Morgunblaðið - 26.08.1958, Page 8

Morgunblaðið - 26.08.1958, Page 8
8 MORCUNBLAÐIÐ í>riðjudagur 26. ágúst 1958. .iiistMafrife Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigíus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsxngar: Arni Garðar Krxstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innarxlands. t lausasölu kr. 2.00 eintakið. TÍMINN HVERFUR FRÁ ÞÖGN TIL ÓSANNINDA TÍMINN hefur nú hafið af- sakanir á ferðalagi Lúð- víks Jósefssonar austur til Moskvu. Sú viðleitm var hafin í forystugrein blaðsins sh föstu- dag. Næst á eftir því að vikið var að þingmannaförinni til Rúss lands fyrr í sumar, segir blaðið: „Þegar Lúðvík Jósefsson bra sér nokkru síðar til Sovétríkj- anna vegna tilmæla .síldarútvegs- nefndar, sem vildi seija pangað meiri saltsíld, var margheimtuð skýrsla af ríkisstjórnmni og látið álíka æðislega og verið væri að selja landið“. Þessa afsökunarfálms Tímans var ekki gætt í Morgunblaðmu, þegar þar var sl. sunnudag vikið að þögn Tímans um þessi efni, og er sjálfsagt að leiðrétta það. Á sunnudaginn heldur Tíminn á- fram vörn sinni fyrir Lúðvík: „Hafi einhver maður brugðið sér til Sovétríkjanna, hefur Mbl. krafist um það skýrslu þegar í stað, eins og þar væri einhver stórháski á ferðum. Allt minnir þetta á baráttuaðferðir McCart- hys á mestu blómaárum hans“. ★ Úr því að Tíminn hefur ekki annað fram að færa um Moskvu- ferð sjávarútvegsmálaráðherrans, hefði blaðinu verið sæmra að halda þögn sinni áfram, því að nú hefur Tíminn flúið úr skjóli þagnarinnar í fang ósannindanna. Síldarútvegsnefnd bar engin tilmæli fram um för sjávarútvegs málaráðherra til Rússlands. Það var fyrst eftir að nefndin hafði haft fregnir af því hjá rússneska sendiráðinu í Reykjavík, að sjáv- arútvegsmálaráðherra Islands væri staddur í Moskvu, að hún vék að því í skeyti til íslenzka sendiherrans í Moskvu, að hann hefði samráð við sjávarútvegs- málaráðherra um aukna síldar- sölu til Rússlands. Hér er því um að ræða afsökun tilbúna eftir á. Ósannindi, sem einungis gera Moskvuferðalag Lúðvíks Jósefssonar enn tortryggilegra. ★ Þá kemur það einnig óneitan- lega úr hörðustu átt, þegar Tím- inn sakar aðra um McCarthyisma. Hverjir hafa reynzt staðfastari rógberar og eindregnari andstæð- ingar lýðræðis á íslandi en ein- mitt aðstandendur Tímans? Nú alveg nýlega hefur blaðið . hagað svo orðum sínum, að ekki er um að villast, að enn telur það þá kjördæmaskipun mundu vera æskilegasta, sem eins og nú stendur mundi hafa veitt Fram- sóknarmönnum 22 aL 42 þing- mönnum samtals. Samkvæmt því ætti Framsóknarflokkurinn, sem við síðustu almennar kosningar fékk aðeins rúm 15% allra kjós- enda, að hafa hreinan meirihluta á Alþingi íslendinga! Hið ískyggilegasta er, að for- herðing Tímamanna er slík, að þeir skilja ekki, að þessi hugs- unarháttur afhjúpar þá sem örg- ustu fjandmenn lýðræðis á Is- landi. Þeir lifa sjálfum-glaðir í sams konar heimi fals og óheil- inda eins og McCarthy heitinn gerði. Engin tilviljun er, að hann skuli oftar nefndur í Tímanum en nokkru öðru íslenzku blaði. Það er tungunni tamast, sem hjartanu er kærast. ★ En þó að Tímanum farist sízt af öllu ,að saka aðra um einræði og óheiðarleg vinnubrögð, þá má sú staðreynd að sjálfsögðu ekki verða til þess, að ósanngjörnum ásökunum sé haldið uppi gegn Lúðvik Jósefssyni eðá nokkrum öðrum. En getur nokkrum í raun og veru komið til hugar, að ó- sanngirni hafi verið sýnd í því að óska skýringa á ferðalagi Lúð- víks Jósefssonar til Moskvu? Þarf frekar vitnanna við um að .hér sé þörf nánari skýrslu, en sú staðreynd, að þegar Tíminn loksins rýfur þögn sína, skuli hann skýra gersamlega ósatt frá tilefni fararinnar? Og ef Tíminn hélt ástæðuna vera þá, sem hann nú segir, af hverju var hún þá dulin svo lengi? Hvað var hægara en að kveða hinar „æðis- legu“ spurningar Morgunbíaðsins niður með því að segja strax og afdráttarlaust það, sem Tíminn hugði sig vita um málið? Lots þegar stjórnarliðið er knú ið til frásagna af ferðalaginu, þá eru skýringarnar augljóslega ó- sannar. Ef það á að gefa til kynna, að einhver „stór háski sé á ferð- um“, að óskað er frásagnar af opinberri heimsókn íslenzks ráð- herra til Moskvu, hvað er þá lík- legra til að efla grunsemdir um háskann, en að þegja fyrst og vera síðan staðinn að ósannind- um um skýringuna? ★ En hér er meira í húfi. Það er ekki einungis, að sjávarútvegs- málaráðherra íslands hafi verið í opinberri heimsókn í Moskvu, sem fyrst var reynt að leyna fyrir almenningi á íslandi og síð- an var sagt rangt til um, heldur varð þessi heimsókn til þess, að ráðherrann sótti ekki fund, þar sem embættisskylda hans sagði til um, að hann ætti að vera. Það var fundur sjávarútvegsmálaráð- herra Norðurlanda og fiskimála- ráðstefnan í sambandi við hann. Á þeim fundi var landhelgis- málið rætt, þvert ofan í það, sem Þjóðviljinn, málgagn sjávarút- vegsmálaráðherra, vildi' telja mönnum trú um. Þarna var ein- stakt tækifæri til að reyna að afla málstað okkar fylgis með- al valdamanna í þessum efnum. Það góða tækifæri var vanrækt, og ekkert stjórnarblaðanna hefur haft kjark til að gera þjóðinni grein fyrir því. En erlend blöð, þ. á. m. fremstu blöð Norður- landa, hafa ekki farið dult með, hversu skaðsamleg hagsmunum íslands Moskvuför sjávarútvegs- málaráðherrans nú hafi verið. Morgunblaðið gerði í fyrstu ráð fyrir, að Moskvuferð Lúðvíks Jósefssonar hefði verið farin án vitundar samráðherra hans. í því ósamþykki væri að leita skýring- anna á hinni langvinnu þögn stjórnarblaða og ríkisútvarps um ferðalagið. Afsakanir Tímans nú sýna, að Framsóknarráðherrarntr vilja taka ábyrgð ferðarinnar á sig. Þeim mun athyglisverðara verður ferðalagið og því torh yggi legra sem eina afsökunin er fólg- in í ósannindum. IITAN UR HEIMI Vegna tómlœtis Bandaríkiamanna verður að kasta 25 milij. doilara virði af Salk-hóluefni ÁRIÐ 1954 urðu 12.000 Banda- ríkjamenn hart úti at vömum lömunarveiki. I ár eru mun minni brögð að lömunum og dauðsföll- um vegna þessarar válegu veiki — og það, sem af er þessu ári er vitað um 1.200 tilfelli. Ýinsir eru þeirrar skoðunar, að Salk bólu- efnið sé að útrýma lömunarveik- inni, en bandarískir læknar vilja ekki samþykkja það. Aðalástæð- an er sú, að fólk e*- tregt til þess að láta sprauta sig með lyfinu — og þar að auki hefur það sýnt sig, að bóluefnið veitir ekki al- gera vörn. Það er því ástæðulaust að vera of bjartsýnn, segja lækn- arnir. ★ Það er upplýst vestanhafs, að einungis 50 milljónir manna hafa | fengið þrjár sprautur af Salk- bóluefninu, en sem kunnugt er J nær efnið ekki fullum tilgangi sínum fyrr en eftir að mannslík- j aminn hefur fengið þrjár sprauí- j ur með ákveðnu millibili. Þrátt I fyrir mikinn áróður og sifellda i hvatningu hafa Bandaríkjamenn j ekki látið bólusetja sig í jafn- | miklu mæli og æskilegt væri — j og búizt hafði verið við. Læknar : eru því byrjaðir að vara fólk við — og segja, að erfitt gæti orðið [ að veita öllum Salk-efnið, ef löm unarveikifaraldur kæmi skyndi- I lega upp í Bandaríkjunum, því að , nú verður dregið mjög úr fram- : leiðslu efnisins. ★ bóluefni, 25 millj. dollara að verðmæti, liggja nú undir skemmdum, því að efnið verður óvirkt, ef það er geymt í meira en sex mánuði. Salk Framleiðendur draga því saman seglin, þeir hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni — og hyggjast ekki hefja framleiðsluna af full- um krafti fyrr en landsmenn sýna meiri áhuga á bólusetning- unni. Hætt er við, að sá áhugi geri ekki vart við sig fyrr en í óefni verður komið: Nýr faraldur gýs upp. En þá er líka um sein- an að átta sig, því að það tekur sjö mánuði að framleiða birgðir, sem ættu að nægja. Bandarískir læknar brýna það mjög fyrir löndum sínum, að lömunarveikin hafi alls ekki ver- ið sigruð. Það hefúr jafnvel vak- ið ugg, að af 201 skráðu mænu- veikistilfelli í Bandaríkjunum síðustu viku voru 90% alvarleg lömunartilfelli, en hlutfallstalan hefur ekki verið svo há lengi vel. En verra er það, að jafnvel þeir, sem fengið hafa Salkbólu- efnið hafa lamazt vegna veik- innar — og þykir allt benda til þess, að ástæðan sé, að umrædd- ir sjúklingar hafi ekki fengið nægilega mikið bóluefni, hafa vanrækt að láta bólusetja sig þrisvar. Ljóst er því, að læknar telja nauðsynlegt, að fólk, sem á annað borð lætur bólusetja sig, láti umfram allt gera það þrisvar. En sérfræðingar viðurkenna hins vegar ekki, að bólusetning- arnar þrjár veiti fólki algert ör- yggi gegn lömunarveikinni. Lækn ir einn, sem stendur mjög fram- arlega á þessu sviði hefur látið svo ummælt, að bólusetningarnar þrjár veiti örugglega 90% ör- yggi. Hann segir þá fyrstu veita 30% öryggi, aðra 70% — og þriðju 90%, eins og fyrr segir. Sumir hafa orðið fyrir vonbrigð- um, hafa haldið, að Salk-efnið veitti algert öryggi, og þess vegna trassað að láta bólusetja sig, eða skellt skollaeyrum við öllu sam- an. En sérfræðingurinn bendir á, að betra sé að hafa 90% vörn gegn þessum hræðilega sjúk- dómi en enga. Stœrsti og fullkomnasti kafbátur Bandaríkjamanna Á DÖGUNUM hleyptu Banda- ■ríkjamenn áttunda kjarnorku- i knúna kafbátnum af stokkunum. Þessi er langsamlega stærstur, en verið er að smíða annan enn stærri. Kafbáturinn heitir Triton. Hann er 5.900 lestir og 447 fet á lengd. Næststærsti kjarnorkukaf- bátur Bandaríkjamanna er meira en 100 fetum styttri. Hann heitir Seawolf og er 3.400 lestir að stærð. Aðrir kjarnorkukafbátar Bandaríkjamanna eru: Nautilus 3.200 lestir, Skipjack 2.830 lestir og Skate, Swordfish, Sargo og Seadragon — allir 2.360 lestir. Triton er einnig fyrsti kjarn- orkukafbáturinn sem hefur tvo lrjarnorkuofna innanborðs — og hann er jafnframt fyrsti kafbát- urinn, sem hefur þrjú þilför. Allir fyrri kafbátar, sem smíðaðir hafa verið, hafa haft eitt eða tvö þilför. Triton verður búinn öllum full- komnustu „sjón“- og „heyrn“- tækjum sem framleidd hafa ver- ið fyrir kafbáta, en miklar fram- farir hafa orðið á þeim sviðum síðustu árin. Triton verður einn- ig búinn fjarstýrðum flugskeyt- um og tækjum til þess að fylgjast með gervihnöttum. Hann verður fullkomnasti kafbátur Banda- ríkjamanna — og að því er þeir telja, fullkomnasti kafbátur, sem smíðaður hefur verið. Myndin »r tekin, er bátnum var hleypt af stokkunum í Groton í Connecti- cut. Leifa hœlis STOKKHÓLMI, 25. ágústJNTB- - Reuter. Pólsk seglskúta með sjö karlmenn og eina konu innanborðs kom í dag til Nynáshamn í Sví- þjóð. Áhöfnin hélt bgint á lög- reglustöðina og fjórir af henni báðu um hæli í Svíþjóð, en hin fjögur vildu sigla heim til Pól- lands aftur, meðal þeiri'a 23 ára gömul stúlka. Fjói'menningarnir, sem vilja ékki fara heim eru ein- ustu meðlimir áhafnarinnar, sem kunna nokkuð í siglingafræði og sjómennsku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.