Morgunblaðið - 29.08.1958, Blaðsíða 3
’Föstuclagur 29. ágúst 1958
MORCVNBL4ÐIÐ
//
Frímex-1958" — fyrsta frímerkja-
sýning á Islandi
— verður opnuð í neesta mánuði
HINN 27. september næstkomandi verður opnuð írímerkjasýning
hér í Reykjavík, hin fyrsta, sem efnt hefur verið til hér á landi.
Sýningin ber heitið „Frímex — 1958“ og er haldin á vegum Félags
íslenzkra frímerkjasafnara.
Þeir, sem unnið hafa að
sýningunni
Nokkrir forvígismenn meðal ís-
lenzkra frímerkjasafnara sögðu
fréttamönnum í gær frá tildrög-
um og undirbúningi sýningarinn-
ar, þar á meðal var formaður
félags frímerkjasafnara, Guido
Bernhöft, en framkvæmdanefnd
Póststimpillinn.
sýningarinnar skipa Jónas Hall-
grímsson, formaður, Guðmundur
Árnason og Leifur Kaldal. Sér-
stök dómnefnd mun skera úr um
verðlaunaveitingar í sambandi
við sýninguna en form. þeirrar
nefndar er Gísli Sigurbjörnsson,
forstjóri, en aðrir í nefndinni þeir
Baldvin Dungal, Sigurður Þor-
steinsson, Jón Ingimarsson og K.
A. Hansen.
Öllum heimil þátttaka
Sýningin verður haldin í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins og stendur
væntanlega yfir í hálfan mánuð,
eða þrjár vikur, eftir atvikum.
Öllum er heimil þátttaka í sýn-
ingunni og er fólk hvatt til að
senda merkileg og fágæt frí-
merki, sem það kann að eiga í
fórum sínum. En allt, sem á sýn-
inguna á að fara, þarf að hafa
borizt formanni sýningarnefndar,
Jónasi Hallgrímssyni, Hæðar-
garði 50, Rvík, fyrir 5. sept. nk.,
þar eð mikið verk er að setja
sýninguna upp, flokka frímerkin
og koma þeim fyrir.
Verður sýningin í fjórum aðal-
deildum: Islenzk frímerki, erlend
frímerki, flugmerki og tegunda-
merki (motiv).
Sérstök deild verður þar frá
íslenzku póststjórninni, sem stutt
hefur í hvívetna að því, að sýn-
ing þessi megi sem bezt takast.
Hefur t. d. lánað endurgjalds-
laust alla sýningarramma, en
þeir munu verða hátt á annað
hundrað.
Ýmis verðlaun
Dómnefndin mun ljúka störf-
um áður en sýningin verður opn-
uð. Verða veitt tvenn fyrstu verð
laun: fyrir bezta íslenzka safnið,
frímerkjaalbúm fyrir notuð og
ónotuð frímerki, bundið í kálf-
skinn með silfurplötu, áletraðri
af Leifi Kaldal. Þessi verðlaun
eru gefin af íslenzku póststjórn-
inni. Hin fyrstu verðlaunin verða
veitt fyrir bezta erlenda frí-
merkjasafnið, silfurskál, smíðuð
af Leifi Kaldal, gefin af Félagi
íslenzkra frímerkjasafnara.
Þá verða og veitt nokkur auka-
verðlaun, gefin af ýmsum inn
lendum og erlendum aðilum og
veitt af dómnefnd eftir því sem
ástæða þykir til. Gefin verður út
vönduð sýningarskrá, þar sem
skráð verða nöfn allra þeirra, er
þátt taka í sýningunni.
Á meðan sýningin stendur yfir
verður rekin sérstök póstþjón-
usta í sambandi við hana, með
sérstökum póststimpli. Ennfrem-
ur verða til sölu þar í „pósthús-
inu“ sérstök umslög og póstkort
— og svo merki sýningarinnar ■
þríhyrnt að lögun, í bláum og
hvítum lit, teiknað af Leifi Kal-
dal.
« KVIKMYNDIR *
„Ftóð á hádegi"
ÞESSI enska kvikmynd, sem
sýnd er í Tjarnarbíói lætur ekki
mikið yfir sér, en er þó mjög at-
hyglisverð bæði að því er snertir
meginefni hennar og gerð alla.
Fjallar myndin um þá atburði
á eyju einni skammt undan meg-
inlandi Kanada, er mjög minna
á það, sem gerzt hefur hér hjá
okkur á síðari tímum, einkum
á Norð-Vesturlandi. — Humar-
miðin við eyjuna, sem hafa ver-
ið undirstaða lífsafkomu eyjar-
skeggja, eru að verða uppurin
og fólkið á ekki annars úrkosti
en að flytja burt. Við kynnumst
þarna fólkinu í hversdagslegum
önnum þess og lífsbaráttu, í sorg-
um þess og gleði, ástum og ó-
vild, og eru þau átök stundum
hörð og óvægin. Að lokum er
eyjan mannlaus og húsin standa
auð og hrörleg, sem þögul vitni
um harða baráttu og ósigur
þeirra, sem þarna áttu heima. —
Stephen, hinn aldraði oddviti eyj-
arskeggja, kona hans Donna og
dóttir þeirra, Jóhanna, eru þau
síðustu er flytja burt úr eyjunni.
Jóhanna hefur átt þar margar
unaðsstundir, en einnig orðið þar
fyrir sárri reynslu. En nokkrum
árum síðar kemur hún aftur til
eyjarinnar til þess að rifja upp
gamlar minningar. Þar hittir hún
af tilviljun gamlan æskuvin sinn,
sem hafði unnað henni en hún
ekki borið til sama hug. — Fell-
ur nú allt í Ijúfa löð með þeim
og þau hefja starf að nýju á
eyjunni, enda er nú humarinn
kominn aftur á miðin.
Aðalhlutverkið, Jóhönnu, leik-
ur Betta St. John og fer vel með
það. Af öðrum leikendum má
nefna Flora Robson og Alexander
Knox.
Mynd þessi er geðþekk og vel
leikin. — Ego.
„Fjársjóður Dancho
Villa"
GAMLA BÍÓ sýnir þessa amer-
ísku litmynd, er gerist í Mexikó
í uppreisninni þar á árunum 1910
til 1923. Snýst allt um það að
koma til herbúða uppreisnar-
manna geysimiklum gullforða,
sem uppreisnarmenn hafa rænt
úr járnbrautarlest. Eins og venja
er í slíkum myndum gengur ekki
á öðru en linnulausum skothríð-
um, þar sem menn eru strádrepn-
ir eins og flugur, en enginn kem-
ur skoti á aðalhetjuna! Það væri
synd að segja að mynd þessi,
fremur en aðrar myndir af þessu
tagi, sé sérlega gáfuleg eða sann-
færandi, en hins vegar koma þar
fyrir ýmis atvik, sem eru „spenn-
andi“ og því sjálfsagt mjög að
skapi unglinga, sem einkum sækj
ast eftir slíkum „hasa“-myndum,
— en svo munu þær víst heita á
þeirra máli. í aðalhlutverkum
eru: Rory Calhoun, Gilbert Ro-
land og Shelley Winters. — Ego
Heimsóknir skólabarna
Sýningin verður opin daglega
kl. 14—22 og verða á kvöldin
sýndar kvikmyndir og fyrirlestr-
ar haldnir um frímerki og frí-
Merki sýningarinnar.
merkjasöfnun. — Æskulýðsráð
Reykjavíkur hefur tekið að sér
að skipuleggja heimsóknir skóla-
barna á sýninguna í samvinnu
við forráðamenn hennar. Komið
hefur til orða að efnt verði til
ritgerðarsamkeppni um sýning-
una meðal skólabarna.
Aðgöngumiðinn kostar 10
krónur fyrir fullorðna en 5
krónur fyrir börn. — Eru
miðarnir um leið verðlauna-
miðar, sem dregið verður úr, m.
a. um 10 verðlaun, sem Gísli Sig-
urbjörnsson hefur gefið: margs
konar eftirsóknarverð íslenzk
frímerki. Barnaskólabörn á aldr-
inum 9—12 ára fá ókeypis að-
gang.
Tilgangur þessarar sýningar,
sögðu frímerkjasafnararnir, er
fyrst og fremst sá, að kynna frí
merki og frímerkjasöfnun, glæða
áhuga fólks og um leið kenna
því, hvernig eigi að safna frí-
merkjum. Erlendis eru slíkar
sýningar jafnan fjölsóttar og
þykja hafa ótvírætt fræðslu- og
menningargildi.
8TAK8TEIIVIAR
Kastsýnmgín við Árbæjarstífhma
„ÞAÐ er hreinasta unun að
horfa á manninn kasta með ann-
arrar handar stönginni", sagði
kunnur laxveiðimaður í hópi
áhorfendanna við Árbæjarstíflu
í fyrrakvöld, er hinn ungi Banda-
ríkjamaður, Tarantino sýndi köst
með ýmsum gerðum veiðistanga.
Bandaríkjamenn notast mest
við annarrar handar stengur
og var auðséð að Tarantino var
ekki eins leikinn, er hann kastaði
með beggja handa laxastöng, þó
hann vissulega sýndi þar mikla
hæfni. Með annarrar handar
stöng, 9 feta langri, náði hann
40—45 metra kasti. Athygli vakti
hve sterkan úlnlið hægri handar
hann hafði og kastið var fallegt,
er hann skaut línunni allt upp í
15 metra.
Kastsýningin naut sin ekki eins
vel fyrir þær sakir, að engar
skýringar voru fluttar, þá er
Tarantino kastaði, eða félagi hans
Myron Gregory.
Myndin sýnir Tarantino í kast-
stellingu með annarar handar
stöngina, við Árbæjarstífluna í
fyrrakvöld. Ljósm. Ól. K. M.
SKÓLASTJÓRASTAÐAN við
barnaskóla Reynis- og Deildár-
skólahverfis hefur verið auglýst
laus, svo og 4 kennarastöður við
húsmæðra- og barnaskóla.
Nýir ostai
FYRIR nokkru komu á markað
inn fjórar nýjar tegundir af smur
osti frá Mjólkurbúi Flóamanna.
Er þar um að ræða Schweitzer-,
Gouda-, brauð- og kúmen-ost.
Allir þessir bræddu ostar eru í
litlum, smekklegum pökkum.
Schweitzer-ostur er uppruna-
lega framleiddur í Sviss og líkj-
ast svissnesku ostarnir stórum
hjólum. Þeir eru geymdir lengur
en venjulegir mjólkurostar, áður
en þeir koma á markaðinn, og
eru bragðmiklir. Schweitzer-
ostur í venjulegu formi hefur ver
ið framleiddur hér á landi áður.
— Gouda-osturinn er upprunn-
inn frá Hollandi. Eru ostarnir
þar heldur minni um sig en þeir
svissnesku og hafa sinn sérstaka
keim. Hluti af þeim „mjólkur-
osti“, sem seldur hefur verið hér
í verzlunum undanfarið hefur
verið Gouda-ostur. — Brauð-ost-
ur er venjulegur mjólkurostur,
nafnið dregið af lagi óbræddra
osta.
Kúmen-osturinn er mjólkurostur
með kúmeni í. — Fyrir voru á
markaðnum 6 tegundir af brædd-
um osti frá Mjólkurbúi Flóa-
manna, auk kjarnaosts í túbum.
Mestra vinsælda af hinum eldri
tegundum njóta rækjuostur,
hangikjötsostur og sterkur ostur.
„Iceland Hints at Quitt-
ing NATO Over Fishing
Rift With Britain
Undir þessari fyrirsögn birtl
New York Times á leiðarasíðu
sinni sl. laugardag grein um
blaðamannafund dr. Kristins
Guðmundssonar í London og
þýðir fyrirsögnin: „lsland lætur
liggja að úrsögn úr Atlantshafs-
bandalaginu vegna fiskveiðideilu
við Breta“.
Greinin er send frá London,
skrifuð af fréttaritara blaðsins
þar, og hljóðar upphaf hennar
svo:
„Sendiherra fslands, dr. Krist-
inn Guðmundsson, sagði hér í
dag, að ríkisstjórn sín kynni að
segja sig úr Norður-Atlantshafs-
bandalaginu, ef deilan við Breta
út af veiðum innan fiskveiðiland-
helginnar versnaði alvarlega.
Dr. Guðmundsson sagði, að yf-
irlýsihg sín, sem gerð var til
svars spurningum á blaðamanna-
fundi, væri ekki hótun.
Hann útskýrði:
„Það er mögulegt, ef Bretar
koma mjög, mjög illa fram í þessu
máli, að íslenzka þjóðin muni
vilja ganga úr Atlantshafsbanda-
laginu. En ég held ekki, að það
sé líklegt að svo illa fari. Til-
finningin er minni nú en í kosn-
ingunum fyrir tveimur árum“.
Hann sagði, að stjórn hans
hefði ekki opinberlega nefnt við
hann líkurnar fyrir fráhvarfi úr
Atlantshafsbandalaginu“.
Rangþýðing Tímans
Tíminn grípur fegins hendi frá-
sögn New York Times og skýrir
frá henni feitum stöfum á
fremstu síðu 26. ágúst sl. Þar
segir m.a.:
„New York Times tilfærir svar
ambassadorsins innan gæsalappa
sem orðrétt á þessa lund:
„Dr. Guðmundsson svaraði
spurningunni svo:
„Það er hugsanlegt, ef Bretar
koma afar illa fram í þessu máli,
að íslenzka þjóðin vilji ganga úr
NATO. (That the people of Ice-
land will want to leave NATO)
En ég held, að það sé ekki lík-
legt að svo illa fari. Almenning-
ur hneigist minna í þá átt nú en
við kosningarnar fyrir tveim ár-
um“.
Hann sagði, að íslenzka stjórn-
in hefði ekki gefið neitt í skyn
við sig um það, að hugsanlegt
væri að tsland gengi úr NATO“.
Hvort sem þessi orð eru ná-
kvæmlega rétt eftir höfð eða
ekki, kemur þar ekki fram það
ranghermi, sem var í mörgum
öðrum hlöðum,---------“
Sérstaka athygli vekur, að
Tíminn einfaldlega fellir niður
upphaf New York Times grein-
arinnar, sem einmitt afsannar
allan málflutning Tímans dr.
Kristni til afbötanar.
Þann hluta greinarinnar, sem
Tíminn birtir, byrjar hann svo:
„Dr. Guðmundsson svaraði
spurningunni svo“.
En New York Times segir:
„He explained“, sem þýðir:
„Hann útskýrði“. Þ. e. New York
Times telur þann hluta greinar-
innar, sem Tíminn birtir, ein-
ungis útskýringu á sjálfri megin-
fullyrðingu sendiherrans.
í niðurlagi þýðingar sinnar af
New York Times greininni læt-
ur Tíminn dr. Kristin segja, að
íslenzka stjórnin hafi „ekki gefið
neitt í skyn við sig um það, að
hugsanlegt væri að tsland gengi
úr NATO“. En New York Times
hefur raunverulega það eitt eftir
sendiherranum, að „his Govern-
ment had not officially mention-
ed to him“, þ. e. opinberlega
nefnt við hann slíkar ráðagerðir,
sem er allt annað en Tíminn vildi
að sendiherrann hefði sagt.