Morgunblaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. Sgúst 1958 MORCUNBLAÐIÐ 15 Evrópumeisfaramótið i næstu viku: Island á von í stigum — en sigurvonir eru litlar sem engar EVRÓPUMEISTARAMÓTIB í frjálsíþróttum hefst í Stokk- hólmi um næstu holgi. Það er 6. Evrópumeistaramótið sem haldið er. Fyrst fór mótið fram 1934 í Turin, síðan í París 1938, í Osló 1946, Briiss- el 1950 og Bern 1954. fsland á núna 10 þátttakendur r mót- inu og er það í f jórða sinn sem ísland tekur þátt í Evrópu- meistaramóti frjálsíþrótta- manna. ★ Eins og áður segir verða 10 ís- lendingar meðal þátttakenda. Þeir eru: Björgvin Hólm sem keppir í tugþraut, en hann náði á dögun- um öðrum bezta árangri íslend- ings í þeirri grein er hann keppn- islaust hlaut 6176 stig. Pétur Rögnvaldsson keppir í sömu grein en bezti árangur hans er 6116 stig. Gunnar Huseby keppir í kúluvarpi, Valbjörn Þorláks- son og Heiðar Georgsson í stangar stökki, Hallgrímur Jónsson i kringlukasti, Svavar Markússon í 800 og 1500 m hlaupi, Kristleif- ur Guðbjörnsson í 3000 m hindr- unarhlaupi og þá eru ótaldar Ol- ympíustjörnurnar Hilmar Þor- björnsson sem keppir í sprett- hlaupum og Vilhjálmur Einars- son sém keppir í þrístökki. ★ Á hinum fyrri Evrópumótum sem ísland hefur tekið þátt í hafa íslendingar tvívegis vakið athygli. í fyrsta sinn tók ísland þátt í mótinu í Ósló 1946. Þá varð ísland í 14. sæti í hinni ó- opinberu stigakeppni mótsins, hlaut 8 stig, þar af hlaut Gunn- ar Huseby 7 stig fyrir sigur sinn í kúluvarpi. Finnbjörn Þor- valdsson varð þá 6. í 100 m hlaupi og hlaut 1 stig. í Briissel 1950 átti ísland 10 þátttakendur. Sá hópur kom mjög á óvænt og vann einhverja þá mestu sigra er einn hópur ísl. íþróttamanna hefur unnið í utan- ferð. Tveir íslendingar urðu Evrópumeistarar, þeir Gunnar Huseby í kúluvarpi og Torfi Bryn geirsson í langstökki og Örn Clausen hlaut silfurverðlaun í tugþraut. Fleiri fslendingar kom- ust í úrslitakeppni m.a. í stangar- stökki, 100 m hlaupi og 400 m hlaupi. fsland hlaut 28 stig og skipaði 9. sæti í stigakeppninni og meðal þjóða sem urðu neðar en ísland voru Noregur, Danmörk, Pólland, Sviss, Júgóslavía, Belgía, Austurríki og Tyrkland. Þetta mót var okkar stærsti fr j álsíþróttasigur. í Bern 1954 komst enginn ís- lendingur í sæti til að hreppa Þróltur og fsafjörður berjasf um sæti í 1. deUd S.L. sunnudag íór fram úrslita- leikur í 2. deildarkeppninni á suð vestursvæðinu. Mættust Reykja- víkurfélögin Þróttur og Víking- ur og lyktaði leik með sigri Þrótt ar 4 mörk gegn 1. Þróttur mætir því ísfirðingum í keppninni um sætið sem losnar í fyrstu deild. Hvenær sá leikur verður er alls óákveðið enda er áætlunin sem gerð var í vor um leiki sumarsins gersamlega farin úr skorðum vegna alls kyns frestunar leikja og annarra at- vika er borið hafa að. stig, en þar átti ísland þó góða J sveit manna. ★ Sigurhorfur íslendinga nú eru ekki miklar. En liklegt má telja — eða að minnsta kosti gera sér vonir um — að ísland verði nú aftur á blaði í stigakeppninni leynilegu. Er það ekki sízt vegna afreka Vilhjálms Einarssonar sem sílkt er vonað. Hann hefur nú verið í keppnisför í Svíþjóð og síðustu fréttir af honum þar eru þær að hann vann keppni í Boras, stökk 15,63, sænski methafinn stökk 15,36 og da Silva 15,25 m. Bendir þessi árangur til að ekki hafi verið gott að stökkva, en fyrr í förinni hefur Vilhjálmur lengst stokkið 15,86 m en da Silva 15,91 m. — Þá eru veikar vonir um að Hilmar komist i úrslita- keppni og sömuleiðis binda ís- lendingar miklar vonir við Val- björn í stangarstökkskeppninni. ★ Sumir kunna að spyrja: Hvers vegna að senda fleiri menn en þessa sem einhverjar vonir eru um að fái stig? FRÍ mun hafa tekið tillit til þess í vali sínu á keppendum að viku siðar er lands keppni við Dani í Danmörku og þurfti því hvort sem var að senda mennina út og verður því iitill aukakostnaður við þátttöku í EM. Þá er og víst að hlaupararnir tveir á lengri vegalengdum ná betri afrekum úti en hér heima. Það hafa þeir ætíð sýnt, enda er veðráttan hér þeirra versti keppi nautur. — Tugþrautarmennirnir munu og áreiðanlega sóma sér vel innan um beztu íþróttamenn álfunnar og má ætla að peim muni takast að ná 10.—15. sæti. ★ Mótið fer fram á gamla O'ym- píuvellinum í Stokkhólnu þar sem 5. Olympíuleikarnir fóru — Bandarikjafloti Framh. af bls. 1 reyni að leggja undir sig For- mósu, því að samkvæmt gagn- kvæmum varnarsamningi Banda ríkjanna og Formósustjórnarinn- ar hafa Bandaríkjamenn skuld- bundið sig til þess að verja For- mósu og Pescadoreseyjar, en óljós ákvæði eru um varnir Quemoy. Sjöundi floti Banda- ríkjanna er á Formósusundi. — Landhelgin Framh. af bls. 1 sinna til þess að koma í veg fyr- ir samkeppni um að selja sem ódýrast. — NTB. Síðari fregnir: Einkaskeyti fra fréttaritara Mbl. í Höfn. I ræðu sinni sagði danski sjáv- arútvegsmálaráðherrann, O. Ped- ersen, að á íslandi, einu Norður landanna, hlyti sjávarútvegur inn ríkisstyrk. Davíð Ólafsson lýsti stuttlega fiskveiðum Islendinga, aðalat- vinnuvegi landsmanna, sem nema hálfri milljón smálesta ár- lega. Sagði hann, að 90% fisk aflans væri flutt út — og sjávar- aflinn hefði veitt íslendingum þann auð, sem uppbygging nú- tíma þjóðfélags krefðist. fram 1912. Völlurinn hefur feng- ið það orð fyrr á tímum að vera fegursti völlur heimsins. Hann hefur einnig verið kallaður „Mekka íþróttanna" og Olym- píuleikarnir sem leikvangurinn var eiginlega byggður fyrir fóru þar svo vel fram, að Stokkhólms- leikarnir urðu fyrirmynd um framkvæmd Olympíuleika um áratugaskeið þar á eftir eða allt til 1936. Á þessum klassiska 46 ára gamla leikvangi mætist nú æska Evrópu. Margt hefur breytzt á þessum árum og ekki sízt árang- urinn sem íþróttamennirnir og konurnar ná. En stáðreynd er að þetta Evrópumót verður eitt mesta mót frjálsíþrótta sem fram hefur farið. Að því styður hinn umfangsmikli og glæsilegi und- irbúningur Svía, en takmark þeirra er, að hvað allan undir- búning snertir verði þetta mesta frjálsíþróttamót sem fram hefur farið í Svíþjóð síðan 1912 er Olympíuleikarnir voru þar háðir. Fari svo, minnilegt. verður mótið eftir- írarnir mæta Akur- nesingum í kvöld í KVÖLD klukkan 8 leika írarnir | sinn annan leik hér. Mæta þeir , nú fslandsmeisturunum írá Akranesi. Ekki var er þetta var skrifað vitað um hvernig lið íra yrði skipað, því þeir voru í boði menntamálaráðuneytisins í ferða lagi og snæddu kvöldverð á Þingvöllum. Ekki er annað vitað en að Akranesliðið komi til leiks óbreytt frá síðasta leik liðsins að ^ undanskildu því að Halldór Sig- , urbjörnsson (Donni) mun skipa stöðu hægri útherja. — Sildin Frh. af bls. 2. unarsíld á sunnudagsnótt og sunnudag: Hannes lóðs 200, Gunn ar 300, Stella 100, Álftanes 200, Svanur SH 120, Hrönn SH 420, Sæljón 400, Svalan 150, Stjarnan 120, Garðar 300, Hamar 350, Goða j borg 250, Þorbjörn 250, Suður-! ey 100, Ófeigur III 130, Ólafur Magnússon 300, Von TH 200 og 700 mál í bræðslu, Helga TH 100, 1 Bjarni Jóhannesson 200, Vilborg 250, Guðmundur Þórðarson 500, Ásgeir 230, Erlingur III 200. j Á Hjalteyri lönduðu um helg- ina eftirtalin skip: Egill Skalla- grímsson um 1100 mál og tunn- ur, Rifsnes um 500 mál og tunn- ur, Höfrungur 351 mál, Bjarmi 45 mál, Guðfinnur 112 mál. Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður. Hafsteinn Sigurðsson héraðsdóinslö^inat.ur Sími 15407, 19813. Skrifstofa Hafnarsírati 5. PILTAR. yú&TZ fFPlO ÉIGIP UNNUSrUNA /f/ ÞA A ÉC HRINCANA //// , ^ v/pWsrrMf/V------■ Mínar beztu þakkir flyt ég öllum þeim, er sýndu mér vinsemd á níræðisafmæli minu þann 28. f.m. Kristín Eiríksdóttir, Bergstaðastræti 7. Innilegar þakkir til vina minna ættingja og barna minna, sem heimsóttu mig eða sendu mér skeyti og gjafir á sextugsafmæli mínu 3. ágúst s.l. Guð blessi ykkur öll. Eyvindur Júlíusson, Siglufirði. IBUÐ Ný glæsileg 4 herbergja íbúð í 4 hæða fjölbýlishúsi við Álfheima til leigu í 1—1 Vá ár, eða til áramót- anna 1959—60. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „fbúð — 6673“. Iðnaðarhúsnæði 200 til 300 ferm. iðnaðarhúsnæði óskast til kaups eða leigu. Tilboð sendist í pósthólf 1343 fyrir 20. þ.m. Verzlunarpláss Allt að 100 fermetra verzlunarpláss óskast nú þegar eða síðar. Þarf að vera við aðalgötu. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Fyrirframgreiðsla — 6676“. Eiginkona mín HÖLMFRfÐUR JÓNSDÓTTIR Lönguhlíð 17, andaðist að heimili sínu 11. þm. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. þ.m. kl. 3 e.h. Hannes Jónsson. Okkar elskulega móðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR frá Bíldudal, andaðist að heimili sínu, Barmahlíð 34, Reykjavík að morgni hins 12. þ.m. Börn og tengdabörn. Hjartkær eiginmaöur minn og faðir okkar SIGURSTEINDÓR EIRlKSSON andaðist þriðjudaginn 12. ágúst. Sigríður Jónsdóttir, Ástráður Sigursteindórsson, Bjarni Sigursteindórsson. Maðurinn minn JÓN GESTSSON Öldugötu 53, lézt að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund 11. þ.m. Guðrún Guðmundsdóttir. Maðurinn minn faðir okkar og sonur minn HAFLIÐI HAFLIÐASON Skipholti 20, lézt á Landakotsspítalanum 11 ágúst. Ólöf Guðjónsdóttir, Aldís Hafliðadóttir, Guðjón Hafliðason, Aðalheiður Hafliðadóttir, Aldís Sigurðardóttir. Eiginmaður minn MAGNtJS INGIMUNDARSON fyrrum bóndi að Fremri-Brekku, andaðist að heimili sonar míns, Skeiðarvogi 157, Reykja- vík, fimmtudaginn 7. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. ágúst næstkomandi kl. 1,30 síðdegis. Ragnheiður Magnúsdóttir. Þökkum auösýnda samúð við fráfall og jarðarför ÞÓRUNNAR AÐILS bankafulltrúa. Sérstaklega þökkum við samstarfsfólki hennar við Landsbanka íslands. Else og Geir Aðils, Nanna og Jón Aðils.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.