Morgunblaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvlkudagur 13. ágúst 1958 Eisenhower sækir Allsherj- arhingið Tvær sendinefndir frá Libanon ? WASHINGTON og New York, 12. ágúst — Eisenhower Banda- ríkjaforseti mun verða frum- mælandi á fundi Allsherjarþings- ins á morgun. Síðast flutti hann þar ræðu árið 1953, er hann flutti tillögu sína um friðsam- lega hagnýtingu kjarnorkunnar. Að ræðu sinni lokinni mun hann láta DuIIes um forystu banda rísku sendinefndarinnar. Forset- inn undirbjó ræðu sína í dag — og ræddi m. a. við Dulles. Hammarskjöld sat í dag á rök- itólum með formönnum sendi- nefnda hinna ýmsu ríkja — og Ólíklegf LONDON, 12. ágúst. — Talsniað- ur brezka utanríkisráðuneytis- ins lét svo ummælt í dag, að það væri álit brezku stjórnarinnar, að lítil líkindi væru til þess að ráðstefna æðstu manna yrði hald in í bráð. Síðasta bréf Krúsjeffs hefði tekið af allan vafa um það. Sagði talsmaðurinn, horfurnar væru nú slíkar, að deilumál austurs og vesturs yrðu rædd á breiðari grundvelli en áður hafði verið ráð fyrir gert, ef svo ólík- lega færi, að ráðstefna æðstu manna yrði haldin. m. a. var ráðgert, að hann ræddi í kvöld við Gromyko, Selwyn Lloyd og Dulles. Hefur fram- kvæmdastjórinn aðallega rætt um tiilögu sína til lausnar vanda málunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Fullvíst er talið, að Banda- ríkjamenn styðji tillögu Hamm arskjölds. ★ Fullvíst er talið, að Eisenhow er muni í ræðu sinni færa fram rök fyrir liðsflutningunum til Líbanons, lýsa afstöðu sinni til þjóðernishreyfingarinnar í Araba ríkjunum — og víkja síðan að hættunum á „óbeinni“ árás í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. ★ Aðeins tveir eru á mælenda- skrá á fundinum á morgun — og er fulltrúi Ráðstjórnarinnar hinn síðari. Ekki er með vissu vitað hver ræðumaður Rússa verður, en allt bendir til þess að það verði Gromyko. Rússar hafa lagt fram tillögu þess efnis, að Alls- herjarþingið krefjist þess, að Bandaríkin og Bretland flytji herafla sinn úr Líbanon og Jór- daníu, eftirlitsnefndir S.Þ. í Líb- anon verði styrktar og eftirlits- sveitir sendar til Jórdaníu. Fullvíst er talið, að franski utanríkisráðherrann sælci ekki fund Allsherjarþingsins. ★ Fregnir frá Líbanon herma hins vegar, að bjartsýni gæti ekki almennt þar. Uppreisnarmenn segjast ætla að senda eigin sendi- nefnd — og sendinefnd stjórnar- innar með Malik, utanríkisráð- herra, í fararbroddi mun halda vestur um haf í kvöld. Stjórnar- andstaðan segir Malik ábyrgan fyrir því, að Sýrlendingar voru sakaðir um afskipti af innanrikis málum Líbanons — og banda- ríski herinn var kvaddur til hjálpar. Ekki er enn séð fyrir endann á því hvernig deilan verður leidd til lykta. Sennilegt er, að rimma verði mikil með sendi- nefndunum innbyrðis, þegar til New York kemur. Þingeyringar vöknuðu við að allt varð hljótf Mjólkárvirkjun leysir Deiselrafstöðvarnar af hóimi ÞINGEYRI, 12. ágúst — Nótt eina fyrir skömmu vaknaði fólk hér á staðnum við, að allt í einu varð hljótt! Við höfum nefnilega vakið og sofið undanfarna ára tugi með vélagný fyrir eyrum af díselmóturunum, sem séð hafa okkur fyrir rafmagni. En þessa nótt hafði Þingeyri verið tengd við nýju Mjólkárvirkjunina — og gömlu vélarnar stöðvaðar. Mikið mannvirki Virkjunin sjálf er nú að mestu fullgerð og orðin hið glæsilegasta mannvirki, en þetta er þriðja ár- ið síðan framkvæmdir hófust við hana. Línunum, sem flytja eiga nærliggjandi byggðarlögum raf- orku frá virkjuninni, seinkar Brœla á síldarmiðunum 110 skip með um 34000 mál og tunnur um helgina I GÆR bárust engar fregnir af síldveiðum fyrir norðan, enda Selwyn Lloyd sagði við kom- yeður óhagstætt og flest skip í una til New York í dag, að hann væri vongóður um að árangur yrði af fundi Allsherjarþingsins, enda þótt þar mundi aldrei fást allra meina bót. Sagðist hann þó vænta þess, að þinginu tækist að bægja frá hættunni af „óbeinum“ árásum á Austurlönd nær. Fawsi, utanríkisráðherra Eg ypta, kvaðst og bjartsýnn. Macmillan vill fá 7 ár fil að leysa Kýpurdeiluna LONDON, 12. ágúst — Macmill- an kom flugleiðis til London í morgun úr för sinni til Aþenu, Ankara og Kýpur. Við brottför- ina frá Kýpur lét hann svo um mælt, að hann væri vongóður, þrátt fyrir mikla erfiðleika. — Mestu máli skipti að friða eyj- una, en helzt væri hann fylgj- andi því að tiltaka vissan tíma, 7 ár, sem notaður yrði til þess að ná samkomulagi um framtíðar- stjórn eyjarinnar. Eftir að Macmillan hafði hvílzt stutta stund um hádegisbilið, hóf hann viðræður við varnarmála- ráðherra sinn svo og yfirmann alls herafla Breta, sem nú gegn- ir störfum Lloyds, utanríkisráð- herra, meðan hann er í New York. Síðan kvaddi Macmillan sam- an ráðuneytisfund og flutti ráð- herrum sínum skýrslu um við- ræðurnar við ráðamenn í Aþenu, Prinsinn slapp ÓSLÓ, 12. ágúst — 1 gærkvöldi hvolfdi bifreið Haralds, krón prins Norðmanna, í Hallingdal. Prinsinn slapp ómeiddur. Enn hraðamet LONDON, 12. ágúst. — Fjögurra hreyfla Comet þota setti í dag nýtt hraðamet á flugleiðinni New York—London. Flaug hún vega- lengdina á 6 stundum og 27 mín- útum.. Meðalhraðinn var 540 mílur á klst. Fyrra metið átti brezk flugvél einnig. Það var Britannia frá ísraelska flugfélag- inu E1 A1 — og var flugtíminn 7 stundir og 57 mínútur. Hér er um að ræða skemmstan tíma, sem farþegaflugvél hefur flogiö vegalengdina á, en herflugvélar hafa flogið sömu vegalengd á enn skemmri tíma. Cometan var fyrsta farþegaþotan, sem flogið hefur án viðkomu milli New York og London. Ankara og á Kýpur. Þegar síðast fréttist var með öllu ókunnugt um einstök atriði skýrslunnar, en fullvíst er talið, að Macmillan ætli að halda sig við áætlun þá, sem hann minntist á við brott- förina frá Kýpur — og vikið er að í upphafi fréttarinnar. * JERÚSALEM 12. ágúst. — Enn hefur ísrelsstjórn snúið sér til Ráðstjórnarinnar með tilmæli um að Rússar fari þess á leit við Nasser, að hann fallist á að hefja viðræður við ísraelsmenn um friðarsamninga. Orðsending þess efnis var afhent Rússneska sendi- herranum hér í dag. •k TÓKÍÓ, 12. ágúst. 5,000 manns urðu hemilislausir í dag vgna flóða í N-Japan. 20 manna er saknað. AMMAN, 12. ágúst: — 13 menn hafa verið dæmdir til dauða fyr- ir að hafa undirbúið vopnaða uppreisn í Jórdaníu. 10 manns hlutu auk þess lífstíðarfangelsi og fleiri vægari dóma. HONOLULU, 12. ágúst — í dag var fjarstýrðri eldflaug með kjarnorkuhleðslu skotið á loft frá Johnston-eyju. Voru Banda- ríkjamenn hér að verki. Sprakk skeytið í 96 km hæð. Bjarminn frársprengingunni sást í 1,000 km fjarlægð. höfn. Um helgina var hins veg- ar allmikil veiði og verða hér á eftir talin upp þau skip, sem þá lönduðu. SIGLUFIRÐI, 11. ágúst. — í dag er ekkert veiðiveður Norðan- lands og fjöldi skipa liggja hér i höfninni. Handfærabáturinn Heiðrún frá Hrísey og bátar sem komu út frá Siglufirði urðu síldar varir á Grímseyjarsundi á laugardaginn. Á sunnudaginn var saltað á öll- um söltunarstöðvum á Siglufirði. Þessi skip hafa komið síðan á laugardagskvöld: Svanur RE 550, Fákur 250, Víðir SU 500, Akur- ey 700, Bergur VE 450, Vonin VE 400, Fjarðarklettur 450, Tálkn- firðingur 500, Hafbjörg 500, Páll Pálsson 400, Hringur 500, Sleipn- ir 300, Gunnhildur 700, Snæfell 300, Guðjón Einarsson 400, Heið- rún ÍS 450, Jökull 800, Höfða- klettur 150, ísleifur III 200, Svan- ur KE 100, Muninn II 400, Faxi 350, Stígandi VE 600, Sídon 150, Kap 250, Fjalar 250, Sigurvon AK 300, Heimaskagi 600, Sigurður 700, Arnfirðingur 220, Grundfirð ingur 300, Reykjanes 750, Kári VE 500, Hólmkell 100, Keilir 750, Guðbjörg ÍS 150, Einar Hálfdáns 200, Björn Jónsson 200, Guðbjörg GK 400, Kambaröst 300, Hrafn Sveinbjarnarson 650, Sjöstjarnan 350, Kópur EA 300, Páll Pálsson 250, Björgvin KE 100, Víkingur 250, Ingvar Guðjónsson 100, Sæ- rún 150, Höfrungur 100, Rafnkell 60, Vilborg 60, Ingólfur 70, Björg VE 50, ísleifur III 50, Svanur AK 200, Þorlákur 100, Ingjaldur 70, Hafrenningur 70, Þorbjörn 300. Ofannefndur afli er allur tal- inn í tunnum. Það sem á eftir fer, er talið í málum: Langanes 220, Hafnfirðingur 156, Viktoría 70, Sindri 82, Faxavík 160, Sjöfn 82, ísleifur III 70, Sæborg GK 60, Sídon 124, Marz 30. DALVÍK, 11. ágúst. — í gær, sunnudag, lönduðu þessir bátar hér: Baldvin Þorvaldsson 920, Júlíus Björnsson 780, Faxaborg 680, Huginn NK 305, Sæfaxi 520, Guðmundur á Sveinseyri 320, Bjarmi frá Dalvík 365, Guðfinnur 300, uppmældar tunnur eða sam- tals 4170 tunnur. Þetta mun vera mesta síldar- magn, sem landað er hér á einum degi. Mest öll var síldin söltuð, en eitthvað lítils háttar af þessu magni fór þó í bræðslu. — SPJ. ÞESSI skip lönduðu síld á Vopna firði í gær og fyrradag: Gissur hvíti 1000 mál, Björn frá Eski- firði 500 mál, Fram GK 79 mál, Björg frá Eskifirði 70 mál og Búðafell 150 tunnur. RAUFARHÖFN, 10. ágúst: — Neðantalin skip komu með sölt- Framh. á bls. 15. hins vegar nokkuð, en unnið er nú að tengingu til hinna ýmsu staða. Þannig mun Bíldudalur fá sambandið einhvern daginn og talið er að Tálknafjörður muni koma næst og þar á eftir Patreks fjörður. Á Flateyri er spenni- stöðin ekki enn fullgerð, en lín- an hins vegar tilbúin og er þeg- ar byrjað að legg5a hana þaðan til Súgandafjarðar. Dálítið hart Gert er ráð fyrir, að sveitirnar muni einnig með timanum fá raf- magn frá Mjólkárvirkjun, en skiljanlega þótti bændum dálítið hart að sjá raflínuna lagða fram hjá býlum sínum, rafmagnslaus- um, til kauptúnanna, sem þegar höfðu nóg rafmagm framleitt af díselstöðvum. En þegar lokið verður tengingu aðallínanna, mun snúið að sveitabýlunum. — M. A. Jarðarför Þórunnar Sívertsen AKRANESI, 12 ágúst. — I dag fór fram jarðarför Þórunnar Sí- vertsen og hófst athöfnin á hús- kveðju. Þá var kistan hafin út, en áður en hún var borin á bíl- inn, var sungið af tröppum húss- ins: Blessuð sértu sveitin mín. Var svo ekið til kirkju að Leirá. Séra Jón M. Guðjónsson jarðsöng í forföllum séra Sigurjóns próf- asts, sem liggur nú á sjúkrahúsi. Fyrst las sr. Jón kveðjuorð frá prófastinum og síðan flutti hann ræðu, en kirkjukórinn söng. Hátt á þriðja hundrað manns voru viðstaddir jarðarförina. Að lok- inni athöfninni í kirkjugarði var öllum boðið til erfidrykkju í matstofu Sláturfélagsins við Laxá. — Oddur. Skólahátíðin á Eiðum Eldri og yngri nemendur fjölmenntu EGILSSTÖÐUM, 12. ágúst. — Skólahátíðin á Eiðum var hald- in um síðustu helgi og fór prýði- lega fram. Veður var heldur kalt, en úrkomulaust. Á laugardaginn var nemenda- mót og söfnuðust menn saman í Eiðahólma. Kl. 2 e.h. á sunnudag hófst svo aðalhátíðin með skrúðgöngu eldri og yngri nemenda. Þá var hátíðarmessa, sem sóknarprestur inn á Eiðum, séra Einar Þorsteins son, annaðist, ásamt biskupi ís- lands. Að messu lokinni, minnt- ist Þórarinn Þórarinsson núver- andi skólastjóri á Eiðum, látinna skólastjóra og kennara. Þá voru flutt ávörp og kór nem enda frá Eiðaskóla söng á milli. Kórinn var æfður sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Ávörp fluttu menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra, Helgi Elíasson, fræðslumálastj óri, Lúðvík Ingv- arsson, sýslumaður Sunnmýlinga, sem afhenti skólanum um leið smárjá að gjöf frá sýslunni, Erl- ingur Filipusson, elzti núlifandi Bandarikin viðurkenna ekki stjórn kínverskra kommúnista WASHINGTON, 12. ágúst. — Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í gær yfirlýsingu um afstöðu Bandaríkjanna til kínversku kommúnistastjórnarinnar. Sagði þar m. a., að Bandarikin mundu ekki viðurkenna stjórn kín- verskra kommúnista. Slík viður- kenning mundj einungis gagna kommúnismanum og veikja að- stöðu þeirra ríkja, sem ættu í vök að verjast vegna ásælni kommúnista. í yfirlýsingunni rökstyður bandaríska utanrikisráðuneytið ákvörðun sína m. a. með því, að aðeins 2% kínversku þjóðarinnar séu kommúnistar. Kínvcrjar hafi ógnað heimsfriðnum ag barizt gegn Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjunum. Kommunisminn sé fyrirfram dauðadæmdur og það sé ekki ætlun Bandaríkj>nna að draga fall þeirrar stefnu á langinn með því að viðurkenna stjórn ofbeldisaflanna, sem ógni heimsfriðinum. Ef kínverskum kommúnistum verði heimiluð seta í samtökum S. þ. mundu þeir fá í hendur neitunarvald í Öryggisráðinu og stórspilla við- leitni samtakanna til þess að koma á varanlegum friði. nemandi frá Eiðaskóla og Hannes J. Magnússon, skólastjóri frá Ak- ureyri, sein er gamall nemandi frá Alþýðuskólanum á Eiðum. Þá flutti Benedikt Gíslason frá Hof- teigi kvóðju frá Austfirðingafé- laginu í Reykjavík og Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. alþingism. flutti þakkir foreldra, sem átt hafa börn í Eiðaskóla. Ragnar Magnússon, oddviti í Eiðahreppi afhenti skólanum að gjöf mynd af Páli Ólafssyni fyrir hönd hrepps síns, og Þórhallur Jónsson, hrepp stjóri á Breiðavaði, afhenti fyrir hönd Samvirkjafélags Eiðahrepps mynd af Guðgeir Jóhannssyni, stofnanda félagsins og fyrrver- andi kennara á Eiðum. Myndiri var teiknuð af Halldóri Péturs- syni. Þá afhenti Þórður Benedikts- son, skólastjóri á Egilsstöðum, skólanum kr. 10.000 fyrir hönd nemenda frá 1939, en þeir voru í skólanum í tíð tveggja skóla- stjóra. Verður með fé þessu stofn- aður sjóður og vöxtum . - ið til verðlauna fyrir bezta afrek í ís- lenzku annan hvorn vetur, en hinn veturinn fyrir bezta einkunn í sögu. Skólastjórunum var fal- ið að semja skipulagsskrá fyrir- sjóðinn. Loks fluttu þrír skólastjórar Eiðaskóla ávörp: Benedikt Krist- jánsson, sem er eini núlifandi skólastjóri Búnaðarskólans á Eið- um, Ásmundur Guðmundsson biskup, fyrrverandi skólastjóri, og Þórarinn Þórarinsson núver- andi skólastjóri, sem las upp heillaóskaskeyti frá eldri nemend um og öðrum. Síðan sungu Eiða- menn nokkur lög. Einsöngvari með kórnum var Axel Jónsson, bóndi á Bessastöðum. Um kvöldið var dansað til kL 1 eftir miðnætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.