Morgunblaðið - 13.08.1958, Qupperneq 3
Miðvikutfagur 13. ágúst 1958
MORCVTSBL AÐIÐ
3
Á skátamóti í
Skátaguðs])jónustan að morgnl sT. sunnudags.
Fánar fjögurra ríkja blakta við hún.
Sé ra Hannes Guðmundsson í Fellsmúla préáikar.
Ljósmynd: P. Thomsen.
KL. 4 á laugardaginn átti að taka
á móti gestum á skátamótinu í
Þjórsárdal. Ekki svo að skilja, að
sigað hafi verið hundum á þá,
sem komið hafa þangað á öðrum
tímum. En á laugardaginn kl. 4
átti að taka sérstaklega vel á móti
gestum, og ýmsir gamlir skátar
og aðrir merkismenn voru þá
væntanlegir á vettvang. Meðai
þeirra var fréttamaður Morgun-
blaðsins. En margt fer öðru vísi
en ætlað er. Til að gera langa
sögu stutta er bezt að geta þess
strax, að um fjögurleytið á laug-
ardaginn, þegar gestunum var
ekið yfir allar árkvíslirnar fyrir
neðan Ásólfsstaði og upp í dalinn,
sat fréttamaðurinn á stól sínum
í Reykjavík. Það var ekki fyrr
en einum og hálfum klukkutíma
síðar, að hann loks komst af stað.
Bílferð austur tekur 2Vz tíma
höfðu þeir sagt í Skátabúðinni.
En allt getur komið fyrir á ferða-
lagi, og klukkan var orðin 10 að
kvöldi, þegar títtnefndur frétta-
maður komst á áfangastað. Sem
sagt: 6 tímum á eftir áætlun,
búinn að missa af alls kyns
skemmtilegheitum, en þó seztur
við eld vafinn í teppi og með
trefil um hálsinn. Neðan brekk-
unnar, á grjóteyri við Sandá, log-
aði mikill varðeldur og í brekk-
unni sátu 400 til 5fl0 manns og
fylgdust með því, sem fram fór.
Grátið í hatt
Þegar fréttamaðurmn tyllti sér
voru nokkrir þýzkir skátar að
syngja við eldinn. Þeir voru svart
klæddir og dularfullir í húminu,
en sungu af mikilli list um rauna
sögu frosks nokkurs og grétu yfir
örlögum hans. Ekki sást tára-
flóðið þaðan, sem fréttamaður-
inn sat, en það virtist vera mikið,
því að einn söngmannanna hélt
hatti undir augum sér. Reyndar
sást hann aldrei hella úr honum
á eftir.
Að söng Þjóðverjanna loknum
rak hvert atriðið annað: Bretarn-
ir sýndu leikrit um menn, sem
koma á veitingahús. Hvað viljið
þið fá? spyr þjónninn. Súpu,
segja komumenn. Þjónninn kem-
ur með súpu í fötu og sprautar
henni upp í gestina með rjóma-
sprautu. Þegar þ: eynast nizkir
á þjórfé, kemur pjónninn með
rjómasprautuna og sýgur súpuna
upp úr þeim aftur!
Gamall skáti, virðulegur verzl-
unarmaður í Reykjavík, sýndi
„Hárið“, frægt varðeldaatriði.
Hann gekk að einum áhorfenda,
tók hár úr höfði honum og lék
svo með það hinar íurðulegustu
listir: teygði það, dró það gegnum
höfuð sér, lét það standa upp
í loftið og hv.er veit hvað. En
það var með hárið eins og tárin
hjá Þjóðverjunum: það sást ekki
þaðan, sem fréttamaðurinn sat.
„Eftlr melrl söng ..."
Við varðeldinn var mikið sung-
ið. Sérstakt blað var gefið út á
mótinu og hinir kaldrifjuðu blaða
menn við það lýstu söng við varð
eld með þessum hætti: „Eftir
meiri söng kom (leikritið) síðan
söngur, svo söngur og eftir það
blíðuhót langa stund, áður en
hún komst í gang. Svo var sitt-
hvað annað úr lagi gengið og allt
sýnt með kostulegum tilburðum.
Hlutu Þjóðverjarnir mikið lof
fyrir frammistöðuna og var það
látið í ljós með virðingarhrópum,
en þau eru mörg til meðal skáta
SamræSur á sunnudagsmorgni: Benedikt Waage, forseti ÍSt
(einn af gestunum á skátamótinu), frú Ilrefna Tynes, vara-
skátahöfðingi, og Páll H. Pálsson, mótsstjóri Ljósm.: Mbl.
kom söngur, síðan sungu Engl-
endingarnir, síðan sungu Þjóð-
verjarnir og svo söng sjálfur móts
stjórinn ... “
Meðal annarra atriða, sem
þarna gat að líta, var „Gamla
Maja“, og voru Þjóðverjarnir þar
að verki. Gamla Maja er bíll
Hjálparsveitar skáta, og var Þjóð
verjunum ekið í honum um Suð-
Vesturland, áður en mótið hófst.
Bifreiðin virðist nokkuð við ald-
ur og orðin kenjótt. Þjóðverjarnir
sögðu frá ferðum sínum með því
að leggjast undir regnkápur.
Skyldu fjórir tákna hjól bilsins
en sá fimmti vélina. Svo kom
fararstjórinn og lék bílstjórann.
Athugaði hann ásigkomulag bíls-
ins og vitanlega voru öll dekk
vindlaus. Varð að dæla í þau lofti
með handafli. Tók það langan
tíma, enda seig úr þeim flestum
jafnóðum. Með því að fara vel
að dekkunum með klappi og
elskulegum orðum tókst þó að
lokum að fá þau sæmilega hörð,
en þá var vélin eftir — og að
sjálfsögðu þurfti að sýna henni
og mismunandi áhrifamikil, Ekki
létu Þjóðverjarnir við leikinn
sitja, heldur sungu þeir lag eftir
sjálfa sig við texta eftir sjálfa
sig um títtnefndan bíl.
Að lokum mynduðu skátarnir
hring um varðeldinn, tókust í
hendur og sungu. Mótstjórinn
mælti að því loknu: Skátar, verið
viðbúnir. Og skátarnir svöruðu:
Ávallt viðbúnir.
Síðan var gengið til náða.
Vaknað við lúðraþyt
Kl. 8 á sunnudagsmorgun vakn
aði fréttamaðurinn við lúðraþyt.
Þótti honum það nokkuð grimmi-
legar aðfarir á sunnudegi, en sef-
aðist, þegar honum var sagt, að
menn hefðu fengið að sofa háif-
tíma lengur en venjulega til há-
tíðabrigða. Var ekki um annað
að gera eri hlíta mótsreglunum,
en þar stendur: „Allir verða að
fara á fætur, skilyrðislaust, þegar
merkið er gefið. Þá eiga menn
að þvo sér, en að því loknu snæða
menn morgunverð, en á hverjum
morgni verður það hafragrautur,
mjólk og brauð.“
Kl. 9 voru fánar dregnir að
hún við hátíðlega athöfn. Tveir
skátar frá hverju landi, sem full-
trúa átti á mótinu, gengu fram,
tóku við fánum sínum og drógu
þá að hún meðan blásið var í
lúður. Allt um kring stóðu móts-
menn og heilsuðu að skátasið.
Eftir þetta fór fram tjaldskoðun,
en kl. 11 var guðsþjónusta í
brekkunni neðan undir aðalfána-
borginni. Prédikaði séra Hannes
Guðmundsson, Erlendir skátar
lásu pistil og guðspjall á þýzku
og erisku. í messulok talaði frú
Hrefna Tynes vara-skátahöfðingi
og minntist dr. Helga Tómasson-
ar skátahöfðingja. Var þetta
virðuleg athöfn.
Á grasgeira við Sandá
Fréttamaðurinn átti tal við
ýmsa skáta áður en hann hélt
heim upp úr hádegi. Mótsstjóri
er Páll H. Pálsson skrifstofu-
stjóri, gamall og reyndur skáti.
Hann sagði, að Skátafélag Reykja
víkur héldi móti þetta, en það
efnir til móta þau ár, sem ekkj
eru haldin alþjóðamót eða lands-
mót. Að þessu sinni eru um 165
skátar á mótinu, þar af 10 Þjóð-
varjar, 28 Englendingar og 14
Bandaríkjamenn, og eru þeir allir
af Keflavíkurflugvelli. Mótið
hófst sl. fimmtudag, en því lýkur
í dag. Margir þátttakendanna
fara þá á Kjöl og koma til Reykja
víkur á föstudagskvöld.
Dagskrá mótsins var fjölbreytt.
Gengið var á nálæg fjöll og á
mánudaginn átti að fara geysi-
mikla gönguför að Hjálp, Þjófa-
fossi, Tröllkonuhlaupi, Stöng, í
Gjána og að Háafossi. Ýmsir leik-
ir og handíðir hafa verið sýndar
og kenndar, á sunnudaginn ætl-
uðu Bretar t. d. að baka brauð
| yfir eldi í allra augsýn, Þjóð-
verjar að sýna, hvernig þeir
tjalda heima hjá sér, þar sem
tjöldin eru hengd í tré, og
Frh. á bls. 14.
Við varðeldinn. Einar Logi Einarsson,
bökin á nokkrum áheyrendum.
varðeldastjóri — og
Ljósm.: P. Thomsen.
S TA K S T EI\A lí
Ekki eins ljúft
og þeir létu
Hannes á horninu hirtir i pistl-
um sínuin í Alþýðublaðinu í gær
þetta:
„Vísnavinur segir í bréfi:
„Hefurðu heyrt að Karl Kristjáns
son alþingismaður Þingeyinga
hafi kvatt Emil Jónsson, forseta
sameinaðs Alþingis og formann
hinnar mikiu Rússlandsfarar um
daginn með þessari vísu er för-
inni lauk hér á flugvellinum:
Þó um loftsins létta svið
liðugt Faxinn rynni,
hafði hann ekki að háifu við.
heimþrá minni — og þinni.
Þeir, sem þekkja Karl munu
skilja, að hann hafi verið búinn
að fá nóg af veizluhöldunum og
„própagandanum" og heimþrá
hans komin á flughraða. Og lík-
lega hefur hann komizt að því
sama hjá Emil sjálfum. Er þá
vísan bæði sönn og snilldarvel
kveðin“.
Eftir þessu hefur austurförln
ekki verið öllum þingmönnunum
eins ljúf og þeir létu, ef marka
mátti faguryrði Ernils Jónssonar
í veizlum austur þar. Hvað um
það. Heim komust þeir og nú er
Lúðvík staddiur í slóð þeirra í
Moskvu í því skyni að taka lánið
margþráða.
Borguðu undir þá
alla leið heim
Mikið skal til mikils vinna. En
þegar lesin er vísa Karls skilja
menn betur niðurlag viðtals hans
við Tímann hinn 20. júlí s. 1., þar
sem Karl segir:
„Risna og móttökur með mikl-
um höfðingsbrag. Þegar við litum
á farmiðann frá Moskva heim-
leiðis, kom t. d. í ljós, að fulltrú-
ar Æðsta ráðsins höfðu greitt
fargjöld fyrir okkur alla leið til
Reykjavíkur og borgað einnig
yfirvigtargjöld vegna farangurs
okkar. Slík var rausn þeirra frá
fyrsta degi heimsóknarinnar til
hins síðasta“.
Karl hefur auðsjáanlega verið
orðinn smeykur um, að farareyri
skorti til heimferðarinnar og
hann yrði að dúsa í sæluríkinu
þangað til Lúðvík kæmi til að
taka lánið.
Er utanríkisráðherrann
„ að svíkja málstað
íslendinga“?
Alþýðublaðið ræðir í forystu-
grein sinni í gær síðustu skrif
Þjóðviljans um landhelgismálið
og segir:
„Þjóðviljinn gerir mikið veður
út af þeirri fregn Alþýðublaðsins
síðastl. laugardag, að landhelgis-
málið sé um þessar mundir rætt
af fulltrúum Atlantshafsbanda-
lagsins i París. Hagar Þjóðvilj-
inn sér svipað venju og gerir
þetta að árásarefni á utanríkis-
ráðherra. Telur blaðið, að með
þessum umræðum sé á einhvern
hátt verið að svíkja málstað ís-
lendinga".
Sjálft telur Alþýðublaðið:
„— — — ekki nema eölilegt,
að landhelgismálið sé rætt innan
vébanda Atlantshafsbandalagsins
og i höfuðstöðvum þeirra. — —
Það er annað að hlusta á mál-
flutning og setja fram sjónarmið
en makka“ um mál. Samningar
koma ekki til sögu fyrr en um
eitthvað er að semja“.
„Viðbrögð Þjóðviljans við um-
ræddri fregn Alþýðublaðsins um
umræður um málið í Atlantshafs-
bandalaginu eru ekki þess eðlis,
að þær örvi til samheldni og ein-
drægni“.