Morgunblaðið - 16.08.1958, Blaðsíða 8
8
MORGUWBLAÐIÐ
Laugardagur 16. ágúst 1958
fluírgiœMaMfo
Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
UTAN UR HEIMI
Síðasti píslarvottur Austur-Evrópu
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Knstmsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalst.ræti 6 Sími 22480
AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
UTSVÖRIN í REYKJAVIK
UTSVARSSKRÁ fyrir
Reykjavíkurbæ hefur nu
verið lögð fram og stend
ur kærufrestur yfir. Þegar rætt
er um útsvörin, er rétt að gera
sér grein fyrir útsvarsstiganum
sjálfum, sem er sá grundvöllur,
sem notaður er við álagningu út-
svaranna. Útsvarsstiginn hefur
tekið nokkrum breytingum frá
því sem var á sl. ári og má þá
nefna það, að ekki er nú lagt á
lægri tekjur en 25 þúsund krón-
ur í stað 17 þúsund króna tekna
áður, sem voru útsvarsskyldar.
útsvarsstiginn var svo allur
lækkaður á bilinu frá 25 þúsund
króna tekjum og upp í 60 þúsund
króna tekjur, en eins og nú er
orðið, er mjög stór hópur ein-
staklinga, sem útsvör eru lögð
á samkvæmt útsvarsstiganum
einmitt á þessu tekjubili og
njóta sérstaklega láglaunamenn
og raunar allmiklu stærri hópur
góðs af þessari lækkun á útsvars
stiganum. Þá var frádráttur sjó-
manna aukinn og einnig heimil-
aður 50% frádráttur af tekjum,
sem konur vinna fyrir utan
heimilis. Loks fá einstæð for-
eldri og aðrir einstaklingar, sem
halda heimili og framfæra
skylduómaga sína, dregnar 7500
kr. frá tekjum sínum og auk
þess kr. 1733 fyrir hvern ómaga
á heimilinu og er hér um nýja
reglu að ræða.
Til nánari skýringar á því,
hvernig lækkunin lýsir sér á
hinum lægri tekjum, má geta
þess að samkvæmt útsvarsstig-
anum 1957 nam útsvar á 25 þús.
kr. nettótekjur 1840 krónum, en
er nú eftir breytinguna á útsvars
stiganum kr. 940.00. Á 30 þús. kr.
nettótekjur voru í fyrra lagðar
2690.00 krónur en nú 1870.00 Kr.
og a 40 þúsund króna nettótekj-
ur voru í fyrra lagðar krónur
4390.00 en nú 3890.00 kr. Þetta
eru aðeins lausleg dæmi um það.
hvernig lækkun útsvarsstigans
kemur niður í einstökum tilfell-
um, þegar um einstaklinga er að
ræða.
Nokkur breyting var einnig
gerð á álagningunni hvað varð-
ar félög og er þar helzt að geta
þess, að 10% lækkun var gerð á
veltuútsvari og heimilaður frá-
dráttur á ýmsum gjöldum frá
heildarveltu áður en veltuút-
svarið er lagt á.
★
Eins og öllum er ljóst, hafa
orðið gífurlegar hækkanir nú á
árinu vegna ráðstafana ríkis-
stjórnarinnar og eru þó ekki öll
kurl komin til grafar enn. Þegar
gengið var frá fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir yfirstandandi ár,
var gert ráð fyrir að hækkunin
af völdum þessara ráðstafana
næmi 11,8 milljónum eða um það
bil 5% af þeirri útsvarsupphæð,
sem nú hefur verið lögð á. Ef
þessi útgjöld vegna ráðstafana
ríkisstjórnarinnar hefðu ekki
komið tii, hefði verið unnt að
komast hjá þeirri hækkun um
3,8%, sem leggja varð ofan á út-
svarsstigann og ennfremur hefði
verið hægt að lækka hann enn
frekar en gert var. Það er svo
augljóst sem verða má, að fjár-
hagur Reykjavíkur er ekkerí
fyrirbrigði, sem er aðskilið frá
öðru, sem í þjóðfélaginu gerist
á því sviði og hlýtur að draga
mjög dám af þvi, sem er uppi
á teningnum hvað varðar al-
menna stefnu í fjármálum hjá
því opinbera. Afleiðingarnar af
þeim hækkunum, sem stofnað er
til, hlutu því að leggjast með
miklum þunga á Reykjavíkurbæ
og koma fram í hærri útsvörum
en annars hefðu þurft að vera.
★
Engum er það ljósara en ráða-
mönnum Reykjavíkurbæjar, hve
útsvarsbyrðin er orðin þung. —
Þetta kemur tilfinnanlega við
alla, en þó. að sjálfsögðu einna
verst við þá, sem lágar tekjur
hafa. Það er í samræmi við það,
sem reynt hefur verið svo sem
frekast er unnt, að lækka út-
svarsstigann á hinum lægri tekj-
um, eins og bent hefur verið á
hér að ofan. Má telja, að ef út-
svarsstiginn hefði ekki verið
lækkaður, eins og gert var nú á
hinum lægri tekjum, hefði verið
unnt að komast hjá því álagi of-
an á útsvarsstigann, sem grípa
varð til, eins og áður var sagt,
til þess að ná þeirri upphæð, sem
gert var ráð fyrir í fjárhags-
áætlun bæjarins.
★
Almenningur skilur afstöðu
bæjarfélagsins vel og metur þá
viðleitni, sem höfð er til þess að
halda útsvörunum niðri, svo sem
verða má. Það er ekki líklegt
að það fái mikinn hljómgrunn
hjá almenningi, þegar Þjóðvilj-
inn reynir nú eins og svo
fjölda mörg undanfarin ár að
vekja tortryggni hjá bæjarbúum ;
út af útsvörunum og telja að (
mikill hluti þeirra gangi í það :
sem kallað er sukk o'g óráðsía;
bæjarfélagsins. Nefnir blaðið1
þar sérstaklega til skrifstofu-1
kostnaðinn. Um það má strax
segja, að á árinu 1957 var stofn-
uð sérstök nefnd til þess að at-
huga skrifstofuhald bæjarfélags-
ins og gera tillögur til sparnaðar
í því sambandi. Kommúnistar
eiga fulitrúa í þessari nefnd og
hefur hún haldið marga fundi,
en fulltrúi kommúnistanna aldrei
mætt. Sýnir það betur en nokkuð
annað heilindin í stóryrðum
kommúnistanna um sukkið í
rekstri bæjarins. Annars er það
skemmst að segja, að ekki minna
en helmingur allra útgjalda bæj-
arins er beinlinis ákveðinn með
lögum frá Alþingi. Þess utan eru
svo vitaskuld geysimiklar fjár-
hæðir til alls konar framkvæmda
í þágu bæjarbúa almennt, sem
ekki er talinn nokkur vegur að
komast hjá. Fer þá að verða
heldur litill hluti eftir til þess
að eyða að óþörfu og „sukka“
með, eins og Þjóðviljinn talar
um. Ef litið er til rekstrar ríkis-
ins, þá hafa rekstrarútgjöld þess
hækkað miklu meira á undan-
förnum árum en hjá Reykjavík-
urbæ og talar það líka sínu máli
í þessu sambandi.
Á það má svo að lokum minna,
sem oft hefur verið bent á áður,
að núverandi stjórnarflokkar
hafa hvað eftir annað fellt til-
lögur Sjálfstæðismanna um nýja
tekjustofna handa bæja- og
sveitafélögum, til þess að unnt
sé að létta útsvarsbyrðina svo
um munar. Sýnir það betur en
nokkuð annað heilindin í því,
þegar blöð þessara flokka eru að
tala um hina óhæfilegu útsvars-
byrði. Þegar til á að taka að
lækka hana, þá eru þeir ekki við-
mælandi um það.
IMRE NAGY, forsætisráðherra
hins frjálsa Ungverjalands, sem
líflátinn var fyrir nokkru, verð-
ur minnzt sem gamals bolsévikka,
er tekinn var af lífi, vegna þess
að hann gerðist boðberi mannúð-
ar í heimi kommúnismans.
Nagy barðist með bolsévikkum
í rússnesku byltingunni og gerð-
ist meðlimur Kommúnistaflokks
Rússlands árið 1918 og hélt áfram
að vera kommúnisti allt til þess
dags, er hann var tekinn af lífi,
62ja ára að aldri. Oft var sagt,
að hann væri „ólæknandi draum-
óramaður", vegna þess að hann
forðaðist að horfast í augu við
staðreyndirnar, sem blöstu við í
stjórnarkerfi kommúnista, í
þeirri veiku von, að hægt væri
að koma á kommúnisma á mann-
úðlegan og lýðræðislegan hátt.
Hin mikla skyssa hans í augum
Moskvuvaldsins var, að hann var
ófús að fallast á að lúta stjórn
Sovétríkjanna.
Ókunnugt er, hvar eða hvenær
hin leynilegu réttarhöld yfir þeim
Nagy
Nagy og Pal Maleter, frelsishetj-
unni í uppreisninni og varnar-
málaráðherra í stjórn Nagys, og
líflát þeirra fór fram, en lítill
vafi er á því, að verkinu var
stjórnað frá Moskvu, á sama hátt
og hin djarfa frelsisbylting í
nóvember 1956 var bæld niður
af rússneskum herjum.
Nagy var tvisvar forsætisráð-
herra kommúnistastjórnar Ung-
verjalands — frá 1953 til 1955 og
aftur í fáeina daga í byltingunni
1956. í bæði skiptin leitaðist hann
við að auka frelsi fólksins, sem
hann stjórnaði, og draga úr of-
ríki Moskvuvaldsins í landinu. f
bæði skiptin var hann hrakinn
úr stjórn með aðstoð rússnesku
valdhafanna, sem stjórnuðu ætt-
landi hans.
Nagy var síðast kjörinn for-
sætisráðherra Ungverjalands 24.
október 1956, annan dag ung-
versku frelsisbyltingarinnar.
Þjóðin hafði krafizt þess, að hann
tæki aftur við völdum. Ungverski
kommúnistaflokkurinn gekk að
því í þeirri von, að vinsældir
Nagys myndu stuðla að því að
binda endi á hina andrússnesku
uppreisn. En fyrstu fjóra dagana
eftir að hann tók við embættinu,
var honum í raun og veru haldið
sem fanga í aðalbækistöðvum
flokksins.
Þegar hann var látinn laus,
varð hann vM kröfum þjóðar-
innar og gerðist leiðtogi hennar.
En hann átti ekki eftir að
kemba hærurnar í forsætisráð-
herrastólnum. í dögun 4. nóv,
þegar Sovétherir höfðu hafið
öfluga skyndiárás ó Búdapest,
ávarpaði Nagy þjóð sína í út-
varpi í síðasta sinn sem forsætis-
ráðherra og sagði: „í dögun í
morgun réðust sovézkar hersveit-
ir inn í höfuðborg okkar, aug-
sýnilega í þeim tilgangi að koll-
varpa hinni löglegu lýðræðis-
stjórn landsins".
Fáeinum mínútum síðar var
lesin upp áskorun í Búdapesí-
útvarpinu frá Nagy forsætisráð-
herra til Maleters hershöfðingja
um að hverfa aftur til varð-
stöðvar sinnar. En svo fór, að
ekkert svar kom — Nagy vissi
ekki, að rússneski leynilögreglu-
foringinn Ivan Serov hafði tekið
Maleter til fanga á miðnætti,
eftir að Rússar höfðu boðið hon-
um að mæta til viðræðna um
brottflutning Rauða hersins frá
Ungverjalandi.
En það átti líka fyrir Nagy að
liggja að verða fyrir slíkum svik-
um, enda þótt það tæki Rússana
nokkra daga að koma því í kring.
Hinn 4. nóvember, þegar augljóst
var orðið, að uppreisnarmenn
myndu bíða ósigur og sovézkir
skriðdrekar höfðu yfirbugað hina
löglega skipuðu stjórn hans, leit-
aði forsætisráðherrann athvarfs
í sendiráði Júgóslavíu í Búda-
pest. Rússarnir og hinir ung-
versku skósveinar þeirra gerðu
allt hvað þeir gátu til að lokka
hann út. Janos Kadar, sem tók
við forsætisráðherraembættinu
af Nagy, skrifaði júgóslavnesku
stjórninni og sagði, að ungverska
stjórnin hefði „ekki í hyggju að
framkvæma neinar refsiaðgerðir
gegn Imre Nagy og félögum hans
vegna verka þeirra“ og gætu
þeir því „óhindraðir snúið heim
til sín“. Þegar Nagy og félögum
hans hafði þannig verið heitið
griðum, fóru þeir ó brott úr sendi
róðinu næsta dag. En ekki voru
þeir fyrr stignir út úr sendiráðs-
byggingunni en rússneskir her-
menn gripu þá og fluttu þá nauð-
uga til Rúmeníu. Talið er, að
þar hafi Nagy verið haldið, þang-
að til réttarhöldin fóru fram,
sem leiddu til lífláts hans.
En hvers vegna var það, að
ungverska þjóðin treysti Nagy,
sem verið hafði kommúnisti
ævilangt, og trúði því, að hann
gæti leitt hana úr myrkrum
ánauðar árið 1956? Á fullorðins-
árum dvaldist hann um langt
skeið í Sovétríkjunum eins og títt
er um leiðtoga A-Evrópulanda.
Á fyrstu árunum eftir stríð
gegndi hann veigamiklu starfi í
Ungverjalandi við framkvæmd
jarðabótastefnu kommúnista, og
hann var jafnframt hægri hönd
ungverska einræðisherrans og
Stalinistans Matyas Rakosis við
framkvæmd hinnar svonefndu
„salami-stefnu“, sem fólst í því
að uppræta alla helztu andkomm-
únistaflokka landsins með því að
sneiða af þeim smátt og smátt
eins og af pylsubút.
En árið 1948 var Nagy þegar
farinn að gagnrýna þau bola-
brögð, sem Rakosi beitti til þess
að koma á samyrkjubúskap, og
hina ómannúðlegu herferð gegn
bændum,
Þegar Nagy tók við af Rakosi
sem forsætisráðherra, hinn 4.
júlí 1953, beitti hann sér fyrir
„nýrri stefnu“, þar sem lögð var
meiri áherzla á framleiðslu mat-
væla og neyzluvarnings og dreg-
ið úr iðnvæðingarkapphlaupinu.
Hann sagði samyrkjubændum, að
þeir gætu yfirgefið samyrkju-
búin, ef þeir vildu — og innan
sex mánaða var um það bil helm-
ingur þeirra á burt. Hann lét
loka fangabúðunum og dró úr
veldi leynilögreglunnar.
En í apríl 1955, þegar Sovét-
ríkin sneru baki við „nýju stefn-
unni“, hröklaðist Nagy úr for-
sætisráðherrastólnum, og var
hann sagður hafa þverskallazt við
að framkvæma skipun Sovét-
stjórnarinnar um að beina aftur
allri orku landsmanna að þunga-
iðnaði. Tæpu ári síðar — í janúar
1956 — var Nagy rekinn úr
Kommúnistaflokknum og sakað-
ur um að „aðhyllast skoðanir
and-marxista“ og vera „títóisti,
þjóðernissinni og hægrisinni", en
sjö mánuðum síðar, aðeins tveim-
ur mánuðum áður en frelsis-
byltingin hófst, var hann tekinn
aftur í flokkinn. Svo fór þó, að
tveimur árum síðar var hann
líflátinn fyrir sumar af þessum
sökum.
Paul Ignotus, ungverskur rit-
höfundur, sem flúði til hins
frjálsa heims, þegar byltingin
hafði verið bæld niður, segir m. a.
í skrifum sínum um Nagy, að
„skoðanir hans, persónuleiki og
jafnvel útlit voru mótuð af
þeirri stétt þjóðfélagsins, sem
honum fannst standa næst sér,
ungversku bændastéttinni. Hann
var gildvaxinn maður og hæglát-
ur, heilbrigður og góðmannleg-
ur — og hófsmaður að eðlis-
fari“.
Eftirfarandi setning er úr
greinargerð Nagys, „Imre Nagy
um kommúnisma“, sem smyglað
var til Vesturlanda og gefin út
í fyrra. Þessi orð Nagys hefðu
eins vel getað átt við um rétt-
arhöldin, sem hin ungverska
leppstjórn lét halda yfir honum,
enda þótt þau séu skrifuð 1955.
Greinin hljóðar svo:
„Það er ekki samræmanlegt al-
mennu siðgæði, að æðstu stöður
landsins . séu skipaðar mönnum,
sem stjórna og setja á svið sýnd-
arréttarhöld yfir fjölda fólks,
mönnum, sem bera ábyrgð á
pyndingum og dauða saklausra
manna ....“.
Rússar
dæmdu
Nagy
segir Voroshilov
— Nagy var fifl. Okkar menn
dæmdu hann — e. t. v. of hart,
því að hann var venjulegt fífl.
Þegar ég var í Ungverjalandi
eftir stríðið hjálpaði Nagy,
sem kallaði sig kommúnista,
okkur ekki hið minnsta.
Þetta sagði Voroshilov. for-
seti Ráðstjórnarríkjanna, í
stuttri ræðu, sem hann flutti
í ungversku sýningarhöllinni
á heimssýningmnni í Brússell,
en Voroshilov hefur síðustu
dagana verið að skoða sýning-
una.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
einn af leiðtogum Ráðstjórn-
arinnar viðurkennir, að það
hafi verið Rússar, en ekki-Ung
verjar, sem dæmdu Nagy. En
sá fyrirsláttur Voroshilovs, að
Nagy hafi verið „fífl“ hefur
enga þýðingu — og engin
áhrif.