Morgunblaðið - 16.08.1958, Síða 3

Morgunblaðið - 16.08.1958, Síða 3
l.augardagur 16. ágúst 1958 MORCVNRL4 ÐIÐ 3 Frá vinstri: Haraldur Sigurífsson, stjórnarformaður í Lórelei hf.; Guðinundur Tómasson, forstj., og P. J. v. Wakeren, sérfræðingur í kexgerð. Kexverksmiðjan Lorelei á Akureyri tekur til starfa í nýju húsi Verksmtbjan mun auka framleiðslu sina bæbi að magni og fjölbreytni Kenmirum boðið til Danmerkur NÝLEGA fóru 15 íslenzkir kenn- arar utan í boði Norræna félags- ins og kennarasamtakanna í Danmörku. Hér er um þriggja vikna ókeypis námsdvöl að ræða. Fyrst dveljast kennararnir í Kaupmannahöfn í 3 daga, og ferðast nokkuð um Sjáland, síð- an verður hálfsmánaðardvqi í Sönderborg á Suður-Jótlandi og þá ferðast um Jótland. Að lok- um búa svo íslenzku kennararn- ir hjá starfssystkinum sínum í Kaupmannahöfn um viku tíma og verða þá heimsóttir skólar og ýmsar aðrar menntastofnanir í Kaupmannahöfn og nágrenni. — Hinn 29. ágúst býður danska menntamálaráðuneytið íslenzku kennurunum ásamt fleiri gest- um til skilnaðarhófs, en laugar- daginn 30. ágúst verður svo haldið heimleiðis með ms. Gull- fossi. Fararstjóri er Guðbrandur Magnússon, kennari á Siglufirði. Sjúkrahús Akra- ness fær góðar gjafir SJÚKRAHÚSI Akraness hafa að undanförnu borizt þessar gjafir: Átthagafélag Akraness í Rvík, kr. 5.000; H. Þ., 1.000; Ragnheið- ur Guðbjartsdóttir, Hjarðarfelli, 500; Ingibjörg Halldórsdóttir og Magnús Halldórsson, Kirkju- braut 22, 5.000; Kvenfélag Akra ness, söfnun 7. apríl sl., 48.676.21. Þar af var gjöf frá hjónunum Guðrúnu Einarsdóttur og Sigur- jóni Sigurðssyni, Suðurgötu 18, 11.193.21; Margrét Ólafsdóttir og Eyjólfur Búason, Skagabraut 15, 500; Ingvar Þorleifsson, Kirkju- braut 30, 150; Kvenfélagið Björk, Skilamannahreppi o. fl., 4.000; ýmsar minningargjafir í Sjúkra- skýlissjóð Akraness, frá 1. jan. til 1. júlí sl., 20.475.00. Alls krón- ur 85.301.21. Ólöf Sigurðardóttir, Jaðarsbraut 15, og börn hennar, 12 borðlampar og útvarpstæki. Fjárhæð þessari nefur verið varið til kaupa á húsgögnum og lækningatækjum fyrir sjúkra- húsið. Stjórn Sjúkrahúss Akraness þakkar þessar myndarlegu gjafir og þann hlýhug og vináttu, sem þær ‘sýna í garð sjúkrahússins. Vopnafunaur og handtökur á Kýpur LYSSI, Austur-Kýpur, 14. ágúst. — Reuter. — Fjölmargir Kýpur- búar hafa verið handteknir og töluverðar birgðir vopna fundizt, síðan brezkar hersveitir hófu miklar öryggisaðgerðir á Austur- Kýpur fyrir 12 dögum. ÞESSI brezka sakamálamynd, sem sýnd er í Tjarnarbíói, segir frá bófum, er ráðizt hafa inn í kvikmyndahús og rænt þar miklu af peningum og skotið bíóstjór- ann til bana. Ur kona verður af tilviljún sjónarvottur að þessum glæp. Bófarnir sjá hana og elta, en hún flýr undan þeim í ofboði. Á flóttanum verður hún fyrir bíl og er ekið í eitt af sjúkrahúsum borgarinnar. — Bófarnir veita sjúkrabílnum eftirför, því að þeir telja nauðsynlegt að koma sjón- arvottinum — hinni ungu konu — fyrir kattarnef til þess að fyrirbyggja að hún geti gefið upp lýsingar um glæpinn. Annar bóf- anna er þó tregur til þessa nýja glæps, en félagi hans er því ákveðnari. — Kemst hann að lok- NÝLEGA tók kexverksmiðjau Lórelei á Akureyri til starfa í nýjum húsakynnum. Af því til- efni var blaðamönnum og fleiri gestum boðið að skoða verk- smiðjuna. Húsrými er rúmgott og í verksmiðjunni er fullkom- inn vélakostur, sumpart smíðað- ur hérlendis og sumt fengið er- lendis frá. — Sérstaka athygli gesta vakti stór og mikill bök- unarofn, en í gegnum hann gengur færiband og fer degið í kexið inn um annan endann en kemur fullbakað út um hinn. Ofn þessi er smíðaður í Héðm. Guðmundur Tómasson, forstj.; um inn í sjúkrahúsið, dulbúinn sem læknir. Nær hann í konuna og ekur henni meðvitundarlausri inn í skurðstofuna og hyggst kyrkja hana þar í greipum sér. En þá kemur félagi hans honum á óvart og grípur fram fyrir hendurnar á honum á síðustu stundu. Spenna þessarar myndar er töluverð, enda öllum brögðum beitt til að taugaæsingur áhorf- enda verði sem mestur. Athyglis- vert er hversu ólík mynd þessi er amerískum sakamálamyndum að allri gerð. — Bretinn fléttar inn í atburðarásina mörgum bros- legum atvikum, er gerir myndina mannlegri, þrátt fyrir allt, en slíkt er mjög fátítt í amerískum sakamálamyndum, sem venjulega eru „húmor“-lausar með öllu. Ego. Haraldur Sigurðsson, formaður félagsstjórnar, og P. J. v. Wak eren, hollenzkur sérfræðingur í kexgerð, sýndu gestum hina nýju verksmiðju og x'xtskýrðu notkun tækjanna. Þá flutti Wak- eren ræðu og talaði um kexgerð og þróun þeirra mála í heimin- um. Óskaði hann eigendum til hamingju með þetta glæsilega fyrirtæki. Ennfremur ávarpaði Jónas G. Rafnar bæjarfulltrúi forstjóra og ræddi um mikilvægi eflingar iðnaðarins. Hrósaði hann dugnaði þeirra er í þetta fyrir- tæki hefðu ráðizt og árnaði því heilla. Guðmundur Tómasson þakkaði fyrir hlýleg orð í garð fyrirtækisins. Kexverksmiðjan Lórelei var sett á stofn 6. okt. 1953 og á því 5 ája afmæli nú í haust. Þessi 5 fyrstu ár hefur verksmiðju- reksturinn verið til húsa í Hóla- braut 16. Stofnandi þessa fyrirtækis og framkvæmdastjóri frá upphafi hefur verið Guðmundur Tómas- son. Hugmyndina að þessum at- vinnurekstri fékk Guðmundur fyrir allmörgum árum er hann var á ferðalagi suður á megin- landi Evrópu og var sýnd þar kexverksmiðja. Framleiddar eru nú mun fleiri kextegundir en fyrsta starfsár félagsins og framleiðslumagn hefur sífellt aukizt. Kaupgjald til starfsfólk frá upphafi félagsins til þessa árs er komið hátt á aðra milljón króna. — Meirihluta árs hafa 18—20 manns atvinnu við verksmiðj- una. Tímamót eru nú í sögu þessa verxsmiðjuiðnaðar, bæði sökum þess að nú er starfsemin flutt í þetta nýja verksmiðjuhús, og eins hins, að fengnar hafa verið í verksmiðjuna nýjar, stórvirkar vélar, sem munu stórauka af- köst hennar. Fenginn hefur verið tii nokk- urra vikna hollenzkur sérfræð- ingur í kexgerð og hefur hann kennt hér ýmsar nýjar vinnslu- aðferðir og framleiðslu á nýjum tegundum, sem munu koma á markaðinn í haust. Fyrirh'ugað er að í framtíðinni verði afköst verksmiðjunnar svo mikil, að athugaðir verði mögu- leikar á útflutningi á kexvörum héðan. Hafizt var handa um byggingu þessa húss í ágúst sl. árs og er nú að mestu lokið byggingu neðstu hæðar. Múrmeistari hefur verið Bjarni Rósantsson, tré- smíðameistari Böðvar Tómasson, en raflagnir annaðist Indriði Helgason. Framkvæmdastjórinn telur starfsfólk sitt hafa reynzt mjög vel og hafi það verið fyrirtæk- inu hið mesta happ. STAKSTEIMAR Hver á að stjórna? f forystugrein Tímans s. L sunnudag segir: „Og víst er, að rífur meirihluti þess fólks, í sveit og við sjó, sem myndar alþýðusamtökin, er inn- an vébanda þessara flokka. Þetta fólk getur stjórnað þessu landi ef það vill og það á að gera það. Og það væri óbætanleg þjóð- arógæfa ef það skildi ekki sinn vitjunartíma". Eðli lýðræðisins er, að kjósend- urnir eigi að hafa úrslitaráðin, stjórna á þann veg, sem Tíminn hér talar xim. Hér gerist Tíminn beinn málsvari þess að taka völdin af kjósendunum og fá þau því „fólki, í sveit og við sjó, sem myndar alþýðusamtökin“ og seg- ir, að víst sé, að „rífur meiri- hluti þess“ sé innan vébanda nú- verandi stjórnarflokka. Á áhrifa meirihlutans ,,að gæta sem minnst“? Sveitarstjórnarkosningarnar í vetur sýndoi, að meirihiuti af kjósendum í þéttbýlinu fylgir nú Sjálfstæðisflokknum að málum og allar líkur eru til að hann eigi nú þegar fylgi meirihliuta kjósenda um land allt. Kemur nokkrum til hugar, öðrum en hinum starblindu valdabröskur- um, sem Tímanum stjórna, að það fái staðizt, sem í þessari sömu Tímagrein segir um þennan meiri hluta kjósendanna: „Reynslan hefur þvert á móti sannað, að það er öllum almenn- ingi fyrir beztiu, að áhrifa þeirra gæti sem minnst"? Þýðingarlaus felúleikur Hræsnistal Tímans um, að fólk- ið í alþýðusamtökunum eigi að stjórna felur ekki lýðræðisfjand- skapinn sem þessi jimmæli Tím- ans lýsa. Hvernig völdunum í al- þýðusamtökunum á að vera hátt- að, samkvæmt kokkabók valda- braskaranna, sást við meðferð bjargráðanna í vor. Með klækj- um var þeim útvegaður meiri- hluta-stuðningur stjórnar Al- þýðusambandsins, og var þó öll- um vitað, að yfirgnæfandi meiri- hluti verkalýðshreyfingarinnar var á móti þessum ráðstöfunum. Þ. á. m. öll félögin, sem verka- Iýðshreyfingin á styrk sinn undir. Verkalýðsvinátta Tímans nær nákvæmlega jafnlangt möguleik- um Hermanns Jónassonar til að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu hans eigin valdabrasks. Ráðaklíka Framsóknar er jafn fjandsamleg frjálsri verkalýðs- hreyfingu og sönnu lýðræði. „Hættulegur bingiræði og lýðræði“ Tíminn opinberaði illilega, hvað inni fyrir er hjá valda- bröskiurunum, þegar hann á dög- unum hvað eftir annað hældist um yfir, að Framsókn hefði ver- ið andvíg kjördæmabreytingun- um 1934 og 1942. Blaðið blygðast sín sem sé ekki fyrir að halda því fram, að hollast væri að hafa enn þá kjördæmaskipan, sem nú mundi hafa trýggt Framsókn 22 af 42 þingmönnum, þó' að fylgi hennar við síðustu kosningar hafi ekki verið nema rúm 15% allra kjósenda. Þessi frekja á sannarlega skilið lýsingu Tímans hinn 13. ágúst: „Þegar stjórnmálaflokkur er kominn á það stig, að ætla öðr- um flokkum annan og minni rétt en sjálfum sér-------þá er sá flokkur orðinn hættulegur þing- ræði og lýðræði“. Ein af kexgerðarvélum verksmiðjunnar. KV I KMY N Dl R o „Sjónarvottur" Hið nýja verksmiðjuhús Lórelei.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.