Morgunblaðið - 27.07.1958, Síða 20
VEDRIÐ
N.-A.-kaldi. SkýjaS, en úrkomu-
laust að mestu. _______
0?i0MWÍí)fejJÍÍÍÍ>
ju>8 tbl. — Sunnudagur 27. júlí 1958
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 11.
Unnið að nýju jarðfræði-
korfi af íslandi
Sérfræðingar athuga bikstein,
kisiljörð og leir
Margvístegar jarðfrœðirannsóknir fara
..íí fram hér á landi
SUMARIÐ er aðalannatíminn
hjá ísienzkum jarðfræðingum,
eins og reyndar fieiri stéttum á
landi hér. Nú í sumar vinna þeir
og erlendir starfsbræður þeirra
að margvíslegum rannsóknum
hér á Iandi, — athugunum á bik-
steini, kísiljörð, steypu- og vega-
gerðarefnum, hverum og styrk-
leika jarðlaga á ýmsum stöðum
og einnig er unnið að gerð jarð-
vegskorta, mælingum á þykkt
berglaga, og rannsóknum á surt-
arbrandi, fornum jökulruðning-
um, öskulögum og ýmsu fleiru.
Jarðfræðikort af íslandi
Fyrst er að geta um kortagerð-
ina. Guðmundur Kjartansson,
jarðfræðingur, hefur undanfarin
ár unnið að því að gera jarðfræði
kort af íslandi. Á það að vera í
mælikvarðanum 1:250 000, en í
þeim kvarða eru hin þekktu kort
dönsku landmælingastofnunax-
innar, þar sem landið er sýnt á
9 blöðum. Undanfarin sumur hef
ur Guðmundur athugað Suð-
Vesturland og Mið-Suðurland,
en í sumar rannsakar hann Mið-
ísland. Hann vinnur að því að
teikna kortin á veturna, og munu
hin fyrstu brátt tilbúin til út-
gáfu. — Eina jarðfræðikortið,
sem nú er til, er hið litla kort
Þorvalds Thoroddsen (kvarði 1:
600 000), sem gert var áður en
danska landmælingastofnunin
gerði nákvæmar mælingar hér
á landi. Er það því úrelt þegar af
þeirri ástæðu. Hið nýja kort mun
hafa hagnýta þýðingu fyrir mann
virkjagerð, ekki sízt gerð vatns-
virkjana.
Ofaníburður og steypuefni
Þá er unnið að allsherjarrann-
sókn á því, hvar unnt sé að fá efni
til mannvirkjagerðar hérlendis.
Sú rannsókn er riýbyrjuð, og
vinnur Sverrir Sceving Thor-
steinsson jarðfræðingur aðallega
að henni. í fyrra fór hann nokkuð
um Suðurland og Snæfellsnes,
en í sumar mun hann aðallega
gera athuganir í Mýra- og Borg-
arfjarðar- og Dalasýslum. Sverrir
vinnur á vegum Atvinnudeildar
háskólans, en í samráði við vega
gerðina og einstök sýslufélög. —
Eins og kunnugt er, hafa rann-
sóknir sem þessar áður verið
gerðar í bæjarlandi Reykjavíkur,
og vann Tómas Tryggv:son jarð-
fræðingur aðallega að þeim.
Athuganir vegna fyrirhugaðra
rafvirkjana
Ýmsar jarðfræðilegar athug-
anir eru gerðar á hverju sumri á
vegum raforkumálaskrifstofunn-
ar. Dr. Sigurður Þórarinsson hef-
ur í sumar verið norður við Jök-
ulsá á Fjöllum, og Jökulsá á Brú,
og mun síðar fara um svæðið frá
Blöndu til Vatnsdals. Guðmund-
ur Kjartansson mun í sumar
fara að Þórisvatni og Hvítárvatni
og víðar um þær slóðir, en hann
hefur að undanförnu gert ýmsar
athuganir á vatnasvæði Þjórsár,
Tungnaár og Hvítár. — Þessar
athuganir eru gerðar til að ganga
úr skugga um styrkleika og þétt-
leika jarðlaga á hugsanlegum
stíflustæðum, athuga, hvort efni
til mannvirkjagerðar sé fyrir
hendi á hentugum stöðum og
gera ýmsar jarðeðlisfræðilegar at
huganir. Eðlisfræðingarnir Gunn
ar Böðvarsson og Guðmundur
Pálmason hafa einnig gert mæl-
ingar á þykkt og halla jarðlaga.
Guðmundur var t.d. fyrir stuttu
norður á Mývatnsöræfum í því
skyni.
Jón Jónsson jarðfræðingur hef
ur nýlega verið ráðinn til raf-
orkumálaskrifstofunnar, og mun
hann aðallega fást við jarðhita-
rannsóknir á næstunni. Þá fara
miklar vatnamælingar fram á
vegum skrifstofunnar. Hefur Sig-
urjón Rist verið við mælingar
í Hvítárvatni og Lagarfljóti og
mun væntanlega gera mælingar
í Þórisvatni.
Biksteinn og kísiljörð.
Þá er unnið að rannsóknum á
biksteini, kísiljörð og leirlögum,
sem e. t. v. mun únnt að hagnýta
til vinnslu í allstórum stíl. Tómas
Tryggvason jarðfræðingur hefur
unnið að rannsóknum á þessu
sviði undanfarin ár. Nú eru komn
ir hingað til lands tveir þýzkir
vísindamenn, Konrad Richter pró
fessor og Trenne verkfræð'ngur,
og hefur þýzka stjórnin vextt fé
til rannsókna þeirra. Þeir hafa
athugað bikstein við Loðmundar
fjörð, en þetta jarðefni er notað
til að vinna úr því einangrunar-
efni. Kísiljörðina er að finna á
botni Mývatns og í Aðaldal. Er
hún notuð á margan hátt, t. d.
við húðun tilbúins áburðar, sem
fylliefni í ýmsum iðnaði til ein-
angrunar, vatnshreinsunar o. fl.
Þá munu þeir félagar rannsaka
leirlög á Vestfjörðum.
Þykkt Austfjarðabasaltsins.
Brezkur berglagafræðingur,
Walker að nafni, mun vinna ’að
rannsóknum á þykkt Austfjarða-
basaltsins í samráði við pró-
fessorana Trausta Einarsson og
Þorbjörn Sigurgeirsson. Mun
hann þegar hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að það sé yfir 6.000 m
á þykkt eða meira en helmingi
þykkara en Þorvaldur Thorodd-
sen taldi. Walker hefur verið hér
á landi alloft áður.
Jón Jónsson jarðfræðingur
mun vinna að rannsóknum á viss
um berglögum í Hornafirði, sem
ýmsir telja hugsanlegt, að sé forn
jökulruðningur. Þýzki prófessor-
inn Schwartszbach og dr. Sig-
urður Þórarinsson munu taka
þátt í þessum athugunum. Hol
lendingurinn M. G. Rutten, se:
ritað hefur bók um stapafjöll .
Norðurlandi vinnur nú í sum,.
að rannsóknum á bergmyndur:
frá mótum tertier og kvarter-
skeiðanna. — Geta má þess, að
fyrir nokkrum dögum gaf Vísinda
félag íslendinga út rit eftir próf.
Trausta Einarsson um jarðfræði
svæðisins frá Tjörnesi til Bárðar-
dals.
Jóhannes Áskelsson jarðfræð-
ingur vinnur í sumar að rann-
sóknum surtarbrandslaga á Vest-
urlandi og steingervinga úr jök-
ultímajarðlögum. Schwartsbach
sá, sem fyrr er nefndur, mun
vinna að surtarbrandsrannsókn-
um í Vopnafirði. Með honum er
íslenzkur nemandi hans, Þorleif-
ur Einarsson. Mun hann síðar í
sumar vinna með dr. Sigurði
Þórarinssyni að rannsóknum á
jurtaleifum í Öræfum, en þar
fundust óvenju vel varðveittar
leifar í fyrra. Sérgrein Þorleifs
er frjógreining.
öskulagarannsóknir.
Dr. Sigurður Þórarinsson, er
sem fyrr segir, nýkominn úr
ferðalagi norður og austur, og
fór hann þá m. a. í Hrafnkels-
dal til öskulagarannsókna, ef það
mætti verða til að bregða ljósi
yfir byggðarsögu dalsins.
Unnið mun að fleiri verkefn-
um á þessu sviði hér á landi,
þótt ekki hafi tekizt að afla upp-
lýsinga um þau, þar sem jarð-
fræðingar eru sjaldséðir 1 Reykja
vík nú. T. d. eru allmargir er-
lendir menn hér við ýmsar at-
huganir, aðrir en þeir, sem
nefndir hafa verið. Þá er unnið
að jöklarannsóknum o. fl.
ítalskf beitiskip til
Reykjavíkur
Á MÁNUDAGSMORGUN er
væntanlegt til Reykjavílcur
ítalska beitiskipið „Raimondo
Montecuccoli“, sem er rúmlega
9500 tonn að stærð. — Skipið
var afhent ítalska flotanum 1935
og hefur verið notað sem skóia-
skip fyrir sjóliðsforingjaefni. —
Skipið mun hafa viðdvöl í Reykj.a
vík til föstudags.
Átta stöðvar á Siglufirði
hata saltað 7 þús. tunnur
Stormur og leiðindaveður nyrðra
SIGLUFIRÐI, kl. 2 á laugardag.
— Hér er stormur og leiðinda-
veður. Fjöldi skipa liggur hér
Sigurjón Þ. Jónsson
látinn
LÁTINN er í Reykjavík Sigur-
jón Þ. Jónsson, fyrrverandi al-
þingismaður og bankastjóri, átt-
ræður að aldri. Hann var búsett-
ur að Helgafelli á Seltjarnarnesi.
Hafði hann átt þar heima um 20
ára skeið og látið til sín taka
opinber mál í sveitarfélagi sínu.
Hingað suður fluttist Sigurjón
frá ísafirði, þar sem hann hafði
búið í rúm 30 ár og látið mikið
að sér kveða á sviði menningar-
og stjórnmála: m.a. verið skóla-
stjóri, útgerðarmaður, alþingis-
maður ísfirðinga og forstöðumað
ur útibús Landsbankans. Sigur-
jón hafði verið heilsuveill síðari
ár. Hann veiktist í fyrri viku,
og var fluttur í Bæjarsjúkrahús-
ið og andaðist þar sólarhring síð-
ar, hinn 24. þ.m.
Þessa merka manns verður nán
ar getið síðar.
Skyldur ökumanna
þcgar bifreiðar mœtasf
Þegar ökutæki mætast, skulu
stjórnendur þeirra ak a út að
vinslri brún akbraular í læka líð
og draga úr hraða, ef nauðsyn
krefur.
Þetta ákvæði nýju umferðarlag
anna er í samræmi við þá megin-
reglu í umferð hér á landi, að
aka skuli vinstra megin á vegum
Þjóðhátíðin í Eyjum
verður haldin 8. og 9. ág.
VESTMANNAEYJUM, 26. júli.
— Hin árlega Þjóðhátíð Vest-
mannaeyinga verður að þessu
sinni haldin dagana 8. og 9. ágúst
n. k. Undirbúningur hátíðahald-
anna er hafinn fyrir löngu og
verður vel til þeirra vandað í
hvívetna eins og jafnan áður.
íþróttafélagið Þór sér um hátíð-
ina að þessu sinni, en íþróttafé-
lögin hér í Eyjum hafa ætíð
skipzt á um undirbúning. Er
starfsemi íþróttafélaganna að
mestu leyti byggð á þeim tekj-
um, sem þau hafa af Þjóðhátíð-
inni.
Dagskrá hátíðahaldanna verð-
ur með svipuðu sniði og undan-
farin ár. Verða íþróttir, ræðu-
höld, söngur, reiptog, knatt-
spyrna og flugeldar. Þá verður
að sjálfsögðu stiginn dans bæði
kvöldin. — Ef veðurútlit verð-
ur gott, má gera ráð fyrir að
menn þyrpist til Eyja á Þjóð-
hátíðina. í fyrra sóttu hátíðina
á annað þúsund gesta og það
verður nú æ tíðara, að þeir, sem
eiga vini og kunningja í Eyjum,
noti tækifærið og heimsæki þá,
dagana, sem Þjóðhátíðin stendur
yfir. •— B. G.
og víkja til vinstri.
Nokkur frekari ákvæði um það,
er bifreiðar mætast, eru í lögun-
um. Ef hindrun er á vegi, skal
það ökutækið nema staðar, sem
«r á sama vegarhelmingi og hindr-
unin. —
Á mjög mjóum vegi skal sá
ökumaður, sem betur fær því við
komið, aka út af veginum eða aft-
ur á bak, þangað sem ökutækin
geta áhættulaust mætzt.
Sérstök varúðarskylda er lögð á
þá, sem stjórna ökutækjum breið-
ari en 2,35 m. Skulu þeir víkja
greiðlega fyrir öllum öðrum far-
artækjum og nema staðar, ef
þörf gerist.
Thor Thors
lil viðlals
Thor Thors, sendiherra Islands
í Washington, sem nú er staddur
hér á landi, verður til viðtals í ut-
anríkisr áðuneytinu (St j órnarráðs
húsinu) þriðjudaginn 29. júlí kl.
4—6 e.h.
(Frá Utanríkisráðuneytinu)
inni, en mikill sjór úti. Heildar-
bræðsluaflinn hjá SR var 57,949
mál á hádegi í dag. Skiptist hann
þannig á einstaka staði: Siglu-
fjörður 29.577 mál, Raufarhöfn
25,855, Húsavík 1474, Skaga-
strönd 1053. Aðrir staðir hafa
brætt minna.
Þessir staðir eru hæstir með
síldarsöltun: Dalvík 15.013 tn.,
Eskifjörður 2096, Hjalteyri 3934,
Hrísey 2603, Húsavík 8474, Norð-
fjörður 1983, Ólafsfjörður 10,501,
Raufarhöfn 39,666, Seyðisfjörður
3357, Siglufjörður 109,513,
Skagaströnd 2385, Vopnafjörður
3388 og Þórshöfn 1673.
Þessar stöðvar hér á Siglufirði,
hafa saltað yfir 7000 tn.: Ás-
geirsstöð 7605, Nöf 7438, Sunna
7054, Reykjanes 7037, Isl. fiskur
7030, Hafliði 7024 og Óli Hen-
riksen 8112. Hæsta söltunarstöð
á landinu er aftur á móti Haf-
silfur á Raufarhöfn, sem hefur
saltað 9662, tn. Önnur á Raufar-
höfn er Óskarsstöð með 8007 tn.
— Guðjón.
Þórhallur Þorgilsson
^ látinn
ÞÓRHALLUR ÞORGILSSON
magister, bókavörður við Lands-
bókasafnið, er látinn, 55 ára
gamall. Sérgrein Þórhalls var
tungur og bókmenntir hinna
rómönsku þjóða, og hafði hann
numið fræði sín í ýmsum háskól-
um í Suðurlöndum. Hér heima
vann hann að kynningu þeirra,
og varð þjóðkunnur maður fyr-
ir þau störf sín.
Veikindi í bænum
NOKKUÐ mikið hefir verið um
veikindi hér í bænum undanfar-
in hálfan mánuð. Fólk hefir feng-
ið háan hita, slæman höfuðverk
og ógleði.
Samkvæmt upplýsingum frá
borgarlækni, er hér um virus-
sjúkdóm að ræða, sem genguv
fljótt yfir og er ekki alvarlegs
eðlis. Þó bæri fólki að sýna sjálf-
sagða varúð og gefa sér tíma til
að hálda sér í rúminu meðan
hitinn væri ekki horfinn. Þessi
veiki stæði ekki í neinu sam-
bandi við inflúensufaraldur þann,
sem gekk hér sl. vetur og tilfelli
ekki það mörg, að hægt væri að
kalla þetta farsótt. — Einn-
ig hafa verið nokkur brögð
að kvefi, þó varla meir en geng-
ur og gerist — sagði fulltrúi borg-
arlæknis.
Enn meiri viðskipli
við A-Þýzkaland
VESTUR-ÞÝZKA blaðið Frank-
furter Allgemeine skýrði frá því
hinn 23. þ. m. að verzluriarmála-
ráðherra Austur-Þýzkalands,
Rau, og íslenzki viðskipta- og
sjávarútvegsmálaráðherrann Lúð
vík Jósefsson hafi hitzt í Austur-
Berlín. Komi fréttir þaðan um að*
ráðherrarnir hafi verið á einu
máli um, að á komandi árum
væru möguleikar til þess að hafa
enn víðtækari vöruskipti milli
landanna en nú er. Var gerður
undirbúningur að samningsgerð
út af verzluninni milli landanna
fyrir árið 1959 og var rætt um
innflutning af íslenzkum fiskaf-
urðum til Austur-Þýzkalands og
byggingu fiskibáta þar handa fs-
lendingum