Morgunblaðið - 16.08.1958, Blaðsíða 12
r:
M O R C r \ R r, 4 Ð I Ð
Laugardagur 16. agúst 1958
502IE WONCr
ikALPí»/AC-A Ef'NR RltHARD MA>*N
hondina með hermannlegu lát-
bragði. „Jæja, við skulum takast
í hendur upp á það, Bob". — Við
tókumst hátíðlega í hendur, og
síðan tók hann einnig í hönd
Suzie. „Ég óska ykkur kærlega til
hamingju. Ég vona, að þið verðið
bæði mjög hamingjusöm“.
„Þakka þér fyrir“, sagði ég
vandræðalega.
„Guði sé lof, að þessu er lokið“.
Hann hristi höfuðið, eins og hann
væri að vakna upp úr vondum
draumi og klóraði sér í snögg-
klipptum hársverðinum. — Síðan
leit hann á Suzie með ísmeygilegu
hrosi, eins og strákur, sem gert
hefur prakkarastrik en þykist
viss um, að enginn geti staðizt
hann. „Setjum nú svo, að einhvern
langaði í te — hvemig gæti hann
helzt komið sér í mjúkinn hjá
þér?“
Suzie leit á mig, fór síðan inn
og sótti eitt glas í viðbót. Rodney
settist niður aftur, hrukkaði enn-
ið og beindi máli sínu til mín. —
„Heyrðu mig, Bob, ég þarf að
spyrja þig um dálítið“, sagði
hann, af þeirri auðmjúku einlægni
sem væri hann nemandi að ávarpa
sprenglærðan háskólakennara. —
„Þú mátt ekki reiðast mér — þú
verður að muna, að ég er aðeins
heimskur og móðursjúkur Banda-
ríkjamaður. En ég verð líka að
játa, að það er skilningi mínum
ofvaxið. Jæja, í fyrsta lagi —
hvað heldur þú, að sé langt
héðan til kínversku landamær-
anna?“
„Ég býst við, að það séu um
það bil þrjátíu mílur“, sagði ég.
„Jæja. Hver heldurðu svo að sé
íbúatala Rauða-Kína?“
„Á að gizka fjögur hundruð
milljónir".
„Jæja, segjum að svo sé. Niður
staðan verður því sú, að fjögur
hundruð milljónir kommúnista
eru hinum megin við landamærin
í þrjátíu mílna fjarlægð — en
nokkur þúsund Bretar hér í Hong
Kong, og að því er virðist fær
þetta ekkert á neinn ykkar. Það,
sem mig langar til að vita, Bob, er
þetta. Hvernig í ósköpunum farið
þið að þessu? Og eruð það þið,
sem eruð ekki með öllum mjalla,
eða er það ég?“
Hann var enn við sama hey-
garðshornið að klukkustundu lið-
inni. Suzie var komin inn í her-
bergið, dæsti og skellti saman glös
um og sendi mér augnagotur, sem
þýddu: „Ef þú værir nokkurt karl
menni, myndii'ðu fleygja honum
út!“
Að lokum stóð ég einnig upp og
fór að ganga um gólf á svölunum.
Rodney lét sem hann tæki ekki eft
ir því, og hann lét sér einnig í
léttu rúmi liggja aukinn hávaða
og reiðihljóð innan úr herberginu
frá Suzie. Hann hélt áfram að
tala og spyrja mig hinna furðu-
legustu spurninga, eins og hann
væri að ögra mér til þess að slá
á framrétta vinarhöndina, með því
að móðga hann aftur.
Ég gaf honum, með sjálfum
mér, tíu mínútna frest til að koma
sér burtu ótilkvaddur. Þar sem
hann sýndi ekkert fararsnið á sér
að frestinum liðnum, sagði ég hon-
um hispurslaust, að ég ætlaði að
vinna og yrði því að biðja hann
að fara.
Augnaráð hans varð aftur fjand
samlegt.
„Mér þykir það mjög leitt, Bob.
Ég naut mjög þessara samræðna
okkar. Og ég hélt, að þú mundir
ef til vill vilja sýna mér, að vin-
átta mín væri þér einhvers virði.
En mér hefur augsýniiega skjátl-
azt“. Hann skálmaði út úr herberg
inu, án þess að líta á okkur.
Ég flýtti mér að loka á eftir
honum. Síðar fór Suzie út til að
heimsækja barnið og var í burtu
eina klukkustund. Eftir að hún
kom aftur, létum við senda okkur
kvöldverð frá matsöluhúsi skammt
frá. Við vorum komin í rúmið um
tíuleytið.
Tuttugu mínútum síðar var
barið að dvrum.
Ég tók fastar utan um Suzie.
Við lokuðum augunum og reynd-
um að láta ekki truflunina hafa
áhrif á okkur. Ég vissi, að Rodney
mundi sjá í gegnum loftristina, að
Ijós var í herberginu, en við því
var ekkert að gera.
„Ég kom hérna með flösku af
skozku viskýi“, sagði Rodney. —
„Ég héit, að það kynni að koma
sér vel“.
Þögn. Við bærðum ekki . okkur.
„Ég ætla aðeins að afhenda
það. Ég ætla ekkí að staldra neitt
við“, sagði Rodney.
Við báðum bæði þögullar bænar
um, að hann kæmi sér burtu. En
við heyrðum, að hann stóð enn fyr-
ir utan, andardráttur hans varð
æ þyngri og hatursfyllri.
„Jæja, þá það, ef þú vilt hafa
það þannig", sagði hann. „Og í
þetta skipti verður það fyrir fullt
og allt“.
Hann fór burtu. Nokkru síðar
heyrðum við, að dyrum hans var
lokað. Við þögðum bæði lengi á
eftir.
2.
Ég fór ekki út næstu tvo daga,
þar sem ég vildi ekki rjúfa fjötra
hrifningarinnar, og Suzie vék sér
aðeins frá stutta stund á daginn
til þess að heimsækja barnið. Á
morgnana kom hún með það til
mín, og við breiddum undir það
ábreiðu á svölunum. Það var að
byrja að ganga, og við lágum á
hnjánum sitt hvorum megin við
ábreiðuna og létum það ganga á
milli okkar. Barnið var valt á fót-
unum, veifaði handleggjunum og
datt stundum á magann. Það tók
andköf af ánægju, þegar Suzie
greip það í fang sér og kitlaði
það.
„Heyrðu mig, þú verður að læra
að ganga vel, ef þú ætlar að verða
filmstjarna! Já, þú áit að verða
stór, sterkur og myndarlegur eins
og Gary Cooper! Og svo áttu að
tala með bassarödd, eins og pilt-
urinn minn og segja við stúlkuna
þína: „Halló, elskan — bomm
bomm, eins og ég segi núna!“
Um tólf-leytið fór hún með
barnið til fóstrunnar, sem beið
fyrir utan. Nokkru síðar kom
burðarkarlinn með hádegisverð
okkar á burðarstöng sinni, og Ah
Tong kom með hrísvínið, sem við
höfðum beðið hann að velgja fyrir
okkur.
Seinni morguninn staldraði \h
Tong við nokkrar mínútur og
skiptist • á nokkrum oi'ðum við
Suzie á hinni kantonsku mállýzku
sinni, sem Suzie var farin að geta
talað nærri jafnvel og enskuna. Er
hann var farinn, spurði ég hana,
hvað þau hefðu verið að tala um.
Hún færðist undan í fyrstu, en
þegar ég fór að leggja fastar að
henni, sagð'' hún mér allt af létta.
Hún sagði mér, að Ah Tong hefði
leikið hugur á að fá vitneskju um,
hvernig stæði á því, að við, sem
hefðum verið vinir svo lengi, vær-
um nú fyrst orðin elskendur.
„Hvað sagðirðu honum?“ spurði
ég-
„Ég sagði honum sannleikann.
Ég sagði honum, að ég hefði vilj-
að það fyrr, en þú hefðir sagt:
Nei, ekki meðan þú ert með sjó-
mönnunum“.
Mig setti hljóðan. Það lá of
nærri því, að þetta ryfi áiagaf jötr
ana. Hvað áttum við að gera? Ég
hafði reynt að fá Suzie peninga,
en hún hafði hafnað þeim, og þá
peninga, sem ég hafði laumað í
veski hennar, fann ég jafnan aft-
ur í einhverjum vasa minna. Eg
vissi, að hún mundi vera farin að
eyða sparifé sínu; sækja það í
dósina, sem hún hafði falið undir
gólffjöl í herbergi sínu. 1 þeirri
dós voru um það bil þrjú þúsund
dalir — og þá peninga hafði hún
lagt til hliðar í því skyni að kosta
menntun drengsins síns — til þess
að hann yxi ekki upp ólæs og
óskrifandi, eins og hún hafði sjálf
orðið að gera. Hana hafði jafnvel
dreymt um, að henni tækist að
nurla saman nógu miklu fé til
þess að senda hann í háskólann í
Hong Kong. Hún bætti jafnan
vikulega einhverju í dósina. Það
olli mér sáru hugarangri að hugsa
til þess, að mín vegna yrði hún
að eyða af þessum peningum.
Ah Tong kom inn rétt í þessu
með nýtt te handa okkur, og var
það mér að þessu sinni kærkomin
truflun. Ég útrýmdi þessu vanda-
máli úr huga mér og gaf mig enn
einu sinni álögunum á vald. Það
var ekkert til í öllum heiminum
nema ég og Suzie og þetta litla
herbergi. Og þannig leið það, sem
eftir var dagsins.
Morguninn eftir sátum við í
rúminu og drukkum te, þar til
klukkan var nærri ellefu. Þá fór
Suzie á fætur.
„Kemurðu ekki með drenginn
núna, Suzie?" sagði ég.
Hún hristi höfuðið. „Nei“.
„Nei? Hvers vegna ekki?“
„Ekki í dag“.
Ég virti ha»a undrandi fyriri
mér, meðan hún lauk við að
klæða sig. Hún gekk að dyrunum,
en nam síðan staðar. „Jæja, ég
kem aftur í kvöld“.
„1 kvöld? Hvað áttu við, Suzie?“
„Fríinu er lokið“. Hún horfði
beint í augu mér. „Ég fer aftur
að vinna“.
„Vertu ekki með neina fjar-
stæðu, Suzie! Komdu hingað og
fáðu þér sæti. Við verðum að ræða
málið“.
„Það þýðir ekkert að tala“.
Hún opnaði dyrnar. Ég stökk
upp og skellti þeim aftur.
„Þú færð ekki að fara á þenn-
an hátt, Suzie. Við finnum ein-
hver úrræði. Við getum fengið lán
einhvers staðar. Ben getur lánað
okkur peninga".
Hún hristi höfuðið aftur. „Nei.
Við fáum lánaða peninga, og þá
lengist fríið okkar um eina viku
— síðan er því lokið aftur, eins og
núna“.
„Það gefur okkur ráðrúm til að
finna önnur úrræði. Þú gætir ef
til vill fengið fasta atvinnu".
„Já, fyrir eitt hundrað dali á
mánuði“.
„Þú gætir fengið meira en það“.
„Nei, ég kann ekki að lesa, ekki
að skrifa. Aldrei meira en eitt
hundrað dali“.
„Ég gæti bætt við, svo það næði
þrem hundruðum. Á því mætti
bjargast".
„Já — bjargast. Og drengurinn
minn yxi upp til þess að verða
burðarkarl. Ég verð að horfa á
hann bera hádegisverð fyrir aðra
— horfa á hann fá sigg á öxlina
undan burðarstönginni“.
„Við vei'ðum að minnsta kosti
að hugsa málið — íhuga, hvað sé
bezta lausnin".
„Nei, ég hef þegar hugsað of
mikið. Allan daginn og alla nótt-
ina hef ég hugsað um, hvað ætti
að gera. En það er ekki hægt að
gera neitt“. Hún opnaði dyrnar.
„Jæja, ég fer núna. Ég kem aftur
klukkan tíu. Eða ellefu ef þannig
stendur á“. Dyrnar lokuðust að
baki hennar.
Ég lá lengi á rúminu. En loks
Laugardagur 16. ágúst:
Fastir liðir eins o venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Umferðar
mál: Um stöðvun og lögn bifreiða
(Valgarð Briem framkvæmdastj.
umferðarmálanefndar Reykjavík-
ur). 14,10 „Laugardagslögin". —
15,00 Útvarp frá lagningu horn-
steins rafvirkjunarinnar við Efra
Sog. — Ávörp og ræður flytja:
Forseti Islands, herra Ásgeir Ás-
geirsson, Hermann Jónasson for-
sætis- og raforkumálaráðherra
og Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri. 16,00 Fréttir. — Framhald
laugardagslaganna. 19,40 Sam-
söngur: Die Schaumburger
Márchensánger syngja (plötur).
20,30 Raddir skálda: „Hallgrím-
ur Pétursson járnsmiður", smá-
saga eftir Guðmund Kamban (Hö
skuldur Skagfjörð leikari). 20,55
Tónleikar frá svissneska útvarp-
inu. 21,15 Leikrit: „Dauði Odyss-
eifs“ eftir Lionel Abel, í þýðingu
Ragnars Jóhannessonar. — Leik-
stjóri: Indriði Waage. — 22,10
Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár
lok. —
Allir lesa
7ZUGMAL
Ú
ó
ÞaS er erfitt að Iaga verulega
gott kaffi, án þess að nota hæfi-
legan skantmt af úrvals kaffibæli
í könnuna. ——
1) „Þó þú sért kannski hrædd
ur við að spreng;a upp þessar
stýflur, Lúðvík, þá er ég það ekki.
Við förum þangað úteftir
kvöld“.
2) Tíu mínútum seinna.
í.Tommi kemur hlaupandi inn:
„Sæll, pabbi“. „Tommi!“
— I 3) „Markús kom með mig
heim, pabbi!“ „Þakka þér kær-
lega fyrir, Markús. Kærar þakk- I
ir!“.
0. Jánson & Kaaber h.f.