Morgunblaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. ágúst 1958. Nær eingöngu bræðsiusíld barst á land í síðustu viku í SÍÐUSTU viku varð síldarafl- inn alls 25.894 mál og tunnur, en síldin fór að iangsamlega mestu lyti til bræðslu. Bræðslusíldin er leyti til bræðslu. Bræðslusíldin er nú aðeins rúml. 200 þús. mál og saltsíldaraflinn rúmlega 288 þús. tn. í gær birti Fiskifélag íslands vikuyfirlit og segir þar frá þessu, og þar er þess einnig getið að fjöldi skipa sé nú hættur veiðum. Þar kemur fram, að á laugar- dagskvöldið var Snæf ell f rá Akureyri orðið aflahæsta skipið, en fast á eftir, með 60 málum minna var Víðir II úr Garði. Bæði eru skipin með á 9. þúsund mál. — Bæði skipin hafa einnig landað síðan austur á Seyðis- firði og hefur Víðir II nú náð for ustunni aftur. Hann hefur verið hæsta skip allt frá byrjun síldar- vertíðarinnar. Eftir löndunina á Seyðisfirði, er Snæfellið með 8684 mál og tunnur, en Víðir með 8882. Önnur hæstu skip síldveiðiflotáns eru Björn Jónsson, Eskifirði með rúmlega 7000 mál og tn., Grundfirðingurfyrra. II. með tæp 7500, en hann hefur síðan landað 203 málum á Seyð- isfirði, þá er Haförn úr Hafnar- firði með um 7000 mál og tunn- ur, Jökull, Ólafsvík 6916, og tog- arinn Þorsteinn þorskabítur 6885. Af yfirliti Fiskifélagsins sést að síldarsöltunin er rúmlega 141,000 tunnum meiri en í fyrra, en bræðslusíldin er aftur á móti miKlum mun minni, og er aflinn nú um 14.000 málum minni en í Unglingar í hœttu á íslandsmiðum! Höfn , 25. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. BLAÐIÐ Information skýrir frá því í dag, að brezkir tog- araeigendur hafi sent öllum togurum á íslandsjniðum fyr- irmæli í útvarpi um að senda heim fyrir 1. september aila unglinga, þar sem búast megi við árekstrum. Margir togar- anna hafa innanborðs ungl- inga, sem vinna léttastörf eða eru í sumarleyfi. Landsstjórn Grænlnnds mun krefjnst 12 mílnn Inndhe'gi KAUPMANNAHÖFN, 25. ágúst — NTB-Reuter — Samkvæmt Ef bandamenn okkar // // skjóta á okkur .... Blaðamannafundur í Bonn um landhelgina BLAÐAMANNAFUNDUR var anríkisráðuneytinu sagði hins veg haldinn í Bonn á laugardaginn á vegum íslenzka sendiráðsins þar. Danska blaðið Social-Demokrat- en hefur þessi ummæli eftir tals- manni íslands á fundinum: Ef bandamenn okkar skjóta á okk- ur, erum við ekki lengur banda- menn. Berlingske Tidende birtir svipuð ummæli. Social-Demokraten og Poletik- en skýra svo frá, að talsmaðurinn hafi verið spurður hvort ísland myndi vilja athuga að tekið yrði upp kvótakerfi varðandi alþjóð- legar fiskveiðar á íslandsmiðum. Hann svaraði: Það veit ég ekki, en ég held, að við myndum ræða þennan möguleika, ef við værum spurðir. Hingað til hefur samt ekkert ríki stungið upp á slíku kerfi við okkur. Það er ekki talað við okkur, því að við erum lítil þjóð. Þess í stað vilja menn beita okkur valdi til að fá okkur til að breyta afstöðu okkar. Fréttamaður Morgunblaðsins reyndi margsinnis í gær að ná tali af utanríkisráðherra til að spyrja hann um þennan blaðamanna- fund í Bonn. Tilraunirnar reynd- ust árangurslausar. Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri í ut- Reynslan gegn æsk unni á Langardals- vellinum í kvöld í SAMBANDI við Unglingadag K.S.Í. hefur síðastliðinn tvö ár verið efnt til úrvalsliðsleikja, og hafa þar áttst við gömul lands- lið og unglingalandslið, eða úr- valslið unglinga frá Reykjavík og utanbæjarmanna. Nú kemur landsliðið, sem færði okkur fyrsta sigurinn í landsleik í knattspyrnu, saman á ný og leikur gegn úrvalsliði unglinga á Laugardalsvellinum í kvöld. Meðal leikmanna þess eru m.a. þrír úr landsliðsnefndinni. Verður fróðlegt að sjá hvernig lið þetta nær saman gegn „gömlu“ mönnunum. Fyrir leik- inn leika 3. flokkar Víkings og Þróttar og hefst sá leikur kl. 7,30. ar við fréttamanninn, að þangað hefðu éngar fréttir borizt um þennan fund og lægi þ'ví ekkert fyrir um málið. fréttum Ritzaus Bureau í Kaup- mannahöfn hefur landsstjórnin á Grænlandi ákveðið að krefjast 12 mílna landhelgi kringum allt landið, ef íslendingar og Fær- eyingar gera alvöru úr að færa út landhelgi sína. Gengið verður frá sérstakri yfirlýsingu um mál- ið af hálfu hins opinbera, og í þeirri yfirlýsingu verður lögð áherzla á, að landsstjórnin sé al- gerlega sammála stefnu dönsku stjórnarinnar og sé henni þakk- lát fyrir að hafa bent öðrum fiskveiðiþjóðum á þá staðreynd, að Grænlendingar séu mjög háð- ir fiskimiðum sínum. Yfirlýsing brexka utan- ríkisráðuneytisins um landhelgismálið BREZKA sendiráðið hefur sent blaðinu yfirlýsingu, sem brezka utanríkisráðuneytið gaf út á laug ardag. Fer hún hér á eftir í laus- legri þjðingu: Vissar röksemdir hafa mjög ný lega verið settar fram af fulltrúa íslands, sem að áliti ríkisstjórnar hennar hátignar eru áróðurkennd ar og villandi. Ríkisstjórn hennar hátignar leggur sérstaklega áherzlu á, að rétt landhelgislína skv. al- þjóðalögum sé 3 mílur og að tak- mörk landhelginnar séu hin sömu og sérstakrar fiskveiðilög- sögu, nema hlutaðeigandi ríki hafi komið sér saman um annað. Það er ekki rétt að halda því fram, að alþjóðalaganefndin hafi viðurkennt, að hvert riki hefði heimild til að stækka landhelg- ina í allt að 12 mílur. Alþjóða- laganefndin lýsti yfir: „Nefndin gat ekki tekið ákvörðun um þetta efni og lét í ljós þá skoðun, að málið skyldi leitt til lykta af al- þjóðlegri ráðstefnu stjórnarer- indreka með fullu umboði“ F.áð- stefnan, sem hér var stungið upp á, var Genfarráðstefnan um rétt- arreglur á hafinu. Genfarráðstefnan, þar sem 85 ríki áttu fulltrúa, viðurkenndi ekki 12 mílna landheigi eða fisk- veiðilögsögu. Ýmsar tillögur, sem byggðar voru á 12 mílum, komu fram, en þær fengu ekki þann meirihluta, % atkvæða, sem kraf izt var til að þær næðu samþykki. Mest fylgi á ráðstefnur.ni fékk tillaga Bandaríkjanna þess efnis, að stærð landhelginnar skyldi vera 6 mílur og að fiskveiðilög- Vilhjálmur Einarsson hlaut bronsverðlaun STOKKHÓLMI, 24. ágúst. — Vil hjálmur Einarsson brást ekkr vonum íslendinga í þrístökks- keppninni á Evrópumeistaramót- inu. Hann stökk 16 metra og varð þriðji í röðinni. Vilhjálmi gekk ekki vel fyrst framan af og fyrir síðasta stökkið var hann í 5. sæti með 15,35 m. Er hann eini ís- lendingurinn, sem komst upp á verðlaunapaúinn að þessu sinni. Gunnar Huseby átti við ofur- efli að etja í kúluvarpinu og náði ekki sínu bezta. saga skyldi vera viðurkennd 6 mílur lengra út. Þó skyldu ríki hafa áframhaldandi rétt til veiða innan hinna ytri 6 mílna, ef þegn ar þeirra hefðu stöðugt veitt á þessum hafsvæðum, svo sem brezk skip hafa gert við ísland í margar kynslóðir. Þessi tillaga Bandaríkjanna, sem stjórn henn- ar hátignar studdi, fékk 45 at- kvæði gegn 33, en 7 sátu hjá. Engin önnur tillaga fékk fylgi helmings þeírra þjóða. sem full- trúa áttu á Genfárráðstefnunni. Ráðstefnan mælti með því, að Allsherjarþingið skyldi taka til athugunar að kalla saman aðra ráðstefnu til að gera frekari til- raun til að komast að alþjóðlegu samkomulagi. Ríkisstjórn hennar hátignar hefur aldrei viðurkennt 12 mílna takmörk, hvorki fyrir landhelgi né fiskveiðileiðsögu, nokkurs staðar í heiminum. Það er ekki rétt að halda því fram, að ríkis- stjórn hennar hátignar hafi við- urkennt 12 mílna mörkin, sem stjórn Sovétríkjanna tók upp. Beinn fyrirvari um rctt varðandi takmörk landhelginnar var gerð- ur, þegar fiskveiðasamningurinn milli Bretlands og Sovétríkjanna var undirritaður 25. maí 1956. Að því er varðar röksemdir, sem snerta það, að Island sé háð fisk- veiðunum við strendur landsins og nauðsyn þess að koma í veg fyrir ofveiði þar og tryggja hæfi- lega vernd, , er þess að geta, að ríkisstjórn hennar hátignar hef- ur oftsinnis boðið íslenzku stjórn inni að taka ásamt öðrum hlutað- eigandi ríkisstjórnum þátt í við- ræðum um samkomulag sem myndi tryggja framtíð fiskveið- anna kringum ísland og taka til- lit til, að Islendingar eru háðir fiskimiðum sínum. Þetta hefur ríkisstjórnin gert með hliðsjón af því, sem samþykkt var á Genfarráðstefnunni. Enda þótt íslenzka ríkisstjórnin hafi ekki enn sem komið er lýst sig reiðu- búna að eiga hlut að slíku sam- komulagi, heldur ríkisstjórn hennar hátignar áfram að athuga allar leiðir til að finna lausn fyr- ir lok þessa mánaðar, sem allar viðkomandi ríkisstjórnir geta fallizt á. Við mundum ekki .virða alþjóðadómsfólinn, — segir fulltrúi brezkra togaraeigenda RÍKISÚTVARPIÐ flutti þessa fregn í gærkvöldi: Fréttaritari frá danska blaðinu Vestkysten, sem staddur er í Grimsby, hefir átt tal við fulltrúa togaraeigenda þar. Fréttaritarinn spurði fulltrúann m.a. þessarar spc-ningar: f blaðinu „Manchest- er-Guardian“ hefir verið minnzt á alþjóðadómstólinn í Haag, sem möguleika á lausn þessa máls, hvað halda Grimsby-menn um það? Fulltrúi togaraeigenda svaraði þessu til: Við getum aðeins sagt, að ef úrskurður Haag-dómstóls- ins gengi á móti okkur, mundi hann gera meira ógagn en gagn, vegna þess að togararnir mundu ekki hlíta honum. 100 brezkir togarar komnir undir íslands- strendur UM BORÐ í brezka togaranum „Coventry City“, 25. ágúst. Reiut- er (George Bishop). — Þessi tog- ari, sem er 546 smálestir, ásamt um 100 öðrum brezkum togurum, sem sigla á íslandsmið samkvæmt innsigluðum skipunum frá brezka flotanum, kom til hinna köldu norðlægðu miða í dag. Togararnir eru frá þremur ensk um hafnarborgum og eru á leið til miða, sem íslenzk stjórnar- völd hafa lýst bannhelg fá 1. september. Skipstjórinn á þessu skipi, Ivan Barss, 52 ára gamall og fæddur í Kanada, hefur innsigluð fyrir- mæli um hvað hann eigi að gera 1. september, þegar fimm herskip úr verndarflota Breta munu vera til taks og fylgja togaraflotanum á miðin til að verja hann gegn hvers konar íhlutun af hálfu hinna átta litlu skipa úr strand- gæzlu íslands. Áhöfnin á „Coventry City“ er 19 menn. Þeir hafa sagt mér að þeir búizt við „dálítilli tilbreyt- ingu“ í þessari ferð. Togararnir eru venjulega úti 19 til 23 daga í einu, og fara 8 þessara daga í siglingu til og frá miðunum. Togaraskipstjórar rœddu við togaraeigendur áður þeir lögðu af stað en GRIMSBY, 25. ágúst — NTB- Reuter — Frá því var skýrt í Grimsby í dag, að togaraskip- stjórarnir, sem fóru til íslands- miða í dag, hafi átt langan fund við togaraeigendurna áður en þeir lögðu upp. Voru skipstjór- unum þá fengin í hendur inn- sigluð fyrirmæli brezku flota- stjórnarinnar. Um 150 brezkir togarar eru nú á leið til íslands- miða, og er haft fyrir satt að meirihluti þessara skipa muni hiklaust virða að vettugi bann íslenzkra stjórnarvalda við veið- um innan 12 mílna fiskveiðiland- helgi. Alls hafa sex ríki lýst því yfir, að þau muni aðeins virða núver- andi 4 mílna landhelgi Islands. Þessi ríki eru Bretland, Frakk- land, Vestur-Þýzkaland, Belgía, Holland og Spánn. NESKAUPSTAÐ, 25. ágúst. — Um helgina hafa landað hérna: Kambaröst 600 mál, Sæfaxi 150, Þráinn 200, Von er á Grundfirð- ing II með allmikla síld. Síldin hefur veiðzt út af Glettinganesi. Fréttir hafa borizt af að bátar séu í mikilli síld við Papey, en síldin er smá og erfið viðfangs. Hafa margir bátar beðið um aðstoð. — Formósa Framh. af bls. 1 árás á eyjarnar. Froskmenn kommúnista reyndu að komast á land á Tatan-eyju, en þeir voru hraktir aftur í sjóinn. Sjöundi floti Bandaríkjanna, sem var dreifður víða um Kyrra- hafið, hefur verið kvaddur sam- an. Ennfremur hefur flotadeild- um við Japan, Hawaii og Filipps- eyjar verið stefnt til Formósu. Japanar uggandi f Tókýó létu starfsmenn land- varnarráðuneytisins í ljós miklar áhyggjur vegna þessa ástands. Hernaðarleiðtogar Japans munu eiga ráðstefnu á miðvikudaginn við æðstu herforingja Bandaríkj- anna í Austur-Asíu, þeirra á með- | al Harry D. Felt flotaforingja, yfirmann bandaríska flotans á Kyrrahafi. Wallace Beakley flotaforingi, yfirmaður sjöunda flotans, sagði í dag að flotaæfingar Bandaríkja manna og þjóðernissinna mundu fara fram við Fang Liao á Suður- Formósu í næstu viku. Heilög skylda! Blöðin í Peking réðust í dag á Bandaríkjamenn fyrir ögrun við kínversku stjórnina við strendur meginlandsins. Þau bæta því við, að bandarískar flugvélar hafi hvað eftir annað farið í könnun- arflug inn yfir meginlandið. „Sjöundi flotinn getur ekki fót- um troðið kínversku þjóðina. Það er heilög skylda okkar að frelsa Quemoy, Matsu og Taiwan (Form ósu)“, segir „Frelsisblaðið" í Peking. Öll blöðin í Peking lögðu á- herzlu á, að aðgerðir kommún- ista væru fyrst og fremst í hegn- ingarskyni, en ekkert þeirra gaf í skyn að hér væri um að ræða undirbúning allsherjarárásar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.