Hann hélt höndum hennar fyrir aftan bak, en henni tókst að snúa til höfðinu og bíta hann í hendina. — Að lokum tókst honum að leggja hana yfir hné sér og byrjaði að flengja hana. Hann flengdi hana lengi og rækilega. Suzie æpti og hljóðaði á hjálp. Kynlegt var þó, að enginn unum. Hann lét sem hann sæi ekki ólundarsvipinn á Suzie. Svipur hans lýsti í-ólegu jafnaðargeði og minnti á skipstjóra, sem neyðst hefur til að refsa uridirmanni sín- um fyrir brot á aga, en er fús til að fyrirgefa, er refsingin hef- ur verið afplánuð. Sjóherinn hefði sannarlega mátt vera hreykinn af honum á þessari stundu. „Meira te?“ sagði hann við Suzie, en hún hristi höfuðið. Það vottaði fyrir daufu brosi á vör- um hans, er honum varð litið á vasaklútinn, sem bundinn var um hendina, þar sem hún hafði bitið Suzie horfði á hann standa upp, hana langaði til að vita, hvoi’t hún væri nú laus allra mála vié hann eða ekki, en hún var of stórlát til að spyrja um það. Ben greiddi reikninginn, og við fylgd- um honum út að bifreiðinni. Hann settist undir stýri, skellti aftur hurðinni og hvíldi olnbogann í opnum glugganum. „Ég verð að þjóta — ég læt ykk ur um að komast heim af eigin ramleik“. Hann setti vélina í gar.g. Suzie stóðst ekki mátið lengur. — Hún gerði sér far um að vera kæruleys isleg á svip. „Viltu, að ég komi á morgun?“ „Vil ég að þú komir á morgun?“ Ben horfði á hana með undrun í svipnum. „Auðvitað vil ég að þú komir á morgun. Hví skyldi ég ekki vilja það?“ „Þú ert ekki reiður við mig?“ Hún trúði vart eigin eyrum. „Nei, við skulum láta þetta vera gleymt. En þú mátt framvegis ekki stíga fæti þínum inr. í veit- ingasalinn þann arna. Skilurðu það?“ Hann ók af stað. Við Suzie stóðum þegjandi og störðum á eftir bifreif ni. Ánægj an skein út úr andliti hennar. Við gengum af stað eftir mannlausu strætinu. Gangstéttin var þakin pappírssneplum, gömlum vindl- Jingapökkum og ávaxtahýði. — I skoti milli tveggja sölubúða lá á fleti, sofandi kona og tvö börn. — Þau voru umkringd búsáhöldum, dósum, pottum og kössum. — Við gengum áfram og von bráðar kom um við að nýtízku skóbúð. „Þetta minnir mig á, að ég þarf að kaupa mér nýja skó“, sagði ég. „Já“, sagði hún annars hugar. „Það væri ef til vill ódýrara að kaupa opna skó. Hvernig lízt þér á þessa?“ Ég benti á skó í glugganum. — Venjulega hafði Suzie ákveðnar skoðanir varðandi klæðaburð minn, og hún hafði oft ráðlagt mér að kaupa ekkert, án þess að ráðgast við sig, en að þessu sinni skotraði hún aðeins augunum til skónna. Ég efast um, að hún hafi séð þá! „Já, þeir eru mjög snotr- ir. Hún flissaði lágt. „Hann meiddi mig — veiztu það!. Ég fann til undan flengingunni!“ „Ég efast ekki um það“. „Ég fann til, þegar ég settist áðan. Mig langaði til að biðja um sessu, en svo hugsaði ég: „Nei, þá sér hann, hvað ég finn mikið til — það er of mikil skömm fyr- ir mig!“ „Lízt þér vel á skóna?“ Nokkurrar óþolinmæði gætti í rödd hennar. „Já, ég sagði þér það áðan — mjög vel“. Síðan sagði hún: „Já, hann er sannarlega sterkur maður! Hann hefur mikla vöðva!“ „Það hefurðu alltaf sagt“. „Mér skjátlaðist um annað. Ég hélt, að hann hefði bara lítið hjarta. En nú held ég, að hann hafi stórt hjarta — vegna þess að ég sveik hann, fór illa að ráði mínu, en samt sagði hann. „Við skulum gleyma því. Ég fyrirgef þér! Menn verða að hafa stórt hjarta til þess av. geta sagt þetta“. „Það gleður mig, að þú ert loks komin á þá skoðun“. ajlltvarpiö Sunnudagur 27. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Þorsteinn Jó- hannesson fyrrum prófastur í Vatnsfirði. Organleikari: Jón G. Þórarinsson). 15.00 Miðdegistón- leikar plötur). 16,00 Kaffitíminn; Létt tónlist frá hollenzka útvarp- inu. 16,30 „Sunnudagslögin". — 18.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarn arson kennari). 19,30 Tónleikar (plötur). 20,20 „Æskuslóðir“, V; Hvammsfjörður (Ragnar Jóhann- esson sHólastjóri). 20,50 Tónleik. ar (plötur). 21,20 „í stuttu máli“. Umsjónarmaður: Jónas Jónasson. 22,05 Danslög (plötur). — 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 28. júlí: FaStir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd um (plötur). 20,30 Um daginn og veginn (Andrés Kris.jánsson blaðamaður). 20,50 Einsöngur: Lily Pons syngur vinsælar aríur og önnur lög (plötur). 21,10 Upp- lestur: „Fylgdarmaður", smásaga eftir Þórleif Bjarmason (Höfund, ur les). 21,35 Tónleikar Píanó- verk eftir Ravel (Robert Casades- us leikur). 22,00 Fréttir, síld- veiðiskýrsla, íþróttaspjall og veð- urfregnir. 22,25 Tónleikar. 23,00 Dagskrárlok. I KNOW...I'VE GOT TO FIND A WAV TO STALL TME ROAD TILL I DO SOME INVESTI- ■ GATING.-.THAT’S WHY T'M USING THESE S BEAVER TRAPS/ /K YES, SCOTTV...I TALKED TO OUR LAWVER...HE SAID THERE'S NO WAY ^ TO STOP THE . ROAD... 1 ...UNLESS I CAN GET PROOF THAT THERE'S SOME- THING CROOKED 1 GOING ON/ i W WELL, VOU'D * 1 BETTER HURRY PARDNER.-.THEV'RE MOVING IN BULLDOZERS AND HEAVY ROAD EQUIPMENT/ g WlTHOUT SUCCESS, MARK TRAIL HAS TRIED EVERY POSSIBLE WAV TO STOP TUGGLE FROM BUILDING A ROAD THROUGH LOST FOREST 1) Markús hefur árangurslaust reynt með öllu hugsanlegu móti að koma í veg fyrir að Tryggvi leggi veg í gegnum Týndu skóga. ffjá, Siggi, ég talaði við lögfræð- inginn okkar og hann segir að ekki sé nokkur leið að stöðva vegarlagn inguna“, segir hann. 2) „Ekki nema ég ^ái sannanir fyrir því að eitthvað gruggugt sé á ferðinni“. „Jæja, en þú verður að hafa hraðann á, félagi. Þeir eru farnir að flytja hingað stór- ar vinnuvélar". 3) „Ég veit það. .... Ég verð að finna einhver ráð til að stöðva vegarlagninguna, meðan ég er að rannsaka málið......Til þess ætla ég einmitt að nota þessar bjór- gildrur“. Þriðjudagur 29. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum (plötur). 20,30 Erindi: Frá ísrael. — Þjóð endurfæðist Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð herra). 20,55 Tónleikar: Samleik- ur á cello og píanó. Erling Bl. Bengtson og Ásgeir Beinteinsson. (Hljóðritað á tónleikum í Austur bæjarbíói 29. maí s.l.). 21,3C Út- varpssagan: „Sunnufell", eftir Peter Freuchen,XVIII (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). —- 22,10 Kvöldsagan: „Næturvörður" eftir John Dickson Carr; XIII (Sveinn Skorri Höskuldsson). —- 22.30 Hjördís Sævar og Haukur Hauksson kynna lög unga fólks- ins. 23,25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.