Morgunblaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 14
14 M O R C r N R L A Ð 1 Ð Jjríítii'^qorur 26. ágúst 1658. TiE sölti alveg nýtt GiíUNDIG segulband T. K. 830 U. — Tilboð sendist blaðinu merkt: 86B — 6823. ByggingaféSig verVamanna Keflnvík tilkynnir 2ja herb. íbúö hjá félaginu er til söiu. Félagsmenn sendi umsókn um íbúðina fyrir 1. sept. 1958 til for- manns félagsins, Suðurgötu 46, Keflavík, sími 94. Stúlka óskast til afgreiðslus tarfa hálfan dagínn Verzl. Gunnþórunnar Halldórsd. Uppl. á Annmannsst. 5 (steinhúsinu) milli kl.4—6. Verzlunarpláss til leigu á góðum stað, tilvalið til veitingareksturs. Þeir, sem hafa áhuga fyrir þessu sendi nafn og símanúmer til afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: ,,Góður staður — 6824“. Einbýiish ús TIL SÖLU. — SEMJA BEK VIÐ Málflutningsskrifstofuna Eggert Classen, Gústaf A. Sveinsson Hæsi.aréttarlögmenn, Þórsharnri, Simi 1-11-71 Tékkneskar ashest sement plötur Byggingaefni, sem hefur marga kosti: ★ Létt ★ Sterkt ★ Auðvelt í meðferð ★ Eldtraust ★ Tærist ekki. Einkaumboð Ma»rs Trading Co. Klapparstíg 20. Sími 1-7373. Jókmuia Ó’afsicttir — minaing í DAG fer fram minningarathöín um Jóhönnu Ólafsdóttur frá Bræðraminni, Bíldudal. Jóhanna Ólafsdóttir var fædd á Skjald- varafossi á Barðaströnd 15. april 1881, dóttir hjónanna Kristínar Ólafsdóttur og Ólafs Sveinsson- ar. Nokkurra ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum að Miðhlíð á Barðaströnd, þar sem hún svo ólst upp. Jóhanna var hjá foreldrum sínum til tvítugs aldurs, en þá fluttist hún til Bíldudals. Árið 1905 giftist Jó- hanna Gísla Jónssyni frá Innri- Múla á Barðaströnd, sem einmg fluttist til Bíldudals og stofnuðu þau sér þar heimili í Bræðra- minni. Gísli, maður hennar, stundaði þar sjómennsku, og þótti það skiprúm vera vel skip- að þar sem hann var. Jóhanna og Gísli eignuðust sex börn, fjór- ar dætur og tvo syni, og eru þau öll á lífi. öll eru þau gift, dæt- urnar allar búsettar í Reykjavík og synirnir búsettir á Bíldudal. Jóhanna missti mann sinn 20. júlí árið 1926, og brá þá ský fyr- ir sólu í lífi hennar, því að Gísli var góður og ástríkur eiginmað- ur, og heimilisfaðir, því að vart voru finnandi samrýndari hjón en þau Jóhanna og Gísli voru. Þegar Jóhanna missti mann sinn voru fjögur börn þeirra komin yfir fermingu, en tvær dætur þeirra, 7 og 10 ára, ófermdar, og átti Jóhanna þá mikið starf fyrir höndum að ala þær upp, og að sjálfsögðu að aðstoða hin börnin eftir beztu getu, því að ekki vant aði dugnaðinn og festuna í lif Jóhönnu. Nú þegar fyrirvinna heimilisins var fallin frá, sá Jó- hanna mitt í söknuðinum við frá- fall manns síns, að hún varð að auka störf sín, og fara að starfa við hvað sem fyrir hendi væri, og brá hún sér þá í fiskvinnu, því að þá var það ein heizta vinna sem kvenfólk fékk að starfa á þeim tíma. Því að ekki vildi Jóhanna til þess vita að börn sín færu neins á mis, frek- ar en önnur börn í þá daga, þó að þau hefðu orðið fyrir því óláni að þurfa að sjá á bak elsku- legum föður. Því að hann og þau bæði voru allt fyrir sín börn. Jafnhliða því sem Jóhanna gekk að störfum utan heimilisins hafði hún skepnur um að hugsa, því að þau áttu allan sinn búskap nokkrar kindur, sem Jóhönnu þótti svo vænt um og hafði gam- an af að sinna um. Heldur en að hætta að hafa kindurnar lagði hún þeim mun meira að sér, og heyjaði og sinnti sínum skepn- um í hjáverkum. Enda sást Jó- hanna á Bræðraminni, eins og hún var alltaf kölluð, sjaldan eða aldrei óstarfandi, enda hefði hún illa kunnað við það á meðan henni fannst að hún hefði þrek til að starfa. Það má segja um hana eins og ýmsa fleiri, að henni hefur aldrei þótt dagurinn nógu langur, til þess að geta lok- ið þeim störfum, sem fyrir henm lágu. Jóhanna átti marga og góða kunningja á Bíldudal, unga sem aldna, sem munu senda henni hlýjar kveðjur fyrir trausta og góða vináttu, og það veit ég, að enginn á nema ljúfar minningar um Jóhönnu frá Bræðraminni. Árið 1948 fluttist Jóhanna til Reykjavíkur með yngstu dóttur sinni, sem hún hefur alla tíð verið samvistum með, því að þær hafa aldrei skil- ið fyrr en ævi Jóhönnu var á enda runnin. En þó að hún hafi verið inni í heimili yngstu dótt- ur sinnar, þá hefur hún átt því láni að fagna að vera mitt á meðal dætra sinna allra, og þær litu til hennar svo að segja dag- lega, svo að sjálfsögðu hafa þær mæðgur átt margar ánægjulegar stundir saman núna síðustu árin, eins og endra nær, og munu þær þakka sinni ástríku og umhyggju sömu móður fyrir elskulegar samverustundir. Nú þegar Jó- hanna hefur kvatt þennan heim og flutt inn á annað tilveruskeið. þá vitum við, að hún hefur feng- ið ánægjulega heimkomu, og við vitum, að þar hefur verið tekið á móti henni með opnum örmum af elskulegum eiginmanni, sem hefur sjálfsagt þráð komu henn- ar og aðrir ástvinir hennar, sem fluttir hafa verið á undan henni yfir landamærin, hafa einnig gert henni heimkomuna bjarta og glæsilega. Einnig veit ég að Jó- hanna hefur sjálf búið sig undir flutnínginn með sinni traustu og bjargföstu trú á lífið eftir dauð- ann. Svo að endingu vil ég kveðja þig, Jóhanna, fyrir hönd ástvina þinna, og allra kunn- ingja, með þessum orðum skálds- ins: Far þú í friði, friður guðs þig leiði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Vinur. — Iþróttir » Framh. aí bis 6 tímann 23,6 datt og fór út af braut sinni og var dæmdur ur og fékk því ekkert stig fyrir grindahlaup. Eftir 6 greinar var Pétur kom- inn í 8. sæti og Björgvin í 16. Ekki gekk Pétri verr í næstu grein, kringlukasti. Hann náði ágætri seríu, 31,34, 38,07, 39,46 og hafnaði í 5. sæti í kringlukasti. Björgvin tókst sæmilega. Átti ógilt fyrst, 34,51 síðan og loks 35,74. Hann varð 14. í kringiu- kasti. Kuznetsov vann 48,57, Kahma 46,65, Möhring 45,60, Becvarovsky 41,82, Lassenius 39,68, Pétur sem fyrr segir Kamerbeek 39,41, Meier 39,07, Palu 39,07, Timme 37,62, Kling 37,60, Persson 37,40, Haarr 36,46, Björgvin 35,74, Brodnik 35,46, Staub 35,37, Tschudi 34,83, Högheim 31,91 og Muchitsch 29,36. Eftir 7 greinar var Pétur 9. með 4995 og Björgvin 17. með 4408. Þeir töpuðu því báðir einu sæti í kringlukastinu. Stangarstökkskeppnin hófst á tveim stöðum og á mismunandi ,,hæðum“ og flýtti það mjög fyrir. Samt var komið fram yfir hádegi þegar bæði Pétur og Björgvin voru búnir, en ýmsir áttu þá nokkuð eftir. Byrjunarhæðin var 2,50 í flokknum, sem Pétur og Björgvin voru í. Þeir byrjuðu þó ekki fyrr en á 2,70 og fóru báðir í fyrsta stökki. Næst var 2,90 og þá hæð felldi Björgvin þrisvar og var úr stangarstökkinu. en Pétur flaug yfir og sömuleiðis yfir 3,10 og 3,20. Þrívegis felldi hann 3.30. Björgvin var óheppinn í stang- arstökkinu. Hann var yfir 2,90, má ég segja, öll skiptin en felldi af óskiljanlegum klaufaskap. Eftir á sagði hann, að það væri eins með stangarstökkið og lang. stökkið, að aldrei hefði atrennan hjá sér verið hin rétta. Pétur átti góða tilraun við 3 30 í þriðja stökki, en felldi með mjöðm á niðurleið. Pétur varð 14. í röðinni með sína 3,20 metra en Björgvin rak lestina. Hæst stökk Möhring Þýzkalandi 4,10 og Högheim Nor- egi stökk sömu hæð. Þá fyrst komst hann fram fyrir Björgvm. Kuznetsov stökk 4,00, Meier 3,80, Becvarovsky, Staup, Persson og Brodnik 3,70; Palu, Haarr, Lass- enius og Kahma 3,60, Tschudi 3,50, Pétur og Muchitseh 3,20, Kamerbeek og Kling 3,10 og Hólm 2,70. í spjótkastinu náðu Islending- arnir sér sæmilega upp og nú í fyrsta sinn í þrautinni náði Björg vin betri árangri en Pétur. Þó er afrek Péturs betra miðað við fyrri afrek þeirra. Björgvin varð 10. með 54,08 og Pétur 12. með 53,21. Lengst kastaði Kahma Finnl. 65,66, Haarr Noregi 61,41, Brodnik 60,48, Lassenius 60,44, Kamerbeek 60,30, Kuznets- ov 59,42, Palu 57,47, Persson 55,80, Möhring 54,49, þá Björgvin og Högheim með 54,08 og síðan Pétur. 1500 m hlaup tugþrautarinnar varð einhver skemmtilegasta grein hennar. Skipt var í 4 riðla og hver um sig var tvírýnn og jafn þó yfirleitt teygðist úr þeim, eins og sést á úrslitunum. 1. riðill; Meier 4:20,6, Tschudi sama tíma, Lassenius 4:42,3 og Kuznetsov 5:00,0. 2. riðill: Palu 4:17,9, Ka- hma 4:18,3, Kamerbeek 4:35,4, Becvarovsky 4:45,0, Möhring * 5:00,8. 3. riðill: Muchitsch 4:14,9 og vakti geysilega athygli fyrir sprettinn sem hann hljóp kepprús laust, Brodnik 4:38,5, Staub 4:52,6, Pétur 4:54,1, Persson 5:09,8. 4. riðill Björgvin 4:30,6, Vana flakara vantar strax Hraðfrystihusíð Frost hf, Hafnarfirði — Sími 51)165 Húseignin Njúlsg. 10 til sölu. 1 húsinu eru tvær 3ja herb. íbúðir og ein 2ja. Upplýsingar gefa: Vilhjálmur Björnsson, sími 11519 og EIGNARMlnHJN, Ausiurstr. 14, sími 15535. STRAUN I NG OÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.