Morgunblaðið - 13.08.1958, Page 16

Morgunblaðið - 13.08.1958, Page 16
Fornleifagröftur á Arnarhóli í rábi er aó grafa eftir Arnarhóls- tröðum, sem Jbar hafa legið frá landnámstið í RÁÐI er á næstunni að hefja.verði bæjarins Lárusi Sigur- gröft á Arnarhóli í Reykjavík I björnssyni kom mál þetta fyrst og rannsaka hinar fornu Arnar- hólstraðir, sem talið er víst, að séu allt frá tíð Ingólfs landnáms- manns Arasonar er hafi látið leggja þær og notað sem umferð- arveg. Rannsóknir þessar fara fram á vegum Minjasafns Reykja víkurbæjar í samráði við bæjar- ráð og þjóðminjavörð. Til tals 1956 Samkv. upplýsingum frá safn- Portoroz til tals haustið 1956. Þá sam- þykkti bæjarráð að rannsókn skyldi hafin á Arnarhólströðum — þá einnig með samþykki þjóð- minjavarðar — að grafið skyldi á tveimur stöðum í hólinn eftir tröðunum — sem reyndar enn í dag sézt greinilega móta fyrir í suðausturstefnu yfir hólinn. — Ekki varð þó úr frekari fram- kvæmdum í þetta skipti, aðallega vegna þess, að menn, færir um að leysa verkið af hendi, voru þá ekki fáanlegir. í FRAMHALDI af frétt af þriðju og fjórðu umferð, sem birtist í blaðinu í gær: Þriðja umferð —_ um Fisher og Rosetto gerðu jafn- tefli, Sanguinetti og Cardoso gerðu jafntefli. — Fjórða umferð: Larsen vann Neykirch og Panno vann Cardoso. NÝJUSTU FREGNIR: í FIMMTU umferð er tefld var í gær fóru leikar þannig: Petros- jan vann Matanovic, Friðrik vann Cardoso, Szabo vann de Greiff, Tal vann Filip, Larsen vann Fiirster. Sanguinetti vann Ney- kirch, Averbakh vann Rossetto, Panno og Glicoric — biðskák, Benkö og Bronstein — biðskák, Sherwin og Pachman — biðskák, Fisher átti frí. — Reuter. ★ Það er athyglisvert hve margir vinningar eru þegar komnir í fimmtu umferð. — í samtaii, sem birzt hefir í júgóslavneska b!að- inu Borba við skákstjórann á mótinu í Portoroz, Englending- inn Golombeck, telur hann þá Petrosjan og Gligoric líklegasta til sigurs í mótinu. AMMAN, 12. ágúst: — 50—60 bandarískir borgarar búsettir í Amman munu fara að ráði Banda ríkjastjórnar og hverfa hið fyrsta úr landi. Grafið á tveimur stöðum Nú hefir málið verið tekið upp að nýju og hefir framkvæmd rannsóknarinnar verið falin ung- fornleifafræðingi, Þorkeli Grímssyni, sem kom heim á s.l. ári frá námi erlendis og er nú í þjónustu hjá Minjasafni bæjar- ins. Hefir Þorkell þegar gert áætlun um verkið og að fengnu samþykki bæjarins verður hafizt handa. Gert er ráð fyrir að graf- inn verði þverskurður yfir hólinn — þvert yfir traðirnar á tveim- ur stöðum — þangað til komið er ofan í óhreyfða mold. Komi í ljós upphleðslur og nokkuð heillegar traðir er ekki ósennilegt að þær verði látnar halda sér sem göngu stígur yfir hólinn. ic Yrði þar vafalaust komin fram í dagsljósið hin elzta umferðargata á íslandi — sú sama er Ingólfur og menn hans fóru eftir fyrir meira en 1000 árum. Þykir líklegt að Ing- ólfur hafi einmitt valið bæjar- stæði sitt með tilliti til þess hvar fært myndi yfir lækinn, sem þá var díki djúpt og mikið og erfitt yfirferðar nema helzt í grennd við ósinn en einmitt í þá stefnu liggja Arnarhólstraðir ic Verður vafalaust fylgzt með þessum rannsóknum af almennum áhuga. Skipstjóri Northern Sky dœmdur í 100 þús. kr. sekt — fyrir landhelgisbrot og ósœmilega tram- komu við skipherra og áhöfn á Oðni SEYÐISFIRÐI, 12. ágúst — Síð- degis í dag var dómur kveðinn upp í máli Alberts Williams Kissack, skipstjóra á enska tog- aranum Northern Sky. Erlendur Björnsson, bæjarfó- geti á Seyðisfirði, dæmdi hinn 42 ára gamla skipstjóra í 100 þús. kr. sekt fyrir landhelgis- brot. Þetta var fyrsta brot, en undir venjulegum kringumstæð- um er sektin þá 74 þús. kr. Vegna hinnar dólgslegu fram- komu togaraskipstjórans við varðskipsmenn á Óðni og þess, að hann neitaði að hlýða fyrir- skipunum skipherrans á varð- skipinu varð sektin svo há. Neitaði sakargiftum Fyrir rétti neitaði skipstjórinn að hafa verið að veiðum innan landhelgi, en dómari vefengdi eigi mælingar varðskipsmanna. Framfœisluvísitalon 202 sfiig Hefir hœkkað um 3 sfig — og kaupvísitalan um 2 stig SAMKVÆMT frétt frá viðskipta- málaráðuneytinu hefur vísitala framfærslukostnaðar í Reykja- vík fyrir ágústmánuð verið Játaði innbrot í sumarbústaði TEKIZT hefur að upplýsa innbrot ið sumarbústaðinn við Selja- brekku í Þingvallasveit, sem sagt var frá í blaðinu s.l. laugardag. Var þar stolið viðleguútbúnaði, fatnaði og mat og skotið með riffli gegnum rúður. •— Tvítugur piltur úr Reykjavík hefur játað á sig verknaðinn. Jafnframt hef- ur hann játað að hafa brotizt inn í sumarbústað nálægt Gufunesi. Stal hann þar mat og víni. Jepp ann sem hann fór á austur í Þing vallasveit, tók hann við sumar- bústaðinn í Gufunesi. Hann hefur skilað þýfinu aftur að víninu und anteknu. Piltur þessi hefur áður komizt í bækur lögreglunnar. reiknuð út. Reyndist hún vera 202 stig eða þremur stigur hærri en í júlímánuði, en þá var hún 199 stig. Kaupgreiðsluvísitalan fyrir tímabilið 1. september til 30. nóvember 1958 verður 185 stig — hækkar um tvö stig samkvæmt ákvæðum 55. gr. laga nr. 33, 1958, um útflutningssjóð o. fl., en þar er svo ákveðið, að kaup- greiðsluvísitalan skuli standa í 183 stigum þar til framfærslu- vísitalan komist í 200 stig — þá skuli kaupvísitalan haldast i hendur við framfærsluvísitölu — þ. e. hækka um eitt stig fyrir hvert stig, sem framfærsluvísi- tálan fer yfir 200. WINCHESTER, Englandi, 12. ágúst: — 34 ára gömul kona fæddi í dag fjórbura í sjúkrahúsi hér. Eitt barnanna fæddist andvana, en hinum þrem líður vel. Eru það tvær stúlkur og drengur. Dreng- urinn fæddist fyrst og vó tólf merkur, en stúlkurnar vógu tólf og átta merkur. Aftur á móti viðurkenndi Kis- sack, að möskvastærð á botn- vörpu hans væri of lítil, en rann- sókn leiddi í ljós, að stærðin var 100 mm í stað -lögskyldra 110 mm. Bannaði alla aðstoð í sambandi við framkomu skipstjórans má geta þess, að hann bannaði öllum skipsmönn- um sínum að vinna handtak á togaranum, eftir að varðskips- menn höfðu tekið að sér stjórn hans, eða veita þeim á nokkurn hátt aðstoð á meðan siglt var til Seyðisfjarðar. Með sáralítinn afla Togarinn var með sáralítinn afla innanborðs. Var hann met- inn á 10 þús. kr. Hins vegar voru veiðarfæri hans metin á 81 þús. kr., en þau, ásamt afla, voru gerð upptæk til landhelgisgæzlusjóðs. Kissack skipstjóri áfrýjaði dómnum. Umboðsmaður togara- eigandans hér í Reykjavík, Geir Zoega, forstjóri, setti tilskilda tryggingu og var þá Northern Sky frjáls ferða sinna, en hann sigldi brott frá Seyðisfirði milli kl. 7 og 8 í gærkvöldi. „Hefurðu séð kartöflugrasið á Sprengisandi?“ sagði skipsmaður á annarri „Breiðinni", við ljósmyndara Mbl. fyrir skömmu. — Hann átti við þetta gras, sem hefur smeygt sér út um gat á stálþilinu á þeirri bryggju í Reykjavík, sem að réttu lagi heitir Gróíarbryggja, en allir kalla Sprengisand. Við steinsteyptan bryggjukantinn efst á myndinni er niðurfall. Þar hefur kartafla farið niður, en ekki komizt alla leið í sjóinn, heldur spírað innan um alls kyns úrgang, og nú hefur grasið troðið sér út þangað, sem ljóss nýtur Ljósm. vig. Síldaraflinn 443.861 mál og tn. um síðustu helgi I SÍLDARSKÝSLU Fiskifélags ins segir að óhagstætt veður hafi verið fyrstu daga vikunnar og engin veiði norðanlands. Austan lands var einnig bræla, en dálít- ill afli í Vopnafirði. Mjög kalt var í veðri. Aðfaranótt 7. ágúst kom upp síld mjög grunnt norðan Langa- ness, nánar tiltekið út af Svína- lækjartanga og inn með nesinu. fram eftir degi 8. ágúst Lítil veiði var laugardaginn 9. ágúst, þó fengu nokkur skip veiði út af Mánareyjum og N. af Rauðanúp- um. Vikuaflinn nam 62.301 máli og tunnu. Síðastliðinn laugardag 9. ágúst á miðnætti var síldaraflinn orð- inn sem hér segir: (tölurnar í svigum eru frá fyrra ári á sama Var allgóð veiði á þeim slóðum tíma). í salt ............... 263.255 uppsaltaðar tunnur (124.814) í bræðslu ............ 168.983 mál (435.913) í frystingu............. 11.623 uppmældar tunnur ( 12.681) Samtals mál og tunnur 443.861 (573.408) 215 skip hafa aflað 500 mál og^ tunnur eða meira og birtist skrá yfir afla þeirra á bls. 14. Aflahæstu skipin eru: Víðir II, Garði 7002 mál og tunnur, Snæ- ell, Akureyri 5871, Grundfirðing- ur II, Grafarnesi 5796, Haförn, Hafnarfirði 5496, Jökull, Ólafs- vík 5479, Björg, Eskifirði 5341, Þorsteinn þorskabítur, Stykkis- hólmi 5135 og Faxaborg, Hafnar- firði 5022. Leikhús Heimdallar: ,Haltu mér - slepptu mér' fœr mjög góðar viðtöKur Hafið þið séð R-1638 í FYRRAKVÖLD var sendiferða bifreiðinni R-1638 stolið, þar sem hún stóð við húsið Skúlagötu 55. Bifreiðin er blágræn að lit og af Fordson gerð. Hún hafði,. ekki fundizt í gærkvöldi. úti á landi AÐ UNDANFÖRNU hefur franski gamanleikurinn „Haltu mér — slepptu mér“ eftir Claude Magni- er, sem fyrir skömmu var sýnd- ur í Sjálfstæðishúsinu á vegum Heimdallar, verið sýndur víða á Norður- og Austurlandi. Frábærar viðtökur Þau Lárus, Helga og Rúrik hafa að undanförnu ferðazt um og haldið sýningar. Nú þegar hef- ur leikritið verið sýnt á Sauðár- króki, Húsavík, Vopnafirði, Seyð- isfirði (tvisvar), Reyðarfirði, Eski firði, Neskaupstað (tvisvar), Skjól brekku í Mývatnssveit og á Ak- ureyri (þrisvar). í kvöld verður sýning á Dalvík. Hefur hvar- vetna verið húsfyllir og undir- tektir áhorfenda frábærar. Má því með sanni segja, að leikritið hafi farið sigurför um landið. Sýning í Reykjavík á sunnudagskvöld Fer nú senn að líða að því að höfuðstaðarbúum gefist kostur á að sjá þennan bráðfyndna gaman leik að nýju. Næsta sýning hér í bænum verður n.k. sunnudags- kvöld. Síðar í vikunni verður skýrt frá aðgöngumiðasölu og næstu sýningum. Skemmtiför Hvalar Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt fer þriggja daga skemmtiför á Þórsmörk. Lagt verður af stað föstudaginn 15. þ. m. frá Sjálf- stæðishúsinu kl. 9 f. h. — Gist verður í hinum ágæta skála Ferðafélagsins. Félagskonum er heimilt að taka með sér gesti, og allar upp- lýsingar gefa: María Maack, Þing holtsstræti 25, Gróa Pétursdótt- ir, öldugötu 24 (simi 14374), Kristín Magnúsdóttir, Hellu- sundi 7 (sími 15768) og Lóa Lúters, Sörlaskjóli 90 (sími 17648). Farmiðar verða seldir í dag og á morgun á framan- greindum stöðum og í verzlun Egils Jakobsens.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.