Morgunblaðið - 13.08.1958, Page 12

Morgunblaðið - 13.08.1958, Page 12
r: MORCTrynr, 4 ÐIÐ Miðvikudagur 13. ágúst 1958 ÍVZŒ U/ONet ÍkALPí»AC-A EF*TI«i RICHARP hlíft við öllu, sem minnt gæti á fortíð Suzie. Ég óskaði þess með sjálfum mér, að ég hefði haft rænu á að fara með hana til annars gistihúss, þar sem við ekki áttum neitt slíkt á hættu. Lyftan kom niður, dyrnar opn- uðust — hún var tóm, að lyftu- þjóninum undanskildum. Ég dró andann léttar og fylgdi Suzie eft- ir inn í hana. En mér til sárrar hugarkvalar heyrði ég skarkala og óminn af reiðum mannsröddum, er við vor- um um það bil að komast fram hjá fyrstu hæðinni. Hávaðinn jókst stöðugt — þangað t;l lyftu. dyrnar opnuðust á þriðju hæð, og við stóðum þarna mitt í því svæsnasta rifrildi, sem ég hafði heyrt, síðan ég kom til Nam Kok. Það var, þótt ótrúlegt mætti virðast, Miðvikudags-Lulu, sem styrinn stóð um. Hún brauzt um og reyndi að rífa sig lausa af yf- irþjóninum og tveim stúlkum, sem áttu fullt £ fangi með að halda höndum hennár. Andlit hennar var afmyndað . f hræði, og hún æpti ókvæðisorðum að sjóliða, sem stóð þarna andspænis henni. Sjómaðurinn, sem var einnig þrút inn af bræði og talsvert drukkinn, stagaðist í sífellu á sama fjögurra stafa klúryrðinu. Það var tæpast hægt að þver- fóta á ganginum fyrir fáklædd- um sjómönnu.n og stúlkum, sem komið höfðu út úr herbergjunum til þess að sjá, hvað um væri að vera. Engin leið var að komast að herbergisdyrum mínum, og við stóðum þarna við lyftudyrnar og störðum ráðþrota á það, sem fram fór. Ég hafði aldrei áður séð Mið- vikudags-Lulu í þessum ham, hún hafði ávallt virzt mjög hæglát og skapgóð. En nú, er hún var orðin sem vitstola af bræði, greip hún til sama ókvæðisorðsins og sjómað urinn, og þau sendu hvort öðru tóninn á víxl með sama orðinu, á sama hátt og æstir tennisleikarar boltann á milli sín. Yfirþjónninn æpti líka, í því skyni að stilla til friðar, en það heyrðist ekki til hans fyrir hávað- anum í hinum tveim. Sjómaðurinn bjóst til að fara, en æpti enn sama orðið. Rétt í því tókst Miðvikudags-Lulu að slíta sig lausa, og hún fleygði sér á hann. Hann riðaði á fótunum við hina óvæntu árás hennar, og hún lét hnefahöggin dynja á andliti hans. Yfii'þjónninn, stúlkurnar og nokkrir sjómenn þrifu í hana, svo að kjóll hennar rifnaði. Þeim tókst að draga hana burtu. Sjómaðurinn spýtti um tönn og lét sem hann Laugaveg 33. Amerískir nælonsloppar Og Dacronsloppar með 1/1 s/4 0g y2 löngum ermum. Allar stærðu. I l «is, mikikirt *- MICIO UNI*0*MS Komið meðan úrvalið er nóg dustaði föt sín. Litla Alice, sem stóð í dyrum skammt frá lyftunni, fór allt í einu að flissa: Hún tog- aði í handlegg sjóliðans, sem með henni var, og sagði um leið: „Heyrðu, Jackie, hvað er svona skemmtilegt?" Hún dró hann með sér inn í herbergið. En sjómaður- inn tók eftir Suzie, rétt áður en hann lokaði hurðinni og rak höf- uðið út um gættina aftur. „Halló, Suzie!“ Suzie sneri sér við og leit á hann með tómlæti í svipnum. „Ég er Jack“, sagði hann bros- andi. „Þú manst eftir mér — Jackie? Ég er á Athene — var hér í júní. Við sjáumst síðar?“ Hann lokaði dyrunum. Suzie sneri sér aftur, með sama tóm- látlega svipinn á andlitinu, að því, sem var að gerast á ganginum. — Sjómaðurinn var að fara og áhorf endurnir að dreifast. Þjónninn, Miðvikudags-Lulu og nokkur fleiri stóðu í hnapp, kafi'jóð og öskureið, og héldu áfram að ríf- ast um það, sem skeð hafði. Við tróðumst fram hjá þeim. Ég var leiður í skapi, þar sem mér fannst hálft í hvoru, að við hefðum óhreinkað okkur á þessu, og ég óttaðist, að okkur tækist ekki að endurheimta þann hugblæ, sem ríkt hafði hið innra með okkur, áður en þetta gerðist. En ég hafði tæpast lokað hurð- inni og litið á Suzie, sem stóð á miðju gólfi föl og feimnisleg, eins og hún hefði aldrei komið hér inn áður, en mér varð ljóst, að það mundi reynast okkur auð- velt, og atburður sX, er við urð- um vitni að, mundi ekki hafa Jfau áhrif, sem ég hafði óttazt. Ljóminn á andliti hennar var enn sá sami og sýndi að kraftaverkið hefði staðizt árásina, það stóð óhaggað, þrátt fyrir afskræmt hatursfullt andlit Miðvikudags Lulu, fáklædda sjómennina og Jackie af Athene. Tilfinningar hennar voru enn ósnortnar. Ég hringdi bjöllunni og bað um te. Við fórum með glösin út á svalirnar og hölluðum okkur fram yfir handriðið. Hinum meg- in við höfnina glóðu ljós í glugg- um Peninsula gistihússins. Ljósa- röð skemmtiferðaskipsins blasti einnig við okkur. „Skipið er hérna enn, sagði Suzie. „Já, ég held það fari á morg- un“. Hún sagði: „Ég er enn hrædd“. „Það er ég líka. En það breyt- ist“. „Já“. „Eigum við ekki að koma inn núna, Suzie“. Hún hreyfði sig ekki. Ég fór inn, og að nokkurri stundu lið- inni fór ég að hátta. Suzie var enn á svölunum. Hún kóm inn í herbergið, án þess að líta á mig, gekk að snyrtiborðinu og stóð þar um stund. Hún fitlaði við hárburstann minn, bækurnar og nýja öskubakkann, sem Ah Tong hafði komið með í staðinn fyrir þann, sem hún braut daginn áður. Hún tók hárburstann og fór að bursta á sér hárið fyrir framan spegilinn. Síðan lagði hún burst- ann frá sér og hneppti frá sér kjólkraganum. Að því loknu þreifaði hún eftir rennilásnum undir handarkrikanum. Hún byrj aði að renna lásnum niður en hætti við það. „Robert, viltu slökkva ljósið". Höfum úrval öllu mest einkum sé komið núna og KLÆÐA BEZT TELPUNA DRENGINN FRÚNA a. r-J“i rS i Eignarlóð 200 fermetra eignarland í Garðahreppi (hrauninu) er til sölu nú þegar. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Tækifærisverð — 6686“. DO VOU THINK I COULD GET SOME NIGHT SHOTS OF THE BEAVERS „ working, scoTTyr a r L ú á 1) „Heldurðu að ég geti náð nokkrum kvöldmyndum af bjórn um við iðju sína, Siggi?“ — „Já, já, þú verður bara að ganga frá takkanum og Ijósaútbúnaðinum'*. 2) „Nú er þetta allt tilbúið, Tommi. Þegar bjórinn stígur yf- ir vírinn á leiðinni niður að vatn inu, þá smellir hann af . . . . og þá er myndin af honum fengin". 3) „Ég býst við að vegavinnu- mennirnir hafi bara gleymt því að þú varst með Tommi, og far- ið . . . En við skulum fara með þig inn í bæ, ef þú villt!“ — „Þakka þér fyrir, Markús, ef það er ekki alltof mikil fyrirhöfn“. i „Þú ert varla feimin?" sagði j ég og hló við. I „Jú ég er feimin — við þig“. I Ég teygði mig eftir slökkvar- anum. Skuggamynd Suzie bar við j himininn gegnum opnar svala- dyrnar. Hún fór úr kjólnum. Hár hennar féll fram yfir andlitið, er hún laut fram til að klæða sig úr sokkunum. Hún kom og smeygði sér upp í rúmið við hlið mér. Líkami hennar var svalur og ókunnuglegur, og ég var sá fyrsti, sem snerti hann, þar sem undur kraftaverksins höfðu hreinsað hann af snertingu ann- arra. Nokkru síðar brast Suzie í ákafan grát, og grét með svo sárum ekka, að mér virtist sem smávöxnum og veikbyggðum líkama hennar gæti reynzt um megn að afbera þung ekkasogin. Grátur hennar rénaði smám saman, og síðar þreifaði hún eft- ir hendj minni. „Þetta var skrýt- ið, Robert“, sagði hún. „Ég hef aldrei áður grátið svona“. Eftir nokkra umhugsun bætti hún við. „Það er ekki nema von, ég var búin að gleyma — þetta er auð- vitað í fyrsta skiptið? Þú ert fyrsti pilturinn minn“. „Já, það er ekkert undarlegt að þú skyldir fara að gráta. Þú ert fyrsta stúlkan mín, og ég er fyrsti karlmaðurinn þinn, og þetta er upphaf tilveru okkar. 6. KAFLI Ég vaknaði klukkan níu morg- uninn eftir. Suzie var enn sof- andi, og ég teygði mig eftir bók, sem lá á náttborðinu. Ég byrjaði að lesa, en var allt of hamingju- samur til þess að geta haft hug- ann við það. Ég lagði frá mér bókina og virti Suzie fyrir mér. Sami friður ríkti í svip hennar og í andliti sofandi barns, slétt augnalokin huldu augun, og augnahárin breiddust út eins og litlir japanskir blævængir, svo að ég gat talið hvert hár. Ég hugleiddi, hvort hana mundi vera að dreyma, og hvernig draumar kínverskrar stúlku mundu vera. Ég vonaði með sjálfum mér, að þeir væru eitthvað í líkingu við kínverska ljóðagerð, fullir af bambusviðarhliðum, klettatjörn- um og suðandi flugum, heitu víni og ást. Hún bærði ekki á sér næsta klukkutímann. Að honum liðnum rumskaði hún, sneri sér við í rúminu og hélt áfram að sofa. „Heyrðu mig nú Suzie, elskan mín“, sagði ég. „Farðu nú að vakna“. ailltvarpiö Miðvikudugur 13. ágiísl: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50— 14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 19,30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20,30 Kímni- saga vikunnar: „Konan bak við gluggatjöldin" eftir Ragnar Jo- hannesson (Ævar Kvaran leik- ari). 20,50 Tónleikar (plötur). — 21,10 Útvarp frá íþróttaleikvang inum í Laugardal: Sigurður Sig- urðsson lýsir niðurlagi knatt. spyx-nuleiks milli Ira og Akurnes inga. 21,40 Einsöngur: Pétu Á. Jónsson syngur (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „Næturvörður" eftir John Dickson Carr; XX (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22,20 Djass- þáttur (Guðbjörg Jónsdóttir). — 23,00 Dagskrárlok. v FimmtuUagur 14. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50— 14.00 „Á frivaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19.30 Tónleikar. Harmo- nikulög (plötur). — 20.30 Erindi Um elztu steinhús á Islandi (Gunnar Hall). — 20.50 Nýjar plötur frá Færeyjum. — 21.10 Upplestur: Kvæði og stökur eftir Þorstein Magnússon frá Gilhaga (Indriði G. Þorsteinsson). — 21.25 Tónleikar (plötur). 21.40 Erindi: Skákmennirnir í Portoroz (Bald- ur Pálmason). — 22.10 Kvöldsag- an „Næturvörður" eftir John Dickson Carr; XXI. (Sveinn Skorri Höskuldsson). — 22.30 Tónleikar af léttara tagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.