Morgunblaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1958, Blaðsíða 6
6 MORCTJNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. ágúst 1958. Það er stutt á milli gráts og mikilla fagnaðarláta á Evrópumótinu EFTIR ATLA STEINARSSON STOKKHÓLMI, Stadion, 21. ág. ÞAÐ RÍKTI bæði gleði og sorg meðal keppenda á Stadion á þess um þriðja degi mótsins, og hin- um fyrsta sólarlausa. Sá sem sleit snúruna í 800 m, Rawson Eng- landi, var dæmdur úr leik fyrir hindrun. Sigurinn gekk því til Boysen og er það fyrsti sigur Norðurlandabúa og var vel fagn- að, því Boysen hefur staðið sig ákaflega vel á fleiri mótum en flestir aðrir og er þvi — og var eftir hlaupi hans — vei að sigr- inum kominn. í 80 m grinda- hlaupi kvenna — undanúrslitum — féll franska stúlkan Djian á síðustu grind. Hún brast i grat er hún hætti keppni — langt erfiði og miklar vonir voru brostnar. Sama gerði Young frá Englandi er hún stóð á sigurpallinum fyrir 100 m hlaup kvenna. En sá grátur var af gleði. Sjö sinnum í dag var hátíðleg verðlaunaafhending á vellinum. Það voru leiknir þjó& söngvar Norðmanna og Englands tvívegis, Rússlands þrívegis. Póllands og Rúmeníu.. Svíar fengu 3 menn í úrslit í sleggju- verji. Pólverjinn Swetowski tók forystuna og hélt henni 200 metra. Þá var hann „sprunginn" og varð að gefa sig fyrir öllum. Bretarnir tóku forystuna og Þjóð verjarnir voru sentimetra á eftir. En svona hélzt það í mark. Bret- arnir unnu tvöfaldan sigur. en sá þeirra sem ólíklegri var hafði forystuna og vann. Þjóðverjarnir skipuðu næstu tvö sæti og einnig um þá gilti það að sá sem óiík- legri var til sigurs, var á undan. Svíinn hreppti 5 sætið eftir mjög gott hlaup.. Tíminn varð: Wrigh- ton 46,3, Salisbury 46,5, Haas 47,0, Kaufmann 47,0. Petersen Svíþjóð 47,5 og Pólverjinn 47 8. 400 m hlaup kvenna Maður getur kennt í brjósti um karlmenn sem eru að leggja upp í þá þrekraun sem 400 m hlaup er, en þá finnst manni að konur eigi allt annars staðar heima en í slíkum hlaupum. En rússneskar stúlkur eru víst ýmsu van&r, og þær unnu tvöfaldan sigur í þessu erfiða hlaupi. Itkina var i sér- flokki enda á hún Evrópumet og heimsmet. Tímarnir urðu- Itkina Franska stúlkan Djian brast í grát, er hún féll við síðustu grind 80 m. grindahlaupsins kasti, í 400 m hlaupi og í há- stökki kvenna. Þar ríkti gleði því það þykir mikið þegar þjóðir komast á blað í hinni óopinberu stigakeppni, en að komast á blað þýðir að eiga einn af 6 fyrstu í einhverri grein. 800 m hlaupið Það varð sem fyrri daginn „slagsmál“ um góða aðstöðu fyrir fyrstu beygju og á íyrstu 30 metrum hlaupsins henti atvik það er Rawson var dæmdur úr fyrir. Boysen tók forystuna og hélt henni 100 m er Wagli Sviss tók hana. Hann hélt henni nokkra metra. Síðan skiptist á og voru allir í hnapp og börðust um góða aðstöðu. Boysen lá frá 1.—4. allt hlaupið og á bemu brautinni framan við markið komst hann í fyrsía sæti en á síðustu 10 metr- unum gaf hann sig og Rawson komst fram úr og Schmidt Þýzka landi ógnaði honum alvarlega og fékk sama tíma. Makomaski Pól- landi varð fjórði í þessari ægilegu lokabaráttu. 400 m hlaupið Um það ríkti ægilegur spenn- ingur. Þama voru tveir Bretar og tveir Þjóðverjar, Svíi og Pól- 53,7, Parluk Russl. 54,8, Hiscox Engl. 55,7, Pirie England 55,7, Mukhanova Rússl. 56,3 og Ném- eth Ungverjalandi 56,3. 100 ni hlaup ‘kvenna Þarna vann brezk. stúlka glæsilegan sigur. Rússneska stúlk an Krebkina varð að láta sér nægja 2. sætið að vísu á sama tíma og' þýzki hlaupagarpurinn eða „hlaupaynjan" Stubnik, sem hlaut hið þriðja. Stórveldin röð- uðu sér á verðlaunapallinn. Sleggjukast Pólverjinn Rut gerði það sem fáir hafa gert áður, að eiga ekk- ert kast undir 62,50 metrum og hafði forystu alla keppnina. Sví- inn Aspelund gerði mikla „lukku“ og var ákaft fagnað af nær full- setnum áhorfendasvæðum vallar- ins. Hann setti í annarri tilraun nýtt sænskt met nær metra lengra en hið gamla hans, kastaði 62,16 og bætti það í 62,1® í næstu til- raun. Rússinn Krivonosov fagnaði ekki heppni eða sannri getu sinni fyrr en í fimmtu tilraun, en átti annars flest köst ógild. Úrslit urðu Rut 63,86, Krivonosov 63,78 ’Zivodski Ungverjal. 63,62. Hlsiökk kvenna Það var grein sem fremur litla athygli vakti. Var það bæði vegna þess að margt gerðist á sama tíma og eins hitt að sigurvegarinn Balas Rúmeníu, hafði slíka yfir- burði að hún stökk tvær hæðir eftir að hinar voru hættar, enda á hún Evrópu- og heimsmet. Hún stökk 1,77, önnur var Chtenchik Rússl. 1,70 og 3. Shirley England 1,67 og landa hennar Kilian með sömu hæð. Þarna varð sænsk stúlka, Lundström, 6. með 1,61 og það vakti gífurlega athygli við- staddra. Fimnitarþraut kvenna Fimmtarþraut kvenna lauk í dag. Þar tóku rússnesku stúlk- urnar Bystrova og Vinogradova Bretarnir Wrighton (gull) og Salisbury (silfur) ofsakátir eftir tvöfaldan sigur í 400 m hlaupi. tvö fyrstu sætin, en þýzk stúlka Eiberle varð þriðja. 1 fimmtar- þraut kvenna er keppt í kúlu- varpi, hástökki, 200 m hlaupi (allt fyrri dag), 110 m grindahlaupi og langstökki síðari dag. 1 fiórða sæti hafnaði hollenzka stúlkan Ho ’bers, er hafði forystuna eftir fyrri daginn. Svona getur farið þó von- ir séu góðar um mikinn árangur. 400 m grindahlaup 400 m grindalilaup Þar fóru fram undanúrslit og komust 6 upp úr tveim riðlum. Þar varð hörð og mikil keppni, en mesta athygli vakti afrek Tralls- as Svíþjóð, sem vann annan riðil- inn á 51,0, glæsilegu nýju sænsku meti. Við ræðum nánar um þessa grein þegar úrslit fara fram. Pétur Rögnvaldsson varð 9. í jöfn- ustu tugþraut Evrópumóta STOKKHÓLMI, 21. ágúst. — Tug þraut EM lauk í dag og reyndist vera einhver jafnasta keppni milli efstu manna — að sigur- vegaranum Kuznetsov undan- skildum, sem fram hefur farið í Evrópu enda kom á daginn að mörg landsmet voru bætt. Við íslendingar eigum því að fagna að við skipum gott sæti í þessari keppni. Pétur Rögnvaldsson sá fyrir því. Hann stóð sig næð stakri prýði frá upphafi til enda, sýndi hið rétta keppnisskap og sýndi að hann er orðinn reyndur tugþrautarmaður, sem senda má til stórmóta hvar sem er. Hann varð níundi maður í þrautinni og hlaut 6288 stig sem er hans bezti árangur í tugþraut. Gengið til verks Morgunninn var hálfkaldur og það ýrði af og til úr lofti þegar tugþrautarmennirnir hófu sitt langa dagsverk. Þeir voru mættir á leikvanginum fyrir klukkan níu, en kl. níu hófst 110 m grinda hlaup keppninnar. Pétur, sem kvöldið áður hafði náð 10. sæti, var morgunglaður og vel upp- lagður. Hann lenti í fjórða riðli með Muchitsch, Austurríki; 'Sví- anum Persson og Haarr frá Nor- egi. Pétur átti gott hlaup og vann riðilinn á 15,1 sek. Má sá timi góður kallast því að ofurlítill mótvindur var (1,2 vindstig) Björgvin var í 5. og síðastá riðli og náði sér illa upp og var 1 sem fyrr á þessari braut aðeins svipur hjá sjón miðað við fyrri hlaup. Hann varð annar í riðlm- um á 15,8 sekúndum en Frakkinn Kling vann á 15,5 sek. Úrslit í grindahlaupinu urðu annars: Kuznetsov Rússl. 14,8 sek., 2. Kamerbeek Holl. 14,9, 3. Pétur Rögnvaldsson 15,1, 4.—7. Tschudi Sviss, Palu Rússlandi. Becvar- ovsky Tékkóslóvakiu, Muchitsch Austurríki 15,2, 8. Staub Sviss 15,4,9.—10. Meier Þýzkal. ogKling Frakkl. 15,5, 11.—14. Björgvin Hólm, Lassenius Finnl. og Brodn ik Júgóslavíu 15,8, 15. Persson Svíþjóð 16,00, 17. Haarr Noregi 16,3, 18. Möhring Þýzkal. 16,6, 19. maður Timme Hollandi fékk Framh. á bls. 14 sbrifar úr daglega lífinu í „hrotunni“ IBRÉFI frá ferðalang segir: Fyrir skömmu ferðaðist ég norður í Skagafjörð með nætur- rútunni — „hrotunni" eins og hún er kölluð. Reyndar sá ég engan mann hrjóta — það var nú eitthvað annað. Það var hleg- ið, masað og jafnvel sungið. Ég held, að engum hafj komið dúr á auga. Ég fyrir mitt leyti er orðinn það afvanur þvi að ferð- ast í langferðabíl, að ég hafði ails ekki lag á því að a. Þó fór ágætlega um mann í alla staði, og fólkið hefði sjálfsagt getað sofið, ef það hefði gert heiðar- lega tilraun til þess. Um 6 leytið um morgunmn komum við að Varmahlíð í 'Skaga firði. Allmargir farþeganna sem ætluðu niður á Sauðárkrók sögðu þar skilið við „hrotuna“. Ég var það lánsamur að fá strax bílferð til Sauðárkróks í bíl, sem beið mín og 3—4 manna annarra, en við vorum saman á ferðalaginu í ákveðnum erindum, og hafði bíllinn verið sendur til móts við okkur Heldur nöturlegt HITT fólkið fékk ekki far og knúði því dyra á gistihúsi staðarins í von um að fá þar húsa skjól og jafnvel einhverja hress- ingu, þar til eitthvað rættist úr með far til Sauðárkróks En það fékk hvorugt. Var svarað því til að enginn þjönusta yrði látin gest um í té fyrr en um morguninn á venjulegum tíma — sennilega kl. 8.—9. Mér fánnst þetta hálf nöturlegt fyrir fólkið sem í hlut átti, en við hinir héldum leiðar okkar og veit ég ekkert frekar um hvernig þessum ferðafélög- um okkar reiddi af. En eðlilegt hefði mér þótt, að einhver beini væri veittur ferðafólki þarna í Varmahlíð undir slíkum kring- umstæðum og jafnvel, að séð væri fyrir sérstakri bílferð til Sauðárkróks í sambandi við næt- urferðina að sunnan. Ferðalangur. Breyting til hins betra ÞAÐ virðist alveg rétt, sem bréfritari minn segir, að eðli legt væri að farþegum til Sauð- órkróks með næturrútunni væri séð fyrir farkosti úr Varmahlíð. Hins vegar langar mig til að skjóta því að í leiðinni, að mér finnst mikil umskipti hafa orðið í Varmahlíð, til hins betra, síðan Páll úr Fornahvammi tók að sér rekstur veitinga- og gistihússms þar. í fyrravor, er ég var þar á ferð bar okkur tvo gesti þar að garði að nóttu til — eða nokkru eftir miðnætti. Mættum við þar sérstakri lipurð og þægilegu viðmóti starfsfólks. Fengum hressingu og síðan ágæta gist- ingu. Höfðum þó ekkert pantað fyrirfram né gert aðvart um ferð- ir okkar. Fannst mér umgengni öll og aðbúnaður gesta hinn ágæt asti. enda auðséð að miklu hafði verið kostað til að gera húsa- kynni þægilegri og vistlegri en áður var. Óhapp í Aðalstræti VELVAKANDI góður, Ég var á gangi hér einn dag- inn í Aðalstrætinu, meðfram bíla stæðinu á Hótel íslands lóðinm — var nýbúinn að kaupa mér stór- an voldugan hamar hjá Br. B. Hinum megin á götunni sá ég kunningja minn á gangi og rétt eins og gengur leit ég til hliðar til að kasta á hann kveðju og brosa út í annað munnvikið. En það hafði sínar afleiðingar. Ég vissi ekki fyrr til, en ég rakst á eitthvert ferlíki og baðaði út öllum öngum við þetta óvænta áfall þarna á förnum vegi. En skýringin kom fljótlega í ljós. Einhver bíleigandi hafði gert sér lítið fyrir og iagt þannig bifreið sinni inni á bílastæðinu. að afturhlutinn stóð út á miðja gangstétt, beint í vegi fyrir gang- andi fólki. En vesalings maður- inn, sem svo afglapalega fór að ráði sínu, fékk vissulega ráðn- ingu fyrir tiltækið, því að hvorki betur né verr vildi til en það, að nýi hamarinn, sem við árekstur- inn hafði lent á bílnum skildi eftir þokkalega rispu á gljáfægðu „skottinu". Auðvitað þótti mér leitt að verða valdur að þessu, en fyrst og fremst varð mér á að bölva bílstjóranum, sem þannig hafði lagt bifreiðinni — og undr- ast yfir að lögreglan skyidi láta slíkt viðgangast, þarna í almestu umferðinni. Vegfarandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.